Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 Dollaraverð hækkaði um 0,84% á í sl. viku Danska krónan hækkaði um 1,25% Pundið hækkaði um 1,16% Þýzka markið hækkaði um 1,70% DOLLARAVERÐ hækkaði um 0,84% í síðustu viku, en sölugengi Banda- ríkjadollara var í upphafi vikunnar skráð 19,160 krónur, en sl. föstudag var skráningin 19,320 krónur. Frá áramótum hefur dollaraverð því hækk- að um liðlega 16,04%, en í upphafi árs var sölugengi Bandaríkjadollara skráð 16,650 krónur. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 1,16% í verði í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi þess skráð 29,363 krónur, en sl. föstudag hins vegar 29,705 krónur. Frá áramótum hefur brezka pund- ið hækkað um 10,71%, en í upp- hafi ársins var sölugengi þess skráð 26,831 króna. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði um 1,25% í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi hennar skráð 2,2406 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 2,2686 krónur. Frá áramótum hefur danska krónan því hækkað um 14,28% í verði, en í upphafi ársins var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. V-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 1,70% í síðustu viku, en í upp- hafi hennar var sölugengi þess skráð 7,9043 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 8,0383 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið því hækkað um 14,76% í verði, en í upphafi árs var sölu- gengi þess skráð 7,0046 krónur. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 7-11 0G 14-18 FEBRUAR 1983 195 i i • B3. : i < i B,2- i i i i i / 19,1 . ■ i • J % , . 190 • • i má. þr mi5v fim föst má þ r miiv. fim.fost. Bandarískur bílaiðnaður réttu megin við strikið Hagnaður hjá GM og Chrysler, en tap hjá Ford og American Motors TAL8MAÐUR bandaríska bflafram- leiðandans American Motors sagði á blaðamannafundi í vikunni, að rekstrartap fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 1982 hefði verið í ná- munda við 2,9 milljónir dollara. Þetta er ellefti ársfjórðungurinn í röð, sem tap verður af rekstri fyrirtækisins. Heildarrekstrartap American Motors var um 153,5 milljónir doll- ara á síðasta ári, sem jafngildir um 2,85 dollurum á hlut. Tapið í fyrra er nokkru meira en árið áður, þeg- ar það var um 136,6 milljónir doll- ara, eða um 2,44 dollarar á hlut. Hins vegar er tapið á fjórða árs- fjórðungi mun minna en á sama tíma árið 1981, þegar það var um 47,2 milljónir dollara. Sala American Motors jókst um liðlega 11% á síðasta ári, eða úr 2,6 milljörðum dollara á árinu 1981 í um 2,9 milljónir dollara á síðasta ári. Salan á fjórða ársfjórðungi var hins vegar mun meiri en á sama tíma árið 1981, eða 857 milljónir dollara á móti 621 milljón dollara. Aukningin þar á milli ára er því liðlega 38%. American Motors er fjórði stærsti bílaframleiðandi Banda- ríkjanna, en áður hefur General Motors, stærsti bílaframleiðandi heims, tilkynnt um 962,7 milljóna dollara rekstrarhagnað á síðasta ári. Ford, annar stærsti bílafram- leiðandinn, tilkynnti hins vegar á sínum tíma að rekstrartap fyrir- tækisins á síðasta ári hefði verið um 657,8 milljónir dollara. Síðan er búizt við að Chrysler, sá þriðji í röðinni, muni tilkynna um afkomu sína nú í vikulokin. Þrátt fyrir mikið tap hjá Amer- ican Motors og Ford er bandarísk- ur bílaiðnaður í heild sinni ennþá réttu megin við strikið, eða með 151,4 milljónir dollar í plús, áður en tölur Chrysler verða birtar, en talið er næsta víst að þær verði réttu megin við strikið í fyrsta skipti um langt árabil. Það stefnir því allt í, að bandaríski bílaiðnað- urinn í heild sinni verði réttu meg- in við strikið í fyrsta sinn um langt árabil. Markaðsferð til Færeyja: Góður árangur Fyrirhuguð önnur ferð í marzbyrjun DAGANA 26. janúar til 2. febrúar sl. dvöldu tveir starfsmenn Útflutn- ingsmiðstöóvar iðnaðarins í Færeyj- um þeirra erinda, að kynna íslenzkar iðnaðarvörur fyrir nágrönnum okkar Færeyingum, segir í fréttabréfi Félags íslenzkra iðnrekenda „Á döfinni '. Ennfremur segir, að í Færeyjum búi um 43 þúsund manns, en þrátt fyrir þá stærð verði að telja þetta hlutfallslega stóran markað fyrir hinar ýmsu vörur, t.d. vörur tengd- ar sjávarútvegi. Þessi ferð var önnur í röðinni af fjórum, sem fyrirhugað