Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1983, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 Minning: Jóhannes Olafur Guðmundsson Jóhannes Ólafur var fæddur á Eskifirði 12. júlí 1922, sonur Guð- mundar Jóhannessonar forstjóra, ættuðum úr Sk^gafirði, og konu hans Guðlaugar Ingibjargar Ein- arsdóttur frá Eskifirði. Ætt þeirra kann ég ekki að rekja, en veit, að gott fólk stóð að þeim. Kynni okkar Jóhannesar hófust þegar við vorum á fermingaraldri. Við urðum nágrannar og bekkj- arbræður í skóla. Þess tíma er gott að minnast, skólalífsins og góðra skólafélaga. Ég varð heima- gangur á heimili Jóhannesar og kynntist foreldrum hans og fimm systrum. Hann var eini bróðirinn og yngstur systkinanna, en yngri bróður hafði hann átt, sem dó á barnsaldri. Kynnin við Jóhannes og fjölskyldu hans urðu mér sem annar skóli. Á heimili hans leið mér vel. Þar ríkti glaðværð, hátt- vísi og tillitssemi og þessir eðl- iskostir voru Jóhannesi í blóð bornir. Þess vegna varð hann hvarvetna vinsæll. Ýkjulaust segi ég, að betra fólki hafði ég ekki kynnst. Seinna breyttust hagir okkar Jóhannesar og samskiptin urðu minni en skyldi, en vinátta hélst óbreytt. Hann eignaðist ágæta konu, Þóru Guðjónsdóttur, og með henni fjögur börn: Guðmund, Al- exander, Onnu Birnu og Guðlaugu Ingibjörgu. Eg votta Þóru, börnum hennar og öðrum ástvinum einlæga sam- úð mína. Einar H. Arnason Ummerki margvíslegra breyt- inga og jafnvel umbyltinga í at- höfnum, lífsformum og mannfé- lagsháttum síðustu áratuga fyrri aldar, og það sem af er þessari, einkenna hvert eitt byggðarlag lands okkar. Þó hygg ég, að hvergi hafi þessarar mannlífsbyltingar gætt frekar en í Reykjavík og á suðvesturhorni landsins. Mynd- breytingar þær er ég á við, birtast á litríkan hátt í fjölda ólíkustu forma, sem ég ekki get fram talið, í þessum ófullkomnu minningar- orðum um Jóhannes ó. Guð- mundsson látinn. Þó er eitt atriði er ekki getur farið framhjá manni, en það er hin ört vaxandi byggð borgarinnar okkar, Reykjavíkur, hún snertir hvert eitt atriðanna, hvort sem þau eru mörg eða fá. Byggingum fjölgar, þær stækka, götum fjölgar, þær lengjast, heilir bæir þjóta upp. í þessum leik er- um við öll þátttakendur, ýmist í smáum eða stórum hlutverkum. Hvert eitt metum við þessi hlut- verk og störf, eftir eigin sjónar- miði og mati. Frá Eskifirði til Reykjavíkur flyst stór fjölskylda árið 1927. Guðmundur Jóhannesson og Guð- laug Einarsdóttir setjast hér að, með fimm dætrum og einum syni, Jóhannesi Ólafi. Guðmundur var bróðir Alex- anders Jóhannessonar háskóla- rektors. Það er ekki ofmælt að þessi mannvænlegi hópur, sem nemur hér land með foreldrunum, vekur mikla athygli í hinu ört vax- andi nýja byggðarlagi. Guðmund- ur hefur strax störf í viðskiptalífi borgarinnar. Kaupir hann versl- unarfyrirtækið Magnús Th. S. Blöndal, sem starfrækti sælgætis- gerð og kaffibrennslu. Hélt hann starfrækslunni áfram og jók sem tök voru á. Þessum manni kynnt- ist ég allvel nokkrum árum áður en leiðir okkar Jóhannesar lágu saman. Jóhannesar er mér ljúft að minnast þótt ég finni til vanmátt- ar þegar hann á í hlut, því ofsegja vil ég ekkert. Hann mótast hér í Reykjavík og markar sér lífs- brautina eins og svo ungum sveini er mögulegt. Skrifast hann út úr Menntaskólanum í Reykjavík, en heldur námi áfram í viðskipta- fræði við Háskóla íslands og út- skrifast í grein sinni árið 