Morgunblaðið - 28.12.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.12.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 31 svilum hefur ætíð og fram til þessa dags verið góð vinátta. En árið 1964 bauðst Kristjáni starf við starfsmannahald Flugfé- lags íslands, sem þá hafði skrif- stofur sínar í Bændahöllinni við Hagatorg. Starfið var ábyrgðar- starf við launaútreikninga og launagreiðslur og krafðist stöð- ugrar árvekni og samviskusemi. Hann naut þess að takast á við þessi verkefni og ávann sér strax fyllsta traust yfirboðara sinna jafnt sem starfsmanna félagsins. Við sameiningu flugfélaganna ár- ið 1973 var honum svo falið að annast þessi mál fyrir hið nýja fé- lag, Flugleiðir, og jókst starfið þá enn að umfangi. Við þessi um- skipti flutti Kristján skrifstofu sína á Reykjavíkurflugvöll og þá hefst sá kafli í starfsævi hans, sem enn var ólokið er hann lést, og er ekki að efa að samstarfs- mönnum hans þar þyki sárt að sjá svo góðum dreng kippt burt af vettvangi starfsins fyrirvaralaust. Og þann hug bar hann til þess fé- lags að ætla mætti að það hefði notið krafta hans lengi enn ef hon- um hefði orðið lengri lífdaga auð- ið. Kristjáni féllu þessi störf ákaf- lega vel. I flugmálunum var mikið að gerast og hann naut þess að vera staddur í hringiðu þeirrar at- burðarásar og taka þátt í upp- byggingunni. Félagið er stórt og starfsmennirnir margir. Og starf Kristjáns var þess eðlis að hann kynntist þeim æði mörgum. Hann naut trausts þeirra í þeim við- kvæmu málum sem launamál jafnan eru, og því veitti starfið honum þá lífsfyllingu sem allir starfsamir menn þrá, en margir fara á mis við. Því dreg ég ekki í efa að Kristján valdi rétt í því sem öðru er hann valdi sér ævistarf. í einkalífi sínu var Kristján mikill gæfumaður. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Sigurð- ardóttir og þau voru ung er þau felldu hugi saman. Þessi glæsilega stúlka er yngst barna Sigurðar Ámundasonar járnsmiðs í Vél- smiðjunni Héðni um árabil og konu hans, Unu Sigfúsdóttur, mikil sæmdarhjón, sem nú eru bæði látin en bjuggu á Hávalla- götu 7 hér í borg. Og í því húsi hófu þau Kristján og Sigríður búskap sinn er þau giftu sig árið 1961. Þar bjuggu þau í sex ár. Sambýlið við tengdafólk sitt í þessu húsi var Kristjáni gæfuríkt svo þar á féll hvergi skuggi og hann talaði ávallt um tengdafor- eldra sína með mikilli ást og virð- ingu. Á Hávallagötunni fæddust þeim tvær dætur, Sigrún Una 1962 og Margrét 1964. Árið 1968 fluttu þau svo búferlum austur yfir læk í Árbæjarhverfi og reistu sér nýtt og glæsilegt heimili. Kristján var mikill fjölskyldu- maður og þau Sigríður, enda bæði alin upp við sterk fjölskyldubönd þar sem ríkti mikil samheldni og umhyggja fyrir öldnum sem óbornum. Þeim var því báðum um- hugað að fella fjölskyldulíf sitt í þann farveg sem þau höfðu kynnst í foreldrahúsum. í þessu sem öðru voru þau samhent og dæturnar nutu því mikils ástríkis og skiln- ings í foreldrahúsum. Þessa nutu og vinir þeirra. Það er mér ljúft og skylt að votta, því einn af þeim mörgu þáttum sem knýtti vináttu okkar Kristjáns æ traustari bönd- um var áralöng vinátta dætra okkar og seinna tengdir þeirra á milli er þær uxu úr grasi, því mak- ar þeirra eru systrasynir. Jón Valur Smárason er tengda- sonur Kristjáns og Sigríðar og Kristján Friðrik, nú fjögurra ára, alnafni afa síns, augasteinn og eftirlæti. En Kristján var þeirrar gerðar að hann kaus að deila hverri hamingju með þeim er næstir standa og því urðu þessi nýju fjölskyldubönd og afastrák- urinn tilefni góðrar vináttu við hinn afann og ömmuna. Á heimili þeirra Kristjáns og Sigríðar er gott að koma. Þar er öllum vel tekið með einstakri gest- risni og höfðingsskap. Þeim hjón- um hefur alla tíð verið einkar lag- ið að gera hverja samverustund með vinum sínum að hátíðar- stund. Þær eru orðnar margar samverustundirnar sem við Guð- rún viljum nú þakka. Þær voru margar á heimili þeirra, en einnig annars staðar, við hinar ólíkustu kringumstæður, en allt hátíðar- stundir og fyrir þær allar erum við þakklát. Hugurinn leitar til þeirra sem eftir lifa. Við Guðrún og fjöl- skylda okkar vottum Sigrfði, dætrum hennar, tengdasyni og Kristjáni litia okkar dýpstu sam- úð. Margréti og börnum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur í þeirra mikla missi um þessi jól. Og við trúum því að fagrar minningar um