Morgunblaðið - 04.05.1983, Page 10

Morgunblaðið - 04.05.1983, Page 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Úr tónlistarlífinu eftir MARGRÉTI HEINREKSDÓTTUR Berkovsky heldur hljómleika á ný — mölbrotnaði á handlegg í umferðarslysi fyrir hálfu ári Verður hann nokkurn tíma aftur fær um að halda hljómleika? I>annig spurði hver annan, þegar fréttin barst af umferðarslysinu á Hringbrautinni í byrjun nóvember síðastliðins, þar sem bifreið hafði ekið í veg fyrir mótorhjól píanóleikarans Martins Berkovskys, með þeim afleiðingum, að hann mölbrotnaði á hægri handlegg. Eins mátti búast við að þar væri lokið hljómleikaferli þessa ágæta tónlistar- manns. Að vísu vakti strax vonir, að hann hafði frá upphafi komizt í hendur beztu kunnáttumanna úr læknastétt, sem gerðu sér fulla grein fyrir því, hvað í húfi var fyrir hann. Samt hefðu fáir, ef nokkur, búizt við því, að hann yrði kominn á svið aftur aðeins hálfu ári eftir slysið. Enda flaug mér fyrst í hug síðbúið aprflgabb, þegar mér var sagt, að hann mundi halda hljómleika í bjóðleikhúsinu 9. maí nk. — og leika eingöngu verk eftir Liszt — ekki átti að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Að baki þessum hljómleikum má segja að liggi þeir þættir, sem líklegastir eru til að halda lifandi trúnni á lífs- og sigurlíkur mann- eskjunnar í heimi, sem svo oftlega sýnist ramba á barmi vitfirringar og sjálfseyðingar, — annarsvegar það bezta í sérþekkingu nútímans, hinsvegar óbilandi kjarkur og baráttuvilji einstaklingsins andspænis erflðleikum og óblíðum örlögum. „Án frábærra lækna og endurhæflngarinnar í Borgarspítalanum hefði þetta ekki tekizt,“ segir Berkovsky — og boðar í þakklætisskyni hljómleika í Háskólabíói næsta haust til ágóða fyrir endurhæflngar- deild spítalans. En lækningalið spítalans hefði varla — hversu gott sem það kann að vera — komið hvaða píanóleikara sem var aftur út á hljómleikabrautina innan hálfs árs frá þessu slysi. Martin og Anna Berkovsky Þegar ég ók fram á slysstaðinn á Hringbrautinni á leið til viðtals- ins við Berkovsky, velti ég því fyrir mér hvernig honum mundi hafa liðið, þegar hann kom til sjálfs sín þar liggjandi í götunni, hvort hann mundi hafa gert sér grein fyrir hugsanlegum afleið- ingum slyssins. „Ég hugsaði alls ekki um þær þá,“ sagði hann, þegar við vorum setzt að spjalli. „Þegar ég opnaði augun og horfði framan í lækninn, sem ég var svo stálheppinn að kom þarna að fyrstur manna — hann vissi, hver ég var og sá til þess, að hárrétt væri með mig farið á staðnum og á leiðinni í sjúkrahús- ið — já, þegar ég leit framan í hann var fyrsta hugsunin: Martin, þú ert lifandi. Þessi maður er hvorki engill í himnaríki né drís- ildjöfull í helvíti, þú ert lifandi maður, kannski geturðu bara stað- ið upp og haldið áfram heim. — Svo gott var það nú samt ekki, ég fann fljótt, að ég mundi vera mik- ið meiddur, en gerði mér ekki grein fyrir því, hve alvarleg meiðslin voru eða gátu verið fyrir mig fyrr en löngu seinna. Á sjúkrahúsinu gaf enginn neitt út á það og ég frétti ekki fyrr en siðar, að læknarnir hefðu haft verulegar áhyggjur af því, hvernig mér mundi reiða af. Hægri handlegg- urinn var jú brotinn á átta stöð- um, upphandleggsbrot og fram- handleggurinn sjöbrotinn auk nokkurra brotinna rifja og ökkla- brots. Þeir tóku til bragðs að græða í handlegginn bein úr mjöðminni og styrkja með málm- teini — við höfum verið að gantast með, að ég muni héðan af aldrei komast í gegnum sprengjueftirlit á flugvöllum án nákvæmrar