Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983 17 hingað til. Hins vegar teljum við ekki rétt að setja þá ábyrgð á herðar þessara starfsmanna að þeir greini á milli hvaða vandamál séu bráð og eigi að hafa forgang. Eins og málum er fyrir komið í dag, kemur læknirinn yfirleitt aldrei í hús. Hann ferðast um bæ- inn í bíl og fær allar sínar upplýs- ingar í gegnum talstöð og oft frá bílstjóra ef hann er í vitjun þegar kallið berst. Þá hafa upplýs- ingarnar farið í gegnum tvo ófag- lærða aðila, símastúlkuna og bíl- stjórann, sem hlýtur að vera óheppilegt. Nýja fyrirkomulagið setur undir þennan leka. Það er bráðnauðsynlegt að bæta við lækni á vaktina. Á þeim ára- tugum sem vaktin hefur starfað í svipuðu formi hefur Reykjavík vaxið úr smábæ með nokkra tugi þúsunda íbúa í stórborg með tæp- lega 100 þúsund íbúa. Vaktasvæð- ið er orðið gífurlega stórt og nær auk Reykjavíkur yfir Kópavog og Seltjarnarnes. Vaktalæknir getur búist við vitjunum upp að Elliða- og Rauðavatni, eða jafnvel upp að Korpúlfsstöðum. Þegar við höfum það í huga að algengt er að vakt- læknir sjái um 25 til 30 sjúklinga á einni vakt, og stundum enn fleiri, þá er augljóst að tíminn sem hann hefur til að sinna hverjum og ein- um er ekki mikill, auk þess sem sjúklingar þurfa stundum að bíða klukkustundum saman eftir vitj- un.“ Sagði Gunnar Helgi að nefnd- armenn legðu á það þunga áherslu að þessi breyting á vaktafyrir- komulagi eigi sér stað nú um ára- mótin, jafnvel þótt breytingunni yfir í kerfi heilsugæslustöðva seinkaði eitthvað. í nefndinni störfuðu auk Gunn- ars Helga, Björgvin Bjarnason, Magnús R. Jónasson og Gunnar Ingi Gunnarsson. Florida-feröin Vegna hinna fjölmörgu sem náöu í iííEíifiZE% tæki rétt fyrir jólin teljum viö ekki sanngjarnt aö draga vinninginn út fyrr en öll ábyrgöarskírteini hafa borist. Dregiö veröur 6. janúar. Ol o vegwrenqur um Vesturlandsveg Það er búið að opna nýja bensínstöð við Langatanga í Mosfellssveit. Þarfærðu bensín, olíur, bílavörur og allskyns smávörur. Opið alla daga frá kl. 8-22. Nú er um að gera að renna við og reyna viðskiptin, okkar er ánægjan. Shell V/Langatanga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.