Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 t Móðir okkar, GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Suöurgötu 55, Hafnarfirði, lóst á Borgarsjúkrahúsinu að morgni 2. des. Þorbjörg Ólafsdóttir, Gunnar Ólafsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI JÓNSSON, kaupmaöur, Lálandi 19, lést í Landspítalanum 1. desember. Sigurlaug Jónsdóttir og börn. t MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Reykjahlíö 12, Raykjavík, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. desember. Fyrir hönd vandamanna, Elísabeth Vilhjálmsson og börn hins látna. t Sonur minn og bróöir okkar, EINAR BJARNI JÚLÍUSSON, Lækjargötu 1, Hafnarfiröi, sem andaðist 23. nóvember, veröur jarösunginn frá Hafnarfjarö- arkirkju þriöjudaginn 6. desember kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuö en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guörún Einarsdóttir, Sjöfn Júlíusdóttir, Dagrún E. Júlíusdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SVAVAR GÍSLASON, bífreiöastjóri, Skipasundi 62, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. des- ember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeöin en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Rauöa kross islands eöa aörar líknarstofnanir. Gísli Svavarsson, Guölaug Bjarnadóttir, Ólöf Svavarsdóttir, Viöar Bjarnason, Millý Svavarsdóttir, Ríkharð Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Konan mín og móöir okkar, GUÐRUN HINRIKSDÓTTIR, Sunnubraut 35, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. desember kl. 15.00 Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Jónas Runólfsson, Hinrik Jónasson, Kristín Jónasdóttir, Hulda Jónasdóttir. t Maöurinn minn, stjúpfaöir, tengdafaöir, bróöir og mágur okkar, GUOJÓN GUDMUNDSSON, Míklubraut 16, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 6. desember kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag islands. Pauline Sigrún L. Kvaran, Ævar R. Kvaran, Örlygur Kvaran, Silja Kvaran, Guörún Stewart, Inga Guömundsdóttir, Bryngeír Guómundsson, Siguröur Þ. Guömundsson, Ólafur Kr. Ólafsson, Karlsdóttir, Rainhardt Á. Reinhardtsson, Þóra Kvaran, Hanna Helgadóttir, Digby Collins, Jamie Stewart, Halldór Pétursson, Guölaug Löve, Minna Christensen. Guðrún Hinriks- dóttir — Minning Fædd 19. september 1936 Dáin 25. nóvember 1983 Ó, horfðu hærra, vinur! Guðs hönd þig áfram ber. Ef hjarta af harmi stynur, guðs hjarta viðkvæmt er. Ef ólán að þér dynur, guðs auga til þín sér. Ef jarðnesk höll þín hrynur, guðs himnar opnast þér. Jóh. úr Kötlum. Aðfaranótt 25. nóvember sl. andaðist i Landspítalanum æsku- vinkona mín Guðrún Hinriksdótt- ir af völdum „vágestsins", sem læknavísindin standa enn ráð- þrota frammi fyrir. Baráttan við sjúkdóminn varð ekki löng, en ströng var hún og harðneskjuleg. Spurningar leita á hugann. Hvers vegna hún, hrifin burt úr þessum heimi frá öllum, sem henni þykir vænst um. Hver er til- gangurinn? Því getur sá einn svarað, sem öllu ræður á himni og jörðu. Minningar leita á hugann. Þær þyrpast að, skipulagslausar í einni hringiðu. Fyrstu kynni okkar Gunnu, vinkonu minnar og jafnöldru, og byrjun að æfilangri vináttu, eru frá bernskuárum okkar. Hún kom- in í heimsókn til Reykjavíkur, langt að, frá fjarlægu landshorni. Lítil stúlka, með glóbjarta hrokkna lokka, himinblá augu, glettið bros og talaði „öðruvfsi' ís- lensku, en ég hafði áður heyrt, en sem mér var sagt að væri kjarn- gott íslenskt mál, kallað norð- lenska. t Jarðarför bróöur míns, JÓNS KRISTINS JÓHANNESSONAR frá Skóleyjum, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. desember nk. kl. 10.30 fyrir hádegi. Jarösett veröur í Gufunesi. Fyrir hönd systkinanna, Ingveldur Jóhannesdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og útför MARGRÉTAR ANDRÉSDÓTTUR, Grýtubakka 14. Sigríóur Árnadóttir, Helga Guömundsdóttir, Erna Guómundsdóttir, Guömunda Guómundsdóttir og aörir vandamenn. