Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 28. DESEMBER 1983 - Minning: Kristján Fr. Jónsson og Jón Kristjánsson { daK verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Kristjáns Fr. Jónssonar launagjaldkera hjá Flugleiðum. Það er jafnan svo þegar samferðamenn á besta skeiði falla skyndilega frá, að spurningin mikla um tilgang þess- arar jarðvistar, líf og dauða gerist áleitin. Þegar Kristján féll frá átti hann tvo daga í 48 ára afmælið. Með öðrum orðum maður á besta aldri. Kristján Fr. Jónsson fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna M, r- grétar Guðmundsdóttur og Jóns Kristjánssonar. Hann stundaði nám í Verzlunarskóla fslands, en gerðist að loknu prófi þaðan bankastarfsmaður um tíma. Kristján starfaði síðan um skeið hjá Samábyrgð íslands. f ársbyrj- un 1965 réðst hann til Flugfélags Íslands/Flugleiða og hóf störf í starfsmannadeild félagsins. Við sem fyrir vorum vissum flestir deili á Kristjáni. Vissum að hann var tónlistarmaður öðrum þræði. Góð kynni tókust með nýja starfs- manninum og þeim sem eldri voru í starfinu. Þau góðu kynni efldust eftir því sem árin liðu. Kristján var einstaklega dag- farsprúður maður. Hann virtist nokkuð seintekinn við fyrstu sýn og alvarlegur. Svo var þó ekki þeg- ar betur var að gáð, því hér var á ferðinni ungur maður, bráð- skemmtilegur, sem sagði vel frá og hafði kímnigáfuna i lagi. Stuttu eftir að Kristján kom í okkar hóp kynntumst við líka konunni hans, Sigríði Sigurðardóttur — þau gift- ust 3. júní 1961 — og litlu dætrun- um tveim, Sigrúnu Unu og Mar- gréti. Það fór ekki milli mála að Kristján var mikill fjölskyldu- maður. Hann var heill og óskiptur í hverju máli. Enda þótt Kristján Fr. Jónsson hefði hljómlistina ekki að aðalat- vinnu starfaði hann í mörg ár sem hljómlistarmaður öðrum þræði. Hann lærði snemma á trompet. Aðalkennari hans var Páll Pamp- ichler Pálsson. Hann lék í mörgum danshljómsveitum og í Lúðrasveit Reykjavíkur starfaði hann ötul- lega frá því árið 1956. Kristján lék þannig á trompet að unun var á að hlýða. Vafalaust hefði hann náð langt í þeirri listgrein hefði hann helgað tón- listinni starfskrafta sína alla. Stuttu eftir sameiningu flugfé- laganna og stofnun Flugleiða var Kristjáni falið starf Iaunagjald- kera hjá félaginu. Það er mikið starf og vandasamt. Samningar við starfshópa margslungnir og þar sem á annað þúsund manns þurfa að fá greidd laun reglulega og ekki má neinu skeika liggur í augum uppi hvert vandastarf hér er um að ræða. Auk þess að vera vandasamt og nákvæmt er starfið mjög yfirgripsmikið. í þessari stöðu sýndi Kristján Fr. Jónsson og sannaði hver hæfileikamaður hann var, nakvæmur, töiuglöggur og samviskusamur. Yfirmaður hans sagði: „Út á starf hans var aldrei hægt að setja. Þar var allt eins og best varð á kosið." Góðir eðliskostir samfara ljúfmannlegri framkomu öfluðu Kristjáni vinsælda jafnt meðal samstarfsmanna og annarra. Við hjá Flugleiðum söknum vin- ar í stað. Dýpst er þó sorgin og eftirsjáin hjá fjölskyldu hans, eig- inkonu, dætrum, barnabörnum og móður. Öllum þeim sendi ég dýpstu samúðarkveðjur. Sveinn Sæmundsson Okkur starfsfélögum Kristjáns var mikið brugðið þegar við frétt- um að morgni