Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 31 vafalaust það ítarlegasta, sem um þetta efni hefur verið ritað á ís- lensku. A þessum árum fórum við í tvær utanlandsferðir, hina síðari til Röras í Noregi árið 1973 ásamt fleiri íslendingum. Ólafur var góð- ur og hjálpsamur félagi, sem eftir- sóknarvert var að ferðast með. Ólafur var vel lesinn og einlæg- ur bókmenntamaður. Þykir mér hlýða að ljúka þessum kveðjuorð- um með nokkrum setningum úr samtali, sem við áttum og birtist að hluta til í Bókaorminum sumarið 1981, en þar sagði Ólafur: „Ég les bók, sem mér berst í hend- ur, áfram — eins og nefið snýr. Ég les eins og mér var kennt að lesa. Það er líka hægt að lesa bók aftur á bak og út á hlið — en aðal sjón- armiðið er að lesa bókina beint áfram. Ég hef aldrei fundið fyrir því, að hugmynd mín eða dálæti á bók eða hugverki skipti aðra máli. Það sem ég skrifa um bækur er það sem mér finnst. Ég er aldrei ólesandi. Að hafa ekki bók er eins og að vanta mat, drykk, loft til að anda. Það er ekki líf.“ Ættingjum hans og vanda- mönnum votta ég samúð mína. Páll Skúlason frá Bræðratungu. Það er sjónarsviptir að Ólafi Jónssyni í íslensku menningarlífi. Víst blésu um hann vindar, eins og alla, sem að einhverju leyti skara fram úr, sem hafa það sérvisku- lega þor, að setja menningarlegan metnað ofar þægilegri vanahugs- un eða skjóli þeirra, sem aðstöð- una hafa, t.d. í krafti einhvers pólitísks flokks, sem getur verið öllu öðru lágkúrulegra í listamati. Stundum var ekki langt við manni fyndist hann snúa fanginu vísvit- andi beint í vindinn. Ekki get ég kvatt Ólaf Jónsson öðru vísi en með þeirri iðju, sem hann gerði að ævistarfi, að stinga niður penna. Fundum okkar bar snemma saman, þegar í menntaskóla. Ólaf- ur var tveimur árum yngri, en af Fædd 14. september 1900. Dáin 31. desember 1983. Tengdamóðir mín, Agnes Er- lendsdóttir, andaðist að vistheim- ilinu við Dalbraut 27 hér í borg, að morgni 31. desember sl. og var á 84. aldursári þegar hún lést og hafði þá þjáðst mikið síðustu misserin. Var það orðin hennar heitasta ósk að fá að fara úr þess- um heimi. Á Dalbraut 27 undi hún sér eftir atvikum vel, enda naut hún þar hinnar bestu aðhlynn- ingar sem á verður kosið og taldi sig standa í þakkarskuld við starfsfólkið þar. Undir þær þakkir tek ég af heilum hug, enda var mér svo sannarlega kunnugt um hve þetta fólk reyndist henni vel, þegar hún þarfnaðist þess mest. Agnes gekk að eiga Guðmund Axel ung að árum, en hún missti mann sinn á miðjum aldri. Þeim Axel og Agnesi varð 6 barna auð- ið, en einn dreng misstu þau, hann lést á fyrsta ári, hin sem upp kom- ust eru Olga, Gréta, Gyða og Geir sem voru tvíburar og svo Unnur. Öll voru þau hugulsöm og elskuleg móður sinni, en að þeim ólöstuð- um var Gréta hennar mesta og besta stoð og stytta, þó að hún gengi ekki heil til skógar. Ef Gréta var ekki lasin kom hún daglega til móður sinnar og þar til Agnes hætti að komast út vegna sjúk- leika síns, ók Gréta henni ævin- lega út fyrir og lyfti það Agnesi mjög upp, svo tók Gréta hana iðu- lega heim til sín á helgum, og blessaði Agnes Grétu sina mikið fyrir það. Þeim Agnesi og Axel hafði ekki tekist að eignast eigið húsnæði, svo Agnes varð að leggja hart að sér við vinnu svo hún gæti leigt sér húsnæði. Agnes var ákaf- lega fríð og fönguleg kona á sínum honum fór snemma gáfuorð og skáldaorð. Hann vakti því fljótt forvitni okkar eldri, sem hneigð- umst að bókmenntum og listum, forvitni vakti hann reyndar alla tíð, bæði sér eldri og yngri mönnum, og engum var fyllilega sama um hvað hann skrifaði, sagði eða gerði. Síðan