Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Grátandi ættingi eins farþegans, sem lést í skotárás Sovétmanna á kóre- önsku farþegaþotuna, kemur inn á fund í Tokyo á fimmtudag, þar sem henni og öörum var greint frá þessum hörmulega atburði. símamynd ap Henry Jackson látinn Washington, 2. september. AP. BANDARÍSKI öldungadeildarþing- maöurinn Henry M. Jackson lést úr hjartaslagi sl. fimmtudag. Jackson lést aðeins fáeinum stundum eftir blaðamannafund sem hann hélt varðandi kóreönsku þotuna sem Sovétmenn skutu niður. Henry Jackson var 71 árs að aldri er hann lést, og var hann alla tíð mesti andstæðingur kommún- Henry M. Jackson, öldungadeildar- þingmaður. isma og einn dyggasti stuðnings- maður þeirrar stefnu að halda uppi sterkum hervörnum Banda- ríkjanna. Jackson var demókrati og sat á þingi í 45 ár, þar af sex kjörtíma- bil í fulltrúadeild þingsins. Hann tapaði aldrei kosningu í sínu heimafylki, Washington, og vann yfirburðasigur í kosningunum í fyrrahaust, þegar hann var endur- kjörinn í sjötta sinn. Jackson gaf tvívegis kost á sér sem forsetaefni demókrata, en tapaði í bæði skipt- in, fyrst fyrir Georg McGovern ár- ið 1972 og síðan fyrir Jimmy Cart- er árið 1976. Á síðasta blaðamannafundin- um, sem Jackson hélt áður en hann lést, fordæmdi hann harð- lega árás Sovétmanna á kór- eönsku farþegaþotuna, og sagði hegðun þeirra vera miskunnar- lausa, en bætti því við að hernað- arlegur mótleikur við árásinni væri ekki skynsamlegur. Jackson var frjálslyndur í inn- anríkismálum, en harður viður- eignar i utanríkismálum. Hann var harður andstæðingur Rússa, og studdi ísraelsmenn. 23 Yitzak Shamir — næsti forsætisráðherra ísraels ÞEGAR þetta er skrifað er ekki Ijóst, hvort Yitzak Shamir verður næsti forsætisráðherra ísraels, en líkur benda til að svo verði, eftir að hann sigraði David Levy, að- stoðarforsætisráðherra í kosning- unni um formann Herut, í stað Begins. Verði Shamir forsætisráð- herra er ekki trúlegt að breytingar verði umtalsverðar á næstunni á harðlínustefnu í innan- sem utan- ríkismálum, enda Shamir stundum sagður öfgafyllri en Begin, einkum hvað snertir afstöðu til landnema- byggða á Vesturbakkanum. En hann fer betur með þvermóðsku sína en Begin og kann vel að stilla skap sitt. Dugnaður og seigla sögð hans aðal. Fortíð hans er litskrúðug nokkuð og er þó margt á huldu um feril þessa litla manns. Hann hefur vinalegt afaútlit, en í for- tíð hans eru leyndarmál „sem hann segir ekki einu sinni sjálf- um sér“ eins og ísraelar segja um hann í spaugi. Shamir er fæddur 1915 í Pól- landi, nam við skóla fyrir gyð- inga og gekk til liðs við síonista- hreyfingu Jabotinsky. Hann hóf laganám í Varsjá, en gaf það upp á bátinn og gerðist innflytjandi til Palestínu tvítugur að aldri. Hann stundaði í fyrstu verka- mannavinnu, en fljótlega tók hann að starfa innan Irgun Zai Leuimi (IZL), neðanjarðarsam- tök sem börðust hatrammlega gegn Bretum og yfirráðum þeirra í Palestínu. Þegar klofn- ingur varð í samtökunum árið 1941 snerist hann á sveif með hópi sem kallaði sig Lehi og átti á næstu árum hlut að mörgum hryðjuverkum og ljótum. Þar með talin bankarán, innbrot og morð. Lehi-samtökin þóttu sýna sérstaka grimmd gagnvart arab- ískum íbúum Palestínu og stóðu að sprengjutilræðum í ýmsum Arababyggðum og létu margir lífið. Bretar lögðu mikið