1951. Til Bandaríkjanna fer hann í millitíð- inni og er þar um tveggja ára skeið. Hafði hann þá kynnst ungri stúlku, Þóru Guðjónsdóttur, er verður lífsförunautur hans. Höfðu þau verið gefin saman í hjónaband áður en hann fór út, og dvelst hún hjá honum þar ytra um eins árs skeið. Þóra er dóttir Guðjóns heit- ins Þórðarsonar og Önnu Jóns- dóttur, sem enn er á lífi. Guðjón var þekktur maður hér í Reykja- vík fyrir störf sín í þágu tónlistar- innar. Var hann um skeið formað- ur Lúðrasveitar Reykjavíkur og munu margir minnast hans úr bæjarlífi höfuðstaðarins. Hann féll frá á besta aldri. Jóhannes tekur kornungur við rekstri fyrirtækis föður síns, en hann fellur frá árið 1962. Nú verð- ur hann að gerast höfuð allrar fjölskyldunnar og skyldi enginn haida að það hafi verið auðvelt fyrir svo ungan mann, þótt hann hefði eitthvað kynnst rekstri fyrirtækisins hjá föður sínum, en einnig mun hann hafa haft nokkur kynni af þeim erfiðleikum sem viðskiptalífið hafði uppá að bjóða, ekkert síður þá en gerist í dag. Kannski hefur hann harðnað svo í þeirri baráttu að hann hafi stælst til þess að standast þá holskeflu lífsr'aunar er beið hans. Þá lífs- raun stóðst hann með slíkri prýði og manndómi, að er hann lést var hann hvorki beygður eða brotinn. Hann skilaði fullu starfi til hins síðasta dags. Kynni mín af þeim hjónum, Jó- hannesi og Þóru, fjölskyldulífinu og einlægninni er ríkjandi var þar. Þetta var eins og margt er mætir manni á lífsleiðinni, skemmtilegir tilviljanaþættir er rekjast að sumu leyti til þess að börn okkar fella hugi saman og stofna heimili. Þessir þættir munu geymast mér í fylgsnum hugans til betri tíma. Jóhannes var vel í stakk búinn til þess að mæta misjöfnu sem lífs- gæðum tilheyrir á ófarinni leið, en manni með hans traustu og heið- ariegu skapgerð varð létt að móta hina heppilegustu stefnu með hag- sýni og heiðarleik, orðheldni og öryggi. Það er mikils virði hverju samfélagi að hafa slíka stofna við mótun hins varanlega umhverfis andlega og veraldlega við sköpun sambýlis manna. Börn Jóhannesar og Þóru eru fjögur: Guðmundur verslunar- maður sem giftur er Helgu Jós- epsdóttur, eiga þau þrjú börn, Al- exander kennari, giftur Helgu Hafsteinsdóttur, þau eiga einn dreng. Dæturnar eru tvær: Anna Birna, gift Steingrími Ellingsen, verslunarmanni, eiga þau tvö börn og Guðlaug Ingibjörg, gift Gary Hecker, bankamanni, sem er Bandaríkjamaður, þau hafa ný- lega eignast dreng sem fékk nafn- ið Michael Jóhannes. í tilefni þess fóru afi og amma vestur til Amer- íku til þess að sjá þennan yngsta kvist á ættarmeiðnum, er dauða Jóhannesar bar að, að morgni hins fyrsta dags er þau dvöldu vestra. Með mikilli eftirvæntingu og til- hlökkun höfðu þau farið 1 þessa ferð að líta litla drenginn og for- eldra hans. Það gekk að, en þá var lífi Jóhannesar lokið. Eg verð að geyma með mér áhrif síðustu handtakanna er ég kvaddi Þóru og Jóhannes mánudagskvöldið 15. ág- úst síðastliðinn. Það var innilegt bros og hlý augu er innsigluðu kveðjustundina. Samheldnin og vinátta hefur einkennt heimilið að Melabraut 47, það hygg ég að allir sem hafa kynnst því hafi fundið. Fjölskyld- an og einstaklingar hennar, veit ég að hafa viljað svo sem hægt var að létta byrði húsbóndans, er sjúkleikinn lagðist á herðar hans. Það þarf mikla hreysti og sálar- styrk til þess að bera að sætta sig við það að tapa, þótt ekki sé nema lítill