Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 Joan Miro Miro látinn Palma, 27. desember. AP. LÍK katalónska listmálarans Joan Miro var smurt í dag fyrir útrór meistara súrrealismans, en hann veróur til grafar borinn á fimmtu- dag. Minningarræóa prestins í San Nicolas-kirkjunni var flutt á móó- urmáli Miros, katalónsku. Javier Solana menningarmálaráðherra var vióstaddur útförina fyrir hönd ríkisstjórnar Spánar. Miro verður grafinn við hlið foreldra sinna í fjölskyldugraf- reit í Montjuich-kirkjugarðinum í Barcelona, fæðingarborg hans. Eiginkona hans, Pilar Juncosa, lifir mann sinn. Miro var níræð- ur er hann lézt á jóladag. Miro var einkum þekktur fyrir fjöruga notkun skærra lita í verkum sínum, en uppáhaldslitir hans voru rautt, gult, blátt og svart. Ný stjórn tekin við í Japan: Áhrif Tanaka fara þverrandi Tokyo, 27. desember. AP. YASUHIRO NAKASONE, forsætisráöherra Japans, mætti í höll Hirohito keisara í morgun með nýju ráðherrans sína, 20 talsins, sem skipa hina nýju stjórn Japans. Lauk þar með tveggja mánaóa óvissu í japönskum stjórnmálum. Eins og fram hefur komið, missti flokkur Nakasones meiri hluta sinn á japanska þinginu eftir kosningar sem voru á dögunum. Eftir að hafa gert bandalag við nokkra óháða þingmenn náði flokkurinn meiri- hlutanum á ný, en samt sem áður er meirihlutinn heldur fallvaltur að því talið er. Til þess að styrkja stöðu sína, gerði Nakasone nokkuð óvænt; einn af ráðherrum hans er úr röðum stjórnarandstöðunnar. Er það Sei- ichi Tagawa, formaður nýja frjáls- lynda flokksins, sem hreppti emb- ætti innanríkisráðherra. Flokkur hans er klofningsflokkur frá flokki Nakasone og stafaði klofningurinn á sínum tíma af fjármálahneyksli sem fyrrum leiðtogi flokksins og forsæt- isráðherra, Kakuei Tanaka, og fleiri, voru bendlaðir við. I hinu nýja ráðherraliði Nakasone hefur stuðningsmönnum Tanaka fækkað mjög, enda var það eitt af loforðum hans gegn endurkjöri þingsins, að hann gerði sitt til að draga úr áhrifum Tanaka í japönsk- um stjórnmálum, því þrátt fyrir mútumálin umtöluðu, er Tanaka enn mikið afl á bak við tjöldin. Mannskæðir jarðskjálftar Dakar, 27. desember. AP. TVENNIR jarðskjálftar riðu yfir Gíneu í Vestur-Afríku í jólavikunni og er óttast að fleiri hundruð manns hafi týnt lífi í skjálftunum. Af opinberri hálfu í Gíneu var frá því skýrt að a.m.k. 300 manns hefðu farist í skjálfta sem reið yfir norð- austurhluta landsins sl. miðvikudag er 16 þorp hrundu til grunna. Um 150 slösuðust og hundruð misstu heimili sin. Á aðfangadagskvöld fórust 143 og rúmlega 200 slösuðust er skjálfti reið yfir borgina Koumbia og næsta nágrenni í norðvesturhluta landsins. Borgin er nú ein rúst, aðeins fjögur eða fimm hús uppistandandi, og fimm þorp í nágrenninu einnig. Smáskjálftar höfðu fundist daglega í þrjá daga í Koumbia Einn mannanna, sem grófst undir öðru húsinu við gassprenginguna í Parfs. Hér er verið að gefa honum súrefni, en seinna var honum bjargað og komið á sjúkrahús. París: Gassprenging París, 27. desember AP. MIKIL SPRENGING varð í tveimur samliggjandi húsum í miðborg Parísar í morgun og grófust fjórir undir rústunum. Talið er, að sprengingin hafi stafað af gasleka. Skömmu eftir sprenginguna fannst kona látin í rústum annars hússins en úr hinu tókst strax að bjarga tveimur mönnum á lífi. Nokkrum stundum síðar tókst að bjarga fjórða manninum. íbúar húsanna voru erlendir farandverkamenn og fjölskyldur þeirra. Spengingin átti sér stað klukkan fimm að morgni að frönskum tíma og allt fólkið þess vegna í fasta svefni. ísraelskir hermenn gráir fyrir járnum standa hér vörð á torginu fvrir framan kirkjuna, sem sögð er standa á fæðingarstað frelsarans. AP. Mikil gæsla í Betlehem Betlehem, 27. de.sember AP. ÓVENJU MIKIL öryggisgæsla var í Betlehem á jólunum að þessu sinni en þar voru saman komnar þúsundir manna, pflagríma, ferðamanna og annarra, sem viðstaddir voru miðnæturmessu í kirkjunni á fæðingar- stað frelsarans. Yfirmaður rómversk-kaþólsku