Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 íslenzka járnblendifélagið: Aukin eftirspurn eftir járnblendi „VIÐ sjáum engin teikn ennþá á lofti um breytingar á verðlagi til hins betra, en hins vegar viröist eitthvað vera að lifna yfir eftirspurninni," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri íslenska járnblendifélagsins, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöðu markaðsmála fyrirtækisins. „Það er allavega byrjunin, hvað hefur heldur aukizt að undan- sem verður," sagði Jón Sigurðsson ennfremur. Þá kom það fram hjá Jóni Sigurðssyni, að til stæði að setja annan ofn verksmiðjunnar í gang á næstunni til að geta annað þeim pöntunum og afskipunum, sem þegar liggja fyrir. Jón Sigurðsson sagði að ljóst væri með afskipanir fram í apr- ílmánuð, en hvað framhaldið áhrærði, væri það nokkuð óljóst. Um ástæður þess, að eftirspurnin förnu, sagði Jón að stálver væru aðeins farin að auka framleiðslu sína, sérstaklega í Bandaríkjun- „Tapið á síðasta ári verður eitthvað í námunda við 170 millj- ónir króna á síðasta ári, en end- anlega tölur þar að lútandi liggja enn ekki fyrir," sagði Jón Sigurðs- son aðspurður um afkomuna á síð- asta ári. Álverð hefur hækkað nokkuð að undanförnu — Áhrifin koma ekki fram strax vegna langtímasamninga, segir Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL „ÞESSI verðhækkun á áli er auðvitað gleðileg. Hins vegar koma áhrifin ekki fram strax hjá okkur, þar sem við seljum alla okkar framleiðslu töluvert langt fram í tímann,“ sagði Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir áhrifum þess, að álverð hefur farið hækkandi á alþjóðamörkuðum að undanförnu. Hefur hækkað úr tæplega 1.000 dollurum tonnið í um 1.300 dollara hvert tonn. Ragnar sagði ennfremur, að ÍSAL byggi við sérstaka stöðu að því leyti, að bæði hækkanir og lækkanir kæmu seint inn í mynd- ina, þar sem samningar fyrirtæk- isins væru gerðir svo langt fram í tfmann. „Þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt, þá vonar maður að málin séu að þróast í rétta átt. Það mun hins vegar taka okkur langan tíma að rétta úr kútnum að nýju, þar sem við höfum tapað um 60 millj- ónum dollara á síðustu tveimur árum,“ sagði Ragnar S. Halldórs- son. Ragnar sagði að tap fyrirtækis- ins á árinu 1981 hefði verið í nám- unda við 28 milljónir dollara og tapið í fyrra því um 32 milljónir dollara. „Til að ástandið verði við- unandi fyrir okkur þarf verðið að komast í um 1.750 dollara fyrir hvert tonn,“ sagði Ragnar. Ragnar sagði aðspurður, að ÍSAL seldi langstærstan hluta framleiðslu sinnar til Evrópu. „Hins vegar hefur framleiðslan farið víðar á þessum síðustu og verstu tímum." Launahækkunin 1. marz um 300 milljónir króna ALMENN laun í landinu hækka um 14,74% um næstu mánaðamót, í kjölfar hækkunar framfærsluvísitölu og út- reiknings verðbóta. Samkvæmt grófri áætlun eru almenn laun í landinu, fyrir vísitöluhækkunina, um 2.000 miiljónir króna um þessi mánaðamót. Miðað við ofangreinda hækkun, er útgjaldaauki vinnuveitenda nú tæp- lega 300 milljónir króna, þannig að heildarlaun í landinu verða um 2.300 milljónir króna. Miðað við verðbólguspár verða heildarlaun í landinu á bilinu 27.000—28.000 milljónir króna á þessu ári, en almenn laun í landinu voru á bilinu 16.000—17.000 milljón- ir króna á síðasta ári. Hækkunin miili ára er því á bilinu 65—70%. MorfpinbMíA/ KEE Svavar, Konráð og Bjarni heita