feðg- ana föllnu eigi eftir að færa þeim gleðileg jól að ári. Sverrir Sveinsson Hljómurinn er þagnaður og harmur upp kveðinn af ættingjum og ástvinum Kristjáns Friðriks Jónssonar, er lést þann 15. des. fyrir aldur fram af völdum heilablóðfalls. Kristján Friðrik fæddist þann 17. des. árið 1935. Foreldrar hans eru Margrét Guðmundsdóttir og Jón Kristjánsson, sem sjá nú á eftir elsta syninum yfir móðuna miklu. Systkini Kristjáns eru Erla, Hilmar, Margrét og Guð- mundur. Kristján lauk ungur gagnfræða- námi, vann svo um tíma en fór síðan í Verslunarskólann og út- skrifaðist þaðan. Um 20 ára skeið hefur hann unnið hjá Flugfélagi íslands sem sameinaðist í Flugleiðir og vann nú síðast í starfsmannahaldi. Um tíma vann hann erlendis, á Hawaii og í Florida. Þann þriðja júní 1961 steig Kristján gæfuspor og giftist Sig- ríði Sigurðardóttur og ól hún hon- um tvær dætur, Sigrúnu Unu fædda 17.3. 1962 og Margréti sem fædd er 6.6. 1964. Kristján lét einnig eftir sig eitt barnabarn, al- nafna sinn Kristján Friðrik, fjög- urra ára hnokka. Kristján var gæfumaður í einkalífi og starfi. Hann var hreinskiptinn, eilítið dulur, en þó glaðvær og hlýr í viðmóti. Leiðir okkar lágu saman í gegn- um músíkina. Hann blés fallega á trompet, sem hann náði góðu valdi yfir og að hætti gömlu meistar- anna lá leið hans úr lúðrasveitum bæjarins beint í dixieland og jassmúsík. Ég minnist margra góðra stunda frá Sigtúni og Hótel Borg og nú síðast frá fimmtíu ára afmælishófi FÍH að Broadway, er við lékum síðast saman og vissu- lega verður það trega blandið að horfa á vin minn á skjánum nú eftir áramótin, en þó skal það metið að list hans hefur varðveist. Einnig er leikur hans geymdur á afmælishljómplötu FÍH. Undirritaður leit inn til Krist- jáns á skrifstofunni síðastliðið sumar. Ekki datt mér i hug að þetta væri í siðasta sinn sem við hittumst. Við vorum meðal annars að tala um að koma einhvern tíma saman áður en langt um liði og taka saman „dixie-program“, ann- aðhvort fyrir sjónvarp eða útvarp, sem raunar var aukaatriði. Aðal- atriðið var að upplifa hljóminn. Enginn má sköpum renna. Líf manns, horft til baka er sem ör- skot. Ég leyfi mér í nafni félaga Kristjáns úr músikinni að votta eiginkonu hans, dætrum og öldn- um foreldrum samúð okkar með þessum fátæklegu orðum, en við biðjum um styrk þeim til handa í sorginni. Egilsstöðum, Árni ísleifsson. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur orðið fyrir því áfalli að missa einn sinn besta hljóðfæraleikara og fé- laga. Kristján Fr. Jónsson trompet- leikari lést þann 15. desember sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Hann byrjaði fyrir um 30 árum að leika á trompet með lúðrasveitinni og varð fljótt öruggur og góður blás- ari. Síðasta áratuginn var hann sólótrompetleikari og Jeiðandi maður í öllum samleik. Það fór saman hjá Kristjáni að vera góður trompetleikari og traustur félagi. Hann var ávallt tilbúinn að fórna frítíma sínum fyrir lúðrasveitina og var af félög- unum kosinn til trúnaðarstarfa. Kristján var gjaldkeri Lúðrasveit- ar Reykjavíkur mörg undanfarin ár og til dauðadags. Um leið og við kveðjum góðan félaga og vin, vottum við aðstand- endum hans innilega samúð okkar og þökkum samfylgd hans og sam- starf. Lúðrasveit Reykjavíkur Kristján Friðrik Jónsson, launagjaldkeri Flugleiða, andaðist í Landspítalanum 15. þ.m. eftir stutta legu. Hann lést langt um aldur fram, aðeins 47 ára, vegna afleiðinga heilablæðinga. Ég kynntist Kristjáni fyrst er hann hóf störf hjá starfsmanna- haldi Flugfélags lslands árið 1965. Mér er minnisstætt þegar starfsmannastjórinn, Magnús heitinn Björnsson, var að kynna þennan sviphreina unga mann fyrir okkur starfsfólkinu, hve okkur þótti hann traustvekjandi og prúður í framkomu. Það kom brátt í ljós, að þarna hafði verið valinn réttur maður til starfa og Ieysti hann bæði smá og stór verk- efni með lipurð og samviskusemi. Við ótímabært andlát Magnúsar var Kristján beðinn að axla aukna SJÁ NÆSTU SÍÐU Okkur er þaö einstök ánægja aö geta nú boöiö viöskipta- vinum okkar upp á almenna gjaldeyrisþjónustu s.s.: • stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga • afgreiöslu feröamanna- og námsmannagjaldeyris • útgáfu Eurocard kreditkorta auk allrar almennrar bankaþjónustu. V6RZLUNRRBRNKINN Bankastræti og Húsi verslunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.