Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 Borgarfjörður: Margir bílar fuku útaf þjóðveginum Korgarnesi, 9. janúar. MARGIR bílar fuku út af þjóðveginum frá Reykjavík upp í Borgarfjörð í gær, sunnudag, er mikið rok gerði í kjölfar hláku og rigninga, þannig að vegurinn varð flugháll. I Tíðaskarði fuku a.m.k. 6 bílar út af veginum á um 50 metra kafla og skemmdust sumir þeirra nokkuð. í Borg- arfirði fuku einnig nokkrir bílar út af veginum undir Flafnarfjalli og víðar, meðal annrs fólksflutningabifreið með 20 farþegum. 1 Morgunblaðið/G.Berg. Helga á batavegi „Ég hélt ég hefði ein sloppið lifandi," sagði flelga Björnsdóttir, sem slasaðist við Fnjóskárbrú um sl. helgi, í viðtali, er birtist í Morg- unblaðinu í gær. Hún líggur nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem þessi mynd var tekin. Helga var ein sex farþega í langferðabifreið á leið til Húsa- víkur frá Akureyri þegar rútan feyktist skyndilega út af vegin- um. „Það var mikil mildi að Helga skyldi ekki stórslasast þegar hún her.tist út úr bílnum á leiðinni niður, sennilega í gegnum rúðu,“ sagði ökumaður bílsins í samtali við Mbl. Helga er talin hafa sloppið þokkalega frá slysinu en er talin vera ltf- beinsbrotin og með brákuð rif. Hún hlakkar mest til að komast heim til sín á Húsavík og geta hafið vinnu á elliheimilinu á ný. Bolungarvík: Engin slys munu hafa orðið á fólki í þessum útafkeyrslum en fólk sem yfirgefa þurfti bíla sína var í miklu basli með að komast á milli bíla þegar veðrið var sem verst. Mjólkurbílum frá Mjólkursam- laginu í Borgarnesi hefur gengið illa að komast leiðar sinnar í ófærðinni undanfarna daga. All- ar tímaáætlanir bílanna hafa gengið úr skorðum og vinnudag- urinn hjá bílstjórunum hefur suma dagana orðið æði langur, til dæmis voru mjólkur- og flutn- ingabílar frá Kaupfélagi Borg- firðinga að brjóast áfram vestur á Mýrum fram á morgun bæði aðfaranótt föstudags og laugar- dags. Að sögn Guðmundar Sverr- issonar, deildarstjóra á bílastöð kaupfélagsins, hefur þó tekist að komast heim á flesta bæi til að sækja mjólk, en sumstaðar hefur mjólkin verið orðin það gömul að hún hefur orðið að fara í vinnslu. Ekki hefur komið til niðurhell- ingar á mjólk nema í mjög litlum mæli, að sögn Guðmundar. í Norðurárdal þurfti að nota snjó- bíl björgunarsveitarinnar til að aka fóðurbæti heim á nokkra bæi sem voru að komast í þrot með fóðurbæti vegna langvarandi ófærðar. — HBj. —Morgunbladid/Albert Kemp. StaÖarbakki: Hluti þaks tættist af VIÐBYGGING við skemmu Pólarsíldar hf. á Fáskrúðsfirði fauk í ofsa- veðri, sem gerði þar aðfaranótt mánudags, og klippti af um helming riss á íbúðarhúsinu við Búðarveg 53, eins og fram kom í fréttum Mbl. í gær. Hluti viðbyggingarinnar hafnaði hinum megin við götuna. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig hluti af risinu hefur tæst af og hvernig brakið lá um götur á Fáskrúðsfirði á mánudagsmorgun. Mikil ófærð og fannfergi SUÓarbakka, 6. janúar. í DAG, síðasta dag jóla, þrettánd- ann, er litið til baka yfir hátíðina. Má segja að hún hafi verið með nokkuð sérstökum hætti. Eftir mjög hag- stæða veðráttu og góðar samgöngur skipti mjög um til hins verra því á jóladag var feikna snjókoma úr logni og illmögulegt var að halda vegi. Svo blint var að ýmsir er ætluðu til kirkju að Melstað sneru aftur heimleiðis. Síðan má heita að fannkoma hafi verið á hverjum degi. Er nú mikill jafnfallinn snjór. 