Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 145. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 30. JUNI 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Símamynd AP. Washington, 29. júní. AP. RONALD Reagan, forseti, sagði á blaðamannafundi að hann hefði aldrei séð skjöl, sem Jimmy Carter fyrrum forseti notaði til að búa sig undir kappræður þeirra í síðustu viku kosningabaráttunnar 1980. Skjöl frá kosninganefnd Carters hafa fundizt í fórum kosninga- nefndar forsetans og Reagan seg- ir, að þau hafi verið afhent dóms- málaráðuneytinu, sem geti gert allar viðeigandi ráðstafanir. Um efasemdir út í stefnuna í Mið-Ameríku sagði Reagan að e.t.v. þyrfti að skýra betur út fyrir almenningi það sem væri í húfi. Hann kvað enn enga þörf fyrir bandarískar bardagasveitir þar og enga beiðni hafa komið fram um slíkt. Hann kvað greinileg teikn á lofti um efnahagsbata og sagði að nú væri búizt við 5,5% hagvexti í ár. Hann kvað vera í athugun að aflétta nokkrum refsiaðgerðum Bandarikjamanna gegn Pólverjum ef pólska stjórnin leyfði starf frjálsra verkalýðsféiaga sem væru óháð stjórnvöldum. Hann neitaði að svara því hvort hann teldi að Lech Walesa ætti Fyrsta norska glasabarnið Osló, 2S. júní, frá Jan Erik Laure, fréttar. Mbl. FYRSTA glasabarn Noregs kom í heiminn á mánudaginn, alheilbrigt 3400 gramma stúlkubarn. Foreldrarnir, Margrét 34 ára og Hans 39 ára, rituðu breska lækninum Patnck Steptoe fyrir um þremur árum, er fyrstu til- raunirnar voru gerðar með slík börn. Steptoe var forvígismaður og þremur árum síðar hafa þau eignast sitt fyrsta barn þrátt fyrir að norskir læknar hefðu margsagt þeim að þau væru dæmd til að vera barnlaus. „Okkur var sagt að það væru ekki nema 25 prósent líkur á því að ég yrði þunguð, þannig að við gerðum okkur ekki miklar vonir. En þetta heppnaðist og við erum í sjöunda himni. Meðgangan og fæðingin gengu vel og ég á ekki orð til að lýsa hugarástandi okkar hjóna þessa stundina," sagði Margrét. Skotið að kaf- báti við Noreg Osló, 29. júní. Frá Rolf Lövström, fréttaritara Mbl. FREIGÁTAN „Narvik“ skaut í kvöld sex flugskeytum að ein- Reagan forseti sýnir skrá um gögn frá kosninganefnd Carters er fundust í skjölum kosninganefndar forsetans. Reagan forseti sagði að öll gögnin hefðu verið afhent dómsmálaráðuneytinu, sem gæti gert allar viðeigandi ráðstaf- anir. Reagan sá ekki skjöl Carters ekki að gegna virku hlutverki í nýju verkalýðsfélagi. Guatemala: Byltingar- tilraun? Guatemalaborg, 29.júní. AP. STJÓRNIN í Guatemala kunn- gerði í dag fyrirætlanir um að nema úr gildi ákvæði um mannréttindi og hefta frelsi blaða frá og með degin- um á morgun. Áður hafði einn þeirra þriggja herforingja, sem stjórna landinu, hvatt til þess að Efrain Rios Montt forseti legði niður völd. Tilskipun verður gefin út og mun að sögn talsmanns forset- ans einkum beinast gegn fjöl- miðlum svo að þeir geti ekki birt „pólitískar æsifréttir". Francisco Luis Gordillo Mart- inez fyrrum ofursti hvatti til af- sagnar Montts forseta í sjón- varpsviðtali og sagði að hann hefði reynt að múta sér til að fara úr landi. Yfirlýsing hans kom af stað kvitt um yfirvofandi stjórnar- byltingu og fréttir útvarps- og sjónvarpsstöðva í einkaeign voru ritskoðaðar eftir sjónvarpsvið- talið. hverju, sem talið er að sé kaf- bátur, fyrir utan flugstöð norska hersins í Andenes-firði í Norð- ur-Noregi. Ekki var Ijóst hvort flaugarnar hefðu hæft. Það var í morgun sem yfir- maður á freigátunni kom auga á eitthvað sem líktist sjónpípu á kafbáti í u.