þriðjudags fyrir fjórum vikum, að vinur okkar hefði veikst skyndilega og væri kominn á sjúkrahús. Daginn áður var hann hress og kátur og lék við hvern sinn fingur. f lok vinnudags sátum við lengur og hann sagði mér frá framtíðar- áætlunum sínum og fjölskyldu sinnar. Hann var fulíur bjartsýni og tilhlökkunar. Hver hefði trúað að við sæjumst ekki að morgni. Það er erfitt að skilja og þurfa að sætta sig við að góður drengur á besta aldri skuli vera frá okkur kvaddur. Eftir að Kristján lauk námi frá Verzlunarskóla fslands, starfaði hann um nokkurra ára skeið hjá Landsbanka fslands og seinna hjá Samábyrgð fslands. I ársbyrjun 1965 hóf hann starf í starfs- mannahaldi hjá Flugfélagi fs- lands. Við sameiningu Flugfélags fslands og Loftleiða og stofnun Flugleiða var honum falið starf launagjaldkera og gegndi hann því til dauðadags. Starf launagjaldkera er vanda- samt og krefst eftirtektar og ná- kvæmni. Þar þýddi ekki að vinna eftir klukkunni heldur að ljúka nauðsynlegum verkefnum á rétt- um tíma. Samviskusemi Kristjáns naut sín vel í starfi og hann mátti ekki vamm sitt vita. Það var oft unnið undir miklu vinnuálagi en allt gekk vel með samhentu átaki. í starfi sínu fjallaði hann um margs konar trúnaðarmál. En það þurfti ekki að brýna fyrir honum nauðsyn þagmælsku og trúnaðar. Það var líka oft kátt í kaffinu að loknu góðu dagsverki. Kristján hafði næmt auga fyrir broslegum hliðum hins daglega lífs. Við sam- starfsfélagarnir nutum oft góðs af þessum eiginleikum. Á góðri stundu var hann hrókur alls fagn- aðar. Við starfsfélagarnir heyrðum oft á Kristjáni að hann var mikill fjölskyldumaður. Hjá henni vildi hann eyða sem flestum stundum. Hann naut þess mjög að fara með fjölskylduna í ferðalög innanlands sem utan. Eiginkona hans, Sigríður Sig- urðardóttir, hefur ætíð staðið traust við hlið eiginmanns síns. Mikið hefur á hana verið lagt á undanförnum vikum og hún hefur staðið sig eins og hetja. Fallegt heimili þeirra ber snyrtimennsku, hlýju og alúð merki. þau eignuðust tvær dætur, Sigrúnu Unu og Margréti. Dóttursonurinn, alnafni Kristjáns, fjögurra ára gamall, var augasteinn afa síns. Kristján ljómaði þegar hann minntist á hann. Barnsleg einlægni snertir okkur alltaf. Eg minnist þess er við Kristján áttum leið um Skúla- götuna í byrjun Vetrar í snarvit- iausu veðri. Dóttursonurinn var með og hann benti út á hafið og sagði: „Sko afi, sjáðu hvað öldurn- ar hoppa.“ Við samstarfsfélagar Kristjáns þökkum fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast honum, starfa með honum og njóta saman ánægjulegra stunda. Á jólum, þegar þessar línur eru ritaðar, bárust þau tíðindi, að fað- ir Kristjáns hefði andast á að- fangadag. Mikið er á fjölskylduna lagt. Við sendum eiginkonu Krist- jáns, dætrum, dóttursyni og móð- or hans okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Már Gunnarsson Þá er ég kom til náms haustið 1956 hér í Reykjavík, þekkti ég engan utan nokkurra ættingja. Vini og kunningja átti ég hér enga, en fljótlega rættist þó úr. Nokkrum mánuðum síðar hafði ég kynnst Stjána, eins og hann var alltaf kallaður. Það bar þannig til að við kynntumst ungum stúlkum, sem voru æskuvinkonur, en síðar urðu þær eiginkonur