hluti hreyfiaflsins, hvað þá ef stór hluti þess er horfinn. Þarna kemur margt til og þetta marga hafði Jóhannes í svo ríkum mæli, að það nægði til þess að rækja hinar mannlegu skyldur við alla og umhverfi sitt. Hann var gæfu- maður, því hann eignaðist góða og sterka eiginkonu er bar, svo sem hún kunni, þann hluta erfiðleik- anna er henni var mögulegt að axla. Þetta sá maður í viðmóti og samskiptum Þóru Guðjónsdóttur við mann sinn. Svo sem ég þekki til, vildu börnin einnig létta hon- um lífið sem tök voru á. Sem dæmi nefni ég soninn Guðmund, er stóð við hlið föður síns, svo lengi er ég þekki til. Tel ég hann vera lifandi dæmi hinna barnanna og án þess að nefna nokkur nöfn veit ég að margir vina hans eiga svo sann- arlega þakkir skilið fyrir hverjir raunvinir þeir hafa ávallt verið. Ég veit dæmi um það, að þótt Jó- hannes hafi ekki verið margmáll um hluti, sem að honum sneru persónulega, var hugur hans full- ur þakklætis fyrir smátt sem stórt. Þær þakkir taki hver sem þær á, þetta er hans kveðja til hinna mörgu er þekktu hina fá- gætu skaphöfn þessa gæðadrengs. Fram til síðustu stundar fannst mér ég verða að trúa því, að slík skaphöfn hlyti og ætti rétt á því, að sigra hið ósigranlega — gæti verið að við byggjum öll yfir náð- argjöfum, en höfum aldrei haft fyrir því að leita þær uppi? Jó- hannes var hetja, en hann hafði fundið þessa eiginleika með sjálf- um sér, eða svo er hann í minn- ingu minni. Jóhannes var því miður ekki hinn eini sem þessi byrði hefur verið lögð á, þeir eru alltof margir. í nafni þessa vinar míns bið ég þá að lifa í voninni um sigur. Það er aldrei að vita hvað sá dagur heitir sem flytur sigurboðin og síðan lækninguna. Þetta var hans andi og þetta var hans trú. í þessum orðum mínum liggja kveðjur mín- ar og samúðartjáningar til konu hans og fjölskyldu, og allra er trega góðan dreng. Þakka kærum vini samfylgdina. Hafsteinn Guðmundsson Við kynntumst í skóla, á þeim aldri þegar vináttan grundvallast. Þó voru kynni okkar ekki mjög ná- in í Menntaskólanum, enda var Jó- hannes hlédrægur piltur og virtist vera fremur feiminn. Síðan hurf- um við út í annir lífsins og fund- um fækkaði. Jóhannes lærði við- skiptafræði í háskólanum og tók síðan við stjórn á fyrirtæki föður síns, Magnús Th. S. Blöndal hf., fyrst með föðurnum meðan hans naut við, síðan einn um skeið og nú hin síðari ár aftur með aðstoð síns sonar. Liðlega tvítugur kvæntist hann kornungri og fal- legri stúlku, Þóru Guðjónsdóttur, og þau eignuðust fjögur gervileg börn, tvo sonu og tvær dætur. Synirnir bera nöfn afa og afabróð- ur, Guðmundar stórkaupmanns og Alexanders háskólarektors, hins mikla byggingaforkólfs Háskóla íslands. Dæturnar eru Guðlaug Ingibjörg, gift Gary Hecker og Anna Birna, gift Steingrími Ell- ingsen. Við sem vorum útskrifuð úr Menntaskólanum í Reykjavík á svölu sólskinsvori 1943, um fimm tugir ungmenna, við höfum alla stund haldið hópinn fastlega og að jafnaði komið saman ekki sjaldn- ar en einu sinni á ári. Á þeim fundum áttum við Jóhannes sam- an margar góðar stundir. Svo gerðist það fyrir allmörgum árum að hann var sleginn af hræði- legum sjúkdómi sem lamaði hann smám saman og fjötraði loks við hjólastól hin síðari ár. En þá sýndi þessi hægláti og yfirlætis- lausi drengur best hvað í honum bjó. Aldrei heyrðist hann kvarta yfir fötlun sinni og þjáningum, hvað þá að hann mælti æðruorð. Hann