æxlaðist það svo, að við stunduðum báðir háskólanám samtímis við sömu menntastofn- un, og meira að segja að hluta í sömu greinum, bókmenntasögu og heimspeki og var því ekki að undra, þó við drægjumst hvor að öðrum. Hugðarefnin voru svipuð og á þessum árum er manni fátt óviðkomandi, allt frá stjórnmála- kenningum til borðtennis, frá Sartre og Faulkner til bragðs á ólíkum tengundum bjórs. Ekki sakaði, að maðurinn var ljón- gáfaður og gat undir réttum kringumstæðum verið manna skemmtilegastur; í stuttu máli sagt við urðum góðvinir. Sú vin- átta stóð í rauninni alla tíð, þó að víð færum ekki alls kostar að boði Hávamála hin síðari ár: að fara að finna oft. Það ræktunarleysi verð- ur að skrifast meira á minn kostn- að en Ólafs, vegna inngróinnar óbeitar minnar á því að umgang- ast of náið þá sem hafa það starf að gagnrýna það bjástur sem við köllum tilraun til Iistsköpunar. Nógu er langt frá einhverju sem gæti kallast hlutlaust mat samt. Enda hélt ég við ættum svo margt samtalið eftir, þegar um hægðist. Og gagnrýnandi var Ólafur, sá eini, sem almenningi fannst bera það starfsheiti með réttu. Auðvit- að fékkst hann við margt annað, var ritstjóri oftar en einu sinni og síðast sjálfs Skírnis, samdi bækur, meðal annars geðfellda bók um Brynjólf Jóhannesson, þýðandi góður og þannig mætti telja ótal fleiri andlegar iðkanir. En hann var fyrst og fremst Ólafur krítik- er. Það væri fásinna að reyna að leyna því, að sem leiklistargagn- rýnandi var Ólafur umdeildur. yngri árum óg sjaldan hef ég kynnst elskulegri konu og það sem hefir bjargað henni gegnum alla hennar erfiðleika í lífinu var hennar létta lund, svo sannarlega var hún sérstök á því sviði, ég sá hana aldrei öðruvísi, enda gest- kvæmt mjög á heimili hennar. Aldrei heyrði ég neitt vol né víl, það var ekki að hennar skapi að kvarta. Árið 1978 missir hún son sinn, Geir, eiginmann undirritaðrar, og var það eins og nærri má geta mikið áfall. Á ég henni mikið að þakka fyrir hvað hún reyndist mér þá vel og hvað hún var þá dugleg og sterk, þá orðin 78 ára. Var hún hjá mér í nokkra sólarhringa og hughreysti mig. Fyrir það og alla hennar elsku í minn garð mun ég minnast hennar með sönnu og djúpu þakklæti alla tíð. Og nú rétt eftir vetrarsólstöður og hina blessuðu jólahátíð hefur þessi þreytti og aldurhnigni lík- ami með hinni síungu sál verið til moldar borinn. Eftir hennar ósk fór athöfnin fram í kyrrþey. Hún mun hvíla í Fossvogskirkjugarði við hlið eiginmanns síns, sem hef- ir hvílt þar í hartnær 35 ár. Agnes var trúuð kona og trúði á fram- haldslíf, ég trúi því að henni verði að ósk sinni og hafi nú sameinast ástvinum sínum, sem hún tregaði svo mjög. Og nú er sá sem sterkastur stóð faljinn. Ástvinum hennar öllum votta ég samúð mína og bið þeim blessunar Guðs. Ég veit að fleiri en ég hugsa hlýtt til Agnesar og þakka henni ljúft viðmót á vistlegu heimili hennar, svo að enginn í r.óíinar nærveru gat verið hryggur né leiður til lengdar. Mönnum sárnaði títt við hann og þótti hann oft of óvæginn, einkum í garð einstaklinga. Leikarar eru hörundsárari en annað listafólk, enda berskjaldaðri, leggja sína eigin rödd og útlit, líkama og sál að veði hverju sinni, og leiksýn- ingunni verður ekki áfrýjað til neins hæstaréttar síðari tíma líkt og Ijóðinu eða málverkinu. Tjaldið er fallið og þessi fáu bítandi orð eru óafturkræf. En auðvitað sárnaði fólki fyrst og fremst vegna þess, að það tók innst inni mark á honum (og það gildir ekki um alla íslenska gagn- rýnendur). Hann hafði svo marga aðra kosti. Hann var greiningar- innar maður, fyrst og fremst hinnar bókmenntalegu, en