Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 15% STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR Model Hjarta er íslensk gæðavara, hönnuð í gömlum bændastíl, aðeins í nýrri og betri útfærslu. Framieitt úr valinni, massífri furu. Fæst í Ijósum viöar- lit eða brúnbæsaö og lakkaö með sýruhertu lakki. Velja má á milli þess að seta og bak sé úr viöi eða klætt með áklæði að eigin vali. Model Hjarta nýtur verðskuldaöra vinsælda, enda ákaflega hlýlegt sett, hvort sem er í borðstofunni eða eldhúskróknum — og jafnt í nýjum húsum sem gömlum. EÐA 20% ÚTBORGUN OG EFTIRSTÖÐVAR Á 6-8 MÁN. FRAMLEIÐANDt FURUHÚSGAGNA I HÆSTA GÆDA FLOKKI FCIPUHÓS ÍÐ HF. Suðurlandsbraut 30 105 Reykjavík • Sími 86605. Guðmundur Eyjólfs- son lœknir - Minning Fæddur 23. september 1916 Dáinn 23. júní 1983 Það vakti okkur mikið angur er við fréttum lát vinar okkar, Guð- mundar Eyjólfssonar, læknis. Þar er horfinn yfir móðuna miklu góður drengur og tryggur og traustur vinur. Hann stundaði læknisstörf sín til hinztu stundar í orðsins fyllstu merkingu, mikils metinn bæði af sjúklingum sínum og samstarfs- mönnum. Leiðir okkar lágu saman fyrir áratugum og tókst með okkur sú vinátta, er engan skugga bar á. Þótt annir og erill dagsins yrðu þess oft valdandi að of langt milli vinafunda áttum við margar glað- ar stundir saman á heimili þeirra hjóna Guðmundar og Guðríðar þar sem gestrisni og myndarskap- ur sátu í öndvegi. Samleið þeirra hjóna var fágæt og fögur. Æviþræðir þeirra voru svo samofnir að þá mátti enginn sundur slíta nema „maðurinn með ljáinn" sem við öll endanlega föll- um fyrir. Guðmundur og Guðríður áttu þrjá mannvænlega syni, Sigurjón, Guðmund og Halldór, sem enn er í heimahúsum. Þeir munu sárt sakna góðs föður. Tengdadæturn- ar tvær hafa mikið misst og litli sonarsonurinn leggur ekki framar hönd í hönd afa síns. Tvær systur lifa Guðmund og mun þeim, Þóru og Ástu, þykja skarð fyrir skildi. Sárastur er harmur vinkonu okkar, Guggu, orð eru hér einskis nýt. Hún verður umvafin ástúð og hlýju sinna nánustu, tíminn og ljúfar minningar munu færa henni frið og ró. Brynhildur og Albert Guðmundsson Fæddur 8. september 1916. Dáinn 23. júní 1983. Fregnin um andlát starfsbróður míns og vinar Guðmundar Eyj- ólfssonar kom mér mjög á óvart, þar eð ég vissi ekki annað en að hann væri vel hraustur. Hann mun þó um nokkurt skeið hafa fengið óþægindi í hjartastað við áreynslu, en lítið haft orð á því. Þegar félagi og vinur hverfur af sjónarsviðinu, koma margar minningar upp í hugann. Við Guðmundur kynntumst fyrst veturinn 1948, skömmu eftir að hann hóf störf í sérgrein sinni hér í borg, en þá voru þrjú ár liðin frá því ég opnaði hér lækninga- stofu. Um þessar mundir voru tíðir fundir í Læknafélagi Reykjavíkur og held ég að við Guðmundur höf- um oftast verið þar, og fljótlega vorum við orðnir góðir kunningj- ar. Guðmundur var svo alúðlegur og glaðvær, að gaman var að ræða við hann. Félagslyndur og sam- vinnuþýður var hann með afbrigð- um, svo að þægilegt var að um- gangast hann og starfa með hon- um. Við vorum báðir í stjórn Lækna- félags Reykjavíkur um skeið. Guð- mundur var þar tillögugóður og einkar laginn við að ráða fram úr erfiðum málum á farsælan hátt. Hann var áhugasamur lax- og silungsveiðimaður og vorum við oft í veiði saman. Er vart hægt að hugsa sér betri og ánægjulegri fé- laga og ekki spillti það, þegar frú Guðríður kona hans var með okkur að veiðum, létt í lund eins og hann og bæði voru þau af- bragðs veiðimenn. Við hjónin eigum ljúfar minn- ingar