Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 23 Aðstæður til slökkvistarfs í Austurbrún voru mjög erfiðar. 10 ára drengur lést í eldsvoða í háhýsi TÍU ÁRA gamall drengur, Högni E. Tryggvason, til heimilis að Austur- brún 4 í Reykjavík, lést þegar eldur kom upp í íbúð á 11. hæð hússins. Slökkviliðinu í Reykjavík barst til- kynning um að reyk legði út frá hús- inu klukkan 6.32 að morgni aðfanga- dags. Mikill eldur var í íbúð á 11. hæð þegar slökkviliðið kom á vett- vang og aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar. Sambýlismaður móður drengs- ins vaknaði upp við að mikill reyk- ur og eldur var í íbúðinni og tókst honum að koma móðurinni út við illan leik, en komst ekki aftur inn í íbúðina vegna mikils elds, reyks og hita í íbúðinni. Slökkviliðsmenn komust heldur ekki inn í íbúðina strax vegna mikils elds og hita og var þegar hafist handa við að reyna að ráða niðurlögum eldsins svo reykkafar- ar kæmust inn í herbergi þar sem drengurinn var. Það tókst nokkru seinna, en drengurinn var látinn þegar komið var með hann í sjúkrahús. Slökkvistarf tók um eina klukkustund. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni, stiga- gangur fylltist af reyk og hita- skemmdir urðu á stigagangi. Verður Kotmúli sumardval- arstaður fyrir þroskahefta? Hver keppandi hafði sjö mín- útna umhugsunartíma á hverja skák og stóð mótið frá kl. 14 til kl. 20. Adolf Björnsson setti mótið, en er því var lokið veitti Albert Guðmundsson keppend- um vegleg verðlaun, sem eru með þeim beztu í heimi fyrir hraðskákmót. Þá afhenti Albert Gunnari Gunnarssyni, forseta Skáksambands íslands, styrk bankans til sambandsins. FYRR í vetur eignaðist ríkis- sjóður allar eignir á jörðinni Kotmúla í Fljótshlíð í maka- skiptum viö Fíladelfíusöfnuö- inn fyrir skóla Ásu Jónsdótt- ur í BreiÖholti. Fíladelfíu- söfnuðurinn hafði áður rekið heimili fyrir börn í Kotmúla, einkum börn sem áttu ekki í önnur hús að venda, og átt allar eignir á jörðinni, en jörðin sjálf var í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, og landbún- aðarráðherra, Jón Helgason, féllust á þessa málaleitan og fóru skiptin fram í október. Að sögn Sam Daniel Glad hjá Fíladelfíusöfnuðinum, hafði Kotmúli staðið auður sl. tvo vetur. „Það hefur dregið mikið úr þörfinni fyrir slíkt heimili undanfarin ár,“ sagði Sam, „og við töldum ekki stætt á því að hafa svo stórt húsnæði autt yfir vetrartímann og ákváðum því að leggja niður starfsemina í þessari mynd.“ Sagði Sam, að skóli Ásu Jónsdóttur í Breiðholti nýttist söfnuðinum með ýmsu móti, en þó fyrst og fremst sem sam- komuhús og skóli. Flutti söfn- uðurinn inn fyrir rúmum mán- uði. Um framtíð Kotmúla er það að segja, að Albert Guð- mundsson og Jón Helgason viðruðu þá hugmynd við Magn- ús Kristinsson, formann Fé- lags þorskaheftra, og Eggert Jóhannsson, formann Þroska- hjálpar og jafnframt fram- kvæmdastjóra svæðisstjórnar Suðurlands, að Kotmúli yrði í framtíðinni nýttur í þágu þroskaheftra, t.d. sem sumar- búðir. „Kotmúli hentar mjög vel til þeirra nota," sagði Albert Guð- mundsson, „allar innréttingar eru þegar til staðar og senni- lega þyrfti litlu að breyta. Við ræddum þessi mál fyrir rúm- um mánuði, en engin ákvörðun hefur verið tekin enn.