einnig hinnar leikfræðilegu, og athygli hans beindist að því að reyna að skilja hismið frá kjarnanum frem- ur en láta hrífast af ljósi og lit og hljóðfalli. Sú gleði, sem hann miðlaði í skrifum sínum var fyrst og fremst vitsmunalegs eðlis, fremur en sprottin af umbúða- lausum hrifum skilningarvitanna. Ég notaði orðið gleði með vilja, því að ýmsum var tamt að halda því á lofti, að hann hafi verið neikvæður í skrifum sínum og ekki nógu örv- andi. Ef farið er yfir leikhússkrif hans er það þó ljóst, að hann kunni að fagna, ekki síður en aðr- .ir. Og það lofið þótti flestum betra en annað lof. „Engi maður frýr þér vits, en meir ertu grunaður um græsku." Svo lýsti Brandur biskup Hvamm-Sturlu. Ekki átti þetta við um Ólaf Jónsson. Engan þekki ég að vísu, sem efaðist um að þar gengi stórgáfaður maður. En græsku kynntist ég aldrei hjá ðlafi. Og eitt af því, sem menn virtu í fari hans, var, að enginn efaðist um heiðarleika hans. Hitt er svo annað mál, að oft leyna menn hugsunum sínum. Og engum hefur nokkru sinni dottið í hug, að hann hafi skrifað staf sér um hug, til þess var hann í senn of hrein- skilinn og kjarkaður, né þá heldur Ég kveð tengdamóður mína með söknuði, en minninguna geymi ég og einhvern tíma munum við hitt- ast aftur. Ég bið henni Guðs bless- unar. Þinn andi er floginn um ómælisgeim sín eilífðar störfin að vinna. Já, nú ert þú alsæl og alkomin heim til hjartkæru ástvina þinna. Við vitum þó sæki að oss harmur og hryggð nú herrann þig örmunum vefur. Hann launi þér alla þá ástúð og tryggð sem auðsýnt af hjarta þú hefur. (l.H.) Hvíli hún í friði. Þuríður Jóhannesdóttir að honum dytti í hug að lasta nokkrum manni af persónulegum hvötum eða slá sig til riddara í augum fjöjmiðlatrúar fólks með stóryrðum og mætti það vera læri- sveinum hans dýrmætt fordæmi. Hann var einnig reiðubúinn að hafa það heldur er sannara reynd- ist. Gagnrýnendur geta verið mis- jafnlega fyrirkallaðir og háðir geðsveiflum, eins og annað fólk, t.d. leikarar. Eitt sinn hafði hann skrifað nöturlega gagnrýni um sýningu, sem ég hafði sett upp á Gullna hliðinu. Briet Héðinsdóttir spurði mig: „Hefur þú einhvern tíma sagt Ólafi frá annars konar sýningu á Gullna hliðinu en þess- ari, sem varð ofan á hjá þér?“ „Ja,“ sagði ég. „Við vorum á gangi í Áppelviken og það er meira en áratugur síðan." „Hann var að skrifa um þá sýningu," sagði Brí- et. Seinna vildi svo til, að ég hafði tækifæri til að útskýra fyrir nem- endum mínum í háskólanum þá sýningu Gullna hliðsins, sem á fjalirnar komst og lýsa, hvernig og hvar ég hefði reynt að lesa öðru- vísi í línurnar en Lárus Pálsson, sem fyrstur leiddi verkið fram til sigurs og vinsælda. ólafur var viðstaddur og var maður til að koma til mín á eftir og segja: „Ég sé þetta í öðru ljósi. Ég skil þetta betur.“ Hann galt þess, sem marg- ur gagnrýnandi annar gerir, að þekkja ekki nægilega til þeirrar ófræðilegu og viðkvæmu innsæis- óreiðu, sem leitar sér forms í lista- verki. I leiksýningu eru svo margir þættir samofnir. Um tilurð bókar fór hann nær, enda höfundur sjálfur. Yfir þróun beggja þessara listgreina hafði hann betri yfirsýn en flestir aðrir hin síðari ár og tamdi sér að rekja þræði. í leik- listinni höfðaði meira til hans það sem til nýjunga horfði en hand- verkið sjálft, en stundum verður að sýna biðlund, því að allt er rækt, sem fast á að standa, eða hvað segir ekki Jón úr Vör: Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð Á bókmenntasviðinu hafði hann víðsýni til að líta til með öllum tegundum þeirrar iðju, og hann var of náttúrulega gáfaður til að falla í gryfju vitsmunalegrar