Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Innhverf íhugun Bættur árangur í HÁSKÓLA Breyting á árangri í Háskóla VIOMtOUNAR HÖPUR HÓPUR I NAMSKEIOI VlSINDA SKOPUNARGREINDAR eftir Jörund Jóhannesson Reynsla af æðri vitund er orðin að veruleika hjá 3 miiljónum manna um allan heim. Vöxtur vit- unda iðkenda Innhverfrar íhugun- ar er orðin vísindaleg staðreynd. Veda og nútíma eðlisfræði hafa mælt til nýrra vísindalegra rann- sókna á vitund, sem svið allra möguleika. Hagnýtur árangur þess að lífga svið allra möguleika á einstaklings- og samvitund mun vera grundvöllur varðveislu fyrir- myndar samfélags. Til að skapa slíkt samfélag þarf samstilling að verða í þjóðarvitund. Samstilling verður að veruleika eftir að eitt prósent af landsmönnum byrjar að virkia Innhverfa íhugun (IÍ). Með II þróast meðvitund um fjórða vitundarástandið, er kallast handanlæg vitund (tær vitund). Kenningar sálfræðinga hafa sagt til um þetta svið hugans, sem er undirstaða hinna þriggja vitund- arástanda: vökuástand, draum- svefn og djúpsvefn. Reynsla á því sviði fæst með reglulegri iðkun IÍ. Er frá líður mun vitundin staðlast á sviði tærrar vitundar. Árangur verður stöðugt vitundarlíf. Víxl- Jörundur Jóhannesson verkun milli iðkanda og umhverfis mun bera meiri einkenni já- kvæðni. óreiða mun hverfa og samspil þjóðfélagsþegna verða uppbyggilegra. Hin fyrirbyggj- andi eðlislægu áhrif er skapast við iðkun IÍ verður meir og meir stöðluð vöm gegn streitumyndun. Lífinu verður þá lifað i aukinni fullnægju og vandamál víkja fyrir meira skipulagi og jafnvægi. Ef il er iðkuð af nægilega mörgum þjóðfélagsþegnum, munu þeir geta magnað viðleitni allra lands- manna til lífvænlegri lífshátta. Svið óendanlegra samtengsla sér til þess að lífmagnaðri straumar en áður hafa þekkst styrki ein- staklinga til öflugra atferlis á hvaða sviði sem er. Samfara þessu verður reynslan í gæfuátt, en ella yrði, ef sama stefna helst er verið hefur svo lengi, lengi. Innhverf íhugun er afar hentug tækni til eflingar vitsmunalífinu. Fleiri hundruð rannsóknaniður- stöður liggja nú fyrir um gildi tækninnar. Niðurstöður þessar sýna svo ekki verður um villst, að II hefur mjög jákvæð áhrif. Þær rannsóknaniðurstöður er birtast með grein þessari eru aðeins brot af því er nú liggur fyrir. íslend- ingar bera nú þá gæfu að eiga hvað styst í einstaklings- og þjóð- félagslega uppljómun, vegna þess stóra hóps er nú þegar iðkar II. Maharishi Mahesh yogi Innhverf íhugun hefur síðustu áratugi verið tekin upp á Vestur- löndum til iðkunar af fólki úr öll- um stéttum þjóðfélagsins. Út- breiðsla tækninnar hefur verið ör og vinsældir hennar að sama skapi miklar. Með endurkomu Maharishis frá einsetubústað sín- um á Himalayafjöllum hefur endurvakning IÍ orðið að veruleika um allan heim. Frá einbúalíferni sneri hann 1955. Maharishi endur- vakti IÍ síðan fyrst á Indlandi. Er hann var búinn að leggja sterkan grunn að hreyfingunni í sínu heimalandi hélt hann til fjarlæg- ari landa. Vegna hins mikla áhuga á IÍ sem olli miklum önnum við kennslu ákvað Maharishi að þrautþjálfa menn til kennslu í IÍ. Nú þegar eru nokkrir kennarar er leiðbeina við íslenska íhugunarfé- lagið. Nauðsyn þess að hækka vitundina Hækkun vitundar þýðir aukinn þroski, víðfeðmari hugarstarfsemi og samhengislegri skynjun á margbrotnum veruleika. í tækni- væddu samfélagi nútímans er þörfin svo miklu skýrari fyrir nauðsyn staðlaðrar hugrænnar rósemi sem fæst auðveldlega með iðkun tærrar tækni. Með iðkun IÍ fær hugurinn að kyrrast og skynja fíngerðari stig vitundar. Með reglulegri, daglegri íhugun mun iðkandinn fá reynslu af meiri fín- leik vitundarlífsins. Frá grunn- sviði hugans berast bylgjur at- hafnaþráar. Þar sem skynjanir einstaklinga eru á misjöfnum stig- um, umbreytist athafnaviljinn I misjafnar myndir eftir því á hvaða stigi hver einstakur er á. Athafnaþráin (eða athafnaviljinn) klæðist hugsunum og ráðast hugs- anir þá af sjálfstöðum, af stöðu skynjunar í það og það skiptið. Af þessu er afar mikilvægt að ein- staklingar þjálfi skynjunina til að geta starfað frá fíngerðari lögum vitundar. Með þessu á ég við að athafnaviljinn komi út sem óskir til athafna, og verði „einskonar æskilegri óskir". Það er að segja hagkvæmari athafnir komi til fyrir samfélagið í heild. Ókyrr hugur eða (óreiðufull vitund) get- ur ekki skynjað dýpri lög vitundar eða það mikilvægasta handanlæga vitund og framkallar oftast bjag- aða mynd af athafnaviljanum. Því meir sem óreiða hugans er þeim mun meiri verða óskir óheilla- vænlegri og víxlverkun fleiri óreiðu einstaklinga magna ring- ulreiðina. Að starfa meir frá sviði minnstrar örvunar hugans er í átt til aukins jafnvægis, sjálfstæði eykst, einstaklingurinn verður sjálfum sér nógur, og sönn lífsfyll- ing fyllir vitund mannsins í stað- inn fyrir að þurfa að staðfesta sjálfið á hinu hverfula glysi efn- ishyggjunnar, þá kemur hið tæra sjálf meir til sögunnar sem stjórn- andi athafna og leiðir til fullkom- ins atferlis verunnar. Með fleiri slíkum einstaklingum eykst skipu- lag og mistök hverfa. Breytt grundvallar- hugmyndamynstur Með iðkun IÍ breytist úrelt hugmyndamynstur mannsins á mjög æskilegan hátt, það er með hækkun vitundar á hærra stig. Að þurfa stöðugt að staðfesta sjálfs- kennd sína mun heyra sögunni til. Óuppljómaðir einstaklingar í þjóðfélögum eru meira og minna upp á kant við umheiminn. Það kemur fram I þessu: „Ég á móti honum“-afstöðunni, „ég hér inni" á móti „heiminum þarna úti“. Neysluþjóðfélagið t.d. nærir gervi- sjálfsvitund eða bráðabirgða- sjálfsmynd okkar. Bráðabirgðavit- und er það vegna þess að nýju vit- undarstigi fylgir breytt sjálfsvit- ÞEIR KRÖFUHÖRÐU velja undir bílinn! Því að reynsla Bridgestone á íslandi sannar, að Bridgestone hjólbarðarnir gefa frábæra rásfestu og hafa mikið slit- þol og endingu. Nú fást bæði Bridgestone radial og diag- onal hjólbarðar hjá hjólbarðasölum um land allt. Vandið valið - Veljið undir bílinn öryggisins vegna. • á Islandi BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.