Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 21 Vogel klappaði fyrir Brandt en Schmidt tók í nefið. Willy Brandt í ræðustól á sérstöku fiokks- þingi sósíaldemókrata um varnarmál í Köln. Helmut Schmidt dansar við Betty Ford. Á eyjunni Guadeloupe í janúar 1979. Willy Brandt, formaður sósíaldemókrata, ávarpaði friðarhreyfinguna í Bonn í október. heldur áfjáður í að koma sem flestum vopnum fyrir í V-Evrópu. Schmidt gerði fundarmönnum ljóst að samþykki flokksins frá Berlínarfundinum gilti um báða þætti „tvíþáttaákvörðunar" Atl- antshafsbandalagsins en hann gat ekki komið í veg fyrir skoðana- skipti meirihluta flokkssystkina sinna. Schmidt missti öll tök á flokkn- um þegar hann hætti sem kanslari og Helmut Kohl og kristilegir demókratar tóku við stjórn af sósíaldemókrötum. Hans-Jochen Vogel, kanslaraefni flokksins í kosningunum í mars 1983, lagði höfuðáherslu á fækkun meðal- drægra eldflauga í Evrópu í kosn- ingabaráttunni en sagði fátt um nauðsyn eldflauga Atlantshafs- bandalagsins ef Sovétmenn sam- þykktu ekki að fækka verulega fjölda SS 20 eldflauganna. Og Willy Brandt, formaður flokksins og fv. kanslari, veigraði sér ekki við að ávarpa friðarhreyfinguna á miklum útifundi í Bonn í október. Þar sagði forveri og flokksbróðir Schmidts: „Voldugir menn hafa fengið þá flugu í höfuðið að það sé mikilvægara að koma Pershing II fyrir en koma SS 20 i burtu ... Við getum ekki sagt já við því, við því verðum við að segja nei.“ Schmidt: „Skoðun mín er óbreytt“ Schmidt var fyrsti ræðumaður flokksþingsins í Köln 19. nóvem- ber. Salurinn var þéttsetinn klukkan 9 að morgni. Fulltrúun- um, sem voru um 400 talsins, hafði verið sagt að sýna Schmidt kurt- eisi og hluta á ræðuna án frammí- kalla, að því er sagt er. Ræðan var löng og skýrt fram sett. Nokkrum sinnum var klappað inni í henni miðri en annars var henni heldur fálega tekið í samanburði við ræð- ur Vogels og Brandts. Fundar- stjóri þakkaði Schmidt fyrir ræð- una að henni lokinni en minnti á að meirihluti fundarmanna væri á öndverðum meiði við hann. „Ég styð „tvíþáttaákvörðunina" frá því í desember 1979 enn í dag þótt ég geri mér grein fyrir van- rækslu beggja stórveldanna," sagði Schmidt í ræðu sinni. „Ég styð hana ekki af því að ég er sagður „upphafsmaður hennar" eða „faðir“, ekki aðeins af því að ég hafði áhrif á órjúfanlegt sam- band beggja þáttanna, heldur vegna þess að ég tel hana enn áhrifamikið tæki til að leiðrétta ójafnvægið í kjarnorkuvopnaforða evrópska hernaðarsvæðisins með takmörkun og síðan ákveðinni fækkun vopnanna." Schmidt gagnrýndi Sovétmenn fyrir að margfalda SS 20 eldflaug- ar sínar á síðustu árum. „Rússar geta ekki skilið að ofsóknaræði þeirra, öryggisæði þeirra, tilraun- ir þeirra til að ná algjöru öryggi, auka sífellt óöryggiskennd okkar Evrópubúa, Bandaríkjamanna, Japana, Kínverja o.s.frv. ... Þeir hafa reynt að Vesturlandaþjóðir standa ekki ávallt saman þegar þrýstingi er beytt. Þeir vonast til að geta skilið Bandaríkjamenn og v-evrópsku bandalagsþjóðirnar sálrænt og pólitískt að eða att þeim saman." Schmidt gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir að vinna ekki nægilega náið með Evrópu- mönnum og upplýsa þá ekki um þróun í samningaviðræðunum. Hann gagnrýndi báðar þjóðirnar fyrir að fallast ekki á „skógar- göngu samkomulag" samninga- mannanna Paul Nitze og Yuli Kwizinski síðan í júní 1982. Þeir féllust þá á að Sovétmenn skyldu fækka SS 20 eldflaugunum úr um 300 niður í 75 gegn