Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 32
^^^skriftar- síminn er 830 33 ^Auglýsinga- siminn er 2 24 80 Tíu þúsund skinnkáp- ur fyrir 36 milljónir seldar til Rússlands — Verða saumaðar að hluta til á Akureyri FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Frönsku þyrluflugmennirnir gera viöreist um landið þessa dagana og kynna landsmönnum farskjóta sína. Á miðvikudag og í gær gerðu þeir víðreist um Norðurland og lögðu þá m.a. leið sína til Grimseyjar, þar sem vel var á móti þeim tekið. Stigu þeir fæti á heimskautsbauginn og komust þá að því hversu langt var til höfuðborgar heimalandsins, eins og Grímseyingar hafa skilmerkilega merkt, þar sem heimskautsbaugur sker eyna. Myndin af frönsku Puma-þyrlunni er tckin þar sem hún „hangir“ yfír baugnum og eru Básar Alfreðs Jónssonar og fíugvallarskýlið í baksýn. Morgunblaðið/Kristján Einarsson. Pétur Sigurðsson alþingismaður á þingi Noröurlandaráðs: Ráðstafanir gerðar til að minnka laxveiði í sjó ótvíræður hvað þessi atriði varðaði, að unnt ætti að vera að ná sam- komulagi við laxveiðiþjðirnar um minnkun aflans, áður en þær hefðu valdið óbætanlegan skaða á laxa- stofninum. Pétur sagði nauðsynlegt að veiðar þessar minnkuðu meira en þær þegar hefðu gert. Mikilvægara væri að gera það og vera fær um að auka veiðikvótann síðar, þegar vísindalegar rannsóknir hefðu sann- að að óhætt væri að stunda veiðarn- ar án þess að valda tjóni. Lækkun olíuverðs: Minni líkur á skreið- IÐNAÐARDEILD Sambandsins á Akureyri gekk fyrir nokkru frá sam- ningum við sovézku samvinnusam- tökin um sölu á 10 þúsund mokka- kápum til Sovétríkjanna fyrir um 36 milljónir króna. f kápurnar fara um 80 þúsund mislit skinn og verða þau sútuð hérlendis, en hins vegar verð- ur hluti kápanna saumaður erlendis. Þær verða þó fluttar á ný til íslands og héðan sendar til Sovétríkjanna. Fyrsta sendingin fer í maí og síðan í áfongum út árið. Hjörtur Eiríksson, forstjóri Iðnaðardeildar Sambandsins sagði í gær, að þar sem samningurinn væri tiltölulega nýlega undirskrif- aður væri enn eftir að ganga frá ýmsum atriðum við framkvæmd hans. Hann sagði að þessi sam- ningur væri sá stærsti, sem Iðnað- ardeildin hefði gert um kápu- framleiðslu og um stórverkefni væri að ræða, jafnvel fyrir stórar erlendar verksmiðjur. Aðspurður hvers vegna erlendir aðilar væru fengnir til að sauma hluta kápanna sagði hann, að ekki væri tæknilegur möguleiki að sauma allar þessar kápur hérlend- is á tilskildum tíma. Ef Iðnaðar- deildin hefði tekið það að sér hefði það tekið um tólf mánuði og hefð- Frumvarpið um stjórnarskrár- breytinguna lagt fram í dag FRUMVARP til laga um breytingar á stjórnskipunarlögum verður lagt fram f ncðri deild Alþingis í dag, en sennilega ekki tekið á dagskrá fyrr en á mánudaginn, að því er Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Flutningsmenn eru auk Geirs, Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Magnús H. Magnússon, varaformaður Al- þýðuflokksins, en formaður hans Kjartan Jóhannsson á sæti í efri deild. bundnum verkefnum hefði orðið að ýta til hliðar. Hjörtur benti á að fyrir 3—4 árum hefðu verið starfandi tíu saumastofur í skinnaiðnaði hérlendis, en nú væri aðeins ein eftir. Þyrluslysið 1975: Hæstiréttur hnekkti démi undirréttar HÆSTIRÉTTUR felldi síðast- liðinn fostudag dóm í máli sem höfðað var vegna greiðslu vátryggingarbóta vegna þyrlu- slyss sem varð á Kjalarnesi 17. janúar árið 1975, en þá fórst þyrlan TF-LKH og allir sem í henni voru. Hæstiréttur hnekkti dómi undirréttar, hvað varðaði sekt flugmannsins og dæmdi Almennar tryggingar til greiðslu vátryggingarfjárins, en þyrlan var tryggð þar. Ragnar Aðalsteinsson hrl., lögfræðingur dánarbús Lúð- víks Karlssonar flugmanns þyrlunnar, sagði í samtali við Mbl., að Hæstiréttur hafi hnekkt dómi undirréttar, hvað varðaði sekt Lúðvíks Karlssonar og var flugmað- urinn sýknaður, ef svo mætti að orði komast um látinn mann. Almennar tryggingar voru dæmdar til að greiða 35 þús- und dollara til dánarbúa Lúðvíks Karlssonar og Kristjáns Helgasonar, sam- tals 70 þúsund dollara ásamt vöxtum. Að sögn Ragnars Aðalsteinssonar nema vext- irnir um 90 þúsund dollurum, þannig að bótaupphæðin ásamt vöxtum er nálægt 160 þúsund dollurum. Auk þessa voru Almennar tryggingar dæmdar til greiðslu máls- kostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 150 þús- und krónur. Sjá nánar á bls. 2. PÉTUR Sigurðsson alþingismaður mæltist til þess í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlandaráðs í gær, að Norðurlandaþjóðirnar ásamt Bretlandi og írlandi stæðu saman að áskorun sem hann og aðrir alþingismenn ætla að senda fulltrúum