Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 35 leikin stundum þá duga æðruorð sáralítið. Þessu kalli verðum við að hlýða, hvort sem okkur þykja réttlát eða úr hófi fram ranglát. Við trúum samt að líf okkar sé þeim lögmálum háð að þetta sé vilji þess sem hagsæld okkar hef- ur í hendi sinni. Við komu okkar í þennan heim erum við dæmd til hlýðni við hið æðra vald. Þegar mætur samferðamaður er kvadd- ur þá sest stundum að okkur sorg, en einnig þakklæti fyrir samfylgd. Trú okkar á hið góða sem í fari samferðamannsins býr brynjar okkar og minnir okkur á að lífið er þessu lögmáli háð. Samferðamað- urinn er okkur ógleymanlegur. Með þökk og virðingu vildi ég minnast látins tengdaföður, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Maðurinn, sem taldi sig jafnan litlu hafa áorkað í sínu lífsstarfi, vildi aldrei flíka því sem hann af- rekaði. Umfram allt vildi hann vinna sitt starf af slíkri kostgæfni og drengskap. Samhjálp manna vildi hann efla og styrkja, var manna fyrstur til að rétta fram hjálparhönd, ef hann sá að þess var þörf. Ásgrímur Gunnar Þorgrímsson var fæddur 16. september 1895, að Kóngsbakka í Helgafellssveit. Foreldrar hans voru Soffía Jó- hannesdóttir og Þorgrímur Ólafsson. Ekki kann ég ættir þeirra að rekja, en þau munu eiga ættir sínar í Borgarfirði. Frá Ferjukoti fluttu þau að Kóngs- bakka. Þau höfðu ekki ábúð á jörð- inni Kóngsbakka, en voru þó þar í húsmennsku, sem almennt var títt á þeirra tíma vísu. Þau systkinin voru fjögur, elst var Sesselja, síð- an Ásgrímur, Jóhannes og Anna. Er nú Jóhannes einn eftir á lífi þessara systkina. Sú æska sem ólst upp í byrjun þessarar aldar, hefur frá mörgu að segja, sem nútíma fólki þykja fjarlægar frá- sagnir. Eitt æðsta boðorð þeirrar æsku var að vinna og reyna að verða dugandi máttarstólpi fyrir sitt samfélag. Vinnan var látin ríkja fyrir skólagöngunni, en sá skóli sem lífið gaf því fólki reynd- ist mörgum farsæll, ekki síst hjá þeim sem kunnu að nýta sér það. Þegar Ásgrímur var á tíunda ald- ursári, varð þessi systkinahópur fyrir þeirri sorg, að báðir foreldr- ar þeirra dóu á sama ári. Móðirin dó úr lungnabólgu, en faðirinn drukknaði. Skömmu áður en þetta skeði var fjölskyldan flutt að Staðarbakka. Hvað beið nú þess- ara munaðarlausu barna, það var óráðin gáta, umkomuleysi og ör- birgð var kannski ekki fjarlægur veruleiki. En manndómur, kjarkur og viljastyrkur bjó í þessum mun- aðarlausu börnum, sem gaf þeim þrótt og trú til áframhaldandi starfa. Þótt vitað væri að brautin til fullorðinsára væri þyrnum stráð, og víða vörður á lífsbraut- inni sem varast þurfti. Örlög mun- aðarlausu systkinanna urðu á þann veg, að elsta systirin tók Jó- hannes að sér og vann fyrir sér og honum, þar til Jóhannes fór að geta unnið fyrir sér sjálfur. Yngsta systirin var tekin í fóstur af hjónum í Stykkishólmi, sem gengu henni í foreldrastað. En Ás- grímur fór þess á leit við hjónin á Staöarbakka, að hann fengi að vera þar áfram, lofaði hann þeim því að reyna að vinna þeim það sem hann gæti fyrir uppeldi sinu. Þannig varð þessi hópur sundur- slitinn, vegna þeirra örlaga sem áður er lýst. Langur tími leið þar til þau gætu komið öll saman und- ir sama þaki. Það var ekki fyrr en á sjötíu ára afmælisdegi Ásgríms, 16. september árið 1965. Móðir og faðir var fjarlægt hugtak í hjört- um þeirra, vafalaust hefur þetta sár sett sitt mark á framtíðar- drauma þeirra. Lífið var vinna, en takmarkið að komast klakklaust á þann