Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 43 Maraþonsund til utanlandsferðar Hveragerði, 24. aprfl. NEMENDUR í Gagnfræðaskóla llveragerðis, sem útskrifast í vor, hyggjast fara í ferðalag er skólanum lýkur, til Færeyja eða jafnvel til Dan- merkur, ef fjárhagurinn leyfir. Hafa þeir verið duglegir við að safna fé til ferðarinnar, gefið út blað og haldið sýningu og nú síðast gengust þeir fyrir maraþonsundi og syntu í einn sólar- hring frá kl. 17 á laugardag til kl. 17 á sunnudag 23. apríl, kosningadaginn. Gengu þeir í hús áður en sundið hófst og söfnuðu áheitum, einnig héldu þeir sig í námunda við „kjör- stað“, og söfnuðu þar. Sögðu nem- endurnir að þeim hefði alls staðar verið vel tekið. Valgarð Runólfsson skólastjóri og Hjörtur Jóhannsson íþróttakennari, sem var potturinn og pannan f öllu ævintýrinu, sögðu mér að krakkarn- ir hefðu tekið þennan leik mjög al- varlega og lagt mikið á sig, sumir hefðu lítið eða ekkert sofið þennan sólarhring. Þeir hefðu verið harðir á því að allt færi fyllilega löglega fram. Foreldrar og kennarar stóðu vakt- ir og fylgdust með þeim allan tím- ann. Sagði Valgarð að Foreldrafé- lagið starfaði mjög vel, m.a. hefði það tekið að sér kennslu einn dag í vetur. Hjörtur sagði að nóttin hefði verið köld og nokkuð erfitt að synda, en krakkarnir hefðu staðið sig eins og hetjur. Sundinu lauk þannig að allir þátt- takendur, 15 talsins, syntu nokkrar mínútur, til að innsigla góðan árang- ur. Ekki var nein þreytumerki á þeim að sjá, en gleðin skein af hverju and- liti. Hvergerðingar mega vera stoltir af þessu þróttmikla æskufólki. Sigrún ^ KARNABÆR r i Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi I UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 66 — Glæsibæ. Úti á landi: Eplið isafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum — Fataval Keflavík — Álfhóll Siglufirði — Nína Akranesi — Ram Husavík — Bakhúsiö Hafnarfiröi — Austurbær Reyöarfiröi — Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli — Sparta Sauöárkróki — Skógar Egilsstööum — ísbjörninn Borgarnesi — Lea Ólafsvík — Lindin Selfossi — Paloma Vopnafirði — Patróna Patreksfirði — Báran Grindavík — Þórshamar Stykkishólmi — Hornabær Höfn Hornafirði — Aþena Blönduósi — Nesbær Neskaupsstað — Versl. Magnúsar Rögnvaldssonar Búöardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.