á þingi Norður- landaráðs og viðkomandi ráðuneyta, um að Norðurlandaráð og ríkisstjórnir aðildarlanda þess skuli strax gera ráðstafanir til að minnka veiði á At- lantshafslaxi í efnahagslögsögum ríkj- anna. Þetta skal gera í samráði við þau lönd þar sem lax gengur í ár. 1 ræðu sinni nefndi Pétur að í 66. grein hafréttarsáttmálans væri þeim löndum þar sem lax hrygndi, veitt ýmis réttindi. Þau lönd gætu ákveðið hámarksafla og gætu auk þess hindrað rányrkju á stofninum. Það sé brot á hafréttarsáttmálanum að ef þær þjóðir sem veiða lax í sjó ofnýti stofninn. Pétur sagði að þetta mál þyrftu strandþjóðirnar við Norður-Atlantshaf að taka til frek- ari umfjöllunar en gert hefði verið og hafréttarsáttmálinn væri það nefna þungaskatt skv. ökumæli sem er í dag kr. 2,97 á hvern ekinn km fyrir algengustu flutningabíla. Skattur þessi hefur frá því í des- ember 1978 hækkað í gkr. 15,60 eða um 1.804% á sama tíma og vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað úr 240 stigum í 1.482 stig eða um 518%. Stjórn Landvara bendir einnig á að allir slíkir skattar og gjöld á vöruflytjendur auki mjög flutn- ingskostnað og hækki vöruverð í dreifbýli. Frumvarpið er hrein að- för að atvinnurekstri félagsmanna og er því skorað á alþingismenn að samþykkja ekki frumvarpið." ar sölu til „ÞAÐ er Ijóst að líkur á skreiðar- I sölu til Nígeríu fara enn minnk- I andi eftir að Nígeríumenn hafa neyðst til að lækka olíuverð hjá sér, en eitthvað verða þeir að borða. Það er bara spurningin hvaða matvæli þeir flytja inn. Við erum nú að bíða eftir því að heyra frá Braga Eiríkssyni, framkvæmdastjóra okkar, sem nú er í Nígeríu og verður það væntan- lega um helgina," sagði Hannes Hall, framkvæmdastjóri Skreiðasamlagsins, í samtali við Morgunblaðið. „Sú ákvörðun Seðlabankans, að endurkaupa ekki lengur afurðalán af skreið, hefur auðvitað nokkra erfiðleika í för með sér. Vegna þess hætta viðskiptabankarnir að veita þessi lán og erfiðleikarnir eru í því fólgnir, að alltaf berst einhver fiskur að landi, sem vinna verður í skreið. Fiskur, sem kemur að landi, er aldrei allur hæfur til vinnslu í salt og frystingu og einn- ig er óhentugt að vinna smáan fisk í annað en skreið. Eitthvað af þessu gæti farið í lægri flokka saltfisks, en mjög erfiðlega hefur gengið að selja þá. Þá fæst alltaf nokkuð af keilu á línu, sem ekki er hægt að vinna öðruvísi en í skreið. Að öðru leyti hengja menn ekki upp skreið, en þó í litlum mæli sé eykur það á vandræðin að afurða- Nfgeríu lán fást ekki lengur," sagði Hann- es. Lánskjaravísitala hækkar um 4,88%: Verðbólgu- hraðinn lið- lega 77,14% SEÐLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísilölu fyrir marzmánuð og reyndist hún vera 537 stig. Hafði hún hækkað um 4,88% frá febrúar sl., þegar hún var 512 stig. Á síðustu tólf mánuðum hefur lánskjaravísitalan hækkað um 66,25%, en hún var 323 stig í marzmánuði á sl. ári. Verðbólguhraðinn um þessar mundir, reiknaður miðað við hækkun lánskjaravísitölunnar, framreiknaður næstu tólf mán- uði, er liðlega 77,14%. Framfærsluvísitalan, reiknuð miðað við verðlag í byrjun febrú- armánaðar, hækkaði um 15,15%. Hækkun framfærsluvísitölunnar sl. tólf mánuði er liðlega 67,7%, en ef hækkun hennar er fram- reiknuð næstu tólf mánuði, kem- ur út hækkun upp á 75,8%. Vöruflutningabílstjórar höfða mál gegn ríkissjóði „ÞETTA frumvarp felur í sér enn frekari skattheimtu og er þó fyrir löngu nóg komið í þeim efnum“, sagði Stefán Pálsson, formaður Landvara, lands- félags vörubifreiðaeigenda á fíutningaleiðura, er Morgunblaðið spurði hann álits á lagafrumvarpi um fjáröflun til vegagerðar. Þar er gert ráð fyrir, að ákveðin upphæð verði greidd í skatt af eigin þunga bifreiðar. Sagði Stefán, að Landvari ætti nú í málaferlum við ríkið vegna þungaskatts samkvæmt ökumæli. Sagði Stefán að ríkið hefði gerzt offari í þeirri skattheimtu og hefði þungaskatturinn aukizt um 1.800% frá 1978 á sama tíma og vísitala bygg- ingakostnaðar hefði hækkað um 500%. Stefán sagði að allur þessi kostnaður, sem væri á atvinnu- tækjum, og nú væri vilji ákveð- inna ráðamanna fyrir að auka enn, þýddi aukinn flutningskostn- að. Það þýddi aftur að neytendur þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Ályktun Landvara fer hér á eft- ir: „Stjórn Landvara, landsfélags vörubifreiðaeigenda á flutninga- leiðum mótmælir harðlega fyrir- huguðum skatti og bendir á hve gífurlegt gjald hér er um að ræða. Bifreiðir félagsmanna eru að með- altali um 11 tonn og nemur skatt- urinn því kr. 11.000.00 á hverja bifreið. Bifreiðarnar eru þegar ofskattaðar og má í því sambandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.