tind að verða menn, sem gætu dugað sínu samfélagi, en til þess þurfti mikinn kjark og vilja- styrk. Þegar Ásgrímur var átján ára fannst honum að hann væri búinn að vinna fyrir sínu uppeldi og hugði nú til dvalar utan síns æskuheimilis. Þakklátur fyrir þá dvöl sem hann átti á Staðarbakka hjá vandalausu fólki. En vinnu- semi og trúmennska var honum innrætt þar, það væri sú gjöf sem hann skyldi nýta sér á ókominni lífsbraut hvar sem leiðir hans lægju. Lífsstefna hans grundvall- aðist fyrst og fremst á trú á guð, trú á manninn og hæfileika hans og vilja til þess að vera sífellt batnandi. Geta orðið nýtur þegn síns samfélags og geta rækt þær skyldur sem honum bæri sem full- nýtur borgari sinnar þjóðar. Með léttan mal og lítinn verald- arauð, en viljastyrk og áhuga, lá leið hans að Borg í Miklaholts- hreppi, til dvalar hjá Stefáni Guð- mundssyni, hreppstjóra. Réðist hann þar sem vetrarmaður. En dvölin á Borg varð lengri, því að eftir þennan vetur voru örlögin ráðin. Hér hitti hann sinn lífs- förunaut sem síðan varð samferða honum í full fimmtíu ár. Vorið 1916, þann sautjánda júní, voru þau Ásgrímur og Anna Stefáns- dóttir gefin saman í hjónaband af séra Árna Þórarinssyni. Alla tíð frá því hefur Ásgrímur dvalið hér á Borg. Þau hjónin eignuðust sjö börn, þau Soffíu, búsetta í Noregi, Stefán, bónda í Stóru-Þúfu, hann lést árið 1981, öllum harmdauði og einstakur mannkostamaður, ósk, búsett í Garði, Gerðahreppi, Ág- úst, bifreiðastjóri í Reykjavík, Ingu, húsfrú á Borg, Halldór, bónda, Minni-Borg og Karl, bif- reiðastjóra í Reykjavík. Anna, kona Asgríms, dó 24. september 1967, átti hún við að stríða mikla vanheilsu síðustu tuttugu ár æfi sinnar. Anna var mikil mann- kostakona, hún skildi athafnaþrá bónda síns, var honum og börnum sínum einstök eiginkona og móðir, enda bera börnin vitni um mann- dóm og farsælt uppeldi, sem þau hafa hlotið í foreldrahúsum. Þegar Ásgrímur og Anna hófu búskap á Borg, voru þá hér tveir aðrir ábúendur á jörðinni, svo grasnytjar voru þá að miklum hluta fengnar á engjum. Bústofn var því ekki stór fyrstu árin, varð því að sækja vinnu á önnur mið. Ásgrímur fór því oft til vinnu utan heimilis, til að drýgja tekjur og sjá heimili sínu farboða. Ás- grími var gefið óvenjulegt starfs- þrek og viljastyrkur, enda eftir- sóttur til allra starfa, sökum kapps og trúmennsku. Bónda- starfið féll Ásgrími ákaflega vel, hann var mikill fyrirhyggjumaður á öllum sviðum. Hafði brennandi áhuga á öllum þeim nýjungum sem bætt gátu stöðu bóndans, til betri lífsafkomu og létt störfin. Bústofn sinn hirti hann og fóðraði af mikilli nákvæmni, einstaklega þrifinn og hirðusamur um allt sem laut að hirðingu og meðferð fóð- urs. Jörð sína bætti hann veru- lega, bæði í byggingum og ræktun. Hann var svo heppinn að lifa þá umbyltingu í ræktun og öðrum framkvæmdum jarðar sinnar að hann gat látið hluta af eignarjörð til barna sinna og undi glaður á efri árum æfi sinnar að sjá jörð sína nytjaða af börnum sínum og barnabörnum. Hann var mikill náttúruunnandi, ekkert líf fannst honum jafnast á við þegar nótt- laus voraldar veröld var sem heið- ust, kyrrðin svo mikil að ekkert gat truflað í geisla morgunsólar en fuglakvak. Slíkar nætur lifði hann margar, að vísu sumar kald- ar á grenjum í leit að lágfótu, sem stundum grandaði bústofni hans. Óvenju fengsæll var hann oft með byssu um öxl, hvort sem refur eða rjúpa var fyrir sigtinu. Lax- eða silungsveiði var hans uppá- halds tómstundagaman, sem