Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 Ólafur Jónsson ritstjóri - Minning Fæddur 15. júlí 1936 Dáinn 2. janúar 1984 Ilin spyrjandi augu Ólafs Jóns- sonar eru slokknuð. „Aldrei meir“, hljómar aftur og aftur í huga mínum. Nei, aldrei framar knýr hann dyra hjá okkur systrum í Drápu- hlíð 32, ásamt Sigrúnu frænku okkar, með Völu litlu dóttur þcirra við hönd, eða í fanginu, eins og svo oft áður, þessi fáu ár, sem hann var einn af okkar fjölskyldu. Þó finnst mér eins og hin góða nærvera Ólafs sé ekki horfin að öllu. Minning um fágaða fram- komu hans og viðmót, sem er ætt- arfylgja og var ekki tillærð yfir- borðs kurteisi, hverfur ekki. ólafur Jónsson var ekki marg- máll að jafnaði, en þegar hann sagði meiningu sína, þá gerði hann það hispurslaust, og þegar hann hreifst af einhverju, þá gladdist hann einlæglega. Ég hef ekki séð nærfærnari föð- ur við barn sitt en ólafur var við dóttur sína, allt frá fæðingu henn- ar. Svipaðs atlætis nutu drengirn- ir hans frá fyrra hjónabandi, þeir Jón og Halldór, enda er kært með þessum þremur systkinum, sem syrgja nú sameiginlega látinn föð- ur sinn. Ólafur var barngóður. Honum leið vel í návist barna. Ærsl þeirra og órói truflaði hann ekki. Hann hafði umburðarlyndi gagnvart barnslegum keipum og gaf sér ávallt tíma til að sinna barni, ef með þurfti. Vala var ekki mikið meira en ársgömul, þegar foreldrar hennar tóku hana með í fyrstu Þórsmerk- urferðina, og bar pabbi hennar hana þá í burðarstóli á bakinu, yf- ir kletta og klungur. Okkur systrum þótti alltaf vænt um, og glöddumst, þegar við viss- um af þeim Ólafi og Sigrúnu í fjallaferð. Uppi á öræfum voru þau alsæl. Þau settu það ekki fyrir sig, þó þau fengju ekki sólskin hvern dag, en glöddust þeim mun meiryfir hverri sólskinsstund sem gafst. Ég kveð Ólaf Jónsson með sökn- uði. Blessuð sé minning hans. Guðrún Þorsteinsdóttir Við hittumst siðast á frumsýn- ingu í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Ólafur lék á als oddi og tal- ið barst að bréfum Þórbergs til Sólrúnar sem hann hafði nýbirt ritdóm um, og sem oft áður gert sér gleggri grein fyrir gildi þess- arar bókar en aðrir gagnrýnendur. Þetta varð hans síðasti ritdómur, — og umsögnin um jólaleikrit Þjóðleikhússins hinsti vitnisburð- ur um leikhúsreynslu hans. Við upphaf nýs árs berst sú fregn að Ólafur sé allur, horfinn af sjón- arsviðinu á snöggu augabragði. Og enn á ný setur mann hljóðan and- spænis þeim huldu óskiljanlegu öflum sem ráða fyrir lífi og örlög- um. Það var um og upp úr 1960 sem ungur áhugamaður um bókmennt- ir og lesandi Tímans fór að veita athygli ritdómum eftir Ólaf Jóns- son, sem þá var gagnrýnandi við það blað. Ég vissi þá alls engin deili á þessum ritdómara, en þótt- ist skynja að hér væri fjallað um bókmenntir af meiri myndugleika en maður hafði séð hjá öðrum blaðaskrifurum. Fyrst sá ég hann og heyrði á samkomu hjá Stúd- entafélagi Akureyrar í setustofu heimavistar MA vorið 1963. Hann flutti þar yfirgripsmikið erindi um verk Gunnars Gunnarssonar og skáldið sjálft las upp. Ég hygg að Ólafur hafi metið Gunnar flest- um höfundum meira og birti um hann athyglisverðar ritgerðir. Eitt af mörgum óloknum verkefn- um Ólafs var að ganga frá og birta athugun á Aðventu Gunnars sem hann flutti sem útvarpserindi fyrir nokkrum árum. Ólafur Jónsson ritaði bók- mennta- og leiklistargagnrýni