29. desember var samkvæmt venju haldin innansveitar skemmtun. Fennti þá svo mikið um nóttina að ýmsir lentu í erfið- leikum með að komast heim og urðu að skilja eftir bíla sína á miðri leið, en komust gangandi heim síðla nætur. Vildi til að ekki var mikið frost eða kuldi. Aflýsa varð messu á nýjársdag á Staðar- bakka sökum ófærðar og sömuleið- is aftansöng á Hvammstanga á gamlárskvöld. Ofsarok og stórhríð gekk hér yf- ir eins og víða annars staðar þann 4. þessa mánaðar. Stóð það veður aðeins fjóra til fimm tíma og er ekki vitað að orðið hafi verulegt tjón af. Það lætur að líkum að flestir hafa haldið sig heima eftir því sem mögulegt hefur verið. Reynt hefur verið að halda aðal- þjóðveginum opnum oftast nær, en allir vegir út í sveitirnar eru ófær- ir. Mjólkurflutningar hafa farið mjög úr skorðum og komið er á aðra viku síðan mjólk var tekin á sumum bæjum. Til marks um ófærðina má nefna að mjólkurbíll, vel útbúinn, braust hér fram í sveitina nú einn dag í vikunni og var fjóra klukkutíma af aðalvegin- um og hér fram að Staðarbakka, sem er um 5 kílómetra leið og besti vegur. Sömu sögu er að segja um póstferðir, enginn póstur hefur komið hér í rúma viku. í dag er bjart og gott veður og vonandi fer að greiðast úr öllu þessu. Að framansögðu sést að víða geta komið samgönguerfið- leikar en á höfuðborgarsvæðinu, þó það þyki að öllum líkindum ekki eins fréttnæmt. Benedikt. Járn fauk af húsum Bolungarvík, 10. janúar. ÞAÐ SEM af er þessu ári hefur tíð- arfar verið allrysjótt hér í Bolungar- vík sem og víðast hvar á landinu. Þrátt fyrir snjóþyngsli og veðurofsa á köflum hefur þó fremur lítið verið um óhöpp af þess sökum. Að sjálf- sögðu hefur verið erfitt um sjósókn í þessu tíðarfari en rækjubátar fóru sinn fyrsta róður á árinu sl. föstu- dag. Síðastliðinn sunnudag gekk á með SV-hvassviðri og rigningu og gerði all miklar rokur í hviðunum. Járnplötur tóku að fjúka af tveim- ur íbúðarhúsum hér í bænum en björgunardeild Slysavarnafélags- ins brá skjótt við og aðstoðaði húseigendur við að koma í veg fyrir frekara tjón. Auk þess unnu björgunarsveitarmenn fram eftir nóttu við að opna ræsi í tveim göt- um bæjarins, sem vatn hafði safn- ast í sökum rigningarinnar og hláku. — Gunnar. „Vissum ekki að þau ættu í vandræðum“ — segir Selfosslög- reglan um hjónin, sem lentu í hrakning- um á Þrengslavegi „OKKIIR þykir vissulega mjög leitt að heyra af hrakningum þessa fólks. Við erum ævinlega reiðu- búnir að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum en frumskilyrðið er að við vitum af því. Það gerðum við ekki í þessu tilviki," sagði Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, þegar blm. Morgunblaðs- ins leitaði skýringa hans á því, að fullorðin hjón frá Þorlákshöfn nutu ekki aðstoðar lögreglu er þau lentu í hrakningum á Þrengslaveg- inum aðfaranótt 3. janúar sl. Saga hjónanna birtist i Morgunblaðinu sl. laugardag. Þau höfðu farið frá Reykjavík undir miðnætti áleiðis austur en lent í vondu veðri. M.a. aðstoðuðu þau fólk frá Selfossi við að fá hjálp lögreglunnar. Lyktaði mál- inu þannig, að lögreglubíll frá Selfossi tók bifreið Selfyss- inganna í tog en hjónin börðust áfram til Þorlákshafnar. Þegar þangað kom var eigin- maðurinn illa haldinn og sendi heimilislæknir hjónanna hann á sjúkrahús til frekari rannsóknar, að því er þau sögðu í samtali við Fullorðin hjón í hrakn- ineum á Þrengslavegi ' __ • . m.nn »n tarjumM »fr»ir. Munriurn M«|a>bltöiu • PvrUbMn o* bof*« fr»mu< <•■«• t»*» fr<»—T- »«•• mm •* twa • Itémfwti 1« MMárflu _____ ... „ , . njm bilnum hiori <* urmn » unJnr V»ðrið **r»" ft t i»ið <m tjfð< IWii»h»i»> .i!.unn.