okkar. Er ekki að orðlengja þar um, þetta varð upphaf að langri og tryggri vináttu milli okkar, sem nú er svo snögglega á enda. Kristján Friðrik Jónsson var fæddur 17. des. 1935, af dugnaðarforeldrum kominn, þeim Margréti Guðmundsdóttur og Jóni Kristjánssyni. Hann var efstur fimm systkina. Sleit hann barnsskónum að mestu á Vestur- götunni og einnig urðu unglings- árin þar, þó um tíma á Þorfinns- götunni, en um 1955 er fjölskyldan komin á Bústaðaveginn og þar á hann heima uns hann stofnar sitt eigið heimili. Snemma hóf hann að vinna fyrir sér, eins og gerðist á þeirri tíð. Bar út blöð, reyndi við sjóinn, fór í smiðju og í verslun. Átti það best við hann og fór hann í Verslunarskólann og lauk versl- unarprófi vorið 1958. Að því loknu fer hann að vinna hjá Landsbank- anum í Austurstræti, svo hjá Samábyrgð fslands og síðan hjá Flugfélagi fslands og seinna Flugleiðum til dauðadags, um það bil 19 ár. Stjáni hafði næmt mús- íkeyra og hóf barnungur að leika á harmoniku og síðan á trompet. Hann gekk í Lúðrasveit Reykja- víkur um 1955 og var þar virkur félagi alla tíð og seinustu árin sem gjaldkeri sveitarinnar. Einnig lék hann í ýmsum danshljómsveitum, við leiksýningar í Þjóðleikhúsinu og við upptökur á hljómplötur. Hinn 3. júní 1961 steig Kristján stórt gæfuspor er hann kvæntist hinni mætustu konu Sigríði Sig- uröardóttur og hófu þau búskap sinn í hinu myndarlega húsi tengdaforeldra hans að Hávalla- götu 7. Þar var allt gjört af smekkvísi og alúð af beggja hálfu og þar áttum við hjónin með þeim margar ánægjustundir, því aðeins var vík á milli vina. Þar fæddust líka dæturnar tvær. Fyrst Sigrún Una 1962 og Margrét tveim árum síðar. Sigrún Una hefur stofnað eigið heimili með Jóni Val Smára- syni og eiga þau einn dreng. Er sá alnafni afa síns, sem við nú kveð- jum. Margrét er enn í foreldra- húsum. Árið 1967 flytjast þau í Hraunbæ 178 og var þar ekki tjaldað til einnar nætur, því þar hafa þau búið síðan. Þar var einn- ig stutt á milli okkar og oft labbað hvor til annars og ýmislegt skraf- að og skeggrætt. Einnig áttum við saman margar ógleymanlegar stundir á ferðum utanlands og innan og í sumarbústaðnum okkar í Grímsnesinu. Við kveðjum þennan dagfars- prúða og stillta dreng, sem svo skyndilega og fyrirvaralaust er á burt kallaður. Það er nánast sem óvænt og óbærilegt slys hafi hent. Megi almættið styrkja hans ást- vini og vandamenn í þeirra stóru sorg. Skúli Guðbrandsson Þóra Björg Guðmundsdóttir Mig langar að minnast fáum orðum góðs vinar og félaga sem kallaður var á braut langt fyrir aldur fram 15. desember sl., eftir stutta en harða baráttu. Kristján Friðrik Jónsson hét hann fullu nafni, fæddur hér í borg 17. desember 1935 og vantaði því tvo daga til að ná 48 ára aldri er hann lést. Kristján var sonur hjónanna Margrétar Guðmunds- dóttur og Jóns Kristjánssonar, sem bæði eru ættuð af Vestfjörð- um. Hann frá Bolungarvík en hún var fædd í Tröð í Súðavík. Jón og Margrét hófu búskap hér í Reykjavík og bjuggu á Vesturgötu 21 fyrstu árin og þar fæddist Kristján, elstur fimm systkina. Seinna fluttu þau svo á Þorfinns- götu og þaðan að Réttarholtsvegi 61 þar sem bú þeirra stóð lengst. Jón Kristjánsson stundaði sjó á