Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON A kjördag er hinn almenni þjóðfélagsþegn sA stóri, sem línurnar leggur. Stjórnarráð og Alþingi eru í bakgrunni hans. En landsmenn eru misstórir í áhrifum á skipan Alþingis. Áfangaleiðrétting er komin hálfa leið í höfn. Hvenær verða frumvörp um framhaldið lögð fram? Það á aldrei að geyma það til morguns sem hsgt er að gera í dag. Það er ekki eftir sem af er. Ný kosningalög — breytt stjórnarskrá: Hvað dvelur frumvörp um „jöfnun“ kosningaréttar? Flokksformaður tekur sveitarstjóra í karphúsið Tveggja frum- varpa vant Fólk á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmum, var og er langþreytt á því að vera „fjórðapartsatkvæði" í áhrifum á skipan Alþingis — í samanburði við vægi atkvæða í fámennustu kjördæmunum. Þetta fólk fékk áfangaleiðréttingu, eða rökstudda von um hana, er Al- þingi samþykkti „frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Is- lands" 14 marz sl. Þessi leiðrétting er þó enn sem reykur af réttum. Tvennt þar/ til að gera hana gildandi. Hið fyrra er að nýtt þing samþyUci fyrr- greint frumvarp tii stjórn- skipunarlaga öðru sinni. Það sið- ara er að Alþingi samþykki frum- varp til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis, til sam- ræmis við ráðgerða stjórnskipan. Hvorugt þessara frumvarpa hefur enn verið lagt fram á Alþingi því er nú situr. Þingflokkar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stóðu að því stjórnskipunarfrumvarpi sem Al- þingi samþykkti undir hækkandi sól á sl. vori. Það verður því að ætla að þingvilji sé fyrir því að koma málinu heilu i höfn. Annað væri virðingu þingflokkanna ekki sæmandi. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, mun væntanlega flytja frumvarpið. Það mætti gjarnan gerast áður en þingmenn halda í jólafrí. Hér verður ekki farið út í efnis- atriði frumvarpsins svo vel sem það var tíundað í fjölmiðlum þá samþykkt var. Hins má til fróð- leiks og gamans geta, sem fram kom í greinargerð með því, að miðað við tölu kjósenda í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum 1982, hefði skipting þingmanna á kjördæmi orðið þessi: Reykjavík 18 þingsæti, Reykjanes 11, Vestur- land 5, Vestfirðir 5, Norðurland vestra 5, Norðurland eystra 7, Austurland 5 og Suðurland 6. Þetta eru samtals 62 þingmenn. 63. þingsætinu er síðan úthlutað eftir á, skv. sérstökum reglum. Frumvarp þetta vísar þrisvar sinnum til nánari ákvæða i kosn- ingalögum. í greinargerð með frumvarpinu eru síðan „drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis", sem ætla verður að vísi veginn um framhaldið. Gera verður ráð fyrir því að formenn þeirra flokka, er að stjórnskipunarfrumvarpinu stóðu, flytji hið nýja kosninga- lagafrumvarp, hugsanlega ásamt forystumönnum nýrra þingflokka. Heyrzt hefur að þetta frumvarp komi fram í þeirri viku, sem nú er að hefjast, eða alveg á næstunni. Þessi tvö frumvörp, sem horfa í réttlætisátt, mættu fylgjast að. Þau yrðu lýðræðisleg jólagjöf frá þingi til þjóðar. Það á ekki að geyma það til morguns, sem hægt er að gera í dag. Það er ekki eftir sem af er. Þingmenn kljást um tekjur sveitarfélaga 1984 Málefni sveitarfélaga eru ekki „daglegt brauð“ á Alþingi. En eng- in er regla án undantekninga. Jó- hanna Sigurðardóttir, þingmaður Alþýðuflokks, beindi nýlega fyrir- spurnum til Alexanders Stefáns- sonar, ráðherra sveitarstjórnar- mála, varðandi útsvör og fast- eignagjöld. Þessir vóru helztu efnispunktar í máli hennar: • 1) Forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar upplýsti á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga að tekjur þeirra, útsvör