þ.b. fimm hundr- uð metra fjarlægð og virtist sem kafbáturinn stefndi þá út á opið haf. Sjónpípan sást skammt undan flugstöð hersins í Ande- nes, en þar hefur NATO höf- uðstöðvar fyrir kafbátaleitar- flugvélar í Noregi. Fyrir utan freigátuna tóku fimm minni herskip og skip landhelgisgæslunnar þátt í leitinni að kafbátnum ásamt flugvélum. Talsmaður hersins í Norð- ur-Noregi, Björn Kibsgárd, sagði í kvöld að það lægi ljóst fyrir að ekki hefði verið um neinar ferðir norskra kafbáta að ræða um þetta svæði né heldur bandamanna þeirra. 1 Símamynd AP. Frá fundi leiðtoga Varsjárbandalagsins f Moskvu (talið frá hægri): Gromyko, _ Andropov og Tikhonov Ágreiningur innan V arsjárbandalags? Moskvu, 29. júní. AP. Sovétmenn neituðu því í dag að um ágreining hafi verið að ræða á leið- togafundi Varsjárbandalagsins, eins og vestrænir stjórnmálasérfræðingar höfðu látið að liggja. Heimildir í Sovétríkjunum og vestrænir stjórnarerindrekar höfðu gert ráð fyrir að aðal- markmið fundarins væri að fá fram sterk viðbrögð Varsjár- Stuðningsmenn Arafats hraktir úr Bekaa-dalnum Bar Klias, Líbanon, 29. júní. AP. Uppreisnarmenn tæmdu skrifstofu stuðningsmanna Yasser Arafats í þorpi í Bekaa-dal í dag eftir að hafa náð henni á sitt vald með stuðningi Líbýu- manna og Sýrlendinga í árás í nótt. Þessi bygging er staðsett 200 metra frá sýrlenskri gæslustöð. Fyrir utan einar búðir í bænum Chtaura, hafa stuðningsmenn Yasser Arafats nú misst allar stöðvar sínar við þjóðveginn milli Beirút og Damaskus, að því er íbú- ar á þessum slóðum segja. Á sex- tán kílómetra kafla við þjóðveginn var ekki að sjá neina stuðnings- menn Arafats í dag, en hins vegar voru margir stuðningsmenn Saed Mousa á ferð um þjóðveginn vopn- um búnir og þá var einnig að sjá í byggingum á þessum slóðum. Skæruliðar Arafats í þorpinu Bar Elias í Bekaa-dal höfðu áður tilkynnt að þeir væru umkringdir uppreisnarmönnum og Sýrlend- ingar hefðu hindrað þá í að fara leiðar sinnar . Svo virðist sem þessi bardagi í nótt hafi bundið endi á hreyfingu sem hófst í síðastliðnum mánuði í þá átt að reka stuðningsmenn Arafats á brott frá Bekaa-dal í norðurátt. Lögreglan í Beirút segir 28 menn hafa fallið í síðustu bardög- um innan PLO. Abu Jihad, einn helsti aðstoðar- maður Yasser Arafat, sagði í við- tali við AP-fréttastofuna, að PLO fagnaði tilraunum Arabaþjóða til að reyna að léysa vandamál Sýr- lendinga og PLO, en bætti því við að skæruliðar í Austur- og Norð- ur-Líbanon væru tilbúnir og hefðu nægar birgðir til að „berjast iengi". Utanríkisráðherra Sýrlands sagði í dag, að stjórn sín hefði var- að Bandaríkjastjórn við því með góðum fyrirvara, að hún myndi hafna hvers konar samkomulagi sem veitti ísraelum pólitískan eða hernaðarlegan ávinning i Líbanon. bandalagsins við ráðagerð NATO-ríkjanna um að koma fyrir 572 meðaldrægum eldflaugum i Vestur-Evrópu og telja þeir full- víst að ágreiningur hafi verið milli fulltrúa á fundinum um mál þetta, úr því svo varð ekki. Talið er að Nicolai Ceausescu, leiðtogi Rúmeníu, hafi verið al- gjörlega á móti slíkri lokasam- þykkt og fullyrt er að hann hafi fjarlægst stefnu Varsjárbanda- lagsrikjanna að undanförnu. f gær birti rúmenska fréttastof- an til að mynda yfirlýsingu frá Ceausescu þar sem hann hvetur til afvopnunar jafnt hjá NATO- ríkjum sem ríkjum Varsjárbanda- lagsins. Yfirleitt minnast frétta- stofur austantjalds aðeins á nauð- syn afvopnunar Vesturveldanna þar sem ekki er opinberlega viður- kennt að austantjaldsríkin hafi yfir umtalsverðum hernaðarmætti að ráða. Ceausescu lýsti þessu yfir fv.'ir mánuði síðan, en sú staðreynd að hann ítrekaði þessi ummæli sín nú bendir til þess að Rúmenar séu ekki sammála stefnu Sovétríkj- anna í þessum málum og hafi vilj- að minna á það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.