Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANtJAR 1984 Átak án átaka — eftir Eyjólf Kon- ráð Jónsson íslenska þjóðin hefur tekið hraustlega á, eftir óstjórn umlið- inna ára. Þetta átak er of mikil- vægt til að það megi renna út í sandinn. Átök verður því að forð- ast og frumskylda ríkisvaldsins er nú að leitast við að afstýra þeim. Það geta stjórnarliðar auðveldlega gert með þeim einfalda hætti að standa við mikilvægasta fyrirheit sitt, sem talið var númer eitt hinna svokölluðu raildandi aðgerða í stjórnarsáttmálanum og hljóðar svo: „1) Skattar og tollar, sem nú leggjast með miklum þunga á ýmsar nauðsynjavörur, verði lækkaðir." Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins á liðnu hausti áréttaði þetta ákvæði stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sérstaklega. I samræmi við það hefur á vegum fjármálaráðuneytisins og Þjóð- hagsstofnunar verið unnið mikið starf til að greiða úr aldeilis óendanlegri flækju tolla og skatta sem leggjast með miklum þunga á nauðsynjavörur hvers einasta manns og valda því oft og tíðum að vara sem kostar 100 krónur á hafnarbakkanum er seld út úr búð á 400 krónur og af því verði hirðir ríkið helminginn eða 200 krónur, þetta er hin svokallaða hafnarbakkaverð- bólga sem leggst á heimilin. Gf þessir skattar væru á brýnustu nauðsynjunum engir mundi 100 króna verð þeirra kominna til landsins hækka á leið til neyt- andans í um það bil 150 krónur í stað 400 króna. Sjá víst allir hverja þýðingu það mundi hafa í baráttunni við verðbólguna að lækka þessi gjöld. Mergurinn málsins er sá, að ríkið verður að slaka á klónni og fyrir löngu hefur verið kunngert Eyjólfur Konráö Jónsson um leiðina sem fara á eins og að framan greinir. Ef horfið yrði frá þessari leið verður að benda á önnur úrræði, þau er sjálfsagt að hlusta á séu þau til. En hið mikilvæga átak til endurreisnar íslensks efnahags- og atvinnulífs sem nú stendur yfir má ekki mistakast vegna átaka sem leiða kynnu af því að ríkið yrði of seint á sér að koma til móts við alþýðu. Ríkið er nú komið langleiðina að eignast atvinnutækin til sjáv- ar og sveita, það á sjóðina og svo til allt bankakerfið, það á mest- an hluta i mannvirkjunum, ým- ist beint eða í gegnum sjóðina, það á land og landhelgi, orkuna o.s.frv., o.s.frv. En framhjá öllu þessu er litið og stöðugt horft á nokkurra króna halla eða halla- leysi ríkissjóðs. Er einhver hætta fólgin í því að ríkið veiti fólkinu ávísun á eitthvert örlítið brot þessa auðs og bæti greiðslu- stöðu sína með því? Hvenær á að gera þetta ef ekki á þeim örlaga- timum sem við nú lifum? Á að halda áfram að þeirri leið að ríkisvaldið sölsi sífellt til sín eft- ir hliðarleiðum aukin eignarráð yfir þjóðarauðnum og rýri hlut- deild atvinnuveganna og al- mennings í honum? „En hið mikilvæga átak til endurreisnar íslensks efnahags- og atvinnulífs sem nú stendur yfir má ekki mistakast vegna átaka sem leiða kynnu af því að ríkið yrði of seint á sér að koma til móts við alþýðu.“ Þessum spurningum svaraði Landsfundur sjálfstæðisflokks- ins á þá leið að þessu ætti að linna m.a. með því að viðskipta- bankarnir yrðu gerðir að al- menningshlutafélögum. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur haft forystu um að ríkið seldi atvinnufyrirtæki. Er það vel. Hann hefur verið gagnrýnd- ur fyrir „pennastrikið" svo- nefnda. En er það svo fjarstætt að sjóðir og bankar ríkisins af- skrifi einhverjar skuldir útgerð- arinnar sem hvort sem er eru tapaðar, einmitt fyrir aðgerðir ríkisvaldsins sjálfs og verð- bólgupólitík þess á upplausnar- áratugnum? Ríkisstjórnin og stjórnar- flokkarnir hafa sýnt dirfsku og kjark sem óumdeilanlega hefur borið mikinn árangur. En kjark- inn má ekki vanta þegar kemur að ríkisvaldinu sjálfu að ganga til móts við fólkið. Þá væri hætt við átökum sem gera mundu allt erfiðið að engu. Fólkið vill ekki þessi átök og hefur sýnt mikla þolinmæði. Nú er komið að okkur sem ábyrgð berum á stjórnarstefnunni. Eyjólfur Konríð Jónsson er alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi restra. PRNKRSTIUK. "ÉGVEITRÐ PU PVKIST VERR RP SÝNR ÞEIM RE> ÞÚ SERT RETTI MR0URINN i ÞESSR STJORRSTODU HJR C0LDWRTER SEM.L0SNR9I P63PR PORSTEINN SRGOI UPR EN ÞRP ER LlKfl HÆGT R9 6RNGFI 0F LRNGT11 Góócm daginn! Skíðaþjónusta Sportvals, Laugavegi 116, símar 26690 og 14390 Skíðaþjónusta Sporlvals, Laugavegi 116, símar 26690 og 14390. Sportval hefur nú opnað mjög fullkomið verkstæöi þar sem m.a. eftirfarandi viðgerðir fara fram: Viögeröir á skíöasólum. Alsólun. Slípingar á skíöaköntum. Berum áburö á skíöi. Yfirförum bindingar. Víkkum skíöaskó. Lagfærum skó, t.d. smellur, bönd o.fl. Varahlutir í Caber og Salo- monskó. Athugíð: Talið er nauösynlegt að yfirfara skíöi á 1—2 ára fresti, t.d. skerpa kanta, gera viö rispur í sóla. Skautaskerpingar. Byssuviögerðir. Viögeröir á badminton- spööum og tennisspööum. Viögeröir á veiöistöngum og veiöihjólum. {- Við í Skíðaþjónustu Sportvals leggjum mikla áherzlu á vandaða og góða þjónustu Ekki er ráð nema í tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.