togurum lengst af sinni starfsævi en síðustu árin vann hann hjá Eimskipafélagi íslands. Þrátt fyrir harða lífsbaráttu tókst þess- um góðu foreldrum að skapa börn- um sínum það atlæti í uppvextin- um sem þurfti til að gera þau öll að heilsteyptum og traustum ein- staklingum sem vegnað hefur vel í lífsbaráttunni. Fyrir þetta vega- nesti eru þau líka þakklát, það mátti vel marka af ummælum Kristjáns, og hann bar mikla um- hyggju fyrir foreldrum sínum eft- ir að aldurinn fór að færast yfir þau. Það var því mikill harmur kveð- inn að þessari samheldnu fjöl- skyldu þegar Kristján lést. En meira skyldi á þau lagt. Jón Kristjánsson, faðir hans andaðist að morgni aðfangadags sl., 83 ára gamall. Við slíkar fregn- ir verður manni tregt tungu að hræra og finnst að orð séu lítils megnug. Aðeins að Margréti, börnum hennar, Sigríði og öðrum nákomnum veitist sá styrkur sem þarf. Uppeldi Kristjáns var með þeim hætti að þeir sem þekktu hann vel vissu gjörla að til þess mátti rekja marga hans bestu eiginleika og lífsviðhorf. Svo mun um tónlist- aráhuga. Margrét móðir hans hef- ur mikið yndi af tónlist og hún hefur áreiðanlega hvatt hann til dáða á þeim vettvangi. Tónlistin heillaði hann ungan og tónlistin var hans áhugamál alla ævi og hann sinnti þessu áhugamáli sínu fram til hinstu stundar. Hann lærði á harmóniku fyrsta hljóðfæra eins og margir jafnaldrar hans, en hornahljóm- urinn tók hug hans fanginn og trompet var hans hljóðfæri öll hans fullorðinsár. Hann nam trompetleik hjá Páli Pampichler Pálssyni og undir hans leiðsögn hóf hann að leika með Lúðrasveit Reykjavíkur árið 1956. Þarna í Hljómskálanum lágu leiðir okkar Kristjáns saman tveimur árum síðar. Og okkur var sannarlega ekki í kot vísað, því í Hljómskálanum léku á þessum ár- um allir bestu blásarar þessa lands og hinir sem voru að feta sín fyrstu spor og áttu eftir að gera garðinn frægan fengu þarna í senn harðan skóla og mikla upp- örvun. Og félagsskapurinn var slíkur í Lúðrasveit Reykjavíkur að fæstir þeirra sem við hana náðu að binda tryggð hafa rofið þá tryggð að fullu síðan. Kristján reyndist einn okkar allra besti félagi. Hann starfaði óslitið með sveitinni frá því fyrsta og allt til dauðadags eða í 27 ár. Og á þessu árabili tók hann þátt í öllum meiriháttar verkefnum sveitarinnar innan lands og utan. Auk þess starfaði hann mikið að félagsmálum sveitarinnar og hafði setið í stjórn hennar sem gjaldkeri óslitið í átta ár er hann lést. Hans er því sárt saknað og mik- ið skarð er fyrir skildi er hann er á braut. En þakklæti fyrir störf hans og tryggð við Lúðrasveit Reykjavíkur er okkur efst í huga. Kristján náði góðum þroska sem tónlistarmaður. Hann hafði gott vald á hljóðfæri sínu og mat hans á eiginleikum þess var bæði persónulegt og fastmótað. Smekk- ur hans var óbrigðull og hann ætl- aði sér aldrei um of. Hann hafði næmt tóneyra og tónn hans var hreinn, breiður og mjúkur. Leikur hans var í góðu samræmi við lífshlaup hans allt, vandaður og sannur. Hann var ekki einn af þeim sem sífellt eru að leita að hinum eina sanna tóni, heldur var honum umhugað um að hver ein- asti tónn sem frá honum færi væri sannur og hreinn. En Kristján þekkti takmörk sín og vissi vel