skoð- unar. En strax og ég gerði mér grein fyrir því, hve alvarleg meiðzlin voru, ákvað ég með sjálf- um mér að berjast til sigurs." „Er ekki í eðli mínu að gefast upp“ — Örvæntirðu aldrei! „Auðvitað sóttu allskonar hugs- anir á, en ég bægði þeim frá mér, las eins og óður og tók upp á því, sem kannski voru nokkurskonar örvæntingarviðbrögð, — að gant- ast og segja brandara í tíma og ótíma, skrifaði meðal annars á gifsið allskonar strákslegar athugasemdir til læknanna, en ég neitaði alltaf að gefast upp. Það er ekki í eðli mínu að gefast upp, ég hef frá unglingsárum alltaf stefnt að markmiðum, sem virtust utan seilingar, stefnt að því að gera hið ómögulega og það kom mér að gagni nú.“ — Líturðu á þessa hljómleika sem sálrænan þröskuld, sem þú þurfir að stíga yfir? „Nei, ég er búinn að fara yfir hann. Aðeins um viku eftir að ég losnaði úr gifsinu rakst ég þar sem ég hökti um á Grensásdeildinni á gamalt píanó, — og settist niður þar og þá, staðráðinn í að byrja upp á nýtt. Eftir að endurhæfing- in hófst sat ég uppi fram á miðjar nætur við að gera allskonar æf- ingar — ætlaði svo auðvitað aldrei að vakna á morgnana, hjúkrunar- fólkinu til mesta ama, — og ég hélt stöðugt áfram að æfa á gamla píanóið. Svo bar það við, að einn læknanna spurði, hvort ég vildi spila í veizlu, sem hann ætlaði að halda. Ég ákvað að gera það — en þar var þröskuldurinn — að spila í fyrsta sinn fyrir aðra en sjálfan mig og sjúklingana á Grensási. Það tókst og nú er talsvert síðan ég hætti að hugsa um mig sem píanóleikara eingöngu og fór að sjá sjálfan mig sem listamann á ný, — þá á ég við, að tæknivanda- málin eru því ekki lengur til fyrir- stöðu að ég geti einbeitt mér að tjáningunni, listsköpuninni á ný. Hljómleikarnir framundan eru mér aðeins fyrsta skrefið til fram- halds á þeirri braut, sem ég hef fylgt til þessa.“ „í fremstu röð sinnar kynslóðar“ En hver er braut Berkovskys til þessa? Ferill hans hófst í Washington, þar sem hann fæddist fyrir fjöru- tíu árum, af rússnesku bergi brot- inn. Hann hóf píanónám sex ára og fékk fljótlega styrk til fram- haldsins, nam við Peabody-tón- listarskólann hjá pólska píanó- leikaranum Miezcyxlaw Munz og sfðan hjá Konrad Wolff, sem verið | hafði nemandi Arthurs Schnabels | og hafði á hann mikil áhrif. Hann I fékk Fulbright-styrk til fram- 1 haldsnáms í Vínarborg og eftir að j hafa sigrað í keppni ungra banda- I rískra tónlistarmanna í New York fékk hann fimm ára samning til hljómleikahalds í Bandaríkjunum. Næsta sigur sinn vann hann í Casella-alþjóðakeppni píanóleik- ara í Napólí á Ítalíu. Hann hefur víða haldið hljómleika um árin, í Vestur- og Austur-Evrópu, Mið- i Austurlöndum og Mið-Ameríku, I auk Bandaríkjanna. í tvö ár lék hann á Marlboro-tónlistarhátíð- inni, sem Rudolf Serkin hefur staðið fyrir, og mætti áfram upp telja. Þegar flett er dómum gagnrýn- enda um hann um árin virðast þeir mjög á eina lund, að þarna hafi verið á ferðinni sérstæður, kraftmikill píanóleikari, í fremstu röð sinnar kynslóðar í Bandaríkj- unum; minni þó meira á „róman- tíkera“ 19. aldarinnar en aðra snillinga nútímans að því leyti, að leikur hans sé ákaflega persónu- legur og litbrigðaríkur, tilburðir leikrænni en almennt tíðkist í dag, en dragi þó ekkert frá innihaldi tónlistarinnar, þar hafi hann bæði tækni og tjáningu fullkomlega á valdi sínu. Eftir fyrstu hljómleika hans í New York árið 1965, þegar hann var aðeins 22 ára, segir „The New York Times“, að hann hafi allt til að bera sem píanóleikari þurfi til að