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur, dóttur og ömmu, ERLU H. GÍSLADÓTTUR. Sérstakar þakkir sendar starfsfólki deildar 11B Landspítalans. Magnea Guömundsdóttir, Kjartan Ólalsson, Gísli Arason og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim er vottuöu okkur samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför eiginmanns mins og fööur, ÞÓRHALLS KARLSSONAR, flugstjóra, Rauöahjalla 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum viö færa öllum aöilum er tóku þátt í og unnu aö leit og björgun, einnig starfsmönnum Landhelgisgæslunn- ar ásamt eiginkonum þeirra og félögum í Félagi isl. atvinnuflug- manna fyrir ómetanlega hjálp og stuðning. Aöalheióur Ingvadóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir, Elías Þórhallsson, Hrafnhildur Þórhallsdóttir. t Hugheilar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, VALDIMARS SIGURÐSSONAR, Hringbraut 52, Hafnarfiröi, og heiöruöu minningu hans. Sérstakar þakkir eru færöar læknum og öllu starfsfólki hjartadeildar Landspítalnas í gegnum árin. Guös blessun fylgi ykkur öllum. Ásdís Þóróardóttir, Þóröur Valdimarsson, Svanhildur isleifsdóttir, Sigríöur Valdimarsdóttir, Gunnar Gíslason, Ragna Valdimarsdóttir, Eðvald Karl Eövalds og barnabörn. Þakkarkort veröa ekki send en andviröi gefiö líknarstofnunum. Guðrún fæddist i Flatey á Skjálfanda 19. september 1936, eldri dóttir hjónanna Laufeyjar Bæringsdóttur og Hinriks Sveinssonar. Þar ólst hún upp fyrstu æviár sín og var ekki há í loftinu, er hún fékk að fylgjast með föður sínum að störfum hans við sjóinn, en Hinrik var með út- gerð þessi ár í Flatey. Oft minntist hún á þennan tíma í Flatey, þaðan sem hún átti margar ljúfar minn- ingar með elskulegum foreldrum og yngri systur, Margréti. Foreldrar hennar fluttust til Reykjavíkur með dætur sínar árið 1949. Næstum daglegar samgöng- ur voru milli heimila okkar, þar sem mæður okkar voru mágkonur og vinkonur. Við fylgdumst að við leik og störf og eru æskuárin björt og skemmtileg í minningunni. Nokkrar telpur úr Norðurmýrinni mynduðu sterk vináttubönd, fylgdust að í gagnfræðaskóla, þar sem fleiri stúlkur tóku þátt í að mynda þann hóp, sem haldið hefir vináttu fram á þennan dag, og átt margar góðar stundir saman. Að loknu gagnfræðaprófi vann Guðrún við skrifstofustörf hjá Kristjáni G. Gíslasyni hf., síðan við verslunarstörf í verslun Mar- teins Einarssonar í nokkur ár. Um það leyti útskrifaðist hún sem snyrtisérfræðingur og vann um tíma sem „sminkari" hjá Þjóð- leikhúsinu. Hún hafði brennandi áhuga á að starfa sem snyrtisér- fræðingur, en gat lítið sinnt því áhugamáli sínu, þar sem nú hófst sá áfangi í lífi hennar sem hún gaf allan tíma sinn óskiptan. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Jónasi Runólfssyni, framreiðslumanni, 21. ágúst árið 1960 og eignuðust þau þrjú efnileg börn: Hinrik, fæddur 24. nóvem- ber 1960, stúdent; Kristín, fædd 20. júní 1965, nemandi í Mennta- skóla Kópavogs, og Hulda fædd 12. desember 1972, enn í barnaskóla. Guðrún og Jónas voru ákaflega samhent hjón, sem byggðu sér og börnum sínum yndislegt heimili að Sunnubraut 35, Kópavogi. Hún var eiginmanni sínum elskuleg eiginkona og börnum sínum sönn móðir, sem taldi það stærsta hlut- verk sitt í lífinu, að hlynna að þeim og vinna að þroska þeirra. Foreldrar Guðrúnar, Laufey og Hinrik, bjuggu að Granaskjóli 5 hér í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu og Margréti, fædd 3. janúar 1944, en hún er gift Ágústi Guðmundssyni, landmæl- ingamanni, og eru þau búsett í Reykjavík. Hún á tvö börn: Lauf- ey, fædd 1964, og Svanur, fæddur 1967. Laufey átti einn son frá fyrra hjónabandi, Ólaf Ólafsson, járnsmið. Hann býr í Hafnarfirði og er giftur Dagbjörtu Guðjóns- dóttur. Eiga þau fimm börn. Lauf- ey lést 14. febrúar 1979 en Hinrik 26. desember 1982. Guðrún og Margrét voru for- eldrum sínum góðar dætur og um- hyggjusamar og sýndu þeim í verki þakklæti sitt, þegar þau þurftu mest á að halda. Guðrún var lagleg kona, stillt, og látlaus í framkomu en glöð og kát á góðra vina fundi, trygglynd og góð vinkona. Hún var mikil hannyrðakona og hafði gaman af blómarækt. Veikindum sínum tók hún með æðruleysi, ákveðin í að berjast til þrautar. Hún stóð ekki ein í þeirri baráttu, eiginmaðurinn og einka-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.