Morgunblaðið - 04.05.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 04.05.1983, Síða 28
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 „Sjátbu urr\ cfb Kcmn verbi kom'inn heirv\ kLukkan tjögar." ást er... ... að horfa sam an út í hríðina. TM Reg U.S. Pit Ofl.-il riflhts ra«rv«l •1982 Los Angatas Tlmss Syndtcat* HÖGNI HREKKVfSI Tveggja kosta völ að TuriörmissKunm SÍíSksísS* E. I**- *fif“r jiTLu ui fn kn*Z.Jir.» • IVeit vesalings mað- rinn ekki betur? ' H.Kr. skrifar Vplvakandi k6Aut Ævar Kvaran á bréf hjá r aegir hann i ' skapurinn aem hann á viö er Góö- templarareglan. Um hana aegir Ævar síöan: kvsmt því er vonlaust að fást v herólnneytendur fyrir *br* en | sem hafa sjálfir veriö hwd«J heróínfíkn. ' Ævar R. Kvaran skrifar: „I grein í Velvakanda um nauð- syn byggingar meðferðarstöðvar SÁÁ, segi ég meðal annars um Góðtemplararegluna: „Hún átti innan sinna vébanda á vissum tíma suma af mætustu mönnum þjóðarinnar, en virðist nú aðallega vera orðinn félags- skapur fólks, sem aldrei hefur bragðað áfengi og veit þvi ekkert um áhrif þess.“ Það þarf ekki sérlega skýra hugsun til þess að gera sér ljóst af þessu orðalagi, að ég er að tala um vanþekkingu á áhrifum áfengis af eigin reynslu. H. Kr. þykist alls ekki skilja þetta svo i grein, sem hann skrifar í Velvakanda 30. april sl. Telur hann að með þessu sé ég að halda því fram, að fólk sem hafi aldrei bragðað vín, hafi aldrei séð drukk- inn mann og sé því með öllu ókunnugt um hegðun slíkra manna, þegar þeir eru drukknir! Sennilega er H. Kr. einn þessara manna, sem aldrei hafa bragðað áfengi, og til þess að sanna lesend- um Morgunblaðsins, að hann hafi samt séð drukkinn mann, endar hann grein sína á hroðalegri lýs- ingu á ölóðum manni! Það er því ekki furða þótt H. Kr. velji grein sinni fyrirsögnina Veit vesalings maöurinn ekki betur? Hann heldur bersýnilega að hann sé að tala við fávita. Þá segir H.Kr. enn fremur: „Ævar heldur að enginn geti skilið píslir og þjáningar nema sá, sem reynt hefur á sjálfum sér sömu tegund. Samkvæmt því er von- laust að fást við heróínneytendur fyrir aðra en þá, sem sjáifir hafa verið haldnir heróínfíkn. Og þá er vonlaust að láta fást við krabba- mein aðra en þá, sem sjálfir hafa tekið það mein.“ Hvar og hvenær hef ég haldið því fram, að þessi aðferð eigi við öll mein? Hr. K. skapar sér sjálfur vindmyllur sem hann svo ræðst á með sömu afleiðingum og Don Quixote! Hinu hef ég haldið fram, að bezta ráðið til þess að hjálpa drykkjusjúkum mönnum til þess að hætta að drekka sé að leita að- stoðar þeirra sem sjálfir hafa átt í sömu baráttu. Og það er einmitt þessi aðferð AA-samtakanna, sem orðin er fræg um víða veröld fyrir góðan árangur. H. Kr. minnir mig á, að templ- ararnir Jónas Guðmundsson og Guðmundur Jóhannsson hafi ásamt Guðna Ásgeirssyni stofnað AA-samtökin og komið fótum undir þann félagsskap hér á landi. Þetta er alveg rétt. En H. Kr. læt- ur þess hins vegar að engu getið, hvers vegna þessir mætu menn hættu að starfa með Góðtemplur- um og stofnuðu AA-samtökin og unnu síðan hjá þeim. Það var vit- anlega vegna þess, að þeir náðu engum árangri gagnvart sjúkdómi sínum í Góðtemplarareglunni. Þeir héldu áfram að drekka, þang- að til þeir tóku upp aðferðir AA- samtakanna. Nú má enginn skilja orð mín svo, að ég sé andvígur Góðtempl- arareglunni á fslandi. Ég met hana mikils fyrir það góða starf, sem hún hefur af hendi leyst, og mér er persónulega kunnugt um það, að hún hefur getað leitt ýmsa mæta menn af vegum Bakkusar og til betra lífs. En eins og hér hefur verið sýnt fram á, henta aðferðir hennar ekki öllum. Ég óska henni því góðs gengis í framtíðinni, eins og öllum þeim samtökum, sem hafa það á stefnuskrá að forða mönnum frá böli áfengisneyzlunn- ar.