Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 9
49 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Fræðsluþættir frá Geðhjálp Hvernig get ég öðlast aukið sjál&traust? Spurt er: 1. Hvernig get ég öðlast aukið sjálfstraust? 2. Þar sem ég er mjög óörugg fyrir próf langar mig að vita hvort þið getið gefið mér góð ráð. Svar: Oftast eru óöryggi og lítið sjálfstraust nátengdir hlutir, þannig að t.d. mikið óöryggi veikir sjálfstraustið og öfugt. Eg mun þess vegna svara þessum spurn- ingum saman. I stuttu máli getum við talað um að sjálfstraustiö hvíli á þeirri ör- yggiskennd sem hver og einn finn- ur hjá sjálfum sér, að þú getir sætt þig við sjálfan þig eins og þú ert. Enginn okkar er fullkominn, við höfum öll okkar kosti og galla. Burt séð frá öllu öðru, t.d. því hvernig þér gengur í því sem þú tekur þér fyrir hendur og hvernig aðrir meta þig, þá er nauðsynlegt að þú virðir og viðurkennir sjálfan þig eins og þú ert, ekki sem eitt- hvert staðnað fyrirbæri, heldur sem lifandi persónu sem er í stöð- ugri persónulegri þróun og þroska. I þessu sambandi er rétt að benda á að persónuleg þróun er ekki nein bein snurðulaus lína, heldur inni- heldur hún jafnt ósigra sem sigra. Og jafnvel þó að þeir nánustu líti oft á það að falla eða að takast ekki eitthvað neikvæðum augum, getur þetta raunverulega verið mikilvæg persónuleg lífsreynsla. Sú sjálfsmynd sem við höfum er einnig mjög mikilvæg fyrir sjálfstraustið. Það er alltof al- gengt að þessi sjálfsímynd byggist á því hvernig aðrir meta mann, hvað aðrir hugsa og gera og ekki síst hvaða væntingar aðrir hafa til manns. Ef við erum heiðarleg við sjálf okkur komumst við kannski að því að við eyðum miklu af lffi okkar í að lifa í samræmi við væntingar annarra, ættingja og vina o.s.frv. Viðbrögð annarra eru reyndar nauðsynleg til að við get- um lært af reynslunni. En í stað þess að leita alltaf eftir áliti og viðurkenningu annarra á sjálfum sér, þá er mjög mikilvægt að við- urkenna það jákvæða i sjálfum sér, hæfileika sína og kosti. Próf eru mat annarra á getu/ vitneskju þeirra sem gangast und- ir prófið. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að þetta er mat á mjög svo afmarkaðri getu, undir pressu. Þannig getur þín raunverulega geta verið allt önnur en niðurstöður prófsins gefa í skyn, þú getur jafnvel miklu meira eða minna og því er prófið mjög takmarkaður mælikvarði á getu þína. Reyndu því að treysta þinni eigin dómgreind og sjálfsmati, þannig að þú verðir minna háður mati og viðurkenningu annarra. Prófniðurstöður geta vissulega opnað eða lokað fyrir ýmsum framtíðarmöguleikum. En þetta vald sem prófin hafa skiptir þó ekki miklu máli i samanburði við það vald og þá möguleika sem búa í okkur sjálfum. Það er alltof al- gengt að fólk leggi alla sína fram- tíð undir einn ákveðinn afmarkað- an möguleika eða niðurstöðu. Með þessu er maður aðeins að tak- marka sína eigin möguleika, mað- ur gefur sjálfum sér ekki tækifæri til að móta sér eigin framtíð. Reyndu því að einbeita þér að deg- inum í dag og þeim verkefnum sem liggja. fyrir, í stað þess að eyða orku þinni í hugarangur út af einhverri óljósri framtíð. Það versta sem þú gerir sjálfum þér er að vera upptekinn af eigin óöryggi, í stað þess að reyna að njóta þess sem þú ert að fást við hverju sinni. Ef þú gefur þér leyfi til að við- urkenna þetta fyrir sjálfum þér, þá getur þú gengið undir próf, eins og hvert annað verkefni, sem að vísu skiptir máli, en ekki svo miklu máli að þú þurfir að hræð- ast það. Ef þér tekst þetta ekki og ert ennþá yfirbugaður af ótta og ann- arri líkamlegri og sálrænni vanlíð- an, reyndu þá að tengja þennan ótta og vanlíðan ákv. einstökum atriðum varðandi prófið. Reyndu þannig að gefa því nafn sem þú ert hræddur við. Ertu t.d. hræddur við viðbrögð annarra og þá hverra. Ertu hræddur um að standast ekki prófin? Ertu hræddur um að þú sért ekki nógu góður í augum ann- arra? Við hvað ertu nákvæmlega hræddur, hvaða persónur og hvaða viðbrögð? Reyndu síðan að meta hvaða máli þetta raunverulega skiptir þig. Taktu síðan afstöðu til þess sem skiptir þig minnstu máli í þessu sambandi og sem þú ert minnst hræddur við og líttu á möguleika þína sem mest óháða þessu atriði. Reyndu þannig að líta á það sem þú ert að gera sem óháð því sem gerir þig hræddan. Þannig skaltu stig af stigi taka afstöðu til þess sem gerir þig hræddan. Sú hræðsla, sem situr eftir, er hræðsla við raunverulega hluti, sem þú hefur tekið þá af- stöðu til að séu þess virði að það sé ástæða til að