Morgunblaðið - 28.12.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 28.12.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 35 * „A mörkunum að hægt sé að reka loðdýrabú upp á þessi verð“ — segir formaður loðdýraræktar- sambandsins um verðlækkun refaskinna „JÚ, ÞESSI verðlekkun veldur okkur víssulega vonbrigðum. Við vissum að mikið framboð yrði á blá- ref en reiknuðum með að verðið myndi halda sér, það feri ekki neð- ar en í fyrra,“ sagði Haukur Hall- dórsson, bóndi í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd, formaður Sam- bands íslenskra loðdýrarektenda, í samtali við Morgunblaðið er leitað var álits hans á þeirri verðlekkun refaskinna sem orðið hefur á loð- dýrauppboðum að undanfornu. „Þetta voru að vísu fyrstu upp- boðin,“ sagði Haukur, „og eftir er að bjóða bestu skinnin upp, en þó liggur ljóst fyrir að orðið hefur að minnsta kosti 5% verðlækkun á blárefaskinnum. Hinsvegar hafa shadow-skinnin hækkað aðeins, silfurrefurinn og blendingsrækt út frá honum hækkaði talsvert og einnig hefur orðið hækkun á minkaskinnunum. í þessari stöðu hlýtur svar bænda að vera það að auka gæðin, þau hafa ekki verið nógu góð hjá okkur hingað til. Við höfum hugsanlega fjölgað of hratt út frá þessum stofni, en nú erum við búnir að flytja inn blárefi til Stykkishólmur: Góð nýting félagsheim- ilisins StykkLshólmi, 20. desember. AÐALFUNDUR eigendafélags Félagsheimilis í Stykkishólmi var haldinn um sl. helgi. Félagsheim- ilið hefur undanfarið verið í tengslum við hótelreksturinn, þannig að hótelið hefur tekið það á leigu. Nýting síðasta árs var góð. Félögin í Stykkishólmi hafa þarna góða aðstöðu og leiksýningar hafa verið þarna margar. Þá hafa leikhópar víða að komið og sýnt leikrit, söngskemmtanir hafa og verið. Þá hafa afmælisveislur ver- ið á hótelinu og eins hefir það séð um erfisdrykkjur og er sú þjón- usta vel þegin og metin af bæjar- búum. Tekjur félagsheimiiisins hafa ekki verið miklar en nú þarf að auka reksturinn því ýmislegt þarf að lagfæra og endurbæta húsnæðið. Þá var rætt um fegrun lóðarinnar fyrir utan því félags- heimilið stendur á einum fegursta stað í bænum. Ný stjórn var kjörin og er Grét- ar Pálsson formaður hennar. — Árni. blöndunar og verður það örugg- lega til að auka gæðin. Það hefur sýnt sig að gæðaskinnin seljast ágætlega og meiri munur er að verði á milli lélegra skinna og góðra, þegar markaðurinn er eins og hann er í dag. Einnig verðum við að fylgjast vel með markaðn- um og leggja áherslu á þá fram- leiðslu sem best kemur út hverju sinni. Við höfum til dæmis mögu- leika á að auka við okkur í silfur- ref og blendingum út frá honum núna eftir að við fluttum hann inn um daginn. Það er alveg á mörkunum að menn geti rekið loðdýrabú upp á þessi verð en menn verða að þreyja þorrann og góuna, því ég trúi því ekki að verðið haldist svona lágt til lengdar. Við ættum að hafa betri möguleika en ýmsir aðrir, til dæmis Finnar, til að standa þetta lága verð af okkur vegna betra og ódýrara fóðurs. Finnar hafa hafið skipulega fækk- un í blárefastofni sínum og ætti framboðið á markaðnum því að fara minnkandi," sagði Haukur Halldórsson. Hausthappdrætti heyrnarlausra ’83 Dregiö var í happdrættinu þ. 20. desember sl. Vinn- ingsnúmer eru þessi: 1. 18.750 5. 24.594 2. 17.755 6. 3.345 3. 8.107 7. 15.387 4. 13.474 8. 20.064 Um leið og við þökkum veittan stuðning óskum við landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Félag heyrnarlausra, Klapparstíg 28, R. Sími 13560. GAFFLAR stórir, smáir, kraftmiklir, liprir. Samfara stórauknum einingaflutningum og markvissri uppbyggingu þeirra í Sun höfn, hefur mikilvægi lyftara í þjónustu okkar aukist til muna. Gámavæðing í takt við nútímakröfur, 170.000 m2 athafnasvæði, og vöruskálar með 29.000 m2 gólf- og hilluplássi hefur skapað nýja þörf fyrir sérhæfða lyftara sem valda lykilhlutverki sínu í fjölbreyttum flutningum. Þeirri þörf fullnægir Eimskip. 7 gerðir lyftara tryggja hámarks afgreiðslu- hraða og rétta meðferð á hverri vöru. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði, í smágámum, stórgámum, frysti- og kæligámum, brettum og fletum og eiga mikilvægan þátt í öruggum flutningi alla leið heim í hlað. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sírni 27100 * ' k

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.