þessir ungu herramenn og eru Gylfasynir, synir Sigrúnar Þorláksdóttur og Gylfa Gunnarssonar, en þau búa i Grimsey. Strákarnir eru þríburar á sjötta ári, fæddust 14. september 1977. Fréttaritari Morgunblaðsins í Grímsey kvað þá vera dugnaðarstráka en dálitla prakkara. Gylfi faðir þeirra þríbura er ættaður frá Akureyri, bróðursonur Jóhanns heitins Konráðssonar söngvara en Sigrún móðir þeirra er dóttir Þorláks Sigurðssonar, oddvita í Grímsey. Hún er fæddur og uppalinn Grímseyingur. Alfreð Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Grímsey sagði í saratali við Morgunblaðið að mjög erfitt, ef ekki ógerlegt, væri að þekkja þá þríbura í sundur, svo líkir væru þeir. Það er kannski skýringin á því, hvernig húfurnar eru merktar. Selveiðar heyri undir sjávarútvegsráðuneyti — Búist við að veiðilaun verði greidd fyrir seli í ár eins og í fyrra í FRUMVARPI til laga um selveiðar við ísland, sem kynnt hefur verið í ríkisstjórn, er gert ráð fyrir að selveiðar heyri undir sjávarútvegsráðuneytið. Þá er lagt til að sérstök nefnd verði skipuð og fjalli hún um ýmis mál, sem upp kunna að koma varðandi nýtingu á sel og þau atriði sem tengjast sel og selveiði. í þeirri nefnd er lagt til að eigi sæti fulltrúar frá sjávarútvegsráðu- neyti, Náttúruverndarráði, Búnaðarfélagi íslands, Fiskifélagi fslands og Hafrannsóknarstofnun og á síðastnefnda stofnunin að sjá um rannsóknir á sel. Að sögn Jóns B. Jónassonar, formanns nefndar þeirrar er vann frumvarpið, eru ákvæði 1 því um rétt landeigenda, bann við selveið- um erlendra þjóða við landið og ráðuneytinu er samkvæmt laga- frumvarpinu heimilt að setja reglugerð um selafriðun eða sel- veiðar, um ráðstafanir til að fækka sel ef svo horfir og fleira. f sem stystu máli sagði Jón, að frumvarpið væri rammi um þessi mál í heild sinni, en ekki eru til lög sem spanna þessi atriði. Ekki er búist við að þetta frumvarp verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér hyggst Hringormanefnd greiða veiðilaun fyrir unna seli í ár eins og gerð var tilraun til í fyrra. Hugmyndir eru uppi um að standa öðru vísi að veiðunum nú en í fyrra þannig að selshræ verði ekki skilin eftir eins og einhver brögð voru að í fyrra. í þessu sambandi má nefna, að ný refabú eru nú komin að Haga á Barðaströnd og í Selárdal og fengu bæði þessi bú sel frá Brjánslæk í fyrrahaust í fóður. í fyrra jukust selveiðar nokkuð við landið, en þó ekki landselsveið- ar sem voru með hefðbundnum hætti. Alls munu um 4.500 selir hafa verið veiddir, um 2.500 land- selskópar, um 1.000 útselskópar og um 1.000 fullorðin dýr. Dómur fallinn í Hæstarétti vegna þyrluslyssins á Kjalarnesi árið 1975: Flugmaðurinn sýndi ekki af sér stórkostlegt gáleysi — dómi undirréttar hnekkt HÆSTIRÍrn iJR felldi í síóustu viku dóm í mili sem reis vegna greiðlsu á v*tryggingarverði þyrlunnar TF-LKH, sem fórst á Kjalarnesi 17. janúar 1975, en allir sem í þyrlunni voni fórust í slysinu. Meginniðurstaða Hæstaréttar er sú að flugmaðurinn, Lúðvík Karlsson, hafi ekki sýnt stórkost- legt gáleysi við hleðslu þyrlunnar, heldur telur meirihluti Hæstarétt- ar það mikla vangá hjá flugmann- inum að hafa ekki gætt réttra hleðslumarka. Er talið að flugslys- ið verði öðrum þræði rakið til óhagstæðs veðurs yfir slysstaðn- um, en þó verði ekki ályktað af gögnum málsins að misvinda veð- urlag hafi verið eina orsök slyss- ins, heldur verði að telja að ofhleðsla og ókyrrð í lofti vegna misvinda hafi valdið því að þyrlan fórst. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Ragnari Aðalsteinssyni hrl., lögfræðingi dánarbús Lúðvíks Karlssonar, varð niðurstaðan í héraðsdómi sú, að Lúðvík Karlsson flugmaður og Kristján Helgason, meðeigandi hans að þyrlunni, teldust vátrygg- ingartakar að jöfnu og eigendur. Því væri tryggingarfélaginu þar sem þyrlan var tryggð, Almennum tryggingum, skylt að greiða þann helming tryggingarfjárins sem til- heyrði Kristjáni Helgasyni, þar sem hann gat ekki borið ábyrgð á flugslysinu. Hins vegar taldi rétt- urinn að flugmaðurinn hefði sýnt af sér svo stórkostlegt gáleysi, að sýkna ætti vátryggingarfélagið af að greiða vátryggingarbætur vegna kaskótryggingar þyrlunnar af hans helmingi, en tryggingin nam 70 þúsund dollurum. Hæstiréttur hnekkti dómi undir- réttar hvað varðaði sekt Lúðvíks Karlssonar og taldi hann ekki hafa sýnt það gáleysi sem leiddi af sér sýknu tryggingarfélagsins. Þvf má segja að flugmaðurinn hafi verið sýknaður, ef svo mætti að orði komast um látinn mann. Þvf voru Almennar tryggingar dæmdar til að greiða bótakröfuna, 35 þúsund dollara til hvors dánarbús, Lúðvíks Karlssonar og Kristjáns Helgason- ar, samtals 70 þúsund dollara ásamt vöxtum. Að sögn Ragnars Aðalsteinssonar nema vextirnir um 90 þúsund dollurum, þannig að bótaupphæðin ásamt vöxtum er nálægt 160 þúsund dollurum. Almennar tryggingar reistu sýknukröfu sína í málinu á þvf að þyrlan hafi bæði verið ofhlaðin og ranghlaðin þegar hún hóf sig til flugs. Því hafi verið um að ræða stórkostlegt gáleysi flugmannsins og leysi það tryggingarfélagið und- an skyldu sinni til greiðslu vá- tryggingarverð þyrlunnar. Þessari kröfu hafnaði Hæstiréttur. Þá voru Almennar tryggingar dæmdar til greiðslu málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals krónur 150 þúsund. Dóm þennan kváðu upp hæsta- réttardómararnir Þór Vilhjálms- son, Ármann Snævarr, Halldór Þorbjörnsson og Guðmundur Skaftason, settur hæstaréttardóm- ari, en Sigurgeir Jónsson hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði. I sératkvæðinu kemur það m.a. fram, að dómarinn sé ekki sam- mála meirihluta réttarins um að sannað sé að flugmaðurinn, Lúðvfk Karfsson, hafi sýnt af sér gáleysi, heldur telur hann orsök slyssins ókunna. Rætt um sæðissölu á Norðurlandaráðsþingi: Engin lög til í Danmörku — segir danski innan- ríkisráðherrann Osló 24. febrúar. Frí Sigtryflfi SigtryffKssyni, rrétUstjóra MorifiinblaAsins. RUNE Gustavsson, sænskur þing- maður, lagði fram fyrirspurn á þingi Norðurlandaráðs í gærdag, þar sem hann spurði hvað dönsk yfirvöld hygðust gera til að koma í veg fyrir sæðisgjafastarfsemi, þ.e. sölu á sæði karlmanna til kvenna, sem stunduð hefur verið um árabil í Danmörku. Britta Shall Holberg, innanrík- isráðherra Danmerkur, sagði í svari sínu, að engin lög væru til um slíka starfsemi f Danmörku. Innanríkisráðherrann danski sagði Dani ekki hafa haft sérstak- ar áhyggjur af þessari starfsemi til þessa. Allir „sæðisbankar" á vegum ríkisins væru undir eftirliti lækna á sjúkrahúsum, sem fylgd- ust mjög nákvæmlega með fram- vindu mála. Danski innanríkisráðherrann sagði ennfremur, að mjög lítið væri um sjálfstæða starfsemi af þessu tagi. Danir væru hins vegar á varðbergi og væru tilbúnir að grípa til aðgerða, þegar þess gerð- ist þörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.