hvers krafist er af þeim sem vill ná fullkomnun í hljóðfæraleik. Þar var um það að ræða að gefa sig óskiptan að list- inni. Og eflaust hefur einhvern- tíma hvarflað að honum að gera þ'að. Einn ágætur listamaður sagði eitt sinn við mig að til þess að maður gæti gert einhverja list- grein að ævistarfi, helgað sig henni óskiptur og talist listamað- ur mætti sá hinn sami ekki geta hugsaö sér neitt annað ævistarf en þessa listgrein. Ekki veit ég hvað- an þessi kenning er komin né hvort hún er yfirleitt umhugsun- arverð. En sé eitthvert sann- leikskorn í henni megum við ef- laust þakka þeirri staðreynd fyrir margan góðan listamann, sem brennt hefur allar brýr að baki til þess að helga sig köllun sinni og síðar gefið okkur hinum hlutdeild í afrakstrinum. En þessi kenning segir okkur líka að oft förum við einhvers á mis þegar um ágæta hæfileika er að ræða, en menn finna þær skyld- ur sínar þyngri á metaskálunum sem öðru skal gjalda en listagyðj- unni. Ég held að Kristján Jónsson hafi verið einn af þessum mönnum. Enginn sem með honum hefur leikið efast um að honum hefði látið vel að gera tónlist að ævistarfi. En það var bara margt annað í lífinu sem heillaði hann og krafðist krafta hans og atorku. Hann valdi sér ungur starf við verslun og viðskipti. Nam til þess starfs svo sem aðstæður leyfðu og helgaði sig þeim störfum alla sína starfsævi. Hann skipti aðeins tvisvar um vinnustað, í þessu sem öðru var hann staðfastur og trygg- ur. Þessi störf hentuðu honum vel og í þeim nutu sin vel miklir mannkostir hans, enda lagði hann metnað sinn í að bregðast aldrei þeim skyldum sem honum voru á herðar lagðar. En hann hélt trúnaði við tón- listina eigi að síður með ágætum árangri. Til hans var alla tíð leitað um hin margvíslegustu verkefni fyrir utan starfið við Lúðrasveit Reykjavíkur. Hann lék oft með Sinfóníuhljómsveit fslands, lék við plötuupptökur og mikið með ýmsum danshljómsveitum. öll þessi störf leysti hann af hendi óaðfinnanlega og af mikilli sam- viskusemi. Kristján stundaði alla algenga vinnu á unglingsárum sínum, eins og títt er, m.a. hafnarvinnu og sjó- mennsku. En hugur hans stefndi að verslunarstörfum. Hann settist í Verslunarskóla fslands og tók þaðan verslunarpróf. Meðan hann var enn í skóla starfaði hann í Tóbaksversluninni London, sem eins og allir vita er í hjarta bæjar- ins við Austurstræti. Landsbank- inn er handan götunnar. Á þessum árum var þessi verslun enn tób- aksverslun af gamalli hefð og nærveran við bankana og aðrar stofnanir og fyrirtæki miðbæjar- ins gerðu hana að vinsælum við- komustað verslunar- og banka- manna. Þarna var Kristján kom- inn að þeirri slagæð viðskipta- og athafnalífsins sem hann átti eftir að vera í nánum tengslum við alla sína starfsævi. Eftir verslunarprófið hóf hann störf í Landsbankanum hinum meg- in við Austurstræti. Þar starfaði hann í nokkur ár, en þó ekki til frambúðar, því árið 1961 hóf hann störf hjá Samábyrgð fslands á fiski- skipum, hjá Páli Sigurðssyni, svila sínum, sem kvæntur er Júlíönu, systur Sigríðar konu Kristjáns. Ekki er að efa að samstarfið hefur verið með miklum ágætum, því mér er kunnugt um að með þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.