er að fara, og voru rekin erindi allt að 30 ís- lenzkra iðnfyrirtækja, sem sýnt hafa áhuga á að leita fyrir sér um sölu á erlendum mörkuðum. Niður- stöður, sem liggja fyrir eftir þessa ferð, verða að teljast mjög góðar, þar sem allmörg fyrirtæki hafa þegar fengið pantanir. Árangurinn er sá, að 6—8 fyrirtæki hafa fengið staðfestar pantanir svo og að já- kvæð niðurstaða hvað varðar verð og gæði hjá mörgum íslenzkum fyrirtækjum hefur fengizt. í byrjun marzmánaðar næstkom- andi mun svo væntanlega verða far- in þriðja ferðin og er þeim, sem áhuga hafa á þessum markaði, bent á að hafa samband við Jens P. Hjaltested hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins sem allra fyrst. Hagsveifluvog iðnaðarins: Samdrætti og sölutregðu er spáð á 1. ársfjórðungi — ásamt fækkun starfsmanna í iðnaði HELZTU niðurstöður úr könnun Fé- lags íslenzkra iðnrekenda og Lands- sambands iðnaðarmanna á ástandi og horfum í íslenzkum iðnaði á 4. árs- fjórðungi 1982, sem birtast í Hag- sveifluvog iðnaðarins, eru þær, að sölusamdráttur hafi orðið á 4. árs- fjórðungi 1982 miðað við sama tíma árið 1981. Þá segir að heildarsala iðnaðarvara hafi verið meiri á árinu 1982, en árið áður. Iðnaðarframleiðsla jókst á 4. ársfjórðungi 1982 miðað við 3. ársfjórðung. Framleiðslusamdrætti og sölutregðu er spáð á 1. ársfjórðungi 1983, ásamt fækkun stafsmanna í iðn- aði. Fjárfesting í iðnaði dróst saman 1982 miðað við árið 1981. Spáð er minni fjárfestingu á þessu ári en á ár- inu 1982. Sala — markaðshorfur Hagsveifluvogin sýnir sölusam- drátt á 4. ársfj. 1982 miðað við sama tímabil árið 1981. Hins vegar sýnir könnunin söluaukningu á 4. ársfj. 1982 miðað við 3. ársfj. sama ár. Hér gætir væntanlega svokallaðrar jóla- sölu, en samkvæmt reynslu fyrri ára er sala iðnaðarvara gjarnan mest á 2. og 4. ársfj. Því fæst jafnan betri mælikvarði á þróun sölu og fram- leiðslu iðnaðarvara með þvf að bera saman ákveöin tfmabil milli ára og losna á þann hátt við árstfma- áhrifin. Við samanburð áranna 1981 og 1982 telur um helmingur aðspurðra sölu iðnaðarvara hafa aukist, en 24% telja að um sölusamdrátt hafi verið að ræða. Iðnaðarframleiösla Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar jókst iðnaðarvörufram- leiðslan á 4. ársfj. miðað við sama tímabil árið áður. Þá er einnig um aukningu að ræða, þegar 4. ársfj. er borinn saman við 3. ársfj. Að magni til sýnir könnunin um 2% aukningu iðnaðarvöruframleiðslu á 4. ársfj. miðað við 3. ársfj. Þegar fyrirtækin f könnuninni eru * Súlur með jákvæðu formerki tákna hlutdeild (%) fyrirtækja í könnuninni, sem telja viðkomandi rekstrarþátt hafa aukist frá sama ársfjórðungi árið áður. Súlur með neikvæðu formerki tákna hlutdeild fyrirtækja í könnuninni, sem telja við- komandi rekstrarþátt hafa minnkað. Skástrikuðu súlurnar sýna mismun ofan- greindrá svara, þ.e. nettóniðurstöðuna. ★★ Spá fyrirtækjanna um 1. ársfjórðung 1983 miðað við 4. ársfjórðung 1982. beðin um að bera saman heildar- framleiðslu á árinu 1982 við 1981, telja um 70% fyrirtækjanna fram- leiðsluna meiri en árið á undan, en um 11% fyrirtækjanna telja fram- leiðsluna hafa minnkað. Atvinna og aðrir rekstrarþættir í lok 4. ársfj. teljast fyrirliggjandi framleiðslupantanir f iðnaði meiri en í lok 3. ársfj. Þá voru birgðir full- unninna vara og hráefna minni en í lok 3. ársfj. Ef minnkun álbirgða er hins vegar sleppt er um væga birgðaaukningu fullunninna vara að ræða. Við lok 4. ársfj. var starfs- mannafjöldi iðnfyrirtækjanna minni en við lok 3. ársfj. Þá áforma 52,8% aðspurðra að fækka starfsmönnum á 1. ársfj. í ár. Loks eru framleiðslu- og söluhorfur á 1. ársfj. þessa árs taldar lakari en á 4. ársfj. 1982 að áliti forsvarsmanna iðnfyrirtækj- anna. Að þessu sinni var f könnuninni spurt um fjárfestingu fyrirtækjanna á árinu 1982 og fjárfestingaráform á þessu ári. En fjárfestingaráform eru oft talin mælikvarði á eftirvæntingu fyrirtækjanna um framtlöina. Þar kemur fram að rúmlega 60% að- spurðra telja fjárfestingu fyrirtækj- anna minni á árinu 1982 en árið áð- ur, en um 14% aöspurðra telia fjár- festingu hafa verið meiri. A árinu 1983 áforma 63% fyrirtækjanna minni fjárfestingu en á árinu 1982, en um 9% fyrirtækjanna áforma aukna fjárfestingu á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.