Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. Sögulegt samkomulag Formenn stjórnmála- flokkanna hafa nú náð sögulegu samkomulagi um skref í kjördæmamálinu. Með samkomulaginu er í senn stefnt að sem fyllstum jöfnuði milli stjórnmálaflokka á alþingi, þannig að vilji kjósenda komi sem best fram í þingstyrk flokkanna, og að því að draga úr misvægi atkvæða eftir bú- setu. Kosningaréttur manna eftir búsetu er þó ekki jafnaður til fulls og enn þarf því að berj- ast málefnalega og af festu fyrir framgangi þessa réttlæt- ismáls. Utan þingflokka þurfa að hefjast umræður og skoð- anaskipti milli manna í hinum ýmsu héruðum landsins um þau sjónarmið sem hæst ber á hverjum stað í kjördæmamál- inu, þannig að það verði fyrir þrýsting frá kjósendum og í góðri sátt þeirra í milli sem næstu skref til jafnréttis milli kjósenda verði stigin eins fljótt og nokkur kostur er. Samkomulag flokksformann- anna gerir ráð fyrir því að hætt sé úthlutun uppbótaþingsæta og er þess í stað mælt fyrir um nýja skipan til að koma á jöfn- uði milli stjórnmálaflokka. Þingmönnum er fjölgað úr 60 í 63 og fellt er niður svokallað kjördæmakjör og landskjör. Kjördæmin eru jafnmörg og óbreytt frá því sem áður var. Þá er bundið í stjórnarskrá, að eigi komi færri en 5 þingsæti í hlut kjördæmis. Lagt er til að kosningaaldur verði lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Alltof langt er um liðið eða 24 ár síðan síðast var hróflað við kjördæmamálinu í sama til- gangi og nú að tryggja jöfnuð milli flokka á þingi og draga úr misvægi atkvæða eftir búsetu. Margt hefur breyst á þessum tæpa aldarfjórðungi, raunar má segja, að hann hafi verið eitthvert mesta byltingarskeið í lifnaðarháttum þjóðarinnar fyrr og síðar og samskipti þéttbýlis og strjálbýlis hafa gjörbreyst á þessu tímabili. Engú að síður næst ekki með samkomulaginu nú meiri árangur við leiðréttingu á mis- vægi eftir búsetu en náðist 1959. Sá pólitíski munur er þó á framkvæmdinni nú og 1959, að þá barðist Framsóknarflokkur- inn hatrammur gegn öllum að- gerðum í átt til réttlætis en nú hefur tekist að þoka honum til samstarfs. Fyrir þá sem helst vilja við- halda því mikla misvægi sem nú ríkir i atkvæðaþunga eftir búsetu dugar ekki að færa fram rök sín í hálfkveðnum vísum. Þeir verða að segja það skýrt og skorinort, hvers vegna íbúar í þéttbýli eiga að sætta sig við minni rétt til að hafa áhrif á val manna á alþingi en þeir sem í strjálbýli búa. Telja þeir að lögum verði ábótavant fái þéttbýlisbúar jafnan rétt? Eða líta þeir á alþingi sem fyrir- greiðslustofnun og dreifingar- aðila á skattfé almennings, þar sem sé um að gera að eiga sem flesta fulltrúa til að fá sem stærstan hlut af kökunni? Eigi það sjónarmið sem fram kemur í síðari spurningunni meiri hljómgrunn en hið fyrra, er ljóst að leiðrétting á misvægi atkvæða er brýnt hagsmuna- mál bæði þeirra sem búa í þétt- býli og strjálbýli, því að kjós- endur hvar sem er á landinu fara jafn illa út úr því þegar stjórnmálamenn stunda atkvæðakaup fyrir skattfé kjós- endanna sjálfra. Yfirgangur Verðlags- stofnunar Hugmyndaflugi verðlagsyf- irvalda til að ná fram vilja sínum gagnvart borgarstjórn Reykjavíkur út af fargjöldum með strætisvögnum borgarinn- ar sýnast lítil takmörk sett, enda hefur lögmaður Verð- lagsstofnunar lýst því yfir í málgagni verðlagsmálaráð- herra, Tímanum, að verðlags- ráði sé „heimilt að taka þá ákvörðun sem það vill um há- marksverð". Eins og kunnugt er sagðist verðlagsráð samþykkja 25% hækkun á strætisvagna- fargjöldum, ef borgin hæfi út- gáfu afsláttarmiða. Nauðsyn- legt er að almenningur, Reyk- víkingar sem aðrir, setji þenn- an yfirgang hinnar opinberu Verðlagsstofnunar í rétt sam- hengi. Stofnun sem falið er að hafa eftirlit með verðlagi í landinu telur sig þess um- komna að skipa kjörnum full- trúum í sveitarstjórn fyrir verkum og setja þeim afarkosti. Slíkur yfirgangur opinberra að- ila hefur hingað til orðið til þess að allir hætta að taka mark á þeim, svo mun einnig fara fyrir Verðlagsstofnun haldi hún áfram á ofríkisbraut- inni. Forseti ísiands með forystumönnum söfnunarinnar. Frá vinstri Árni Reynisson, Björgólfur Guðmundsson, formaður SÁÁ, Vigdís Finnbogadóttir, Hendrik Berndsen, Magnús Hreggviðsson og Valdimar Jóhannesson. Að baki þeim eru nokkrir starfsmenn við byggingaframkvæmdirnar og í baksýn er sjúkrastöðin, sem áformað er að taka í notkun í haust. MorgunblaðiÖ/ólafur K. Magnússon. Fyi for Sjúkrastöd SAA v tekin í notkun í l — Fjársöfnun að hefjast meðal lands- manna, forseti ís- lands undirritaði