Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Geislun eftir Jón Óttar Ragnarsson dósent Geislun matvæla? Er það nú líka til? Á alveg að ganga fram af okkur, þessum blessuðum neytendum? Bara orðið „geislun" nægir til þess að margir fá gæsahúð. Nærtækar minningar um af- skræmda mannslíkama í Hir- oshima og um geislavirkan úr- gang í umhverfinu nægja til að orðið vekur undantekningalaust tortryggni. Staðreyndin er samt sú, að geislun fæðunnar er óðum að ryðja sér til rúms og sú stofnun sem mest hefur kannað nýtingu hennar er Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Nýting geisla í matvælaiðnaði nútímans er af ofangreindri stofnun álitið enn eitt sporið í friðsamlegri nýtingu kjarnork- unnar. Mætti þessi viðleitni þó mikilli andspyrnu framan af. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, benda rannsóknir nú eindregið til þess að geisluð fæða skaði á engan hátt heilsu manna, svo fremi að rétt sé að verki staðið. Til hvers? Með geislun fær niðursuðan loksins verðugan keppinaut. Báðar þessar aðferðir eiga það sammerkt að með þeim má dauðhreinsa fæðuna í loftþéttum umbúðum og síðan geyma þær við stofuhita langtímum saman. Þetta hefur mikla þýðingu í þróunarlöndum þar sem fólk á almennt ekki kæliskápa eða frystikistur og verður því að láta sér nægja að geyma fæðuna í heitum og oft rökum geymslum. Geislun hefur auk þess þann kost að fæðan hitnar ekki við vinnsluna og því er hægt að pakka henni í umbúðir úr ýmiss konar efnum, þ.á m. í gagnsætt plast, svo hægt sé að virða fyrir sér innihaldið. Saga geislunar Þær vinnsluaðferðir sem fjall- að hefur verið um í þessum greinum til þessa eru yfirleitt komnar til ára sinna og sumar hafa fylgt manninum frá önd- verðu. Óðru máli gegnir um geislun. Það var ekki fyrr en 1895—6 að sú uppgötvun var gerð að hægt væri að framleiða röntg- engeisla og aðra orkuríka geisla með tilbúnum geislavirkum efn- um. Leiddi sú uppgötvun til geislunar fæðu. Geislun matvæla er þó enn nýrri af nálinni, því hún hófst ekki fyrir alvöru fyrr en á árinu 1945. Hefur hún nú verið rann- sökuð meira en nokkur önnur vinnsluaðferð fyrr og síðar. Hvers konar geislar? Geislarnir sem eru notaðir eru ýmist hlaðnar agnir (elektrónur) sem búið er að gera gífurlega hraðfara eða svonefndir gamma- geislar sem eru svipaðir röntgen- geislum, en ennþá orkumeiri. Geislatækin sem eru notuð eru oftast svokallaðir kóbalt-60 geisl- arar. Er kóbalt-60 geislavirkt af- brigði af venjulegu kóbalti sem fæst með því að geisla það síðar- nefnda í kjarnaofni. Myndin sýnir kjúkling sem er búið að dauðhreinsa með geislum og geyma í heilt ár við stofuhita. Kóbalt-60 sendir frá sér „skot- hríð“ af gammageislum sem eru svo orkumiklir að þeir bora sig greiðlega í gegnum matvæli og drepa um leið allt kvikt sem í þeim er, t.d. örverur og skordýr. Gangur geislunar Geislarar eru fyrst og fremst geislagjafi sem er komið fyrir í ákaflega rammgerðum klefa með þykkum veggjum svo ekki sé hætta á að geislarnir komist í gegnum þá og skaði starfsfólkið. Yfirleitt er fæðan fyrst fryst og síðan sett f loftþéttar umbúð- ir og lögð á færiband sem ber hana inn í klefann. Þar fer fæð- an hringinn í kringum geisla- gjafann til