Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 47 ísland — Bretland: Samningur um félagslegt öryggi UNDIRRITAÐUR var í Reykjavík 25. ágúst sl. samn- ingur milli íslands og Bret- lands um félagslegt öryggi. Samkvæmt samningnum munu þeir einstaklingar, sem hafa áunnið sér réttindi á sviði almannatrygginga í öðru land- inu, halda þeim réttindum við flutning til hins landsins, eftir nánari ákvæðum samningsins. Sams konar samningur er í. gildi milli íslands og annarra Norðurlanda. Á myndinni sjást þeir Rich- ard Thomas, sendiherra Bret- lands á Islandi (t.v.), og Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, undirrita samninginn. Við hlið Geirs situr Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, en fyrir aftan breskir og íslenskir embættismenn. Úr aftursæti venjulegs fólksbOs eru margar útgönguleiðír fyrirböm án þess að nota dyrnar! Öll viljum viö tryggja sem best öryggi barnanna okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort sem það er bílstól, burðarrúmi eða bílbelti. Við höfu'.i sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks- bifreiða. Barnastólar (fyrir 9 mán - 6 ára) Barnapúðar (fyrir 6-12 ára) Barnarúmsfestingar (fyrir 0-9 mán) Beltastóll (fyrir 6-12 ára) Fótgrindur fyrir beltastól (fyrir 6-12 ára) VELTIR Hr Simi35200 Leiðrétting NOKKRAR sérkennilegar breyt- ingar urðu í stuttum pistli, „Rit- hnupl“, sem birtist í Lesbók um helgina. Flestar eru þær breytingar, þó skrítnar séu, ekki til skaða utan ein sem hreinlega snýr við meiningu. í handriti stóð: „T.S.Eliot hafði ekki um að greina frá uppruna alls þess sem hann tók að láni úr heims- bókmenntunum í The Waste Land ... “ 1 meðfðrum blaðsins breyttist þessi klausa svo: „T.S. Eliot hirti ekki um að greina frá uppruna ..." Sem sé algerlega öfugt við það sem sagði í handriti. Orðasambandið að hafa um e-ð merkir að mögla, en að hafa ekki um e-ð að gera eitthvað mögl- unarlaust. Orðabók háskólans geym- ir dæmi um orðasamband þetta. T.S. Eliot hafði semsé ekki um að benda á þær skírskotanir í heims- bókmenntir sem er að finna í hans fræga kvæði; hann gerði það undan- dráttarlaust. Þá var óþarft að breyta orðasam- bandinu „að taka uppá sina eik“ í „að taka uppá sína arma“ og „svind- ill“ er miklu betra orð en „svindlari", enda trúlega fyrst notað af Laxness. I nýlegri Morgunblaðsgrein um Dean Rusk urðu nokkrar breytingar af sama toga — t.a.m.: „að hafa með i ráðum“ var breytt í „að hafa með í málum" og „í munni sveitunga sinna“ varð „í munni sveitunga hans“. „Málvöndun“ af þessu tæi hlýtur að teljast vafasöm. Jakob. F. Ásgeirsson Viö höfum nú fengiö NÝTT SÍMANÚMER fyrir verksmiöju, verslanir og skrifstofu okkar 45800 er nýja símanúmerið x KARNABÆR mAAAAIA Kam ^ccdnn Konur á öllum aldrl! Öölist sjálfstraust í lífi og starfi KARON-skólinn ieiöbeinir ykkur um: • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiöslu • fataval • mataræöi • hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Öll kennsla í höndum fær- ustu sérfræöinga. Allir tímar óþvingaðir og frjálslegir. Ekkert kynslóðabil fyrirfinnst í KARON-skólanum. Námskeiðin hefjast mánud. 5. september. Innritun og upplýsingar frá 16—20 þessa viku. KARON-skólinn kennir ykk ur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð Hanna Frímannsdóttir Sími38126

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.