fyrsta gjafabréfið ígær FLEST heimili landsins fá þessa dag- ana sendingu frá SÁÁ, Samtökum áhugafólks um áfengisvandamálið, með beiðni um að gjafabréf verði samþykkt og send til baka í þar til gerðu umslagi. Fjársöfnuninni er beint til allra karl- manna landsins á aldrinum 30—70 ára og félaga SÁÁ. Gjalddagar gjafabréf- anna eru 5 talsins, sá fyrsti 5. júní nk. en seinasti 5. júní 1984. Bréfin eru vaxtalaus og ekki verðtryggð. Dregin verða út fimmtíu 100.000 kr. verðlaun til skilvísra greiðenda, sem greiða 360 kr. hverju sinni. Gjafabréfið er að fullu frádráttarbært til skatts og jafngildir um leið 5 happdrættismiðum. Efnt er til þessarar miklu fjársöfn- unar vegna byggingar sjúkrastöðvar SÁÁ við Grafarvog í Reykjavík. Sjúkrastöðin verður tekin í notkun í október nk. Áætlað kostnaðarverð hennar er 32 milljónir króna. Fram- kvæmdir gátu hafist mest vegna dyggilegs stuðnings kvenna í happ- drætti 1982. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, undirritaði fyrsta gjafabréfið á fundi, sem SÁÁ efndi til við bygg- inguna að Stórhöfða 1. Við það tækj- Sjúkrastöðin í byggingu. færi sagði forsetinn meðal annars, að það væri sér mikill metnaður að styðja þetta málefni eins og öllum þeim, sem vildu heill og hamingju þessarar þjóðar sem mesta. Björgólf- ur Guðmundsson, formaður SÁÁ, greindi frá byggingaframkvæmdum og áætlunum og Magnús Hreggviðs- son kynnti hvernig söfnunarherferð- inni yrði hagað. Sjúkrastöð SÁÁ er nú rekin að Sil- ungapolli við ófullkomnar aðstæður. Húsið sjálft er bágborið, auk þess að vera of lítið og óhentugt. Þar dvelja allt að 40 sjúklingar. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir að þar dveldu nema 30 sjúklingar í einu. Á biðlista í dag eftir meðferð eru um hundrað manns og hefur biðlisti aldrei verið lengri, þó að allt sé gert til að taka við öllum þeim, sem óska aðstoðar eins fljótt og auðið er. Það getur ráð- ið úrslitum um árangur meðferðar. Nýja sjúkrastöðin mun í fyrsta áfanga rúma 60 sjúklinga. Sjúkrastöðin er mikilvægasti hlekkur í meðferð þeirra, sem leita sér hjálpar vegna áfengis- og vímu- Menningarsamstarf Norður- landanna á þessum áratug Frá Sigtryggi Sigtryggsnyni. MIKI.AK umræður fóru fram um mcnningamál á Norðurlandaþinginu í dag. Eiður Guðnason hafði framsögu um þennan málaflokk, sem formaður menningarmálanefndarinnar. Eiður mælti fyrir áliti nefndar- innar um menningasamstarf Norð- urlandanna á þessum áratug. Nefnd- in varð sammála um að leggja höf- uðáherslu á eftirtalin atriði: Aukna kennslu í norðurlandamálum, aukna samvinnu á sviði fjölmiðla og þá fyrst og fremst í útvarps- og sjón- varpsmálum, aukin nemanda- og kennaraskipti milli Norðurland- anna, aukna samvinnu milli félaga- samtaka, s.s. æskulýðs-, íþróttafé- laga og áhugahópa, aukna samvinnu til að koma í veg fyrir atvinnuleysi hjá ungu fólki, aukna samvinnu um vandamál fatlaðra og aukna sam- vinnu á sviði rannsókna, Þá mælti Eiður einnig fyrir menningarfjár- lögum þessa árs, en þar er lögð til hækkun um 1,2 milljónir danskra króna, eins og áður hefur komið fram í Mbl. Umræður um sjónvarpsmál urðu talsverðar og svo virtist að samnor- rænn sjónvarpshnöttur, Nordsat, muni ekki verða að veruleika, a.m.k. ekki í nánustu framtíð. Eiður Guð- nason benti á það í ræðu, að íslend- ingar hefðu mikinn áhuga á því að fá norrænt sjónvarpsefni í gegnum gerfihnött og lagði til að nú þegar yrðu athugaðir möguleikar á því að leigja línur í fjarskiptahnöttum, sem v komnir eru í notkun, til að senda beint efni sem ekki fellur undir höf- undalög, svo sem fréttir, íþróttaefni og umræðuþætti. f framhaldi af þessu upplýsti menntamálaráðherra Noregs að Norðmenn hefðu nú þegar tryggt sér tvær rásir f evrópskum fjarskiptahnetti og meiningin væri að gera tilraunir með að skiptast á norrænu sjónvarpsefni f gegnum þennan hnött. Loks er þess að geta, að Norður- landaráð samþykkti í dag tillögu frá Eiði og fleirum þingfulltrúum um að ríkisstjórnir Norðurlandanna geri ráðstafanir til þess að leysa höfundaréttarmál svo að almenning- ur eigi þess kost að kaupa og leigja norrænt efni á myndböndum og filmum. Eiður sagði í ræðu að notk- un myndbanda væri óvíða meiri en á Norðurlöndunum. Því væri hér brýnt mál á ferð, myndbönd frá eng- ilsaxneskum löndum væru yfirgnæf- andi á markaðnum og oft væri um að ræða lélegt efni. Eiður nefndi sem dæmi um myndbandafjölgunina, að kaupstaður á íslandi, með 5—6.000 íbúa, hefði 7 myndbandaleigur en aðeins eitt bókasafn. Eiður Guðna ráðsþinginu i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.