því að Atl- antshafsbandalagið kæmi engum Pershing II eldflaugum fyrir í V-Þýskalandi eða annars staðar í V-Evrópu og aðeins 75 stýri- flugpöllum. Sovétmenn neituðu samkomulaginu strax og það var borið undir þá. Schmidt gagnrýndi Bandaríkjamenn fyrir að bera samkomulagið ekki undir banda- menn sína áður en þeir neituðu því. „Höfuðástæðan fyrir því að við verðum að koma eldflaugunum fyrir nú,“ sagði Schmidt, „er sú, að V-Þjóðverjar verða að standa við orð sín ... Önnur ástæða er sú, að pólitískt jafnvægi gæti ekki hald- ist ef Sovétríkin kæmust upp með einhliða og ástæðulausa vopna- fjölgun. Aivarlegir erfiðleikar inn- an Atlantshafsbandalagsins yrðu þá óumflýjanlegir." Schmidt sagði að hann hitti oft útlendinga sem hefðu áhyggjur af því hvert V-Þýskaland stefndi. Hann vitnaði í hundrað ára gam- alt kvæði eftir Heinrich Heine þar sem að segir að landið tilheyri Frökkum og Rússum, hafið til- heyri Bretum en Þjóðverjar hafi drauma og loftið. Hann benti ungu fólki á að vera raunsætt og ganga ekki með höfuðið í skýjunum. Ferðast um og flytur fyrirlestra Helmut Schmidt hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Hann tók til máls á sambandsþinginu í umræðunum um eldflaugarnar. Það var hans fyrsta ræða þar síðan hann sagði af sér sem kanslari og sósíaldemó- kratar hættu í stjórn. Hann tók fram á flokksþinginu að enginn innan- eða utanaðkomandi gæti hrakið sig úr flokki Sósíaldemó- krata en ólíklegt er að hann vinni mikið fyrir flokkinn úr þessu. Alfred Dregger, formaður þing- flokks kristilegra demókrata, sagði í umræðunum í þinginu, að hann hefði lesið ræðu Schmidts á flokksþinginu mjög gaumgæfilega og sagði hana einkar góða. „Það væri óskandi," sagði Dregger, „að Schmidt hefði eytt meiri tíma undanfarið í að tala við flokks- systkini sín um varnarmál og ferðast minna erlendis." Schmidt er 64 ára og við góða heilsu þrátt fyrir hjartauppskurð sem hann gekkst undir fyrir nokkrum árum. Hann var kanslari V-Þýskalands í 9 ár og varnar- mála- og fjármálaráðherra fyrir það. Hann þekkir því þjóðarleið- toga og frammámenn um allan heim og er sjálfur vel kunnur fyrir greind, gott útlit og merkilegheit. Siðan hann lét af kanslarastörfum hefur hann heimsótt Eanes í Portúgal, Pertini á Ítalíu, Nakas- oni í Japan, Honecker í Austur- -Þýskalandi, Thatcher á Bret- landi, Mitterand í Frakklandi og svo mætti lengi telja, en Reagan hefur ekki boðið honum til sín. Hann hefur hlotið heiðursnafnbót frá háskólanum í Hamborg, þá þrjár heiðursdoktorsgráður og er heiðursborgari bæði í Bonn og Bremerhaven. Hann ferðast mikið um Bandaríkin, flytur fyrirlestra og hittir kunningja eins og Schults utanríkisráðherra og Kissinger. Hann fær 20.000 doll- ara fyrir flesta fyrirlestra sem hann flytur og þiggur auk þess há eftirlaun frá ríkinu. Öfund og reiði þjá marga flokksbræður hans og mörgum þykir hann ekki haga sér sem sannur sósíaldemókrati. Hann hefur stórar skrifstofur í þinginu en starfslið hans annast flest störf hans þar. Schmidt hafði hug á að skrifa bækur byggðar á reynslu sinni þegar hann hætti stjórnar- störfum en aðeins einn kafli hefur verið skrifaður fram til þessa. Hann hefur skrifað ritgerðir ásamt öðrum fyrrverandi þjóðar- leiðtogum um viss málefni og sent núverandi leiðtogum. Orðum hans hefur verið veitt mjög takmörkuð athygli, nema þegar hann hélt skoðun sinni í varnarmálum og varð í algjörum minnihluta í eigin flokki. ab.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.