Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 ^petta. q&ra- 19^3,2-0 , mlnus 1,50 fyrir cifsíáfctarmiéQnn ." Ást er... ... að gefa honum eggjandi augnatil- lit. TM Rag. U.S. Pat Off -aN rights rasarvad 61983 Loe Angetae Tkrna Syndlcala l'aer eru hrikalegar þessar drauga- sögur þínar, en áttu ekki fleiri álíka krassandi. Sá hlær best sem síðast hlær, mundu það. Ég kem hingað heim aftur og það með hana mömmu með mér! HÖGNI HREKKVlSI H/AMN EC. VfeT AÐ FLYTJA AÐ HElMAN g|NU SlNNI EMN. " „Það er óhrekjanleg staðreynd, að enginn þjóðfélagshópur á íslandi hefur fengið stærri skell en toðnuveiðiejómenn hafa orðið að þola á síðustu tveimur árum.“ Nærtækast að fækka sel og svartfugli Gísli Jóhannesson skrifar: „Mér blöskraði að lesa fullyrð- ingar Ingjalds Tómassonar í Vel- vakanda 25. þ.m., í sambandi við útrýmingu síldar- og loðnustofn- anna. Þar sem ég hefi verið á nóta- veiðum frá 1940, væri ekki ólík- legt, að maður myndi tímana tvenna. Ég get upplýst Ingjald um það, að íslenskir síldarsjómenn voru ekki valdir að hruni síldar- stofnsins um árið. Ég var áhorf- andi að því í byrjun júlí 1967, staddur á skipi mínu rétt norðan miðlínu milli Jan Mayen og ís- lands. Við fundum óhemju mikið af síld þarna, en hún stóð það djúpt, að hún náðist ekki í þá nót, sem við vorum með. En mikið var af henni þarna, á belti sem var um 20 sjómílur á breidd og 60—70 sjó- mílur á lengd. Og þarna voru rússnesk leitarskip, sem snerust mikið á þessum slóðum. Tilflutn- ingur milli ríkisbúa Halldór Reynison forsetarit- ari skrifar 28. júni: „Vegna fyrirspurnar frá frú Sigur- björgu Sigurðardóttur í Vel- vakanda, þriðjudaginn 28. júní sl. vil ég leiðrétta þann misskilning að umrætt mál- verk af Hrafnseyri hafi verið gefið. Hið rétta er að forseti Islands, að höfðu samráði við formann Hrafnseyrarnefndar og afkomendur Sveins Björns- sonar fyrsta forseta lýðveldis- ins, afhenti málverkið til varðveislu á Hrafnseyri. Var það gert til að binda fastar þau tengsl sem eru á milli fæðingarstaðar Jóns Sigurðs- sonar og forsetaembættisins. Hér er einungis um tilflutning á málverkinu að ræða úr einu ríkisbúinu yfir í annað, enda kom það skýrt fram í máli for- seta við athöfnina á Hrafns- eyri. Virðingarfyllst." Síðar kom í ljós, að þessi mikla síldarganga fór rakleiðis norður til Spitzbergen eða hver veit hvert og kom ekki til baka nema að ör- litlu leyti. Á leiðinni norður eftir fór gangan framhjá átusvæði sem var austur af Jan Mayen. Á því svæði var góð veiði árið áður. Mín skoðun er sú, að þarna hafi síldin farið í helgöngu. Mér er það minnisstætt, þegar Jakob Jak- obsson á Árna Friðrikssyni var að fylgjast með göngu þessarar síld- ar til Islands um haustið. Þá stefndi hluti þess litla göngunnar, sem aftur sneri, til Norður-Nor- egs. Árið 1966 hagaði þannig til, þegar þessi sami síldarstofn kom frá Noregi til íslandsmiða, að hún kom yfir talsvert sunnar en venja var til og lenti verulegur hluti hennar í köldu tungunni, sem lá á milli Jan Mayen og íslands. Sá hluti gaf góða veiði út af Austur- landi í ágústmánuði þetta ár. Ég tel, að íslenskir síldarsjó- menn eigi ekki nema örlítinn hluta þeirra ásakana, sem