dauðhreinsunar. Til þess að dauðhreinsa fæð- una er ekki nóg að hver einasta örvera í henni verði fyrir „skoti", heldur verður þetta skot að hitta - FÆDA OG HEILBRIGÐI Þessi grein er sú síðasta í þessutn greinaílokki. í næstu greinum verður fjallað um mataræði og menningarsjúkdóma og ýmsar svokallaðar „holl- ustuvörur“. Jafnframt’ verður tekinn upp sérstak- ur lesendabréfsdálkur og eru lesendur hvattir til að senda þættinum skrifleg- ar fyrirspurnir. á nægilega viðkvæman blett til að örveran drepist. Einnig er hugsanlegt að nota geislun í minni skömmtum, ekki til að dauðhreinsa, heldur til að drepa aðeins hluta af örverunum og þannig lengja geymsluþolið nokkuð líkt og gerilsneyðing. Hollustugildi Ætla mætti að matvæli sem eru meðhöndluð með stórum skömmtum af orkuríkum geisl- um verði sjálf geislavirk. Svo er þó ekki, svo fremi skammtarnir sem eru notaðir fari ekki yfir visst mark. Af þessu leiðir að geislunina er aðeins hægt að framkvæma undir nákvæmri stjórn og eftir- liti. Sé það gert, hafa rannsóknir sýnt og sannað að geisluð fæða hefur engin skaðleg áhrif á heilsuna. Jafnframt hafa þessar rann- sóknir leitt í ljós að þau töp á næringarefnum sem eiga sér stað við geislunina eru álíka mikil og við niðursuðu eða matreiðslu og því fyllilega viðunandi. Á hinn bóginn hefur geislun í mörgum tilvikum það slæm áhrif á bragð og ilm fæðunnar að taka mun langan tíma áður en hún verður mjög almennt notuð á Vesturlöndum. Á hinn bóginn hefur geislun yfirleitt mun minni áhrif á útlit og áferð fæðunnar en t.d. niður- suða. Af þessum sökum getur þessi aðferð átt talsverða fram- tíð fyrir sér. LokaorÖ Geisluð fæða mun seint keppa við frystan og kældan mat að gæðum. í þróunarlöndum þar sem almenningur á ekki eigin kæliskáp eða frystikistu getur gegnt allt öðru máli. Auk þess verður að hafa í huga að með auknum rannsókn- um má búast við að mörg af þeim vandamálum sem eru sam- fara geisluninni verði leyst, t.d. áhrif á bragð og ilm. Geislatækin sjálf eru dýr og því ekki á allra færi. Á móti er kostnaður við geymsluna lítill og geymsluþol mikið. Af þessum sökum getur þessi aðferð komið að miklu gagni þegar fram líða stundir. „Sorgina á að skrifa í vatn ... lenskar konur gera nú í alþingis- kosningum? „Ég skrifa aldrei fyrir sérstaka hópa eða hreyfingar," segir Sus- anne. „En mér finnst sjálfri að ég hafi tekið þátt í því að víkka landamæri „kvennaheimsins", ef svo má að orði komast og draga hinn „dulda" styrk kvenna fram í dagsljósið. Sá styrkur hefur svo lengi verið falinn og það að benda á hann hefur ögrað sumum en veitt öðrum innblástur. Eins og ég sagði áðan, þá hef ég lítinn áhuga á stjórnmálum sem snúast um valdabaráttu í þjóðfé- laginu og ætla því ekki að leggja dóm á það hvort kvennaframboð eigi rétt á sér sem slíkt. Mér finnst að dæma eigi fólk af verkum þess — ekki eftir kynferði. Ef góð kona fer á þing og kemur þörfu máli í gegn hefur hún að sjálfsögðu sannað tilverurétt sinn þar. En ekki endilega í krafti þess að hún er kona. Ég er líka van- trúuð á kenningar um skiptingu eðlisþátta manneskjunnar í karl- og kvenlega. Svo ég taki dæmi, þá var Ghandi karlmaður, en það sem barátta hans fól í sér og aðferðirn- ar, sem hann