frá heimsóknum þeirra til okkar í sumarbústaðinn i Grafn- ingnum í námunda við Sogið, en í þeirri á vorum við að laxveiðum öll fjögur saman við þau tækifæri. Sömuleiðis buðu þau okkur til sín í Brennuna í Borgarfirði til laxveiða, og voru það mjög ánægjulegar samverustundir. Það yrði of langt mál að tíunda allar þær veiðiferðir, sem við fór- um saman, en oft ræddum við um ýmis skemmtileg atvik frá þeim ferðum. Guðmundur hlaut góða mennt- un í sérgrein sinni í Bandaríkjun- um og var mjög glöggur, um- hyggjusamur og góður læknir. A þeim árum, sem við Guð- mundur hófum störf hér í Reykja- vík, var mjög erfitt að fá aðstöðu á spítölum til þess að framvæma að- gerðir, og er svo raunar enn. Það var tæpast um annan stað að ræða en Sjúkrahús Hvítabandsins og þar gat maður aðeins öðru hvoru fengið pláss fyrir einstaka sjúkl- ing. Það var að sjálfsögðu alls ekki nóg, svo að ég kom mér fljótlega upp aðgerðastofu við lækninga- stofu mína og framkvæmdi þar flestar aðgerðir í sérgrein minni. Þegar við Guðmundur höfðum kynnst nokkuð, bauð ég honum að- stöðu á aðgerðastofunni. Hann þáði það og starfaði þar ásamt mér í mörg ár. Oft aðstoðuðum við hvor annan þar, eftir því sem við var komið. Það samstarf var eins og best varð á kosið og ber engan skugga á ljúf- ar minningarnar frá þeim samverustundum. Fyrir rúmum aldarfjórðungi gengumst við Guðmundur fyrir stofnun fyrsta félags háls-, nef- og eyrnalækna hér á landi. Var ég þá kjörinn formaður, hann ritari og Eyþór Gunnarsson, sem látinn er fýrir nokkrum árum, gjaldkeri. Félagið starfar enn. Guðmundur hefur frá upphafi sýnt. félaginu okkar mikinn áhuga og starfað þar ötullega og flutt er- indi, síðast nú í vetur. Hann gekk í Frímúrararegluna árið 1959, en þá var ég orðinn fé- iagi þar. I þeim félagsskap höfum við átt fjölmargar ánægjulegar stundir saman. Guðmundur Eyjólfsson var afar vinsæll læknir og eftirsóttur, og nú er því að sjálfsögðu fjöldi sjúklinga, sem saknar hans og syrgir. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg, finnst mér það ekki langt síð- an við Guðmundur kynntumst, en þó var það mestur hluti starfsævi okkar beggja. Það hefur verið mikill samgang- ur milli heimila okkar um langt árabil. Mikil gæfa var það fyrir Guð- mund að eignast Guðríði Sigur- jónsdóttur fyrir lífsförunaut. Sagt er að eiginkona og eigin- maður skuli vera eitt og ég tel að hægt sé að segja, að svo hafi verið með þau hjónin. Ég held varla, að ég hafi kynnst samhentari hjón- um og tillitssamari hvoru við ann- að. Auk þess er frú Guðríður ein- staklega rösk og dugleg við allt, sem hún tekur sér fyrir hendur, vel gefin og vellynd. Á síðari árum hefur hún aðstoð- að mann sinn á lækningastofunni, auk þess sem hún hefur séð um hið stóra og smekklega heimili þeirra hjóna, enda mikil húsmóðir. Elstu synir þeirra, Sigurjón og Guðmundur, eru báðir kvæntir og búa annarsstaðar í borginni, en sá yngsti, Halldór, tuttugu og tveggja ára, býr enn heima, þótt1 hann stundi nám erlendis um tíma. Við Þórdís, kona mín, og fjöl- skylda okkar vottum frú Guðríði og fjölskyldunni allri innilega samúð okkar vegna fráfalls Guð- mundar, þökkum trausta vináttu og óskum honum Guðs blessunar og velfarnaðar á þeim leiðum, sem hann nú hefur lagt út á. Útförin fer fram í dag frá Dómkirkjunni. Erlingur Þorsteinsson. Guðmundur Eyjólfsson, læknir, er látinn. Hann lést að heimili sínu síðla kvelds 23. þessa mánað- ar, og bar andlát hans brátt að. Með honum er hniginn í valinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.