Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 33 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga: Gróskumikið starf á næstu mánuðum Fjórir hádegisverðarfundir, háskólafyrirlestrar og ráðstefna FÉLAG vidskiptafræðinga og hagfræðinga hefur ákveðið að halda á næstu mánuðum fjóra hádegisverðarfundi um hagfræðileg málefni, auk þess sem félagið mun standa fyrir einum eða fleiri háskólafyrir- lestrum, ásamt eins dags ráðstefnu um alþjóðafjármál, gengis- og gjaldeyrismál. „Er frjáls utan- ríkisverslun dauð?“ Fyrsti hádegisverðarfundur starfsársins verður haldinn 24. febrúar nk. á veitingastaðnum Þingholti, kl. 12:15—13:45. Fram- sögumaður verður doktor Jóhann- es Nordal, Seðlabankastjóri. Mun hann fjalla um spurninguna: „Er frjáls utanríkisverslun dauð?“ Undanfarin misseri hafa orðið æ háværari raddir bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum okkar, sem krefjast innflutningshafta til lausnar aðsteðjandi efnahags- vanda. Margt bendir því til þess, að frjáls utanríkisverslun sé á undanhaldi. „Stjórnun fyrirtækja með aðstoð tölvu- væddra líkana“ Þá hafa verið valin efni og fyrir- lesarar á tvo næstu hádegisverð- arfundi félagsins, sem verða haldnir í apríl og september. Á hádegisverðarfundinum í apríl mun Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands fjalla um stjórnun fyrir- tækja með aðstoð tölvuvæddra fyrirtækjalíkana (corporate mod- els). Slík líkön eru orðin vinsæl í notkun hjá stærri fyrirtækjum í nágrannalöndunum, en eru lítið þekkt hér á landi. „Hagfræði stjórnmálanna“ Á hádegisverðarfundi félagsins, sem haldinn verður í september- mánuði, mun Þráinn Eggertsson prófessor við viðskiptadeild Há- skóla íslands, fjalla um nýjan þátt þjóðhagfræðinnar, sem er hag- fræði stjórnmálanna. „Alþjóðafjármál, gengis- og gjaldeyrismál“ Um mánaðamótin september— október áformar FVH að halda ráðstefnu um alþjóðafjármál, gengis- og gjaldeyrismál. Á und- angengnum árum hefur þróun gengismála orðið æ mikilvægari þáttur í rekstri fyrirtækja, hvort sem þau eru í innflutningi, út- flutningi eða samkeppni á heima- markaði. Hins vegar skortir nokk- TEKJUR ríkissjóðs jukust um 59,4% á síðasta ári, samkvæmt upplýsing- um í Hagtölum mánaðarins fyrir febrúar, en til samanburðar jukust þær um 63,8% á árinu 1981. Útgjöld ríkissjóðs jukust á sið- uð á almenna þekkingu og skilning manna á samhengi gengismála og alþjóðafjármála. Því er við hæfi, að FVH komi af stað fræðslu og umræðu um þessi málefni með ráðstefnuhaldi. Undirbúningur að ráðstefnu þessari er þegar hafinn, en endanlegir efnisþættir og fyrir- komulag verður auglýst síðar. „The location of a large firm in a small village“ Loks hefur FVH fengið doktor Vilhjálm Egilsson, hagfræðing VSÍ, til að fjalla um rannsóknar- verkefni það, sem hann varði til PDH-prófs. Fyrirlesturinn mun haldinn í samvinnu við viðskipta- deild Háskóla íslands og verður nánar auglýstur síðar. asta ári um 57,7%, en til saman- burðar jukust þau um 60,2% á ár- inu 1981. Tekjurnar á síðasta ári voru 9.562 milljónir króna, en út- gjöldin 9.324 milljónir króna. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Um 59,4% tekju- aukning ríkisins Útgjaldaaukningin 57,7% á síðasta ári Elkem tapaði 42,8 milljónum dollara ELKEM-samsteypan norska, sem er annar aðaleigandi íslenzka járn- blendifélagsins, tilkynnti á dögun- um, að tap samsteypunnar á síðasta ári væri í námunda við 42,8 milljónir dollara, en heildarveltan var um 742,8 milljónir dollara. Talsmaður Elkem sagði tvær ástæður aðallega liggja að baki þessari slæmu útkomu. Annars vegar hefði eftirspurn eftir fram- leiðsluvörum fyrirtækisins verið lítil og hins vegar hefði verð verið í algjöru lágmarki. Hann sagði ennfremur, að tekjur hefðu þó ver- ið mun meiri á síðustu fjórum mánuðum ársins, en á næstu fjór- um mánuðum þar á undan. Hin almenni efnahagssamdrátt- ur í iðnríkjum heimsins hefur komið mjög illa niður á ál- og járnblendiframleiðslu. Stálfram- leiðsla hefur ekki verið minni í iðnríkjum Vesturlanda um langt árabil, sem hefur m.a. leitt til þess að eftirspurn eftir járnblendi hef- ur minnkað verulega. Til að koma í veg fyrir enn meira tap hefur Elkem hagrætt verulega í rekstri, auk þess að loka nokkrum verksmiðjum. Iðnsýning ’83: FÍF efnir til samkeppni um einkunnarorð í TILEFNI iðnsýningar Félags ís- lenzkra iðnrekenda, sem haldin verður í Laugardalshöll 19. ágúst til 4. september nk., hefur sýn- ingarnefnd ákveðið að efna til sam- keppni um einkunnarorð sýningar- innar. Samkeppnin er opin öllum, sem hafa áhuga á þátttöku. Verðlaun að upphæð 15.000 krón- ur verða veitt fyrir beztu tillög- una. Tillögur ásamt upplýsingum um nafn og heimilisfang þátttak- anda skal senda skrifstofu Fé- lags íslenzkra iðnrekenda fyrir 5. marz nk. í lokuðu umslagi merktu: „Iðnsýning ’83 einkunn- arorð". Kaupstefnan íslenzk föt ’83 16.—18. marz KAUPSTEFNAN (slenzk fót '83 verð- ur haldin að Hótel Loftleiðum dagana 16.—18. marz nk., en endanlega hefur ekki verið gengið frá fjölda þátttak- enda. Undanfarin ár hafa þátttakend- ur verið á bilinu 12—15. í 9. verðlagskynmngu Verðlagsstofnunar - Innkaupakörfuimi - kom fram að græni Hreinol uppþvottalögurinn er sá ódýrasti á markaðnum. Grænt Hreinol er ekki einungis ódýrt það er líka óvenju drjúgt og áh.rifaríkt. Þar að auki fer það vel með hendurnar. Bættu Hreinoli í innkaupakörfuna þína. Veljið ódýrt - veljið islenskt. Veljið Hreinol. . Qrænt , hreinol ■'MTAtÓO# • Hreinol fæst í 0,51,21, og 3,81 þakkrungum. HREINN Hreinn hf, Barónsstíg 2-4, sími: 28400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.