Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 5 Fjárhagsvandi Áburðarverksmiðjunnar: „Eðlilegast að ríkið hlaupi undir bagga með beinum óafturkræfum framlögum,“ segir Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda „ÞAÐ liggur Ijóst fyrir að ef þessi hækkun kemur til framkvæmda þá kemur hún ákaflega illa við bændur. Þeir þurfa að kaupa allan sinn áburð í vor og greiða hann á stuttum tíma. Bændur þyrftu þá aö leggja út gífur- lega mikið fé sem þeir fengju ekki Búnaðarþing: Eftirfarandi ný mál voru lögð fyrir Búnaðarþing í gær: Mál nr. 52: Erindi Össurar Guð- bjartssonar og Birkis Friðbertssonar um flutning tilbúins áburðar. Mál nr. 53: Erindi varðandi um- ferð ökutækja um hálendi landsins flutt af búnaðarþingsfulltrúum af Suðurlandi. Mál nr. 54: Erindi Birkis Frið- bertssonar um samræmingu verð- gilda á rekstrarliðum búreikninga miðað við kaupmátt krónunnar á hverjum árstíma. Mál nr. 55: Erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands um byggingu verkfærahúsa. Mál nr. 56: Erindi Leifs Kr. Jó- hannessonar, Hjalta Gestssonar, bætt með hækkuðu búvöruverði fyrir en seint, misjafnlega seint að vísu eftir því hvaða búgrein þeir stunda." Þetta sagði Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambands bænda, þegar hann var spurður að því hvaða afleiðingar það hefði fyrir bændur ef áburðarverð Guttorms V. Þormars og Egils Bjarnasonar um, að Búnaðarþing kjósi 5 manna kynbótanefnd í sauðfjárrækt, sbr. 17 gr. búfjárrækt- arlaga. Mál nr. 57: Erindi Náttúruvernd- arráðs um rallakstur um hálendi Is- lands. Lagt fyrir af stjórn Búnaðar- félags íslands. Erindi nr. 58: Erindi Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga um ákvæði vegalaga og reglugerðar um kostnað við viðhald girðinga meðfram vegum um lönd bænda. Mál nr. 59: Álit nefndar sem kosin var á Búnaðarþingi 1982 tii að marka stefnu í útflutningi á hross- um. hækkaði um 120% í vor eins og stjóm Áburðarverksmiðju ríkisins telur að þurfi til að geta rekið verksmiðjuna hallalaust á þessu ári. „Áhrifin á hag bænda koma fram á tvo vegu,“ sagði Ingi, „annarsvegar í minnkandi tekjum í bili og hinsveg- ar í því hvernig þeir eigi að fjár- magna áburðarkaupin. Aðspurður um álit á þeim aðgerðum sem Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra hefur sagt að væru til umræðu til að draga úr hækkunarþörf Áburðarverk- smiðjunnar sagði Ingi: „Fjárhags- vandi Áburðarverksmiðjunnar er ekkert einkamál bænda, því það er öll þjóðin sem borgar hana að lokum í hækkuðu búvöruverði, eða á annan hátt komi til einhverra aðgerð að hálfu ríkisins nú til að draga úr hækkuninni. Áburðarverksmiðjan er í eigu ríkisins og nú þegar svona er komið fyrir henni, aðallega vegna þess að verksmiðjan hefur orðið að taka rekstrarlán sín erlendis og dollarinn hefur hækkað mjög mikið undan- farna mánuði, teldi ég eðlilegast að ríkið hlaupi undir bagga-jneð bein- um óafturkræfum framlögum. Einn- ig skapaði það visst öryggi ef hluti rekstrarfjár verksmiðjunnar væri tekið að láni hjá innlendum lána- stofnunum en um hugsanlegar greiðslur af kjarnfóðurgjaldi til að greiða niður áburð tel ég ekki tíma- bært að tjá mig, þar sem ekki hefur verið um það fjallað í Framleiðslu- ráði landbúnaðarins, enda engin beiðni til þess komið ennþá. Erindi um rallakstur á hálendinu lagt fram Á BÚNAÐARÞINGI í gærmorgun komu fyrstu tvö málin, sem afgreidd hafa verið úr nefndum þingsins, til fyrstu umræðu. Voru bau samþykkt til annarrar umræðu. Einnig voru 8 ný mál lögð fyrir þingið og dr. Olafur Oddgeirsson, forstöðumaður nýstofnaðrar Rannsóknarstofu Mjólkuriðnaðarins, flutti erindi um starfsemi Rannsóknarstofnunnar. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi Artöl misrituðust VEGNA misritunar í frétt, sem birt- ist á miðsíðu Morgunblaðsins í gær, þar sem fjallað var um fjárhags- vanda Áburðarverksmiðju ríkisins, skal hér prentaður réttur sá kafli fréttarinnar, sem um ræðir. Tekið skal fram að ártöl misrituðust: „Hjálmar Finnsson sagði að á árinu 1979 hefði verksmiðjan ekki fengið að verðleggja áburðinn á nema 92,5% af því verði sem stjórn verksmiðjunnar taldi þá nauðsynlegt til að reksturinn héldist í jafnvægi og árin 1980 og 1981 hefði fengist að verðleggja áburðinn á 86 og 87% af því sem stjórn verksmiðjunnar taldi þá nauðsynlegt. Afleiðingar þessa væru síðan þær að nú næmi fram- reiknað tap þessara ára um 80 milljónum króna sem væri nú mikill baggi á rekstri verksmiðj- unnar, auk þess sem árið 1982 hefði verið Áburðarverksmiðjunni afar óhagstætt. Það ár hefði ekki fengist nema 89,5% af því verði sem stjórn verksmiðjunnar taldi nauðsynlegt og gengisþróunin hefði einnig orðið önnur en Seðla- banki íslands og Þjóhagsstofnun áætluðu. Vegna þessa árs, þ.e. 1982, hefði álíka upphæð til viðbótar bæst við skuldahala verksmiðjunnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.