Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 17 Inflúensufaraldur í Sovétríkjunum Mikil bið eftir nauðsynlegum lyfjum Moskvu, 20. febrúar. AP. FÓLK, sem veikzt hefur af skæðri inflúensu, er nú herjar á Sovétríkin, hefur orðið að bíða vikum saman eftir því að fá nauðsynleg lyf. Stafar þetta af því, hve seint í vöfum dreif- ingarkerfið er gagnvart þeirri stór- auknu þörf, sem nú er komin upp. Hefur blaðið Sovietskaya Rossiya skýrt svo frá, að framleitt hafi verið aukið magn af þeim lyfjum, sem mest eru notuð gegn veikinni en það eru interferon og annað lyf, sem nefnist „remantadine". Er veikin nú orðin að farsótt, sem geisar í 7 stór- borgum í Sovétríkjunum. Blaðið segir, að afhending og sending lyfjabirgðanna hafi verið illa skipulögð og eigi þetta mikinn þátt í lyfjaskortinum. Skorturinn hafi orðið uppvís, er kvartanir tóku að berast frá fólki í Moskvu, sem hefði mátt fara frá einni lyfjaverzluninni tii annarrar í von um nauðsynleg Iyf en án árangurs. Samt hefði blaðið fengið þau svör, er það lét hringja í heilbrigðisyf- irvöld Moskvuborgar, að fullnægt hefði verið „sérhverri beiðni lyfja- búðanna um nauðsynleg lyf“. Sök sér að nauðga vændiskonu London, 15. febrúar. AP. TVEIR menn, sem voru sekir fundnir um að nauðga átta kon- um, voru aðeins dæmdir í 15 mánaða fangelsi í Old Bailey, sakamáladómstólnum, vegna þess, að konurnar voru vændis- konur. „Vændiskonur njóta sömu lagaverndar og aðrar konur en hér vantar þó nokkuð á, að nauðgunin sé jafn alvarlegs eðlis og hún alla jafna er,“ sagði dómarinn, Robert Lym- bery. „Konurnar urðu ekki fyrir meiðslum eða andlegu áfalli og hefðu haft kynmök við sakborningana ef þeim hefði verið greitt fyrir það." Menn- irnir tveir höfðu þann háttinn á, að þeir sömdu við vændis- konurnar og tóku þær síðan með sér i íbúð sína. Þar neit- uðu þeir að borga þeim en komu vilja sínum fram við þær engu að síður. Óttast vaxandi áhrif Samstöðu Skyndifundur hjá pólskum kommúnistum Varsjá og BriisHel, 20. februar. AP. WOJCIECH Jaruzelski hershöfðingi, leidtogi pólsku kommúnistastjórnar- innar, sagði í gær, að setja yrði lög til þess að berjast gegn vaxandi glæpum, mistökum í stjórnsýslu og spillingu í landinu. Sagði Jaruzelski þetta á eins dags fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins, sem kallaður var saman í skyndi og fram fór á sunnudag. Jafnframt varð honum tíðrætt um, að í kommúnistaflokki Póllands væru allt of fáir verkamenn, konur og ungt fólk í ábyrgðarstöðum. Þetta gæti haft það í för með sér, að flokkurinn yrði veikari og fjarlægðist þjóðina og slíkt byði heim sams konar hættuástandi og skapaðist í landinu 1980, er Samstaða varð til. Sonur þekkts forystumanns Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga í Póllandi, fannst látinn í brunni fyrir 10 dögum. Skýrði talsmaður lögreglunnar í borginni Inowroclaw frá þessu í gær, en greindi hins vegar ekki frá dánarorsökinni. Pilturinn, sem hét Piotr Bartoszcze, dó 9. febrúar og var jarðsettur 12. febrúar. Fað- ir hans er Macie Bartoszcze, sem er einn helzti forystumaður Sam- stöðu í miðhéruðum Póllands og var hinn látni sonur hans einnig meðlimur samtakanna. Þá var frá því skýrt í dag, að heilsu Janusz Palubicki hefði hrakað mjög, en hann hefur verið í hungurverkfalli frá því 5. des- ember í fangelsinu, þar sem hon- um er haldið. Palubicki, sem er kunnur verkalýðsforingi, var handtekinn 12. desember 1981, sama dag og herstjórnin í Póllandi tók öll völd þar í landi. Palubicki var látinn laus 8. marz 1982, en síðan handtekinn aftur 30. des- ember sama ár og dæmdur í fjög- urra ára fangelsi. Fjarskiptahnöttur Indónesíumanna er honum var skotið frá geimskutl- unni í síðusu viku. Miklar athuganir fara nú fram á því, hvort ekki sé unnt að koma þessum gervihnetti svo og gervihnettinum Westar á rétta braut umhverfis jörðu, svo að þeir geti framkvæmt ætlunarverk sitt, sem var á sviði fjarskipta. Vísindamenn telja þetta framkvæmanlegt, en kostnaðurinn er hugsanlega það mikill, að verkið yrði óviðráðanlegt af þeim sökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.