hann lét stundum eftir sér, þótt dagur væri senn á enda runninn, eftir strangan vinnudag. Viljaþróttur og áhugi bar hann hálfa leið, svo vel naut hann þess að sjá sporða- köst og færi sitt renna í vatninu. Undarlega oft bognaði stöngin og færið gefið eftir á veiðihjólinu og spriklandi fiskur á land dreginn. Þegar ég nú lít yfir liðna tíð, eftir rúmlega þrjátíu og fjögurra ára sambúð með mínum kæra tengdaföður, þá er margs að minnast og margt ber að þakka. Ég kem hingað og gerist bóndi við hlið Ásgríms á Borg, eflaust hygg ég að margur hafi spáð að það væri nokkurt vandaverk. Ég var eftirlætisbarn, en kannski ekki mjög óvæginn. Við Ásgrímur skildum hvor annan, ég lærði margt af honum. Nú þegar leiðir okkar skilja um sinn, þá er ég for- sjóninni innilega þakklátur fyrir að hafa eignast Ásgrím á Borg fyrir tengdaföður og vin, sem ætíð var mér sem sannur faðir. Þann 31. mars síðastliðinn veiktist Ás- grímur alvarlega, var hann þá fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi og þar fékk hann frábæra hjúkr- un. Allan þann tíma síðan hefur hann háð sitt dauðastríð, flesta daga þungt haldinn. Maðurinn var einstaklega hraustbyggður og sál- arlega sterkur. Hann kvartaði ekki þó þrautir væru miklar. Hann hafði örugga vissu fyrir því að hverju líf hans stefndi. Hann var sáttur við alla og gott er fyrir slíkan mann heilum vagni heim að aka, eftir frábært dagsverk lið- inna ára. Sveitin hans sem hann unndi heilshugar er nú einum fá- tækari við fráfall hans, en maður kemur í manns stað. Minning um Ásgrím á Borg er öllum kær sem honum kynntust, hann var maður þeirrar gerðar að vilja láta gott af sér leiða. Slíks manns er gott að minnast með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans. Páll Pálsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð ura hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Iðnsýning 83: Hundraðasta Soda Stream-tækið gefið SALAN á Soda Stream-tækjum, sem fyrirtækið Sól hf. er umboðsaðili fyrir, hefur gengið vel. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar 999 Soda Stream-tæki höfðu verið seld, en það hundraðasta var gefið. Á myndinni er fjölskyldan að Prestbakka 9, Reykjavík, Er- lendur Steingrímsson og Guðný Guðmundsdóttir ásamt börnum þeirra, og taka við hundraðasta Soda Stream-tækinu af Árna Ferdinandssyni hjá Sól hf. Þess má geta að fyrirtækið hyggst gefa 150. tækið einnig. Samþykkt Bandalags jafnaóarmanna: Nýsköpun í fjárfestingar- stjórn eina úrlausnin Á fundi sínum 31. ágúst 1983 sam- þykkti þingflokkur Bandalags jafn- aðarmanna eftirfarandi ályktun: „Ennþá hefur ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks ekki lagt fram neinar tillögur til lausn- ar efnahagsvandanum, sem treyst gætu samstöðu þjóðarinnar. Áf- nám samningsréttar, stjórn án þingræðis, verðhækkanir og launaskerðing eru viðbrögð manna, sem skortir hugrekki til að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Viðbrögð þessi leysa ekki neinn vanda og skapa and- stöðu alls þorra fólks, en ekki samstöðu með stjórnvöldum. Nýsköpun í fjárfestingastjórn er eina úrlausnin sem skapað getur tiltrú fólks á vilja þessarar stjórn- ar til að leiða þjóðina frá orðum til athafna." ÞRJAR CÖÐAR FRÉTTIR FRÁSAAB 1l 1 Eigum enn nokkra nýja bíla 2 Höfum til sölu góöa 3 lága veröinu. vel með farna notaða bíla. 3 Opíð frá 104 í dag. ÞESSA DAGANA GERA MARGIR GÓÐ BÍL HJÁ SAAB. AKAUP TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.