“ - O - Rétt er að taka fram, að grein H. Kr. var án fyrirsagnar af hendi höfundar, svo að það kom í hlut Velvakanda að velja hana. Sæmundur Klemensson var af tveimur elstu reykvísku ættunum iæmundur Klemensson FinnbogMon „Velvakandi Laugardagakvöldiö 9. apríl al. (.uðmundur A. | akrifar: aöeins sagt um Sæmund Kl«m- ensson aö hann væri frá Supakoti (Njarövlkum. . _ Þar er ekki rétt meö fanöSæ- Sæmundar Klemenssonar. var | fædd i Mýdal í Mosfellssveit 1. september 1T5T. Tveir voru syn.r twrrah)6na.erbáöirvorUh.«öri Ólafur Árnason skrifar: „Velvakandi. I dálkum þínum 29. apríl sl. er greinarkorn um Sæmund Klem- ensson og grafskrift hans. Sem einn af afkomendum hans langar mig að koma með leiðréttingu á því, sem þar er sagt um ætt hans. En þar stendur: „Bjarni faðir Klemensar (afi Sæmundar í Narfakoti) var sonur Bergsveins Sólmundarsonar, lögréttumanns í Gullbringusýslu 1670 til 1725.“ Þetta er rangt, Bjarni þessi var Bergsteinsson lögréttumanns úr Kjalarnesþingi 1712—1726. Hann er að finna í „íslenzkum ævi- skrárn" Páls Eggerts ólasonar, I. bindi, bls. 158, og segir þar m.a.: „Kona Bjarna var Guðríður Tóm- asdóttir að Arnarhóli í Rvk. Börn þeirra: Þorbjörn auðgi í Skild- inganesi, Ólafur að Arnarhóli, Halldór eldri í Skildinganesi, Halldór yngri (bjó í Borgarfirði), Klemens, Margrét, átti Þorkel Þórðarson í Þerney, Þorgerður, átti Ingjald Henriksson i Digra- nesi.“ Sæmundur Klemensson var því af tveimur elstu reykvísku ættun- um, Arnarhóls- og Skildinganes- ættum.“ Þessir hringdu . . Hvimleitt fyrir aldraða og sjúka Sigríóur Ólafsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég get nú ekki skrifað þér, Velvakandi, af því að ég er svo fötluð. En svoleiðis er, að ég hef mikið samband við eldra fólk og langar þess vegna til að forvitn- ast um, af hverju sjónvarpið get- ur ekki haft aðal dagskrárliðina, t.d. kvikmyndirnar, fyrr á kvöld- in. Meðal gamla fólksins eru fjölmargir, sem alltaf sitja heima, einmana og horfa mikið á sjónvarpið, t.d. á föstudags- kvöldum. Sl. föstudagskvöld var t.d. ágæt mynd. Hún byrjaði ekki fyrr en kl. 22.30. Þá hefur flest af þessu fólki verið komið í rúmið. Ég er nýkomin af spítala. Þar var margt fullorðið fólk. Það var allt keyrt inn klukkan 22.00 og hefur að sjálfsögðu engin tæki inni á stofunum, enda þótt það gæti vakað. En fyrst þurfti að sýna Skonrokkið, fyrir unga fólkið, sem þó á auðvelt með að vaka. Svona er þetta svo oft. Myndirnar byrja ekki fyrr en á ellefta tímanum eða um ellefu og geta víst allir séð, að þetta er hvimleitt fyrir þá, sem dvelja langdvölum á sjúkrahúsum og ekki síður hina öldnu sem ekki geta haldist uppi svo lengi. Langar að sjá „Barnið hans Péturs“ G.F. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég skora á sjónvarpið að hætta að sýna tvo sömu þættina á miðvikudögum og sunnudögum og endursýna fremur þýsku þættina um „Barnið hans Pét- urs“, sem einu sinni voru á dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.