«»ð»ll>rbll‘f vrð«»'' i. Cflir i .f« ma »h-lur -......- , íkonhliðirbmhhu Þrmcila- hr»hh-i. »••» '•*,,lm 1 ’ inr 1,0 .-.j'.puð horn . h.I ið*m hi. hJU >„ru * lr>ð1,1 » b.i »HCir.m»nn» i , hiulið fru»ið f: ' i ....._______i it mino h-vf-V •• h b»ð þíð hufði UV'H mjíhaði. n »f »i»ð niður h/*hhu«u. Hjálpsemi borgar sig ekki alltáf (nMbdniM o« biður mm m» uh» „ ■ 1o< E« ir»> »u mðr ».l» »hh. „I b»M Ln »ð purrhurn»r t bil mmum hofðu fro»ið f»»»»r o* ..*»i .* rhhi h*« ** h»mi»« i »••> ,.»mu Én ޻𠻫» ).«•»«••»•»• h»nn h«M«.» mill. bilunn* o« »kip»ð' mér »ð nka »f ouð E* hafð. buðið þ*.m »ð kom. ,nnj m.nn Sil. »n »*hi ar >i* k"m»r.Ji f>r»l i *'»ð f-k 1 ,^u„ »ft Jrw» bllinn. *n þ»ð «»kk h.f „m farðin ‘»r h.n >"“tg ... .i «kki kuMiu hu«» <* m>nn»in> >fir « ®‘"n \ mnftan h»íði maðuri. «h.ð niður br*hhUn» «, i-ð k. f 'XtT" brfhhun* k mðli b»lj- •n.li »to»ml. »njðhon.u ' «J»,n hilku Þ*«»' >•« ''‘'TiJÍJTuí »< ,iuð blrtitt h»nn i b>lnum i.U i .nnCað.-.oð^.ð-ð »ð homaol i •r W,«uLil »„ «n »»ð-»rinn mmn • wm h»nn noiaði nl •» hjalp f>,>, fctfMb*'1"* rr«lului h»nr iborn.nu , l<mr»«liihilinn Fm m,»h»ð. *f »«»* f>••>‘, „rð »ð h»f* .1««" 'cíwáa't' •» h'1*1' +**'*?" niður *r hurr.ið >.ium , Krlih*h»fn»r klunhan •)« um m«r1r»rin ' »< V* „urdið Þ»nn.« »ð m,nni»r.iokkbol«mn.m«ðb.«*rt . ,<un»m o« m»ð mikUr hvallr ... w lwin.U.»l»hn.r okkar »»nJ> hann » oouala lil fr,k»ri ,»nn*#kr'*r lUna »r nu Vominn h».m nfo»r^m h«r.4urr.»r Þj* „m hkur fnn»« íurðu:««»»i «r Þ»A hv»r» I*«n» lotfr*«'.«n »th„;æ U, rVki hvori 'l» tO'f'jm »ð«toð »ð r.KJhdi S«lfo«»b.Lin< „m Okum fr»m t o* »ð»:oðuð un. Irl *kki ;.i«fr«:un» »n» um kour.j ukkar \ið«ruir. «.4r hjur. uu b*tu f«rð«l»« tok ukkur «jo « ha'fan uma Ohhur |.>hir „ndar Wv-i »A »«r» »h.>.n Þ*rn» rftir hr,»'uftu »«ðri um hlnoli »» •"» miðtiððm biluð. »n "|#f|ur SflfoMhilmi fti»« »ð r»>na »4 honi»«l „4um 4Í# ,vV»rl m«ir» fréttaritara Mbl. í Þorlákshöfn. „Það sem okkur finnst furðuleg- ast er það hvers vegna lögreglan athugaði ekki hvort við þyrftum aðstoð og svo að eigandi Selfoss- bílsins, sem við ókum fram á og aðstoðuðum, lét ekki lögregluna vita um ástand okkar,“ sögðu þau í samtalinu. „Okkur þykir und- arlegt að við vorum skilin þarna eftir í brjáluðu veðri um hánótt svona á okkur komin, rétt eins og við værum ekki til.“ „Það er rétt, það var bíll frá okkur þarna á ferðinni að koma úr sjúkraflutningum til Reykja- víkur,“ sagði Jón Guðmundsson. „Hann tók bíl frá Selfossi í tog og farþega úr bíl konunnar en hann vissi aldrei að þau hjón væru í hrakningum eða þyrftu á aðstoð að halda. Það var ekkert samband haft við hann um að þau væru í vandræðum. Okkur þykir þetta vissulega mjög leitt og hefðum að sjálfsögðu veitt að- stoð ef við hefðum vitað að henn- ar væri þörf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.