Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 25 Brimnesið sekkur í sæ % „Brimnesið alelda er við komum, en enginn skipverja sjáanlegur“ Rætt við Reyni Benediktsson, skipstjóra á Saxhamri, sem bjargaði skipbrotsmönnum „VIÐ sáum neyðarblys laust eftir klukkan fimm í morgun og vorum þá staddir 14 sjómflur undan Jökli. Brimnesið var alelda þegar við kom- um að bátnum, en enginn skipverja sjáanlegur. I>á var neyðarblysi skotið á loft í vesturátt. Björgunarbát skip- brotsmanna hafði rekið 4 til 5 mflur vestur á bóginn. Allir reyndust skip- verjarnir heilir á húfl en sumir höfðu fengið snert af reykeitrun," sagði Reynir Benediktsson, skipstjóri á Saxhamri frá Rifl, í samtali við blaða- mann Mbl. í gær. „Brimnesið logaði stafna á milli þegar við komum aftur að bátnum — það logaði út úr byrðingnum og leki var kominn að bátnum. Ekki var viðlit að reyna að slökkva eld- inn. Sprengingar kváðu við og greinilegt hvert stefndi. Varðskip kom á staðinn um áttaleytið og hófu varðskipsmenn þegar slökkvistarf en við héldum með skipbrotsmenn til Rifs. Þangað komum við um há- degisbilið," sagði Reynir Bene- diktsson. Reynir Benediktsson, skipstjóri á Saxhamri. Mynd Mbl. Rjörn Guðmundsson. JSRtMNES i, Arnbjörn Helgason og Finnur Magnússon. Mynd Mbi. RAX. lugun og við ndardrátt“ sjónum þeirra. „Við rétt sáum glitta í ljósið á björgunarbátnum og urð- um að giska á hvar opið væri þegar við stukkum frá borði. Sem betur fer hittum við allir á opið. Það er ljóst að vart mátti tæpara standa með björgun okkar — aðeins liðu nokkrar mínútur frá því Stefán ræsti okkur þar til kæfandi reyk- mökkurinn lagðist yfir bátinn. Reykmökkurinn ætlaði okkur lif- andi að kæfa. Mikil mildi er að við skulum hafa verið frammí lúkar, en ekki í káet- um aftur í og eins er það happ hve vel viðraði," sögðu þeir félagar. „Brimnesið logaði stafna á milli og mikil sprenging kvað við þegar við skutum neyðarblysi á loft frá gúmmíbátnum. Við skutum síðar öðru blysi á loft og vorum búnir að vera rúma tvær klukkustundir í björgunarbátnum þegar Saxhamar kom og bjargaði okkur," sögðu þeir félagar að lokum. H.Halls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.