í blöð samfellt frá 1962, í Tímann, Alþýðublaðið, Vísi, Dagblaðið og DV. Á námsárum sínum var hann ritstjóri Dagskrár um skeið, síðar ritstjóri Félagsbréfa AB og rit- stjóri Skírnis frá 1968, þar sem hann birti ýmsar veigamestu rit- gerðir sínar. Allan þennan tíma var Ólafur án nokkurs vafa mik- ilvirtasti og áhrifamesti gagnrýn- andi þjóðarinnar. Til að skilja hver tímamótamaður hann var í gagnrýni hjá okkur þurfa menn að gera sér það ómak að lesa ritdóma í blöðum og tímaritum frá fimmta og sjötta tug aldarinnar. Þá vott- aði sjaldnast fyrir metnaði hjá gagnrýnendum eða tilraunum til ritskýringar. Persónulegir og póli- tískir fordómar og hlutdrægni óðu uppi, hvort sem slíkt birtist í marklausu lofi eða órökstuddu lasti: raunar var hið fyrrnefnda algengara og hefur verið allt til þessa dags. Það þarf ekki að lesa mikið í gagnrýni Ólafs til að sjá hve langt hún stendur ofar „rit- dómum" af slíku tagi. Ólafur Jónsson var skilgrein- andi gagnrýnandi. Hann hafði hlotið skólun og þjálfun í að fást við bókmenntatexta og var nægi- lega skarpur til að greina kjarna frá hismi. Hann dró jafnan fram meginatriði í listrænni gerð skáld- verks, þeim viðhorfum og forsend- um sem það var reist á, hvort sem smíðin sjálf hafði svo tekist betur eða verr að hans dómi. Ólafur var vissulega kröfuharður gagnrýn- andi, stundum óvæginn, einkum framan af ferli sínum. Ýmsir kveinkuðu sér undan dómum hans. Við slíku er ekkert að segja: list- gagnrýnandi getur aldrei vænst þess að hljóta allra hylli, enda er mér nær að halda að starf hans væri lítils vert ef svo reyndist. En Ólafur kunni líka að meta það sem vel var gert. Um það er til vitnis bók sú sem hann tók saman með úrvali greina um samtímabók- menntir frá árunum 1963—79, Líka líf. Þar er að finna marga skarplega ritdóma og bókin ber í heild vott um mikla þekkingu og yfirsýn um framvindu samtíma- skáldskapar. Fremst skipaði hann grein um gagnrýni frá 1964, eins konar stefnuyfirlýsingu. Þar segir meðal annars: „Hér á landi kann að sinni að vera einna mest þörf á harðri og agasamri gagnrýni. í litlu hverfi á útkjálka er jafnan hætt við nesja- mennsku, undanslætti í smekk og viðhorfum; menn una því sem ekki er nema hálfgilt og hálfvolgt af því annað betra er ekki á boð- stólum; miðlungsmennskan kemst í fyrirrúm af því að hún er jafnan fyrirferðarmest. Þessu hlýtur gagnrýnandi að verjast: hann hlýtur að vísa á bug ónýtu hand- verki, upplognum hæfileikum, misskilningi, tilgerð. Það er skylda hans við lesendur sína og ábyrgð hans fyrir bókmenntunum, ekki síst þess gagnrýnanda sem fjallar um dægurmál í dagblöð. En jafnframt hlýtur gagnrýnandi að forðast að reisa kröfur sem ekki verður fullnægt; hann hlýtur að gera sér raunhæfa grein fyrir möguleikum og takmörkunum þess menningarhverfis þar sem hann lifir; hann hlýtur jafnan að halda augunum opnum fyrir lof- legri viðleitni hversu smáleg sem hún sýnist." Þetta eru harðar kröfur gagn- rýnanda til sjálfs sín og kannski engum fært að standast þær til hlítar. En ég hygg að Ólafur hafi sjálfur fylgt þessari forskrift eins vel og með nokkurri sanngirni má vænta, agað og örvað eftir því sem við átti og gert sér glögga grein fyrir valdi og ábyrgð gagnrýnand- ans andspænis lesendum og höf- undum. Öllum getur yfirsést, og ekkert er líklegra en hinn mikli yfirmatsmaður, tíminn, eigi