kirkjunnar í ísrael, Giuseppe Beltritti, fór fyrir mikilli göngu á aðfangadag frá Jerúsalem til Betlehem og var fólksins alls staðar vel gætt af fjölmennu lögregluliði. Átta kórar úr ýms- um heimshornum sungu söngva á aðaltorginu í Betlehem og um miðnætti var messa í kirkjunni, sem er sögð standa þar sem fjár- húsið stóð áður, fæðingarstaður Jesú Krists. Um 1400 manns komust fyrir inni í kirkjunni en úti fyrir var mikill mannfjöldi. Borgarstjórinn í Betlehem, Elias Freij, sem er kristinn Pal- estínumaður, sagði í viðtali, sem haft var við hann, að „þótt ástandið í Miðausturlöndum sé í sannleika sagt skelfilegt skulum við vona, að boðskapur barnsins frá Betlehem — friður á jörðu — muni ná til allra manna og að hatrið verði upprætt úr hjörtun- um“. Suður-Afríkumenn sækja inn í Angóla Pretoria, Suóur Afríku. 27. desember. AP. HERMÁLAYFIRVÖLD í Suður- Afríku staðfestu í gær að hersveit- ir þeirra hefðu sótt 200 kílómetra inn í Angóla í þeim tilgangi að uppræta skæruliða sem berjast gegn suður-afrískri stjórn í Nami- bíu. Constand Viljoen herforingi Utanríkisráðuneytið franska tll- kynnti um helgina, að þremur frönskum sendimönnum hefði ver- ið vísað á brott frá íran. í síðustu viku lokaði franska stjórnin ísl- ömsku miðstöðinni í París og boð- aði brottrekstur þriggja írana, sem gerst hefðu sekir um „óviður- kvæmilegt athæfi“. Samskipti Frakka og írana hafa farið versnandi að undan- förnu og fyrr í mánuðinum lok- aði fransstjórn tveimur frönsk- um menningarmiðstöðvum, sem voru til húsa í egypska sendiráð- inu í Teheran. Iranski forsætis- ráðherrann, Mir-Hossein Moussavi, sagði um brottrekstur Frakkanna nú, að hann stafaði af „glæpsamlegu framferði" franskra stjórnvalda gagnvart írönskum stúdentum í Frakk- landi. Óvild klerkastjórnarinnar í garð Frakka stafar af því, að þeir hafa skotið skjólshúsi yfir ýmsa andstæðinga hennar, t.d. Bani- Sadr, fyrrum forseta írans, og Massoud Rajavi, leiðtoga muja- hadeen-skæruliða, og ekki batn- og yfírmaður herafla Suður-Afríku sagði ástæðuna vera þá, að um 1.400 skæruliðar hefðu safnast saman í Angóla og ætluðu þeir að sækja inn í Namibíu og vinna hryðjuverk. Viljoen sagði að erfiðar uppá- aði vinskapurinn þegar Frakkar seldu írökum nokkrar Super Et- endard-þotur búnar Exocet- flugskeytum. Fjórir menn vopnaðir vélbyss- um komust inn í afgreiðslu Verzl- unarbankans, Banco Mercantil, í miðborginni, og höfðu á brott jafnvirði 1,9 milljónar Banda- ríkjadala í pesos og dollurum. Ræningjarnir komust undan með ránsfeng sinn. Einn ræningjanna bankaði upp á í bankanum og kvaðst vera sendill með jölagjöf til eins starfsmanna, sem voru innandyra við frágang eftir lokun afgreiðsl- unnar. Honum hafði ekki fyrr ver- komur hefðu verið í átökunum, þannig leituðu skæruliðarnir hvað eftir annað undir verndar- væng hermanna Angóla og kúb- anskra bandamanna þeirra fremur en að berjast gegn Suður-Afríkumönnunum. Þetta hefði haft í för með sér, að Suður-Afríkumenn og hermenn Angólastjórnar hefðu nokkrum sinnum lent í bardögum og hefði mannfall verið hjá báðum. Herforinginn bar til baka að hermenn Suður-Afríku hefðu myrt óbreytta borgara, einnig að suður-afrísk herþota hefði verið skotin niður. Hins vegar hefði að minnsta kosti einni sov- éskri eldflaug verið skotið að suður-afrískri þotu, en send- ingín hefði geigað. ið hleypt inn en hann dró vélbyssu undan klæðum, afvopnaði vörðinn, skipaði starfsmönnum upp að vegg og hleypti félögum sínum inn. Ræningjarnir settu á sig skíða- gleraugu og fóru inn í peninga- geymslu, þar sem fjórir banka- gjaldkerar voru við talningu pen- ingaseðla. Sögðu gjaldkerar ræn- ingjana hafa vitað í hvaða hólfum dollara var að finna og skipað sér að opna þau. Sendiráðsmenn reknir á víxl Parí.s, 27. desember. AP. Mesta bankarán í sögu Mexíkó Mexíkóborg, 27. desember. AP. STJÓRNARANDSTAÐAN skoraði á ríkisstjórnina að setja hervörð við^ banka landsins í kjölfar mesta bankaráns Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.