Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Spjallað um útvarp og sjónvarp „BerrassaÖir leikendur hlaupa um sviöiö“ - eftir Ólaf Ormsson Viðtal Gunnars E. Kvarans fréttamanns í útvarpi síðastliðið laugardagskvöld, 27. ágúst, við tvo verkstjóra hjá gullskips- mönnum á Skeiðarársandi, var þrungið spennu og eftirvæntingu yfir miklum tíðindum. Verk- stjórarnir voru ósköp hógværir og vildu sem minnst iáta hafa eftir sér, en fréttamaðurinn sagði þannig frá að ljóst var að hann var bæði óþolinmóður og spenntur enda staddur á þeim stað þar sem flakið af hollenska skipinu Het Wapen van Amster- dam ætti að vera djúpt í sandin- um og kannski með verðmæti innanborðs sem nægja til að bæta verulega fjárhag ríkissjóðs um ófyrirsjáanlega framtíð. Þegar þetta er ritað er mikill viðbúnaður hjá gullskips- mönnum og síðustu fréttir herma að þeir séu að komast niður á þilfar skipsins og hafi ekki tíma til að fá sér kaffi og meðlæti. Rjómatertan bíður betri tíma og flugeldasýning í tilefni dagsins eins og vera ber. Leiklistardeild Ríkisútvarps- ins minnist þess að nú í haust eru fimmtíu ár liðin frá fæðingu Jökuls heitins Jakobssonar, rit- höfundar, eins fremsta leikrita- skálds okkar á þessari öld. Fimmtudagskvöldið 25. ágúst var flutt i útvarpi leikrit Jökuls „Afmæli í kirkjugarðinum". Leikstjóri Helgi Skúlason og leikendur Þorsteinn ö. Steph- ensen, Regína Þórðardóttir og Rúrik Haraldsson. Tveir menn, sem báðir heita Jón, eru við störf í kirkjugarði. Þeim kemur frekar illa saman, þræta meðal annars um orðið hugsjón og eru ósam- mála um flesta hluti. Þeir fá ekki að vera í friði með sitt rifr- ildi, fullorðin kona kemur i kirkjugarðinn að vitja um leiði manns síns. Hún segir hann hafa verið félaga í Oddfellow- reglunni, verið hrifinn af blóm- um og sagt að blómin hefðu sál. í þrjátíu ár kom þessi látni heið- ursmaður aldrei of seint til vinnu, nema einu sinni, að sögn konunnar. Hann hafði safnað frímerkjum og átti gott safn og í herbergi hans er allt eins og þeg- ar hann skildi við, brúnu skórnir á sínum stað og þeir svörtu. „Hann hefur þá eícki haft ilsig?“ spurði þá hinn Jón, sá latari. Konan neitaði því og sagðist sakna mannsins óskaplega. Þannig er spjallað um stund í kirkjugarðinum og konan segir til nafns, hún heitir Jósefína. Samtöl og uppbygging verks- ins bera vitni þeirri frábæru tækni sem Jökull hafði yfir að ráða. Þessi stund í kirkjugarðin- um varð svo ljóslifandi að ég sá fyrir mér stað og stund. öll fara þau frábærlega vel með sín hlut- verk, Þorsteinn, Regína og Rúr- ik. Leikritið var áður flutt í út- varpi 1965 og 1966. „Afmæli í kirkjugarðinum" er annað leikritið í flokki útvarps- leikrita eftir Jökul sem útvarpið flytur nú þegar fimmtíu ár eru liðin frá fæðingu hans og ég hlakka til að fá að heyra fleiri útvarpsleikrit Jökuls næstu fimmtudagskvöld, tvö eða þrjú á eftir að flytja. Ögmundur Jónasson frétta- maður, stjórnaði þætti í sjón- varpi föstudagskvöldið 26. ágúst, sem fjallaði um Afganistan. Sýndar voru breskar og banda- rískar fréttamyndir frá styrjöld- inni í landinu. Vikulega koma 150—250 manns á sjúkrahús vegna stríðsins og birtar voru myndir af særðu fólki. Utanrík- isráðherra leppstjórnar Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan, vildi samt ekki viðurkenna að stríð væri í landinu. Maðurinn var ógæfulegur og minnir á ít- alskan mafíuforingja. Addul Assys, fulltrúi and- spyrnuhreyfingarinnar gegn leppstjórninni í Kabúl, sem kom hingað til lands siðastliðið vor, skýrði í þættinum frá hörmung- um afgönsku þjóðarinnar. Fang- elsi eru yfirfull og pyntingar fara vaxandi. Skólafólk er neitt til að nema rykfallnar skræður Marx og Leníns og dómstólar og lögregla vinna dag og nótt undir handleiðslu sovéska innrásar- liðsins. Magnús Torfi Ólafsson og Árni Bergmann sátu fyrir svör- um um ástandið i landinu i dag. Fátt í því spjalli var svo sem minnisstætt og mest fór fyrir endurtekningum á staðreyndum um stríðið. Ritstjóri Þjóðviljans var sérkennilega þögull og hlé- drægur að þessu sinni. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann kveðið fastar að orði. Nína Björk Árnadóttir skáld les þessa dagana í útvarpi þýð- ingu sína á sögunni „Brosið ei- lífa“ eftir Per Lagerkvist. Full- snemmt er að fella nokkurn dóm um þessa sögu, lesturinn er rétt nýlega hafinn en mikill er dap- urleikinn og svartnættið allsráð- andi það sem af er. Sífellt er ver- ið að víkja að dauðanum og brostnum vonum. Þýðing Nínu er greinilega mjög vönduð. Kvikmynd Hugrennings sf., „Rokk í Reykjavik", frá árinu 1981 var á dagskrá sjónvarpsins að loknum kvöldfréttum laugar- daginn 26. ágúst. Búið er að sýna þessa mynd í kvikmyndahúsum borgarinnar af og til siðan hún var frumsýnd og einnig hefur hún verið sýnd úti á landsbyggð- inni. Myndin á svo sem erindi í sjónvarp þar sem hún gefur góða mynd af óvenju mikilli grósku í popptónlist hér á landi hin síðari ár. Fyrstur kom fram á sviðið í myndinni allsherjargoðinn á Draghálsi, Sveinbjörn Beinteins- son, og flutti nokkrar vísur eftir sjálfan sig. Goðinn hefði gjarnan mátt spila undir á gitar á meðan á flutningi stóð. Það hefði gert flutninginn áhrifameiri. Fjöl- margar popphljómsveitir koma fram í myndinni og einnig eru viðtöl við nokkra hljómlistar- menn og sumir þeirra eiga svo erfitt með að tjá sig að ég efast um að þeir geti sagt rétt til nafns. Tónlistin er kraftmikil og fyrir rokkóða æsku er þessi kvik- mynd hvalreki. “39 þrep“ heitir bresk bíómynd frá 1935, gerð af stórsnillingnum Alfred Hitchcock, sem sjónvarp- ið sýndi eftir að rokkhljómsveit- irnar höfðu gert mann hálf heyrnarlausan um stund. Mynd- in er gerð þegar Hitchcock var á besta aldri og ímyndunaraflið afar frjótt. Það er mikil spenna í myndinni frá upphafi til enda. Söguhetjan, sem er miðaldra maður, snyrtilega klæddur, er á ferð í járnbrautarlest og mjög var um sig, þar sem lögreglu- þjónar gera leit í lestinni að njósnara. f útvarpi og blöðum er gefin lýsing á eftirlýstum njósn- ara og margt svipar með honum Jökull Jakobsson og söguhetjunni sem tekur að fara huldu höfði. Hefst brátt mikill eltingarleikur. Maðurinn flýr undan lögreglunni þar sem henni skýtur upp og hann kemst á undraverðan hátt inn í ólíkleg- ustu hús, er hrókur alls fagnaðar meðan lögreglan æðir um með sporhunda í næsta nágrenni. Ekki er ástæða til að rekja sögu- þráð frekar en þar kemur að því að eltingarleikurinn éndar í leikhúsi þar sem fjörugur kabar- ett er á fjölunum og endirinn kemur nokkuð á óvart. Nýr framhaldsmyndaflokkur frá Svíþjóð byrjaði í sjónvarpi síðastliðið sunnudagskvöld klukkan níu. Hann heitir „Amma og himnafaðirinn" og er í fjórum þáttum, gerður eftir skáldsögunni „Farmor och vár Herre" eftir Hjalmar Bergman sem gerist á öldinni sem leið. Kona á áttræðisaldri, sem gust- að hefur af um ævina, lítur yfir farinn veg og rifjar upp fortíðina á eintali við himnaföðurinn. Þátturinn hófst þannig að gamla konan lá uppí rúmi og spjallaði við himnaföðurinn. „Mig langaði að sjá dýrðina sem allir töluðu um.