og fasteignagjöld muni hækka verulega 1984 um- fram verðbreytingar útgjalda 1983—1984 sem og áætlaðar al- mennar launahækkanir næsta árs. • 2) Þetta þýðir þyngri skattbyrði einstaklinga í útsvörum og fast- eignagjöldum, en ríkisstjórnin stefnir í orði kveðnu að lægri sköttum. • 3) Hver er afstaða félagsmála- ráðherra til heimildar um sér- stakt álag á útsvarsstofn 1984? Hyggst ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekjustofnum sveitar- félaga verði haldið innan þess ramma, að skattbyrði heimilanna í landinu aukizt ekki? Helztu efnispunktar í svari fé- lagsmálaráðherra vóru þessir: • 1) Útgjöld sveitarfélaga hafa hækkað verulega umfram tekjur næstliðin ár með þeim afleiðing- um að sveitarfélögin hafa orðið að draga mjög úr nauðsyniegum framkvæmdum, m.a. félagslegum, og skuldastaða þeirra versnað verulega. • 2) Það er á stefnuskrá núver- andi ríkisstjórnar að efla sjálf- stæði sveitarfélaga og auka á dreifingu valds í þjóðfélaginu með þvi að færa verkefni og tekjur til þeirra. • 3) Hver álagsumsókn á út- svarsstofn 1984 verður skoðuð sér- staklega og ekki leyfð nema fjár- * * Nafnasamkeppni SAA: Á sjötta þúsund til- lögur hafa borizt Ragnbeiður og Sigrfður með hluta af tillögunum sem borizt hafa í nafnasam- keppnina. Að minnsta kosti þrír aðilar hafa nú á einu ári snúið sér til alþjóðar og beðið um aðstoð við að finna nafn. Fyrst á flugvélar, þá á tímarit, og nú stendur yfir sam- keppni um nafn á nýja sjúkrastöð fyrir vímuefnasjúklinga. Samkeppni um nýyrði er ekki óþekkt. Óformleg samskot hug- mynda um heiti yfir nýja hluti eða hugtök má telja algenga og vin- sæla íþrótt hér á landi. Orðið „kjörbúð" hun hafa náð vinsæld- um eftir slíka umræðu, nýlegra dæmi er „skutbíll" og fleira mætti nefna. Ein formleg samkeppni er minnisstæð, en þá var öllum gef- inn kostur á að finna samheiti yfir sveitir og þéttbýlisstaði. Orðið „byggð" varð ofaná í þeirri keppni og er síðan notað af ýmsum, þegar rætt er um sveitarfélögin í heild, talað t.d. um byggðakosningar. Um sérnöfn gildir öðru máli. Yf- irleitt hefur sérfræðingum verið falið að annast nafngiftir á opin- berum stöðum svo sem götum, torgum og skemmtigörðum. Reykvíkingar hafa verið heppnir að eiga aðgang að frumlegum nafnasmiðum eins og Sigurði Nordal, Guðmundi Finnbogasyni, Páli Líndal og Þórhalli Vilmund- arsyni. Þó hafa menn ekki verið sammála um allar nafngiftir á vegum borgarinnar, t.d. þótti mörgum óþarfi að skíra Klambra- túnið upp og nefna Miklatún. Það er ekki algengt að húsum í þéttbýli séu gefin nöfn eftir að reglustikuskipulag og númera- kerfi er komið á. Þó eru þess dæmi af nokkrum eldri húsum, að eig- andinn hafi gefið þeim nafn af tií- finningalegum ástæðum. Einna fyrstur mun hafa verið Páll Stef- ánsson kaupmaður frá Þverá í Laxárdal, sem lét hús sitt við Laufásveg heita eftir fæðingar- jörð sinni. Nokkrar stofnanir hafa farið þá leið að gefa byggingum sínum nafn. Hrafnista, Sólvangur, Grund, Ás, nöfnin minna vist- menn þeirra á sveitina og sjóinn. Þegar elliheimilum sleppir er þetta þó ekki algengt, nema nafnið hafi verið fyrir á staðnum: Land- akot, Kleppur, Kristnes. Nú hefur SÁÁ ákveðið að gefa sjúkrastöð- inni nýju við Grafarvoginn nafn. Ragnheiður Guðnadóttir er ritari stjórnar samtakanna og formaður dómnefndar. Hún segir: — Gamla sjúkrastöðin hefur nafn, sem gefur stofnuninni mannlegan svip. Silungapollur er fallegt nafn og margir munu sakna þess og gamla vinalega hússins sem ber það. Endurhæfingarheimilin Sogn og Staðarfell hafa líka svipmikil nöfn, sem gefa þeim „karakter".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.