Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 íslandsrallið: íslendingarnir framar- lega — rallinu lýkur í dag 130 amp. með hleðslutækí fyrir 6—12— 24 v, 59 v kveikjuspenna. Verð kr. 4.194,00 m/söluskatti. G. ÞORSTEINSSON G JOHNSON H.F. Ármóla 1 Sími 85533 Tvsr leiöir voru eknar í íslands- rallinu um helgina. Tókst Frökkunum Gerard Sarrazini og Gerard Trouble á sérsmíöuðum Aro-jeppa aö ná forystu. Aörir eru ftalarnir Sorghini og Bardini á Range Rover tæpum klukkutfma á undan Lécaille og Rosseau á Range Rover í þriöja sæti. íslensku keppnis- bílarnir eru næstir í fjórða og fimmta sæti. í upphafi íslandsrallsins fengu þeir Omar og Jón Ragnarssynir á Subaru og Þorsteinn Ingason og Gunnlaugur Rögnvaldsson á Lada Sport eina og hálfa klukkustund f refsingu, þar sem að sögn Jean Claude Bertrand skipuleggjanda rallsins þeir mættu ekki i tfmatöku fyrir rallið. Á þeim tíma var hins vegar ekki búið að gefa leyfi fyrir keppninni af hálfu dómsmálaráðu- neytisins og mættu því ekki íslensku keppendurnir. Er í rásmark fyrstu leiðar rallsins við Sprengisand kom tilkynnti Bertrand að ef þeir ætluðu að vera í rallinu yrðu þeir að taka á sig umtalaða refsingu. Þetta sam- þykktu fslensku keppendurnir með fyrirvara um endurskoðun af hálfu Landssambands ísienskra aksturs- íþróttafélaga. Síðan hefur komið í ljós að Islendingarnir hafa ekið mun betur en meirihluti erlendu kepp- endanna, þannig að refsingin er í raun fráleit. Spurningin er hvort hægt verður að fella hana niður og yrði staðan þá sú að Ómar og Jón Hjónakornin Guy og Momo van de Gjuchte veltu Mitsubishi-jeppa sfnum 50 metrum frá endamarki sérleiðar um Kjalveg á sunnudaginn. Höfðu þau þá lagt að baki rúma 150 km, en síðustu metrarnir reyndust erfiðastir ... Islensk ilmolía á kolu frá Glit yrðu í fyrsta sæti og Þorsteinn og Gunnlaugur í því þriðja. Funda átti um mál þetta hjá LÍ A í gærkvöldi. Keppnin um helgina var annars mjög skemmtileg. Ekið var um syðra og nyrðra Fjallabak og Kjal- veg. Bræðurnir Ómar og Jón Ragn- arssynir óku Subaru 1800 4WD sín- um hraðast allra á þessum leiðum, þrátt fyrir að erlendu keppendurnir f toppbaráttunni væru á mun kraft- meiri og betur búnum bílum. Á syðra Fjallabaki tók bíll þeirra sundið í dýpstu á leiðarinnar og flaut eins og bátur um 200—300 metra leið að sögn þeirra bræðra. Á Kjalvegi óku þeir lengi vel þurrku- lausir og villtust af þeim sökum smáspöl því skyggnið var að vonum slæmt í öllum drulluaustrinum, en leiðin var mjög blaut. Félagarnir Þorsteinn og Gunnlaugur áttu einn- ig í erfiðleikum á Kjalvegi. Kveikju- kerfið blotnaði á fyrstu kílómetrun- um og stöðvuðust þeir í rúmar átta mínútur af þeim sökum. Misstu þeir eina fjóra bíla fram úr sér við þess- ar ófarir en náðu þeim öllum er bíll- inn komst af stað að nýju og tveim til viðbótar. Þrír keppnisbflar ultu á Kjalvegi, en héldu allir áfram keppni. Skrautiegasta veltan var án vafa hjá hjónunum Guy og Momo á Mitsubishi. Er þau áttu um 50 metra eftir ófarna í endamarkið valt bíllinn á fremur saklausum kafla. Stöðvaðist hann á toppnum og komust þau hjónakorn frá hon- um. Nokkurn tíma tók að velta hon- um við og hlógu hjónin að öllu sam- an. Leiðina kláruðu þau, en eftir að í mark var komið skammaðist Momo gífurlega yfir aksturslagi manns síns og hét því að aka daginn eftir. „Ég bað hann að fara varlega sfð- ustu metrana en hann hlýddi ekki. Ferlegur karl!“ sagði Momo. Karlinn Guy hélt sig fjarri eiginkonu sinni á meðan hún skammaðist, ýmist bak- við bílinn eða inni í honum ... Síðasta leið rallsins verður ekin í dag og verða bílarnir ræstir frá Kalmarstungu kl. 10.00 og aka að Miðdal um Kaldadal, llnuveg fyrir ofan Þingvelli og með Hlöðufelli. 17 farartæki eru enn eftir í rallinu. Staðan í íslandsrallinu 1. Sarmzini/Troublé, Aro 1.42.10 klst 2. Sorghini/Bardini, Kange Kover 1.53.31 klst. 3. Zécaille/Rosseau, Range Rover 2.50.45 klst. 4. Ómar/Jón, Subaru 1800 4WD 2.51.01 klst. 5. Þorsteinn/Gunnlaugur, Lada Sport3.17.02 klst. Ljósmyndir Mbl. Gunnlaugur R. „Ég keyri á morgun!" sagði Momo við blaöamann Morgunblaðsins greinilega óhress með aksturslag eiginmanns síns, sem fór hálfpartinn í felur eftir atvikiö. Þær slá í gegn Handunnar Qiíukolur ísteinleir fynr folk f góðu skapi GLIT Höföabakka 9, Reykjavík. S. 85411 1 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.