kapp á að koma höndum yfir Shamir, en hann slapp jafnan úr greipum þeirra framan af, enda ekki hár í loftinu, tæplega 152 sm. Shamir mun aldrei hafa tekið þátt í morðum og sprengjutilræðum sjálfur, en átti hvað drýgstan þátt í að skipuleggja þau. Félag- ar hans frá þessum árum lýsa honum svo: „Knár, þótt hann væri smár, gætinn og ihugull. — smávaxinn, seigur og þrjóskur og býr yfir leyndarmálum, sem hann segir ekki sjálf- um sér ... Shamir Vilji hans sterkur, sterkari og dýpri en hæfni hans til að stýra dómgreind sinni." Alræmdasta verk Lehi var morðið á Moyne lávarði og Folk Bernadotte. Morðið á Bernadotte vakti ugg meðal gyðinga sjálfra og ísra- elsku lögreglunni var uppálagt að hafa upp á morðingjanum. En eftir að ísrael varð svo sjálf- stætt ríki gaf Ben Gurion, fyrsti forsætisráðherra þess, öllum fyrrverandi hryðjuverka- mönnum upp sakir. Shamir var þó tvisvar hand- tekinn meðan Bretar fóru með yfirráð í Palestínu, en hann komst undan i bæði skiptin. Hann var um hríð í útlegð í Frakklandi, en eftir áðurnefnda sakaruppgjöf sneri hann heim og settist að í Israel. Hann fékkst þá við viðskipti en var árið 1955 gerður að samstarfsmanni Mossad, ísraelsku leyniþjónust- unnar. Hann var einn helztur áhrifamanna leyniþjónustunnar næstu tíu ár, en ræðir það tíma- bil aldrei. Árið 1970 bauð hann sig fram til Knesset, að áeggjan Begins, en þeir höfðu átt heilmikil sam- skipti á árum áður, þegar þeir börðust gegn Bretum. Hann vakti á sér athygli á þingi fyrir að vera snjall ræðumaður — og hækkar þó ekki röddina né flyt- ur mál sitt með ærslum. Hann hefur sjaldan sézt skipta skapi, en er óhagganlegur og kreddu- fullur í skoðunum. Hann sættir Levy sig mæta vel við gagnrýni af þeirri einföldu ástæðu, að hann telur hana alltaf ósanngjarna. Þegar hann var sakaður um ábyrgðarleysi í fyrrahaust vegna fjöldamorðanna í flóttamanna- búðunum í Beirut og að hafa lát- ið viðvaranir eins og vind um eyru þjóta og þar með ekki stað- ið sig í starfi. Begin tók gagn- rýnina og ásakanirnar sem að honum, Shamir og Aron beind- ust í niðurstöðum nefndarinnar mjög nærri sér, þótt hann reyndi að réttlæta sig. Shamir og Áron létu sér fátt um finnast og virt- ust ekki kippa sér upp við hvað um þá var sagt. Taki Shamir við embætti for- sætisráðherra verður það varla til langs tíma, enda er hann nú nærri sjötugur. Þó að ýmsir hefðu álitið David Levy snjallari kost, og líklegan til að hleypa ögn frískara og öfgaminna and- rúmslofti í ísraelsk stjórnmál, getur verið að þau umskipti hefðu verið of snögg eftir stjórn- artíð Menachem Begins. Svo að kannski er Yitzak Shamir réttur kostur einmitt nú. (Samantekt j.k. byggt á AP og NYT.) í sérf lokki Ford Bronco 1973 V8, 302, beinsk., laglegur jeppi í mjög góðu lagi og með ýmsum aukahlutum. Fíat 125 P 1979 Sérlega snyrtilegur og vel um genginn bíll, ekinn 48.000 þús. km. Plymouth Volaré Premier Station ’80 Fallegur og mjög rúmgóöur bíll, gott ástand, selst með 6 mán. ábyrgö. AUhUÐtk JHYRGÐ lCHRYSLERl SK®DA Opiö 1—5 Skoda 120 GLS 1982 Ekinn 15.000 km. Útiit og ástand gott. Litur: hvítur. Skoda 120 L 1981 Lítiö ekinn bíll í toppstandi og á góöu veröi. í dag JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 ni’r tir nrii?: :i mi TTiTT-.rTlI'ÁU' .Jt j. l-.r H V, W 'WWi MMÍi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.