stýrði fyrirtæki sínu af óskertum dugnaði allt til hinstu stundar, og alltaf var hann manna glaðastur í góðum hópi. En hann átti líka frábæra eiginkonu sem studdi hann í þrengingunum, og frábæran son sem studdi föður sinn upp þrepin og inn í skrifstof- una á hverjum morgni og heim aftur að kvöldi. Fyrirtæki hans varð tvívegis fyrir tjóni af elds- voða en þá braust Jóhannes í því að útvega sér ný umboð í stað þeirra sem hann missti við brun- ann og kom versluninni til þroska á ný. Ekki mun honum þó hafa verið vanþörf að varpa stöku sinn- um af sér oki starfsins, svo veikur sem hann var; og það sagði hann mér að væru sínar albestu stundir þegar hann fengi að heimsækja Guðlaugu dóttur sína sem búsett er í Baltimore. í Bandaríkjunum. Þangað var hann einmitt nýkom- inn, einu sinni enn, þegar dauða hans bar skyndilega að. Á liðnu vori áttum við 40 ára stúdentsafmæli, og þá var að sjálfsögðu haldinn meiriháttar mannfagnaður. Svo leit út sem Jó- hannes mundi vart geta verið með okkur í það sinn, því að sjúkdóm- urinn hafði þá lagst á hjarta hans. En mikill var fögnuður okkar er hann birtist allt í einu í hjóla- stólnum sínum þegar veislan stóð sem hæst. Þetta kvöld sátum við bekkjarfélagar saman drykklang- ar stundir, rifjuðum upp gamlar minningar og nutum þess að finna hlýja strauma kærleikans fara á milli okkar. Hann var svo barns- lega glaður yfir því að fá einu sinni enn að hitta okkur fornvini sína; en þó er það satt að segja að hann, þessi krossburðarmaður, gaf okkur miklu meira en við gát- um gefið honum. Og svo þegar leið að nóttu kom hans góði tengdas- onur, Steingrímur, og renndi hon- um í stólnum út að bifreið sinni. Ég fylgdi honum til dyra og hann veifaði til mín í kveðjuskyni, hress í bragði og með gleðibros á vör. Þannig hvarf hann mér í hinsta sinni, og þannig man ég hann til minnar hinstu stundar. Þessi fáu og fátæklegu orð flytja kveðjur og þakkir frá okkur öllum bekkjarsystkinum Jóhann- esar. Innilegar samúðarkveðjur til Þóru og barnanna og allra ann- arra ástvina hans. Hann var sann- ur afburðamaður. Hann sýndi hvernig menn geta, þrátt fyrir þunga og langvarandi sjúkdóms- þraut, unnið mikil og þjóðnýt störf og lifað lífinu sjálfum sér og öðr- um til gleði og hamingju, ef lundin er létt og viljinn er einbeittur. Jónas Kristjánsson Hann átti skylt við vorið, og aldrei sá ég lund svo örvan og svo fúsan að bjóða sælustund, því rótin var svo þýð og svo þyrst að vinna dáð, að þerra tár og gleðja og bjóða öðrum Þannig orti Matthías Jochums- son við andlát góðs vinar, og þess- ar Ijóðlínur þjóðskáldsins vil ég gera að mínum, er ég minnist vin- ar míns og félaga Jóhannesar ó. Guðmundssonar, því fáum mönnum hefi ég kynnst á lífsleið- inni sem áttu meira skylt við vorið sem hann. Hann var alla tíð vors- ins drengur — svo ör og svo fús að bjóða öðrum sælustundir. Og þeg- ar hugurinn er látinn reika eru í minningunni aðeins birta, heið- ríkja og hlýja — og minningarnar taka að tala. Er ég og fjölskylda mín fluttum snemma árs 1963 vestur á Sel- tjarnarnes þekktum við þar fáa og færri okkur. Ekki hafði búsetan varað marga mánuði er Jóhannes og fjölskylda hans keyptu og flutti á hæðina fyrir ofan okkur. Víst þekkti ég hann og hans góðu konu lítillega frá mínum drengjaárum, en nú urðu kynnin nánari og meiri, og það segir meira en mörg orð um mannkosti Jóhannesar, að þau 10 ár sem við