eftir að finna samtíðardómana létt- væga. En vitneskja um það má ekki draga kjark úr gagnrýnand- anum. Hann hlýtur að bera fram af fullri einurð sinn skilning, skoðanir, mat og skilgreiningar, eftir því sem honum endist vit og smekkvísi til. Hann getur þó huggað sig við að flest orkar tví- mælis í bjástri okkar þegar horft er af hærra sjónarhóli en samtíðin veitir kost á. Engu að síður viljum við gjarnan bera vitni um reynslu okkar af skáldskap og listum, meta hana við reynslu annarra njótenda. Funi kveikist af funa. Ólafur Jónsson hafði sínar takmarkanir sem gagnrýnandi, — hver hefur það ekki? Hann var umfram allt rökhyggjumaður, krafðist skýrleika í hugsun og framsetningu. Ég hygg að hann hafi kunnað best að meta þau skáldverk þar sem stefnt er að „skilvitlegri og skynsamlegri túlk- un veruleikans," eins og hann kveður að orði á einum stað í Líka líf. Síður lét honum að fjalla um og meta verk þar sem reynt er að láta í ljós vitund um hin óræðu öfl, hina óskýranlegu mystísku reynslu manna af tilverunni. En hér þarf hvors tveggja að gæta: Dulhyggjumaðurinn má ekki missa sjónar á lögmálum raun- heims, rétt eins og raunsæismað- urinn hlýtur að hafa veður af þeim leyndardómum sem ljós skynsemi og rökhyggju nær ekki til nema að litlu leyti. Við Ólafur Jónsson höfðum þekkst í ein þrettán ár, síðan ég hætti mér út á þá hálu braut að birta umsagnir um bækur. Mér fannst ég raunar þekkja hann all- vel fyrir af greinum hans sem ég las að staðaldri, og persónuleg kynni komu heim við þá mynd sem þar er fólgin, mynd hins skarpa, skilgreinandi rýnanda. Við vorum næsta ólíkir að gerð og ég hlaut því að nálgast bókmenntir með öðrum hætti en hann, en það breytir því ekki að ég tel mig hafa margt af honum lært. Ölafur sýndi mér vinsemd sem yngri manni í faginu, veitti mér athygli og lét í té hvatningu sem var mér mikils virði. Gagnrýnendur eru engan veginn sú mafía sem upp- næmir listamenn virðast einatt halda. Þeir eru einfaldlega menn með svipuð áhugamál og fást við sömu viðfangsefni. Vinsamleg kynni þeirra eru jafn eðlileg og hvers annars hóps manna sem lík hugðarefni laða saman. Hin fámenna „stétt" íslenskra gagnrýnenda hefur beðið tjón sem er meira en við getum í fljótu bragði áttað okkur á. Úr íslenskri bókmennta- og leikhúsumræðu er sá horfinn sem um langt skeið hefur sett á hana meiri svip en aðrir menn. Rúm ólafs Jónssonar verður ekki fyllt í bráð. Hann hef- ur öðrum fremur kennt íslenskum gagnrýnendum að setja sér metn- aðarmark, brýnt þá til að láta sér ekki nægja yfirborðshjal og fljóta- skrift, málamyndaumsagnir. Nóg er að vísu af slíkum skrifum eins og jólakauptíðin ár hvert ber vitni um. Þrátt fyrir það vitum við af þeirri viðmiðun sem hver gagn- rýnandi hlýtur að hafa fyrir aug- um, vilji hann rísa undir nafni. Það eigum við Ólafi Jónssyni að þakka öðrum fremur. Því skal hann kvaddur með þökk og virð- ingu þegar hann hverfur nú af vettvangi svo sviplega um miðjan dag. Við Gerður sendum Sigrúnu, konu Ólafs, fjölskyldu hans allri og öðrum þeim sem næstir honum stóðu einlæga samúðarkveðju. Gunnar Stcfánsson Vegurinn — leitin um ókönnuð lönd ókunnar nætur hluti og menn — endalaus leit að hætti að lifa óþrotleg bið og spurning. Þessar ljóðlínur úr kvæði um Rilke eftir Sigfús Daðason hafa leitað á hug minn síðan ólafur Jónsson, ritstjóri og gagnrýnandi, lést. Kvæðið