“ Magnús Kristinsson sagði, að sér litist vel á þá hugmynd að Kotmúli yrði sumardvalar- staður fyrir þroskahefta. „Við fögnum þessu frumkvæði ráð- herranna," sagði Magnús, „en Jóhann og Helgi efstir á Útvegsbankamótinu ÞRIÐJA Útvegsbankaskákmótið fór fram á annan jóladag, en það er nú orðin hefð að bankinn gangist fyrir hraðskákmóti á milli jóla og nýárs. Að vanda voru nærri allir okkar sterkustu skákmenn meðal þátttakenda og keppnin var geysilega hörð og spennandi, allt fram í síðustu umferð áttu þrír skákmenn möguleika á efsta sæti og margir komu til greina í verðlaunasætin fímm. Að lokum stóðu þeir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson uppi sem sigurvegarar. Þeir hlutu 16 vinninga af 19 mögulegum, sem verður að teljast afar gott vinningshlutfall í svo sterku móti. Þeir Helgi og Jóhann byrjuðu Róbert Harðarson, sem stóð báðir illa, en náðu síðan frábær- sig mjög vel á Haustmóti TR um um lokaspretti. Eftir að hafa hlotið 3'/2 vinning úr sex fyrstu skákunum hlaut Helgi 12% v. úr 13 síðustu og Jóhann fékk 14 v. úr 15 síðustu umferðunum. Frið- rik Ólafsson byrjaði einnig illa og voru mjög mislagðar hendur á mótinu öllu. Strax er það var hálfnað átti hann sáralitla möguleika á að blanda sér í bar- áttuna um efsta sætið. daginn, tók forystuna í upphafi og leiddi mótið eftir níu umferð- ir. En þá skyndilega missti hann dampinn, tapaði mörgum skák- um í röð og endaði að lokum rétt yfir miðju. Þá tók Jóhann við forystunni, en tapaði fyrir Mar- geiri Péturssyni í næstsíðustu umferð og þá náði Helgi að brúa bilið. Endanleg röð keppendanna 20 varð þessi: 1.—2. Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson 16. v, af 19 mögulegum. 3. Jón L. Árnason 15 v. 4. Margeir Pétursson 12% v. 5.-7. Friðrik Ólafsson, Bragi Kristjánsson og Dan Hansson 12 v. 8. Elvar Guðmundsson 11 v. 9,—10. Karl Þorsteins og Rób- ert Harðarson 10 v. 11. Sævar Bjarnason 9% v. 12. Ingvar Ásmundsson 8% v. 13.—15. Jónas Þorvaldsson, Benedikt Jónsson og Áskell Örn Kárason 7 Jóhann Hjartarson, t.v., teflir við Jón L. Árnason. Mótið gekk mjög hratt og al- gjörlega snurðulaust fyrir sig, enda vanir skákstjórar við stjórnvölinn, þeir ólafur Ás- grímsson og Ólafur H. Ólafsson. Bflageymslan við Arnarhól: Er ekki á vegum Seðlabankans — segir Stefán Þórarinsson, rekstrarstjóri Seðlabankans STEFÁN Þórarinsson, rekstrar- stjóri Seðlabanka íslands, hafði samband við Morgunblaðið vegna frétta um hina nýju bflageymslu Reykjavíkurborgar við Kalkofns- veg. Sagði hann það misskilning sem gætti mjög í fjölmiðlum, að bfl- ageymslan væri á vegum bankans, auk þess sem hún væri ekki í kjalla nýbyggingar Seðlabankans eins og oft hefur verið haldið fram. „Samkvæmt samningi milli Seðlabankans og borgarinnar frá 11. júní 1981 tók bankinn að sér að reisa bílageymslu Reykjavík- urborgar á lóðinni Kalkofnsvegui 3, samhliða byggingu bankans á lóðinni við Kalkofnsveg númer 1. Bílageymslan er því ekki undir bankabyggingunni, heldur verður settur jarðvegur ofan á þak geymslunnar, sem þannig verður hluti af Arnarhóli," sagði Stefán Þórarinsson. „Samkvæmt samningi aðila átti framkvæmdum að ljúka í janúarlok 1984, en í samráði við Reykjavíkurborg var lagt kapp á að geta tekið geymsluna í notkun um miðjan desember fyrir jóla- umferðina. Það tókst og var bíla- geymslan formlega afhent Reykjavíkurborg 15. desember sl. og sér borgin að sjálfsögðu um allan rekstur bílageymslunnar frá þeim tíma,“ sagði Stefán Þór- arinsson, rekstrarstjóri Seðla- bankans að endingu. Jónas Þorvaldsson, t.v., og Helgi Ólafsson tefla. Ólafur Ásgrímsson, skákstjóri, stendur fyrir aftan Helga. Ljósm. Eik. v. 16. Ásgeir Þór Árnason 6% v. 17. Magnús Sólmundarson 5% v. 18.—19. Jóhann Þórir Jónsson og Gunnar Gunnars- son 5 v. 20. Leifur Jósteinsson 2% v. það er ýmislegt sem þarf að huga að áður en ákvörðun er endanlega tekin. Ef hefja á rekstur á staðnum þarf til dæmis að ræða málin við þá deild í félagsmálaráðuneytinu sem fer með málefni þroska- heftra og skipuleggja rekstr- arformið. En það er ótvírætt að húsnæðið hentar vel og von- andi verður af þessu." Slökkviliósmenn fara inn f húsið med reykköfunartæki. Mornunhi.dw júiíus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.