Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Kynning frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi 26. og 27. febr. nk. Albert K. Sanders bæjarstjóri í Njarðvík er fæddur 20. mars 1929 á ísafirði. Hann er lærður rafvirki en hefur verið bæjarstjóri í Njarðvík frá 1974. Hann er kvæntur Sigríði Friðbertsdóttur og eiga þau sex börn. Matthías Á. Mathiesen alþingis- maður, Hafnarfirði, er fæddur 6. ágúst 1931. Matthías er lögfræð- ingur. Hann hefur setið á Alþingi frá 1959, þar af verið fjármála- ráðherra í eitt kjörtimabil. Eigin- kona hans er Sigrún Þorgilsdóttir og eiga þau þrjú börn. Bragi Michaelsson framkvæmda- stjóri, Kópavogi, er fæddur á Eyr- arbakka 30. maí 1947. Bragi er lærður húsgagnasmiður, en starfar sem framkvæmdastjóri Byggingar- félags ungs fólks í Kópavogi. Bragi er kvæntur Auði Ingólfsdóttur og eiga þau fjóra syni. Ólafur G. Einarsson alþingismað- ur, Garðabæ, er fæddur 7. júlí 1932 á Siglufirði. Hann er lögfræðingur og hefur setið á Alþingi frá árinu 1971. hann er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Eiginkona Ólafs er Ragna Bjarnadóttir og eiga þau eina dóttur. Ellert Eirfksson sveitarstjóri I Garði er fæddur í Grindavík 1. maí 1938. Hann er gagnfræðingur, en stundaði að loknu prófi nám og störf í Bandaríkjunum. Ellert er sveitarstjóri Gerðahrepps. Kona hans er Birna Jóhannesdóttir og eiga þau þrjú börn. Rannveig Tryggvadóttir kennari, Seltjarnarnesi, er fædd í Reykjavfk 25. nóvember 1926. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla íslands og kennir við Menntaskólann í Hamrahlíð. Þá hefur hún annast þýðingar fyrir sjónvarpið. Rann- veig á fimm uppkomin börn. Gunnar G. Schram prófessor, Reykjavík, er fæddur á Akureyri 20. febrúar 1931. Gunnar er lög- fræðingur og hefur verið prófessor við Háskóla Islands frá 1974. Hann var varafulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum á árunum 1971—1974. Kona hans er Elísa Steinunn Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn. Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður, Mosfellssveit, er fædd í Reykjavík 3. júlí 1927. Hún lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hefur um árabil starfað að sveitarstjórnarmálum í Mosfellssveit. Hún er gift Jóel Jóelssyni og eiga þau þrjú börn. Kristjana Milla Thorsteinsson framkvæmdastjóri, Garðabæ, er fædd í Reykjavík þann 26. maí 1926. Hún er viðskiptafræðingur og er framkvæmdastjóri Hárgreiðslu- meistarafélags Islands. Hún er gift Alfreð Elíassyni og eiga þau sex börn. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi, er fæddur á Sauð- árkróki 14. desember 1934. Hann er Verzlunarskólagenginn og hefur verið sveitarstjóri og síðar bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi frá þvi 1964. Eiginkona Sigurgeirs er Sigríður Gyða Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. Mintex-rallið Englandi: Keppinautar Hafsteins og Birgis eru nokkrir af færustu ökumönnum heims MILUÓNIR punda í formi ökutækja, varahluta, dekkja og launaðra öku- og viðgerð- armanna munu í dag aka um skóga Yorkshire fram á eftir- miðdag á morgun. Hefst í dag kl. 10.00 Mintex- alþjóðarallið, sem er liður í Bretlandseyjakeppninni í rallakstri. Þeir Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson munu aka Ford Escort RS 200-bfl í keppninni og hafa rásnúmer 10. Keppinautar Hafsteins og Birgis eru sannarlega engir aukvisar, margir atvinnuöku- menn og með áratuga reynslu í akstri á leiðum þeim er keppn- in fer um í Yorkshire. Með rásnúmer 1 er ökumaður, sem talinn er einn besti rallöku- maður heims, ef ekki sá besti, Stig Blomqvist. Á sl. ári varð Blomqvist í fjórða sæti í heimsmeistarakeppni rallöku- manna eftir að hafa m.a. sigr- að í Sænska rallinu og í San Remo. Jafnframt því sigraði hann í 8 röllum í heimalandi sínu Svíþjóð og í öllum þessum röllum ók hann Audi Quattro. Blomqvist ók fyrir Talbot- bílaverksmiðjurnar í RAC- rallinu á sl. ári og náði sjötta sæti á fremur kraftlitlum Sunbeam Lotus. Á þessu ári hefur Blomqvist afrekað það að sigra í Sænska rallinu og ná þriðja sæti í Monte Carlo, en bæði röllin eru liður í heims- meistarakeppninni í rallakstri. Jimmy McRae kemur næst- ur á eftir Blomqvist á Opel Ascona 400, sem er gerður út af Rothmans-sígarettufyrir- tækinu og Opel-verksmiðjun- um. McRae varð Bretlands- eyjameistari á sl. ári og í öðru sæti í Evrópukeppninni í rall- akstri. McRae mun gera allt til þess að slá Audi Quattro-bíl- ana tvo, sem í rallinu eru, út af laginu. Það mun hinsvegar reynast erfitt því snjór er mik- ill á leiðunum og hafa Audi- bílarnir umtalsverða yfirburði við slíkar aðstæður. Russel Brookes á Vauxhall Chevette verður í baráttunni um verðlaunasætin. Hann varð m.a. fremstur Breta í RAC- rallinu á sl. ári og fjórði í Bretlandseyjakeppninni, var hann einnig framarlega í flest- um röllum í Evrópukeppninni. Þýskalandsmeistarinn Harald Demuth á Audi Quattro mun teljast fimmti ökumaðurinn sem líklegt getur talist að verði í einu af efstu þremur sætunum. Hann ók í fyrsta skipti í Englandi í RAC-rallinu í nóvember sl. og náði fimmta sæti, eftir að hafa haldið öðru sæti um nokkurn tíma. Aðrir keppendur rallsins ættu að verða beinir keppinautar Haf- steins og Birgis. Áttundi í rásröð er Chris Lord á Talbot Lotus, sem hefur ætíð náð sæti ofarlega í rðllum Bretlands. Finninn Juha Kankkunen á Opel Manta 400 er níundi keppandinn, en hann gerði mikla lukku í RAC-rall- inu margnefnda. Náði hann að halda 18. sæti áður en hann féll úr leik vegna bilana. Báru blaðamenn í Bretlandi akst- ursstíl hans saman við stíl fyrrum heimsmeistara Timo Makinen. Á eftir honum koma okkar menn, Hafsteinn og Birgir á Escort RS. Mikilvægast fyrir þá er að halda rásröðinni, þ.e. að láta ekki þá sem fyrir aftan eru draga sig uppi og komast framúr. Munu þeir að öllum líkindum eiga fullt í fangi með það á meðan þeir venjast að- stæðum í skógum Yorkshire. Meðal þeirra, sem fyrir aft- an Hafstein og Birgi eru, er Harri Uotila á Escort RS. Uot- ila náði sjöunda sæti í hrað- asta ralli heims, finnska 1000 vatnarallinu á sl. ári. Sagði Á viðgerdarsvæói í ralli í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.