birtist í fyrstu bók skáldsins „Ljóðum 1947—1951“. Þegar Ölafur hafði spurnir af útkomu þessarar bókar, brá hann sér niður á Landsbókasafn til að lesa hana. Og svo heillaður varð hann af ljóðum Sigfúsar, að hann skrifaði þau upp í bláa stílabók — hvert einasta eitt. Á þessum glöðu æskuárum snerist lífið fyrst og fremst um skáldskap. Við höfum vafalaust verið upp- burðarlitlir unglingar á nútíma- vísu, en borubrattir í andanum og bjartsýnir; sátum löngum stund- um á Laugavegi 11 og létum ekki vefjast fyrir okkur að ráða gátur tilverunnar; nutum heils hugar þeirrar sælu að yrkja og þurftum lítið sem ekkert að kveljast af efa- semdum um eigið ágæti á því sviði. Þetta voru björt ár drauma og fyrirheita, sem hlutu að rætast. Á því lék enginn vafi. ólafur Jónsson fæddist í Reykjavík hinn 15. júlí árið 1936 og var þvði aðeins 47 ára gamall er hann lést. Að honum stóðu merkar ættir. Faðir hans, Jón Guðmunds- son, Iengi starfsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga og síð- ast skrifstofustjóri í viðskipta- ráðuneytinu, var sonur Guðmund- ar prests Guðmundssonar í Gufu- dal og konu hans, Rebekku Jóns- dóttur alþingismanns á Gautlönd- um Sigurðssonar. Móðir ólafs var Ásgerður Guðmundsdóttir bónda Ólafssonar frá Lundum; stórbrot- in kona og mikilhæf. ólafur ólst upp á Smáragötu 9, og á því rausnarheimili vorum við skólafélagar hans eilífir augna- karlar. Við það eru tengdar minn- ingar, sem gerast sífellt áleitnari eftir því sem árin líða. Eiginleg kynni okkar ólafs hóf- ust, þegar við sátum í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hann kom eitt sinn til mín í frímínút- um, grannur vexti og eilítið hok- inn í herðum, dimmeygur og skarpleitur. Erindið var að biðja um ljóð til birtingar í nýju blaði, sem þriðjubekkingar hugðust gefa út upp á eigin spýtur. Hið virðu- lega Skólablað var í höndum efri- bekkinga, enda alltof gamaldags og íhaldssamt að dómi ólafs. „Hvað á blaðið að heita,“ spurði ég. „Plágan, maður, auðvitað Plág- an,“ svarði Ólafur um hæl — og glotti. ólafur fékkst mikið við skáld- skap á æskuárum sínum. Auk ótal ljóða í fjölrituðum skólablöðum komu kvæði eftir hann á prenti í tímaritum og „Ljóðum ungra skálda“. í Lífi og list birti hann ennfremur smásög- una „Rósir handa Guðrúnu“ með myndskreytingu eftir félaga okkar, Dag Sigurðsson. Sú saga var skrifuð í anda súrrealista og þótti ærið nýstárleg sem vænta mátti, enda spannst um hana rit- deila, sem kunnir höfundar tóku þátt í. En mestan byr undir vængi fékk Ólafur, þegar hann hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni á vegum tímaritsins Stefnis fyrir söguna „Perlan, hafið og stjörn- urnar". Þetta var ekki lítil upp- hefð fyrir ungan menntaskólapilt og verðlaunin heldur betur kær- komin: Tíu daga dvöl í London og París. Eftir stúdentsprof gerðist ólaf- ur blaðamaður við Tímann og skrifaði þá lítilsháttar um bók- menntir, en nóg til þess, að eftir því var tekið. Ári síðar hélt hann utan til náms i Stokkhólmi, en kom jafnan heim á sumrin og starfaði þá á Tímanum. Á þessum árum ritstýrði hann einnig ásamt Sveini Skorra Höskuldssyni tíma- ritinu Dagskrá, sem Samband ungra framsóknarmanna gaf út. Dagskrá var óvenju myndarlegt menningarrit á sínum tíma, fjöl- breytt að efni og hið glæsilegasta í alla staði. Að loknu fil. kand.