upp- dráttarsýki. Hann var til dæmis, að ég held, fyrstur manna hér- lendis til þess að gera skil svonefndum lággróðri á þeim akri, afþreyingarbókum og tímaritum. Af tilviljun hefur undirritaður verið að lesa að undanförnu tvær slíkar erlendar afþreyingarbækur í íslenskri þýðingu: Önnur er gerð á svokölluðu „vönduðu máli“, stíl- laus og persónuleikalaus og ger- ilsneydd því sem gefur líf og lit. í hinni síðari úir og grúir af mál- villum og málleysu. Mér finnst einsýnt, að taka þarf viðvaranir Ólafs Jónssonar á þessu sviði al- varlega. En það sem meira er: Einhver og einhverjir verða að halda vöku sinni um það, sem Ólafur lét sér annt um. Hann hafði til að bera þann metnað, sem lét stundar- ágreining um smekk eða einstök atriði ekki verða að meginmáli, metnað f.vrir hönd islenskra bókmennta, íslenskrar leiklistar. íslenskrar menningar. Lát hans var sviplegt og skelfi- lega ótimabært. Mér verður hugs- að til tveggja starfssystkina minna og viðbragða þeirra við þeim tíðindum. Annað sagði: „Ekki hef ég nú alltaf vandað hon- um Ólafi Jónssyni kveðjurnar, en mikið kem ég til að sakna hans.“ Hitt sagði: „Blessun fylgi hon- um.“ Megi það verða mín kveðjuorð og saknaðarorð um leið og ég sendi hans nánustu mína dýpstu samúð í þeirra sáru sorg. Sveinn Einarsson. Ég varð þeirrar auðnu aðnjót- andi að fá að hlusta á hann segja frá. Það merkasta fannst mér eft- irfarandi: Hann tók á hógværan en ákveðinn hátt upp hanskann fyrir skjálfhentar, útslitnar konur og menn. Fólk sem alla sína þrældómsævi daginn út og inn hafði þráð og haldið lífsfyllingu sinni með því að fá að lokum að setjast niður og skrifa. Hann Ólaf- ur skýrði út fyrir okkur gleðina og listagáfuna, einlægnina og þörf- ina, sem þessi íslensku skáld búa yfir. Þessi hógværi lærimeistari mat allt svo djúpt að verðleikum. Megi góður Guð vernda myndina af Ölafi í sæti sínu uppi í Háskóla Islands, flytjandi rök sín frá hjartans brunni. Ef við kváðum eitthvað óljóst skerptist sjón hans og hönd hans skalf aðeins. Og skýringin komi hnitmiðuð og auð- skiljanleg. Hann sat og talaði lágt en ákveðið og tíminn stóð kyrr. Það var aldrei hægt að segja hvort kennslustundin væri að byrja eða enda. Guð minnist fræðara míns og fjölskyldu hans um tíma og ei- iífð. Nemi. Ólafur Jónsson bókmenntafræð- ingur og stundakennari við Há- skóla íslands er fallinn frá og er þar skarð fyrir skildi. Hann hafði með höndum stundakennslu við HÍ frá árinu 1974. Frá upphafi stóð hann framarlega í hópi stundakennara sem á þessum tíma tóku að vinna að hagsmunamálum sínum og treysta böndin sín á milli. Er Samtök stundakennara voru stofnuð snemma árs 1978 valdist ólafur þar strax til forystustarfa. Þar var kominn skarpur leiðtogi með reynslu og yfirsýn, alltaf ráðagóður en þó varkár. Þegar málin voru reifuð varð jafnan uppi hin broslega hlið svo sem hin alvarlega. Á aðalfundi samtakanna 15. desember síðast- liðinn var hann kominn enn sem fyrr djúphugull að vanda og miðl- aði okkur fákænum af reynslu sinni. Við stundakennarar sem þekkt- um Ólaf minnumst hans með hlý- hug og virðingu. Minningin mun vísa okkur veginn. Við vottum að- standendum hans dýpstu samúð- ar. Stjórn Samtaka stundakennara við HÍ. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- ojí minn- ingarffreinar verða að berast blaðinu með jíóðum fyrirvara. Þannif? verður Rrein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta la^i fyrir hádetíi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra datía. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Agnes Erlends- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.