Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 45 „Viljið þið ekki ailt i einu?“ Pétur Árnason, 7080—2708 skrif- ar. Velvakandi. Ögmundur og co. Ég get ekki orða bundist, eftir að hafa lesið ræður ykkar félaganna á fundi ykkar í Sigtúni. Að vera kallaður styrkþegi. Kannski fengu ein- hverjir mikil lán vegna íbúða- bygginga hér á árum áður. En svo mun ekki vera um meginþorra alls þess fólks, sem byggði upp smá- íbúðahverfið í Kópavogi, Seltjarn- arnesið, Kleppsholtið og fleiri slík hverfi. Við styrkþegarnir unnum þá 48 tíma í dagvinnu og allur aukatimi sem gafst, fór í að vinna við hús- bygginguna sem verið var að basla við. Flestir ferðuðust í „strætó" tii aukavinnunnar og tóku síðasta vagn heim. Þessi hverfi voru Brjósk- eyðing í baki Rannveig skrifar. Mér datt í hug að skrifa til Vel- vakanda og biðja viðkomandi um upplýsingar á nokkru sem ég heyrði um daginn. Það var á þann veg að lækna mætti brjóskeyðingu í baki með því að borða eina te- skeið af fóðurbætismjöli á dag, en í hversu langan tima veit ég ekki. Ef þetta er rétt og einhverjir hafa reynt slikt ráð, þá væri gott að heyra frá því fólki. byggð 85% í aukavinnu og þetta gátum við styrkþegarnir, ög- mundur og co., þó vorum við með Iítil og sumir alls engin lán. Það vantaði nú margt þegar loksins var flutt inn. Útihurðir voru venjulega mótatimbur, klætt með pappa. Teppi komu eftir 5—8 ár, innihurðir og skápar með tíð og tíma og bíllinn kom mjög, mjög seint. Ég veit vel að mörg ykkar eiga mjög erfitt með að eignast þak yf- ir höfuðið. En viljið þið ekki allt í einu og á stuttum tíma? Ekkert má vanta, hvorki bíl, myndband, utanlandsferðir, teppi, harðviðar- innréttingar, skemmtanir um allt að hverja helgi og fleira og fleira. Það hefur alltaf verið dýrt að taka lán, einfaldlega vegna þess að það er borgað fyrir peninga sem við eigum ekkert í. Nei Ögmundur og co., við styrkþegarnir unnum fyrir okkur og því sem við eigum. Hvernig var það með menntun- ina? Fenguð þið ekki námslán með litlum vöxtum? Mig minnir að vextir af þeim hafi verið óveru- legir fram að þessu. Hér áður fyrr urðu menn að vinna fyrir sínu námi. Það var farið á síld, í alls konar fiskvinnu og alla vinnu sem bauðst, því annars var ekki hægt að tala um menntun. Mig minnir að frystihús fyrir vestan hafi leit- að til atvinnumiðlunar stúdenta en engin svör hafi fengist. Allir stúdentar á kafi í vinnu og duglegt fólk, það þarf varla að taka náms- lán — eða var það kannski styrkur hér á árum áður? Um morgunorð M.J. frá Búrfelli sendi Velv- akanda eftirfarandi vísu: Guð gefi öllum góðan dag gott er það i eyra, morgunorð þau má á hag manna oftar heyra. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þsttinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þcgið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistia og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnlcyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Það eru komnir júklingar í Kópavog kjúklingar, kóngafæða NYBVLAVEGI22 KOPAVOGI S 46085 NÚ SPÖRUM VIÐ FENINGA. pg smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' iíöum Moggansj_ iih

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.