-prófi við Stokkhólmsháskóla í almennri bókmenntasögu og heimspeki vor- ið 1962 réðst Ólafur sem bók- menntaráðunautur hjá Almenna bókafélaginu, en hafði þar skamma viðdvöl. Haustið 1963 verða svo þáttaskil í lífi hans og starfi. Hann var ráðinn bókmennta- og leiklistargagnrýnandi í fullu starfi við Alþýðublaðið, um leið og undirritaður varð ritstjóri þess. Hér var um nýlundu að ræða, sem vakti athygli. Enginn blaðamaður hafði fyrr fengið tækifæri til að skrifa um menningarmál ein- göngu — heill og óskiptur. Þetta þótti djörf ákvörðun, ekki síst hjá litlu og févana blaði, en hún reyndist heillavænleg þegar til lengdar lét, fyrst og fremst vegna þess, hve hæfur og gustmikill gagnrýnandi Ólafur var. Dómar hans voru umdeildir, en áhugamenn um bókmenntir og leiklist komust ekki hjá að lesa þá og taka afstöðu til þeirra. Ferill ólafs verður ekki rakinn nánar hér, en upp frá þessu helg- aði hann skrifum um bókmenntir og menningarmál nær alla starfskrafta sína. Eftir sex ár á Alþýðublaðinu réðst hann til Vís- is, flutti sig síðan yfir á Dagblað- ið, þegar það var stofnað, og skrif- aði loks í DV til dauðadags. Það er skemmst frá að segja, að Ólafur Jónsson varð smátt og smátt áhrifamesti og virtasti gagnrýnandi þessa lands. Ég hygg, að fáir hafi skrifað jafnmikið um íslensk menningarmál jafnlengi og hann. Auðvitað voru skrif hans misjöfn að gæðum, enda gjarnan hripuð á liðandi stundu og oftast í kapphlaupi við tímann. En bestu blaðadómar hans ásamt ítarlegum tímaritsgreinum, einkum eftir að hann tók við ritstjórn Skírnis, munu halda nafni hans lengi á lofti. Greinasafnið „Líka líf“, sem kom út árið 1979, er gleggstur vitnisburður um það. Sumum þótti ólafur dómharður um of, einkum fyrstu árin, og kvörtuðu undan gagnrýni hans. En hann reyndi ævinlega að vera heiðarlegur í skrifum sínum og færði jafnan rök fyrir máli sínu, að svo miklu leyti sem slíkt er unnt, þegar skáldskapur á í hlut. Þeim sem þekktu Ólaf vel kom síst á óvart, þótt hann væri spar á lofsyrðin. Hann setti kröfuna um fullkomnun í listum ofar öllu; efa- semdum varð ekki vísað á bug að hans dómi, og enginn samanburð- ur kom til greina nema miðað væri við þá tinda, sem hæst gnæfðu. Aftur á móti kom vinum hans á óvart, að hann skyldi ekki birta eigin skáldskap eftir að skóla- göngu sleppti. Vera má, að hann hafi lagt hann á hilluna og látið í staðinn lestur meistaraverka svala sköpunarþrá sinni. Grunur minn er hins vegar sá, að svo hafi ekki verið. Þeir, sem haldnir eru ólæknandi ástríðu skáldskapar, eiga erfitt með að neita sér um þann munað að yrkja; þeir byrja hvorki á því né hætta því, heldur gera það einfaldlega — og fá ekki við það ráðið. En svo óvæginn, sem Ólafur gat á stundum verið í gagnrýni sinni á aðra, var hann að sjálfsögðu harð- astur við sjálfan sig í þessum sök- um. Alkunna er, að margir þeirra fræðimanna, sem skrifað hafa um íslenskar bókmenntir af mestum frumleik og næmastri tilfinningu, hafa jafnframt verið skáld. Að dómi undirritaðs er ólafur Jónsson í hópi þeirra. Þegar honum tókst vel upp, var það skáldgáfan öðru fremur, sem gerði honum kleift að fjalla um fagurbókmenntir af hreinni snilld. Að lokum ætla ég að gerast svo djarfur að vitna í eitt af æskuljóð- um Ólafs, þótt hann mætti hvorki heyra þau né sjá á fullorðinsárum. Það var valið í „Ljóð ungra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.