Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 25 matsmönnum kleift að notfæra sér nýjustu tækni við störf sín. Ferskfiskdeild verður mikilvæg og umfangsmikil áfram vegna þeirra aðstæðna sem ríkja hér á landi. Ferskfiskmálin eru verulega frábrugðin afurðamatsmálum, ekki síst vegna þess, að með fersfiskmati er lagður grunnur að verðlagningu hráefnis, sem er viðkvæmt tog- streitumái milli kaupenda og selj- enda og hefur bein áhrif á tekjur sjómanna. Hreinlætis- og búnaðarmál fiski- skipa og fiskmóttaka eru náskyld gæðamálum fersks fisks. Því er eðlilegt að sú starfsemi heyri undir ferskfiskdeild ekki sízt vegna möguleika á sveigjanlegri nýtingu starfsliðs. Um grein þá, sem fjallar um leyf- issviptingu segir í greinargerðinni: í þessari grein er gert ráð fyrir, að ferskfiskdeild geti stöðvað mót- töku eða bannað vinnslu, ef fæði hráefnis fullnægja ekki kröfum. Með þessu er valdsvið ferskfisk- deildar að þessu leyti skýrt afmark- að. Lög um Framleiðslueftirlit sjáv- arafurða gera ráð fyrir stöðvunar- valdi vegna aðfinnsluverðs ástands fiskiskipa, flutningatækja, vinnslu- stöðva, hráefnis eða afurða. í frum- varpi þessu er verkaskipting milli ferksfisk- og afurðadeildar skil- greind í þessum efnum. Gert er ráð fyrir sérstöku framleiðsluleyfi sbr. 17. gr. í frumvarpinu, sem unnt er að veita og taka af framleiðendum eftir sérstökum reglum. Þó getur ástand hráefnis verið þannig, að sérstakt tilefni sé talið til stöðvunar vinnslu, en stöðvun- arvaldinu fylgir skylda sú að úr- skurða í hvaða vinnslu megi nýta fiskinn. í 17. grein laganna er nýmæli um að fiskvinnsla til útflutnings verður háð leyfum sjávarútvegsráðuneyt- isins. Leyfis er nú eingöngu krafist til skelfisk- og rækjuvinnslu sbr. lög nr. 12/1975, en ýmsar veiðar hafa um árabil verið leyfisbundnar t.d. veiðar á rækju, sild og humri, þorski í net o.s.frv. Markmiðið er að auðvelda ráðuneytinu að beita að- ferðum til að stýra vinnslu og við- halda gæðum á sama hátt og veiði- leyfi hafa reynst árangursrík við fiskveiðistjórnun. Framleiðslu- leyfið kemur ekki í stað vinnsluleyf- is þess, sem er gefið út af hreinlæt- is- og búnaðardeild Framleiðslu- eftirlitsins. Á fyrrnefndum blaðamannafundi var sjávarútvegsráðherra spurður hvort þessi breyting á lögunum hefði f för með sér fjölgun eða fækkun starfsmanna i eftirliti af hálfu hins opinbera. Svaraði ráð- herra því til, að það væri ekki ljóst. Búast mætti við fjölgun vegna ferskfiskmatsins, en spurninga- merki væri við þróun afurðaeftir- litsins. Á fundinum kom fram, að sjávar- útvegsráðuneytið hefur ákveðið að standa fyrir fræðslu- og kynn- ingarstarfi fyrir bættum gæðum ís- lenzkra sjávarafurða og réði ráðu- neytið Jóhann Briem til þess að annast skipulag og stjórn þess verkefnis. I upplýsingum frá ráð- herra segir að ljóst sé að með öllum ráðum verði að ná sem mestum verðmætum úr aflanum. Núverandi aðstæður séu þannig að mikil eftir- spurn sé eftir fiskafurðum í háum gæðaflokkum, en slæmar mark- aðshorfur fyrir framleiðslu úr lægri gæðaflokkum hráefnis. Fræðslu- og kynningarstarfsem- inni verður þannig háttað að gert verður fræðsluefni með margvísleg- um hætti fyrir starfandi fólk í sjáv- arútvegsframleiðslu. Jafnframt verður fréttamönnum gefinn kostur á að kynnast aðstæðum og neyzlu- venjum í helztu markaðslöndum og þeim vandamálum, sem við er að glíma. Jóhann Briem sagði, að út- búið yrði efni á myndböndum fyrir sjómenn, starfsfólk í fiskvinnslu og skóla og reynt yrði að höfða sér- staklega til hvers hóps um sig. Ráðherra var spurður um hver áætlaður kostnaður yrði við þetta kynningarstarf og svaraði hann því til, að 10 milljónir króna hefðu ver- ið teknar af gengismun á síðasta ári í orkusparandi aðgerðir og til gæða- mála. Þrjár milljónir hefðu verið teknar til hliðar í þetta verkefni. Fjörlegar umræður urðu um hvar mest væri þörf á fræðslu í þessari keðju, allt frá því fiskurinn er veiddur þar til hann er fullunninn til útflutnings. Niðurstaðan á þeim umræðum var f stuttu máli sú, að alis staðar á leiðinni væri þörf á að halda uppi öflugu fræðslustarfi. Nú horfðu mál