beitti til þess að fá sínu framgengt, flokkast allt und- ir það sem almennt er talið til kvenlegra eiginleika; s.s. virðing fyrir lífinu, trúin á hið góða í manninum og áhrifamátt and- stöðu án ofbeldis. Ég fæ hins vegar ekki séð að þessir eiginleikar séu fyrirferð- armiklir hjá konum á borð við Indiru Ghandi og Margaret Thatcher." — Hjónabandið fær heldur kaldar kveðjur í fyrstu bókunum þínum. Ertu enn sama sinnis? „Persónuleg afstaða mín sést Viðtal: Hildur Helga Sigurðardóttir auðvitað best á því að ég er sjálf ógift, enda fæ ég ekki séð að það sé nauðsynlegt að gifta sig á vorum dögum. Eina hlutverkið sem hjónabandið gegnir í samfélaginu í dag er tilfinningalegs eðlis og því er það afar veikt fyrir. Freistingarnar eru líka svo margar. En þær eru aðeins ein tegund utanaðkomandi þrýstings; síðan kemur auðvitað til hin mikla breyting, sem er að verða á inn- byrðis afstöðu kynjanna og felst aðallega í því að konur eru sem óðast að endurmeta stöðu sina á öllu sviðum." — En heldur þú ekki að það sé erfitt að vera karlmaður í dag? „Jú, það eru jú þeir sem eru í varnarstöðunni." — En nú reyndi fólk fyrir sér með ýmsar tegundir sambýlis- forma á sjöunda áratugnum, fæst- ar þeirra tilrauna urðu langlífar og tölur sýna að í dag ganga mun fleiri í hjónaband, a.m.k. á Vestur- löndum, en fyrir áratug. „Þetta eru aðeins gárur á yfir- borðinu, sem segja ekkert um þá miklu undiröldu þjóðfélagsbreyt- inga, sem á eftir að rísa og skella yfir og mun meðal annars hafa í för með sér hjónabönd í sinni nú- verandi mynd eiga eftir að líða undir lok,“ segir Suzanne og þar með er það mál útrætt í bili. „Framtíðin er alltaf mest spennandi“ Suzanne hefur aldrei komið til íslands áður og þegar hún fer að tala um hvað sér finnist „ævin- týralegt hér, á þessu eldfjalli, skuli búa fólk“, grípur blm. tæki- færið og spyr hana hvaða áhrif hún haldi að hennar eigin upp- vöxtur í fjarlægum og framandi löndum hafi haft. „Þegar lítil stúlka elst upp í Bangkok, þá er það staður á borð við Silkiborg í Danmörku, sem verður fjarlægur og framandi," svarar Suzanne að bragði. „En þó held ég, að það að flakka svona á milli ólíkra menn- ingarsvæða í uppvextinum leiði manni fyrir sjónir hvað menning er afstætt fyrirbrigði. Það kemur í veg fyrir að maður taki nokkurn tímann eitthvert eitt siðakerfi sem sjálfsagðan hlut og eyðir for- dómum sem oft stafa af heim- alningshætti." — Nú hefur þú farið víða sem blaðamaður og lent í ýmsum ævintýrum, m.a. birtust einhvern tímann myndir af þér að taka við- tal við Yassir Arafat í skotgröfun- um í æfingabúðum PLO-manna, en þar voru blaðamann víst ekki tíðir gestir á þeim tíma. Hvað hef- ur þér fundist áhugaverðast að fást við á þeim vettvangi? „Já, það var víst ’68,“ segir Suz- anne, en virðist að öðru leyti ekki tilkippileg að segja svaðilfarasög- ur úr skotgröfum Arafats né ann- arra. „Það sem er framundan er alltaf meira spennandi en það liðna," segir hún og bætir við: „Það er ef til vill í og með vegna þess að ég er alltaf svolítið óörugg og hrædd um að mér takist ekki nógu vel upp við það sem ég er að fara að gera. Eftir Bandaríkjaferðina fer ég til Tíbet. Þar ætla norrænir kvik- myndagerðarmenn að gera kvik- mynd