ná árangri, kraftmikinn hljóm, rík blæbrigði og mýkt og gagnrýn- andinn tekur fram, að túlkun hans á Mozart hafi verið með því bezta sem hann hafi heyrt þann vetur. The Kennedy Imprisonment Á SÍÐARI ánim hafa ýmsir höf- undar freistað þess að gera úttekt á „Kennedy-goðsögninni" í Bandaríkjunum, sem hefst í alvöru með forsetatíð John Kennedys og er í raun og veru ekki lokið enn, þótt miklar hugarfarsbreytingar hafl orðið manna á meðal þessi rösku tuttugu ár. Garry Mills hef- ur nú sent frá sér bókina The Kennedy Imprisonment, og leitar víða fanga, m.a. í ýmis rit sem hafa verið skrifuð um Kennedy-fjöl- skylduna fyrr og síðar og rannsak- ar þau upp á nýtt og eykur siðan við eftir samtölum og bréfum. Bókin er í hvívetna vel unnin og hún skiptist í marga kafla þar sem höfundur afmarkar svið sitt að lesningin verði sem aðgengi- legust. f fyrstu er talað um Föð- urinn, Jóseph Kennedy, sem verður ekki þekkileg persóna í þessari bók, rekinn áfram af stjórnlausri metorðagirnd fyrir hönd sona sinna sem allir eiga að verða forsetar, kvennamaður slíkur að hann býður viðhöldum sínum gjarnan til heimilis síns eða stundar ástaleiki sína í námunda við konu sína og heim- ili. Auður hans er ótæmandi að því er virðist og þessum auði skal varið til að fullnægja met- orðagirnd hans, sem komst aldrei lengra en verða sendi- herra Bandaríkjanna í Bretlandi við vafasaman orðstír. Hann vill eiga fullkomin börn og þegar grunur læðist að fjölskyldunni um að eitt barnanna sé vangefið er það falið með útúrsnúningum og ósannindum árum og áratug- um saman. Við hlið hans er Rose Kennedy, barn síns tíma og um- fram allt kona mannsins síns, sem ver hann og stendur með honum í blíðu og stríðu. Kannski á hún ekki annarra kosta völ, en líklega hefur hún fyrir langa löngu sætt sig við hlutskipti sitt, enda er þess vitanlega gætt að framhliðin sé fægð og slétt; þannig er hún vernduð og hún lætur það gott heita. Kapp Kennedy-barnanna var á árum áður sett upp í blaðafrá- sögnum á mjög sjarmerandi hátt, sú gloría er hér heldur bet- ur pilluð í sundur. Reynt er að skýra hvernig það er síðan fyrir utanaðkomandi aðila að giftast inn í þessa fjölskyldu, sem er uppfull af metnaði og nánast ónáttúrlegu kappi og hefur eig- inlega meiri áhuga á að vera saman en tengjast öðrum. Rakin er raunasaga Joan Kennedy, sem minnst vald hafði á því hvernig hún gæti umgengizt fjölskyld- una, Jacqueline Bouvier gerði frá fyrstu byrjun ákveðna upp- reisn, þótt „hún spilaði fótbolta meðan hún var trúlofuð" og Ethel Skakel hefur líklega haft löglegustu afsökunina, hún var alltaf barnshafandi og því von- andi fengið frí frá öllum þessum dæmalausu leikum Kennedy- barnanna, sem virka beinlínis afkáralegir í frásögn Wills. Kvennamál þeirra Kennedy- bræðra eru brotin sæmilega til mergjar og var þar þó fátt nýtt, nema höfundur sýknar Robert Kennedy — sem honum á ýmsan hátt virðist hafa hugnazt bezt — alveg af framhjáhlaupum. John Kennedy hefur þar ótvíræða for- ystu, og greinilega heilmikið lært af föður sínum. Það er álitamál hvort hann hefði kvænzt Jacqueline Bouvier að dómi höfundar ef hann hefði tapað öldungadeildarþingsætis- kosningum 1952 en þau voru þá trúlofuð. Margir höfðu orðið til að benda John Kennedy á að þingmenn sem komnir væru á þennan aldur — hann var þá 35 ára eða vel það þegar hann kvæntist — ættu á hættu að vera álitnir hommar eða ófor- betranlegir glaumgosar ef þeir stofnuðu ekki heimili og stund-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.