vorum sambýlis- menn, féll aldrei eina dagstund skuggi á þá vináttu, hvorki þá né síðar. í raun lít ég og mín fjöl- skylda þá það sem mikla Guðsgjöf að hafa fengið að njóta návistar og kynna af fjölskyldu Jóhannesar öll þessi ár — árin sem börnin okkar voru að taka út mestan þroska — árin sem unglingurinn mótast mest. Sú fyrirmynd sem Jóhannes og hans góða kona, Þóra, sýndu með sínu fjölskyldulífi og í uppeldi barnanna þeirra, var okkur sem yngri vorum sem for- eldrar, mikill og góður reynslu- skóli. Þar réði kærleikurinn og hlýjan ríkjum — og þau uppskáru hjónin sem til var sáð — með ein- stöku barnaláni. Meðan allt leikur í lyndi, er létt lífsveginn að ganga. En þegar erf- iðleikar og sjúkdómar sækja að, þá — og fyrst þá — reynir á manninn, — reynir á hvað innra fyrir býr. „Líf er nauðsyn lát þig hvetja, líkstu ei gauði, berstu djarft, — vertu ei sauður heldur hetja." Þannig orti enska skáldið Longfellow á sinni tíð. Og þessi orð um hetjuna má sannarlega færa upp á vin minn Jóhannes. Það þarf mikla hetjulund til að berjast við ólæknandi sjúkdóm í meira en áratug — en gefast aldr- ei upp. Það þarf mikið karlmenni til að sætta sig við þau illu örlög á besta æviskeiði að verða dæmdur ævilangt í hjólastól. Jóhannes vin- ur minn barðist djarft — lét aldrei bilbug á sér finna — vildi ávallt og var alltaf gefandinn — og gaf okkur hinum af sinni léttu lund á hverjum degi öll þessi ár sem bar- áttan stóð. Hann var óumræðilega mikil hetja. En við hlið hans stóð önnur hetja — hún sem gengið hafði lífsgönguna við hlið hans í nærri fjóra tugi ára, eiginkona hans Þóra Guðjónsdóttir. Öll þessi löngu sjúkdómsár sýndi hún ótrú- legt þrek og mikla fórnarlund, og vissulega má segja það sama um börn þeirra öll og tengdabörn. Sjálfur fylkti Jóhannes sér ung- ur maður undir merki þeirra sem trúa á manninn — trúa því að ein- staklingurinn, — fái hann að nota og njóta hæfileika sinna frjáls og óháður geti hann lyft Grettistök- um, trúa því að Guð hjálpi þeim sem hjálpar sér sjálfur. Lífsskoð- anir okkar féllu því í líkan farveg, og hér og nú skulu honum þakkað- ar allar þær unaðsstundir liðinna ára þar sem við á síðkvöldum ræddum þjóðmálin — horfðum til framtíðarinnar — leituðumst við að ráða lífsgátuna — þær stundir hefðu mátt verða miklu fleiri. Og nú er komið að kveðjustund — en aðeins að sinni — því það er bjargföst trú mín að vinir hittist að nýju, að orð Meistarans mikla er hann sagði: „Ég lifi og þér mun- uð lifa“, sé hinn eilífi sannleikur og mikli gleðiboðskapur okkar mannanna barna, og því muni vin- ir að nýju hittast og gleðjast í Valhöll eilífðar hamingju. Verði mínum góða vini hvíldin vær. Magnús Erlendsson Harmur leitaði á hugann er ég frétti, að vinur minn og skólabróð- ir, Jóhannes ólafur Guðmundss- on, væri látinn, en jafnframt rifj- uðust upp ótal minningar liðinna ára, sem allar eru á einn veg, minningar um góðan dreng, ein- lægan og traustan vin um áratuga skeið. Það er því gleði í sorginni, að eiga slíkar endurminningar. Kynni okkar Jóhannesar hófust haustið 1940, við byrjun námsárs í Menntaskólanum í Reykjavík. Tókst brátt góð vinátta með okkur, við lásum saman, skemmt- um okkur saman, áttum sem sagt alltaf samleið hvort sem var við leik eða störf. Jóhannes var að eðl- isfari glaðvær og léttur í lund. Það var því ánægjulegt að vera sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.