á þá hafa verið bornar. Benda má á, að það var uppástunga frá þeim, sem leiddi til þess, að lslandssíldin var friðuð á sínum tíma. Á þessum ár- um skiptu rússnesk veiðiskip hundruðum og Norðmenn veiddu smásíld úr þessum stofni inni á fjörðum og nýttu í bræðslu. Að því er loðnuna varðar er það sem betur fer svo, að nóg er af henni. Það er staðreynd, að í vetur sem leið kom mikið af loðnu til hrygningar, bæði að austan og vestan. Það er aftur annað mál, hvort klakið hefur heppnast, því að sjórinn var 2—2'/i° kaldari nær landi í vetur en verið hefur. Þá eru líkur á því, að hrygning fari nú fram lengra frá landi en áður. Eft- ir þeim fregnum sem ég hef fengið munu stór klaksvæði hafa mynd- ast við botninn fyrir suðaustan og vestan land. Það væri kannski til athugunar fyrir fræðinga okkar að fylgjast náið með þessum svæðum til þess að komið verði í veg fyrir ágang veiðarfæra, sem dregin eru eftir botninum. Ég er sammála Ingjaldi um að þorskstofninn er í hættu og honum verðum við að ná upp með öllum tiltækum ráðum. Nærtæk- ast fyndist mér þar að fækka sel og svartfugli. í september árið 1952 létum við reka á bát, sem ég var á, u.þ.b. 2 sjómílur NA af Gerðhólma. Kom kokkurinn til mín og spurði, hvort hann mætti ekki skjóta fugl í soð- ið, því að það væri krökkt af hon- um allt í kringum okkur. Hann fékk 12 fugla í tveimur skotum, og sést á því, að þétt hefur verið af honum. Við hentum út vatnsfötu til að ná í sjósýni og fengum 15—20 þorskseiði í fötuna. Þegar kokksi fór að handera fuglinn í pottinn kom í ljós að milli 50—60 seiði voru í hverjum fugli. Ég held að við verðum að grípa þarna inn í lögmálið og fækka svartfuglinum og eins og fram hefur komið étur selurinn um 130 þúsund tonn af fiski á ári. Alveg rak mann í rogastans, þegar Jón Jónsson fiskifræðingur vildi kenna hvarfi loðnunnar um minnkandi vaxtarhraða þorsks. Ég spyr: Hvers vegna fá ekki tog- arar okkar ekki nema örfáa fiska í holi, þegar þeir draga í gegnum samfelldar loðnulóðningar tímum saman? Og þegar trollið kemur upp, þá er það loðið af loðnu. Hvernig kemur þetta heim og saman við það sem Jón segir? Ingjaldur þakkar Elínu Pálma- dóttur fyrir skrif hennar í Mbl. 19. júní sl. Það sem ég finn að skrifum þeirra beggja er að þau sjá hlutina frá annarri hliðinni eingöngu. Það er eins og íslenskir fiskimenn séu einhverjir misindismenn sem hugsi um það eitt að drepa og aft- ur drepa. Ég sting upp á því, að þetta ágæta fólk, Ingjaldur og Elín, fari í nokkrar veiðiferðir með loðnu- veiðiskipi og kynnist af eigin raun, hvað þar er að gerast um borð. Ég er viss um, að enginn hefði neitt á móti því. Það er óhrekjanleg stað- reynd, að enginn þjóðfélagshópur á Islandi hefur fengið stærri skell en loðnusjómenn hafa orðið að þola á síðustu tveimur árum. Ég gæti frætt Ingjald á því, að aldrei hefur verið farið norðar eft- ir loðnu en til Jan Mayen síðan við fórum að stunda loðnuveiðar á sumrum norðan við land. Að lokum leyfi ég mér að full- yrða, að við skipstjórnarmenn á loðnuveiðiflotanum höfum það góð leitartæki að okkur væri vel treystandi til að mæla stofnstærð loðnunnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.