þannig við, að útlitið væri dökkt hvað varðaði sölu á skreið og einnig á lélegri tegundum saltfisks. Vönduð vinnubrögð væru því enn nauðsynlegri en áður. Þá kom fram á fundinum að af hálfu stjórnvalda væri nauðsyn á frekri aðgerðum til að tryggja betri með- ferð fiskjar og betri vinnubrögð. Er ýmislegt til athugunar í þvf sam- bandi í sjávarútvegsráðuneytinu. * Arnað heilla: Sólveig Eyjólfs- dóttir Hafnarfirði Einn af þekktustu og virtustu borgurum Hafnarfjarðar, Sólveig í Brekkunni, er 75 ára í dag. ótrú- legt en satt. Hún er enn í fullu fjöri, ekkert farin að slaka á í störfum eða áhugamálum. Hún fæddist í Nesi í Selvogi. Afi hennar var hinn kunni óðals- og útvegsbóndi Þörbjörn Guð- mundsson oddviti. Foreldrar hennar voru Eyjólfur bóndi, fyrsti organisti Strandarkirkju, og kona hans, Vilborg Eiríksdóttir. Þau brugðu búi árið eftir fæðingu Sól- veigar og fluttu til Hafnarfjarðar, bjuggu lengst af á Jófriðarstaða- vegi 13. Þar átti hún yndisleg æskuár, en frá því sagði hún í skemmtilegu spjalli við Jökul heit- inn Jakobsson. Árið 1938 giftist hún Haraldi Þórðarsyni skipstjóra frá Al- bertsbæ í Reykjavík og skömmu síðar keyptu þau húsið við Brekkugötu 5. Haraldur andaðist 1951 og reyndi þá mjög á orku og hæfileika hennar að halda í horf- inu og koma börnunum, Eyjólfi, lækni, og Kristínu, röntgentækni, gegnum nám án þess að lækka lífsvenjur, en þau Haraldur höfðu komið sér upp afar fallegu heimili sem Sólveig jók enn að fögrum gripum, þótt ein væri til fram- færslu. Frú Sólveig hefir stundað ýmis og ólík störf um dagana. Um ára- bil var hún ritari við Hafnarfjarð- ardeild Brunabótafélags íslands. Hún annaðist lengi veitingarekst- ur í Sjálfstæðishúsinu og tók að sér veizluhöld fyrir opinbera og einkaaðila, en viðhafnarmatar- gerð hennar þykir taka flestu fram á því sviði. Undanfarin 7 ár hefir hún verið matráðskona Lækjarskólans. í félagsmálum hefir frú Sólveig ekki látið sinn hlut eftir liggja. Hún var meðal stofnenda slysa- deildar kvenna, „Hraunprýði", og hefir setið í stjórn hennar frá upp- hafi, í 53 ár. Hún gekkst fyrir stofnun sjálfstæðiskvennafélags- ins „Vorboðans" árið 1932 ásamt Maríu Ólafsdóttur í Sparisjóðn- um, en upphafið að því átti víst frú Guðrún Jónasson kaupkona í Reykjavík. í rúma hálfa öld hefir frú Sólveig verið mjög virk f þess- um félögum, m.a. var hún formað- ur „Hraunprýði" í 9 ár. Þá er þess að geta að hún hefir lengi setið í barnaverndarnefnd og byggðasafnsnefnd en formaður þeirrar nefndar hefir hún verið í 4 ár, ennfremur hefir hún verið í sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju hin síðari ár og á öllum þessum vettvöngum hefir hún reynzt hin nýtasta og innsýn hennar í hin ýmsu verkefni verið viðurkennd. Þá skal að lokum vikið að störf- um hennar á músiksviðinu. Hún átti frumkvæði að stofnun kvenn- akórs „Hraunprýði" sem starfaði um skeið, en frú Sólveig hefir fagra altrödd og er gædd ríkum tónlistarhæfileikum, leikur vel á píanó, harmóníum og harmonikku og hefir oft komið fram á skemmt- unum með sína gömlu tvöföldu harmonikku. Hér mætti enn ýmsu við bæta, en tilefnið var aðeins að minna á afmæli hennar. Megi Hafnfirðingar lengi enn njóta mannkosta Sólveigar í Brekkunni. P.K.P. Marskálkurinn Ye dregur sig í hlé Peking, 23. rebrúar. AP. KÍNVERSKA utanríkisráðuneytið staðfesti í dag, að Ye Jiangying, marskálkur og leiðtogi kínversku þjóðarinnar að nafninu til, myndi draga sig í hlé innan skamms fyrir aldurs sakir. Hann er nú 85 ára gamall. Vegna bágborinnar heilsu hans undanfarna mánuði hefur þung- inn af starfi hans lent á herðum aðstoðarmanns hans, Peng Zhen, en hann er heldur ekkert ung- lamb, 81 árs gamall. Zhen tekur við embætti Jiangying til bráða- birgða eða þar til þing kemur saman í maí eða júní. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.-27. febr. KRISTJANA MILLA Einarður málsvari uppbyggingar at- vinnulífsins, skattalækkana og þátt- töku almennings í frjálsum atvinnu- rekstri. Skrifstofa Kristjönu Millu Thorsteinsson er aÖ Haukanesi 28, Garöabæ, sími 41530. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.