vera hræddur við þá. Slík raunveruleg hræðsla er miklu auðveldari að glíma við eða lifa með en einhver óljós ótti. Og reyndu að lifa með þessari hræðslu þannig að hún blandist ekki inn í það sem þú ert að glíma við. Að lokum. í stað þess að nota orku þina 1 að vera upptekinn af því sem liggur fyrir utan það sem þú ert að kljást við, eins og t.d. hvað framtíðin ber í skauti sér, notaðu þá þessa orku til að kljást við og njóta þess sem þú ert að gera hverju sinni. í stað þess að nálgast verkefnin út frá þeirri hugmynd að þú getir ekki leyst þau, innstilltu þig á að þú getir það. Ef fyrri tilraunir hafa mis- tekist, er það einfaldlega mikilvæg reynsla sem þú getur lært af og út frá þeirri reynslu getur þú reynt aftur nýja möguleika. Þegar á reynir kemur oftast I ljos að þú getur miklu meira en þú heldur. Og með því að upplifa ánægjuna við það sem þú ert að gera, getur þú losað þig við spennu sem er tengd því að vera upptekinn af eig- in óöryggi. Ef þú notar alla þína orku í að vera upptekinn. af óörygginu eða af stöðugri leit að því að vera laus við það, þá lokar þú fyrir möguleikum og hæfileik- um þínum gagnvart þeim verkefn- um sem þú tekur þér fyrir hendur. Njóttu þess sem þú ert að gera, þannig byggir þú best upp sjálfs- traust þitt. Magnús Þorgrímsson sálfræðingur. Stjorn Sjálfsbjargar, á myndinni eni frá vinstri, fremri röð: Trausti Sigur- laugsson, formaður, Sigurður Björnsson, ritari. Aftari röð, frá vinstri: Óskar Konráðsson, vararitari, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, varaformaður og Guð- ríður Olafsdóttir, gjaldkeri. Sjálfsbjörg: Félagsstarfið með hefðbundnum hætti AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni, var haldinn í Sjálfsbjargar- husinu Hátúni 12 laugardaginn 26. mars síðastliðinn. Sátu um 130 manns fundinn. í skýrslu stjórnar kom m.a. fram, að félagsstarfíð var með nokkuð hefðbundnum hætti. 63 nýir aðalfélagar gengu í fé- lagið á árinu, sem er meira en undanfarin ár. Góð sala var í happdrættunum um sumar og jól og seldust yfir 50 þúsund miðar. Sjálfsbjargarfélagið hóf samvinnu við íþróttasamband fatlaðara, starfrækslu hins svokallaða „Heimabingós" sl. vor. Hinsvegar dró félagið sig úr því samstarfi nú um áramótin. Eins og undanfarin ár voru góð samskipti við Norð- menn. Fór hópur frá Sjálfsbjörg út sl. sumar og hópur Norðmanna kom hingað. Starfsemi skrifstofu félagsins að Hátúnu 12 hefur auk- ist mjög undanfarið samfara auk- inni alhliða starfsemi félagsins. Að venju fóru fram kosningar í stjórn og fastanefndir félagsins. Kosið er um formann árlega, Rafn Benediktsson, sem hefur verið formaður félagsins í 6 ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku, var því kosinn nýr formaður, Trausti Sigurlaugsson. Stjórnina skipa nú: Trausti Sigur- laugsson formaður, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir varaform., Sigurð- ur Björnsson ritari, Guðríður Ólafsdóttir gjaldkeri, óskar Kon- ráðsson meðstjórnandi. Á fundinum var m.a. ályktað um ferðaþjónustu fatlaðra. í ályktuninni er Reykjavíkurborg þakkað fyrir þennan rekstur en jafnframt er þeim eindregnu til- mælum beint til sveitarstjórna á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þær semji nú þegar um aðild að ferða- þjónustunni, þannig að allir þeir sem vegna hreyfihömlunar eiga erfitt með að nota almennings- vagna geti fengið þessa þjónustu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. (tlr rréttatilkynningu.) Verktakar VélsmiÓjur Við hjá Sindia spyrjum: Eru starfsmenn ykkar að smíða stigapalla, stiga milli hæða, stiga á tanka, landgöngubrýr? Vantar ristarefni þar sem loft og Ijós þarf að komast á milli hæða? Vantar þrep og palla utan á tankinn, verkstæðisbygginguna? Er gætt fyllsta öryggis varðandi þrep og palla utan dyra t.d. vegna snjóa? Það má lengi spyrja, en við hjá Sindra Stál teljum að ristarplötur, pallar og þrep frá Weland séu svar við þessum spurningum. Framleiðsluvörur Weland eru úr gæðastáli og heitgalvaniseraðar til að tryggja þeim lengsta endingu. Gœtum hagkvœmni - gœtum öryggis. Lausnin er Weland ristarplötur, pallar, þrep. Þrep 900 x 230 mm 900 x 260 mm 1000 x 260 mm Þessar stærðir eru til á lager: Þrep með hálkuvörn 700x230 mm 900 x 230 mm 900 x 260 mm Pallar 900 x 1000 mm lOOOx 1000 mm Ristarplötur Úr 25 x 3 mm stáli: 1000 x 6000 mm Úr 30 x 3 mm stáli: 1000 x 6000 mm Leitið upplýsinga SINDRA STÁLHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SIMAR: 27222 & 21684

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.