“ Ung kynnist hún ungum manni að nafni Jón- atan, sem býr í snotru einbýlis- húsi. Sjálf er hún alþýðukona. Hann er á svipuðum aldri og hún og er hrifinn af stúlkunni. Hún er í vist hjá Grundholm óðals- bónda, þegar Jónatan biður hennar. Húsbóndinn neitar að sleppa henni og segir fjóra mán- uði eftir að ráðningartíma. Síðar vísar Grundholm henni á dyr. Hann er argur og leiður út í allt og alla. Jónatan er efnaður mað- ur en í lok þessa fyrsta þáttar talar hann þó um að bókhaldið sé í óreiðu og skuldir fari vax- andi. Það hefur engin áhrif á hug stúlkunnar, hún ákveður að taka bónorði Jónatans og þau ganga í hjónaband. í miðri brúð- kaupsveislu um miðnætti, þegar flugeldum er skotið á loft, laum- Nína Björk Árnadóttir ast ungu hjónin úr veislunni. Þannig endar fyrsti þáttur þessa framhaldsmyndaflokks og ég ætla að fylgjast með. Þessi fyrsti þáttur lofar góðu um framhald- ið. Gerður Magnúsdóttir kennari spjallaði um daginn og veginn í útvarpsþætti mánudagskvöldið 29. ágúst. Hún ræddi um veðr- áttuna í sumar og þá trú manna að veðurfar breyttist oft til batnaðar á höfuðdaginn sem var 29. ágúst. Einnig fjallaði hún um dapurleikann í fréttum fjöl- miðla, stöðugar fréttir af hryðjuverkum, morðum og öðr- um ofbeldisverkum. Að lokum minntist hún á skólamál, fram- haldsskólanám og breytingar þar að lútandi og kollsteypuna þegar grunnskólalögin voru sett. Erindið var prýðilega vel samið og áheyrilegt. Danska sjónvarpskvikmyndin „Þursabit", sem sýnd var í sjón- varpi síðastliðið mánudagskvöld, var hörmulega léleg. Erling Jep- sen er höfundur handritsins, sem fjallar um danskt millistétt- arfólk og líferni þess og þar er tilgangsleysið allsráðandi. Ber- rassaðir leikendur hlaupa um sviðið eins og svo oft áður í dönskum sjónvarpsleikritum. Þó svo að það kunni að vera gaman að horfa á slíkt þá er það samt lágmarkskrafa að einhver list- ræn túlkun komi fram í verkinu. Ég kom ekki auga á hana í þessu verki. Þátturinn um Rommel og eyðimerkurhernað hans í Afríku í síðari heimsstyrjöldinni, sem var á dagskrá sjónvarpsins þriðjudaginn 30. ágúst, var ágætur og góð heimild um þenn- an sókndjarfa þýska herfor- ingja. Síðari þátturinn um Rommel er á dagskrá í byrjun september. Undanfarnar helgar hefur sjónvarpið sýnt margar ágætar kvikmyndir, breskar, bandarísk- ar og þýskar og vonandi að framhald verði þar á. Þær heita Petra Aðalheiður Omarsdóttir og Auður Berglind Ómarsdóttir og þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir ferðasjóð íbúanna i Hátúni 12 og söfnuðu alls 380 kr. til sjóðsins. Norður-Noregur: Þerrir í sjö daga í sumar Osló, 2. september. AP. ÞAi) GR ekki aðeins á því isa köldu landi, sem mikið hefur rignt í sumar. Frændur vorir Norðmenn hafa fengið sinn skammt vel útilátinn, þ.e.a.s. þeir, sem búa í Norður-Noregi. „í Norður-Noregi hefur ekki rignt í sjö daga,“ sagði í dagblaðinu Nord- landsposten í Bodö nú fyrir nokkrum dögum. Þá átti blaðið raunar við, að það hefur rignt alla aðra daga i allt sumar, júni, júlí og ágúst. Þetta er votviörasamasta sumar á þessum slóðum, sem sögur kunna frá að greina. Fyrra metið var 1975 en þá var þurrt í 16 daga. I Suður-Noregi hefur hins vegar viðrað á annan veg en þar er sumar- ið það næstþurrasta í manna minn- um. Úrkoman var aðeins 36% af því, sem eðlilegt má teljast, og er það aðeins sumarið 1976, sem var þerri- samara. Þessir krakkar efndu til hlutaveltu við Vesturberg í Breiðholtshverfi fyrir nokkru, til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Krakkarnir heita: Sigurrós Grétarsdóttir, Jónatan Grétarsson og Anna Bjarnadóttir og söfnuðu þau 190 krónum til styrktarfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.