Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 15 listrænum. Það er betra að vera Stuðmaður en að vera á ríkis- styrk. Enda er ég ekki viss um að það væri vel séð að sex fullfrískir karlmenn lægju uppá ríkinu með tóman glennuskap. Það er víst sagt um okkur stundum að við séum bara tónlistarlegar mellur. Öllu má nú nafn gefa. Tökum bara aðra verslun, það er enginn eðlismunur þar á. Ragnar í Smára framleiddi smjörlíki og setti peningana í kúnst. Við framleiðum líka kúnst. Rokk og ról er listform okkar kynslóðar. Blessaður vertu, ég vil ekki sjá að gera neitt annað í dag en að vera Stuðmaður. Þetta er miklu meira en bara rokk hjá okkur. Lífið er meira en bara hrossabjúgu." Finnst þér gaman að vera fræg- ur? „Það er nú dagamunur á frægðinni, skal ég segja þér. Og sannast sagna er ég feginn að vera ekki mjög þekkt andlit — ég er bara þannig í framan — eftir að hafa komist í gegnum fyrsta hégómakastið. Það er nefnilega tvíbent að vera frægur. Það er til dæmis athyglisvert að ganga í gegnum miðbæinn með honum Agli Ólafssyni. Það brakar svo svakalega í hálsliðum þegar við förum framhjá, að það er stund- um eins og hurðalamir í drauga- legum bíómyndum ..." Gengilbeina kom að í þessum svifum og ávarpaði Valgeir: „Er- uð þið nokkuð á hvítum sendi- ferðabíl hérna fyrir utan?“ Hann varð forviða á svip eitt augnablik, svo kom glettnislegur glampi í augun: „Nei, því miður. Ekki núna.“ Gengilbeinan sneri sér annað en Valgeir að blm.: „Sjáðu, ekki er ég nú frægari en þetta hér. Það hefði aldrei hvarflað að þessari konu að spyrja hana Bryndísi Schram hvort hún væri á hvítum sendiferðabíl!" Hvernig gengur að samræma fjölskyldulíf og stuðmennsku? „Svona og svona. Auðvitað bitnar þetta á fjölskyldunum, fjarverurnar og næturvinnan. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað veldur þessari áráttu að vilja stöðugt vera að fara upp á svið og standa í sviðsljósinu. Ékki eru það peningarnir, svo mikið get ég sagt þér, því þetta er í hæsta máta ótrygg atvinna. Þetta hlýt- ur bara að vera svona gaman ... og ég get ekki farið fram á meira en að finnast vinnan vera það skemmtilegasta, sem ég get hugsað mér.“ skemmtikraftar. Hefur þú reynt að skilgreina Stuðmenn? „Ég held að Stuðmenn verði ekkert skilgreindir nema með því að setja bandstrik á milli orðanna „stuð“ og „menn“. Annars er ég ekkert viss um að það sé ástæða til að skilgreina þá. Jakob Magnús- son sagði einhverntíma að Stuð- menn væru skemmtikraftar í orðsins fyllstu merkingu, það beinlínis geislaði af þeim skemmtikrafturinn. Ég held að það sé mikið til í því.“ Það er með Illuga Jökulsson, skrásetjara Stuðmannabókarinn- ar, eins og fleiri blaðamenn, þeim fer illa að sitja hinum megin við borðið og svara kollegum sínum. Hann játaði enda, að sér þætti staðan vond. En um hvað vildi hann þá tala sjálfur? „Æ, ég veit það svo sem ekki. Stuðmenn tala fyrir sig sjálfir og bókin fyrir sig. En ég ætti kannski að nota tækifærið, fyrst það gefst, og koma á framfæri einni sagn- fræðilegri leiðréttingu. í kaflan- um um Ásgeir Óskarsson, tromm- ara, er vikið að því að á Rifsberja- árunum hafi hann hlustað mikið á hljómsveitina Black Sabbath. Ásgeir þvertekur fyrir að hafa hlustað á Black Sabbath og unir illa að liggja undir grun um slíkt. Á þessum árum hlustaði hann á Led Zeppelin, sem að sjálfsögðu er allt annar hlutur." Flugeldasala VALS í Valsheimilinu að Hlíðarenda Valsmenn! Kaupiö flugeldana hjá okkur. Fjölskyldupokar meö afslætti. o Aöeins vióurkenndar vörur. Knatt,pymudeíld Va„ reglulega af ölmm fjöldanum! HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ÍSLANDS happ í hálfa öld VINNINGASKRÁ 9 @ 9 - 207 - 2.682 - 21.735 - 109.908 - 1.000.000 200.000 100.000 20.000 4.000 2.500 9.000.000 1.800.000 20.700.000 53.640.000 86.940.000 274.770.000 134.550 450 aukav. 15.000 446.850.000 6.750.000 135.000 453.600.000 I Happdrætti Háskóla íslands eru dregnir út samtals 135.000 vinningar. Allir þessir vinningar eru greiddir út í beinhörðum peningum, sem hver vinningshafi getur ráðstafað að eigin vild: í húsa- kaup, hnattferð, hest eða hraðbát - allt eftir því hver ósk þín er. Og enginn er skatturinn. K^omdu við hjá umboðsmanninum og kannaðu möguleikana. ] öad sfgtr þfr engtnn L L \ |y uIjVJIIV Jrij^V 1j1 iVJllii i HVAÐ ÞU ATT AÐ GERA VIÐ VINNINGINN, IAFNVEL EKKI SKATTURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.