um lamamunk, sem hefur búið í Danmörku undanfarin 24 ár, en snýr nú aftur til síns gamla klausturs í háfjöllum Tíbet. Ég mun ferðast með þeim og skrifa greinar fyrir Politiken og Dagens Nyheter. Þetta verður án efa geysi- skemmtilegt verkefni og auðvitað verður Jeríkórósin með i förum,“ segir skáldkonan og tekur téða plöntu upp úr öskubakkanum, enda veitir henni varla af sæmi- legum aðlögunartíma fyrir aðrar eins langferðir og í vændum eru og eigandinn á leið í silkihúfu- samkvæmi innan fárra andartaka. Við sláum botnin í spjallið með því að minnast aðeins á uppá- haldsrithöfunda Suzanne, sem eru H.C. Andersen og Karen Blixen, auk þess sem hún er mikil að- dáandi ísleningasagna. „Ég hef alltaf dáð Karen Blixen, ekki eingöngu sem rithöfund, heldur vegna þess að hún var djörf og hugrökk kona sem ætíð fór sín- ar eigin leiðir á tímum þegar slíkt útheimti enn meiri kjark af konu en það gerir í dag.“ — Finnur þú einhverja sameig- inlega þætti sem höfða sérstak- lega til þín í verkum þessara höf- unda? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég hef heldur aldrei skrifað neitt sem kemst í námunda við „Syv fantast- iske fortællinger" og er hrædd um að það eigi ég ekki eftir að gera. En svo er guði fyrir það þakka að við erum ekki þannig innréttuð að elska bara það sem líkist okkur sjálfum." Stjórn Sambands íslenzkra rafveitna: Lýsir furðu á bráðabirgðalögunum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá stjórn Sambands ís- lenzkra rafveitna: „Stjórn Sambands íslenzkra rafveitna, allra raforkufyrirtækja í landinu — bæði virkjana og dreifiveitna — lýsir furðu sinni á nýsettum bráðabirgðalögum, sem svipta eigendur orkufyrirtækja rétti til verðlagningar á þjónustu sinni. t fréttatilkynningu iðnaðar- ráðuneytis segir „brýna nauðsyn" hafa borið til þessarar lagasetn- ingar, þar eð ekki hafi unnizt „tími til“ á Alþingi að afgreiða frumvarp til að færa þetta ákvörð- unarvald úr höndum fyrirtækj- anna sjálfra í hendur ráðherra. Stjórnin telur þetta ekki rétt, enda ljóst að meirihluti var ekki fyrir þessu frumvarpi á Alþingi. Ný lög um Landsvirkjun, sem samþykkt voru fyrir þinglok, stað- festa þetta. Raunar mun gildi bráðabirgðalaganna, að því er tek- ur til Landsvirkjunar, dregið í efa. Þótt bráðabirgðalögin kunni að standast gagnvart öðrum orkufyr- irtækjum en Landsvirkjun, ganga þau þvert á vilja síðasta þings. Þau svipta réttkjörnar stjórnir ákvörðunarvaldi á rekstri fyrir- tækjanna. Þau leysa heldur engan vanda, heldur fresta honum aðeins um hríð með þeim afleiðingum að vandinn verður meiri og erfiðari úrlausnar síðar. Að leikslokum bitna bráða- birgðaaðgerðir af þessu tagi, sem fela munu í sér frestun á eðli- legum gjaldskrárhækkunum, ætíð á sjálfum notendum orkuveitn- anna, einstaklingum og atvinnu- fyrirtækjum. Orkuverðið verður þá hærra en ella hefði orðið. Stjórn Sambands íslenzkra rafveitna ítrekar þá afstöðu sína, að öll afskipti ríkisvaldsins af verðlagningu orku séu til óþurft- ar, enda eigi hún að vera á valdi og ábyrgð eigenda orkuveitnanna sjálfra. Rafmagnsveitur ríkisins hafa að sjálfsögðu þá sérstöðu, að ráð- herra setur þeim gjaldskrá, sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.