Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 29 fHargtmÞIitfrtt LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Vegna þjóðarhags Samningurinn sem full- trúar Bandalags há- skólamanna (BHM) og fjármálaráðherra rituðu undir á laugardaginn mæl- ir fyrir um hækkun launa sem er í samræmi við ramma fjárlaga og ætti því ekki sjálfkrafa að hafa í för með sér kollsteypu í efnahagslífinu. Vegna viðbragða forystumanna Alþýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við hinum nýja samningi er ástæða til að ítreka enn einu sinni þau einföldu sannindi að þjóðartekjur og þjóðar- framleiðsla aukast ekki við það að samið sé um hærri laun en þjóðarbúið stendur undir. Sú árátta að eyða meiru en aflað er hefur í för með sér að laun eru greidd með verðlausum krónum, skuldabagginn þyngist í útlöndum og öll- um kröftum er eytt í að leysa vandamálin frá degi til dags í stað þess að búa í haginn til nokkurrar fram- búðar. Fulltrúar BHM benda á að í samningnum felist ekki aðeins launahækkun 1. mars næstkomandi heldur einnig bætt samningsstaða þegar fram í sækir með því að gildistími kjarasamn- inga er styttur auk þess sem aðilar ætla sameigin- lega að bera saman kjör ríkisstarfsmanna í BHM og þeirra sem gegna hliðstæð- um störfum en vinna ekki hjá ríkinu. Hvort unnt er að meta þetta til fjár eða ekki skal ósagt látið, hitt er þjóðarnauðsyn að sem fyrst fáist svipaðar lyktir í kjarasamningum annarra og náðust milli BHM og fjármálaráðuneytisins. Deilan í álverinu í Straumsvík hefur dregið að sér mesta athygli þeirra sem áhuga hafa á kjara- baráttunni. í Straumsvík hefur verið verkfall í rúm- ar þrjár vikur án þess að vinna hafi lagst niður. Nú kemur hins vegar brátt að því að bræðslu á áli verði hætt og er byrjað að minnka rafstrauminn til álversins í áföngum. Rimman í Straumsvík er ekki til fyrirmyndar, þvermóðskan, yfirlýs- ingagleðin og reiðilesturinn í fjölmiðlum þjónar ekki þeim tilgangi að bæta hag starfsmanna í álverinu. Aðferðin sem beitt var í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga þar sem samningar hafa tekist er heilladrýgri en karpið í ál- verinu. Vonandi má líta á samn- inga BHM og starfsmanna járnblendifélagsins sem undanfara þess sem koma skal í þeirri samningalotu sem nú stendur yfir milli viðsemjenda fjölmennustu launþegafélaganna og at- vinnurekenda. Rimman í álverinu verður vonandi eina tilvikið þar sem til- finningasemi ýtir raunsæi til hliðar. Síst af öllu er það í samræmi við þjóðarhag að sigla atvinnulífinu í strand um þessar mundir. Þeir sem telja sér sæma að berjast fyrir því eru alls ekki að gera það af um- hyggju fyrir þeim sem verst eru settir. Það verður ekki niðurstaða hörkuátaka á vinnumarkaði að hinir verst settu komi frá þeim með pálmann í höndunum. Þegar út í harða kjara- baráttu er komið þykir mönnum það jafnan benda til uppgjafar og undan- sláttar ef vísað er til þjóð- arhags og deiluaðilar eru hvattir til að gera eitthvað vegna hans. Aðdróttanir af þessu tagi ættu auðvitað að hitta þá fyrir sem halda þeim á lofti. Gleymist þjóð- arhagur í hita kjarabarátt- unnar er fyrst voðinn vís fyrir launþega eins og dæmin sanna. Er ástæðu- laust að ætla annað en að gamalreyndir verkalýðsfor- ingjar muni eftir þessum gömlu sannindum núna eins og þeir gerðu síðast með eftirminnilegum hætti í nóvember 1981, en í októ- ber það ár börðust þeir hlið við hlið Eðvarð heitinn Sig- urðsson og Guðmundur J. Guðmundsson á þingi Verkamannasambandsins fyrir kjaramildi vegna þjóðarhags og þá var samið um 3,25% almenna launa- hækkun í óðaverðbólgu. Sá er að vísu munurinn að þá sátu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn sem þeir gera ekki núna. Þessi staðreynd má ekki gleymast þegar leitast er við að meta stöðuna í kjaramálunum á hlutlægan hátt og hvað fyrir þeim vakir sem nú vilja helst ekkert á sig leggja vegna þjóðarhags. Búnadarþingsfulltrúar við setningu Búnaðarþings. Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags íslands setur þingið. Morgunbladið /ÓI.K.M. Búnaðarþing 1984 sett: Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika líta bændur björtum augum til framtíðarinnar r * — sagði Asgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags Islands BÚNAÐARÞING 1984 var sett í gærmorgun. Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands, flutti ræðu og setti þingið. Einnig ávarpaði Jón Helgason, landbunaðarráðherra, þingið. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var viðstödd setningarathöfnina auk fjölda annarra gesta, svo sem alþingismanna, starfsmanna Búnaðarfélagsins, eiginkvenna búnaðarþingsfulltrúa og fleiri. I upphafi máls síns minntist Ás- geir Bjarnason, Jóhannesar Davíðs- sonar, bónda og fyrrverandi búnað- arþingsfulltrúa, Neðri Hjarðardal, sem lést á síðasta ári. Lýsti hann úhyggjum sínum yfir minnkandi áhuga á búvísindanámi og ráðu- nautastörfum, en nú eru að minnsta kosti 5 stöður ráðunauta úti á landi lausar og aðeins 3 nemendur í bú- vísindanámi á Hvanneyri og færri við slíkt nám erlendis en áður. Þá ræddi hann um slæmt árferði und- anfarin ár og áhrif þess á efnahag bænda. Sagði Ásgeir að á 5 síðustu árum hefðu komið 3 köldustu ár aldarinnar. Á síðasta ári hefði vet- urinn verið langur og strangur, vor- ið kalt, og sumarið kaldasta og eitt það votviðrasamasta á þessari öld. Efnahagur bænda hefði versnað svo að á sjöunda hundrað bændur hefði sótt um að fá lausaskuldum breytt í föst lán. Kartöfluuppskeran í haust hefði brugðist að verulegu leyti. Þá væri fóður mjög af skornum skammti í sumum landshlutum. Sagði Ásgeir að bændur litu þrátt fyrir þessa erfiðleika björtum aug- um til framtíðarinnar með það í huga að við svipað harðæri fyrir einni öld síðan hefði orðið búfjár- fellir og þá hefði einnig verið stutt í sultinn. Ásgeir bauð að lokum bún- aðarþingsfulltrúa velkomna til þine?, sérstaklega þá tvo vara- fulltrúa sem nú taka sæti í fyrsta skipti, þau Halldór Einarsson frá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, og Þórönnu Björgvinsdóttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, en Þóranna er fyrsta konan sem sæti tekur á Búnaðarþingi. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, ræddi um störf Búnaðarþings og stöðu landbúnaðarins almennt svo og helstu mál sem unnið er að í landbúnaðarráðuneytinu um þessar mundir. Ræddi hann um erfiðleika vegna erfiðs árferðis og þær úrbæt- ur sem unnið er að til að aðstoða þá bændur sem verst hafa orðið úti. Þá sagði hann frá undirbúningi ýmissa lagafrumvarpa sem varða landbún- aðinn sem nú er unnið að, m.a. endurskoðun laganna um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og endur- skoðun jarðræktarlaganna. Þá hef- ur verið undirbúið frumvarp sem fjallar um breytingu á þeirri starf- semi sem Landnám ríkisins hefur annast. Sagði ráðherra að stefnt væri að því að leggja á yfirstand- andi þingi fram frumvarp um vatnafiska og nytjaskóga svo og frumvarp til breytinga á lögum um afréttarmálefni, fjallskil og fleira. Þá ræddi landbúnaðarráðherra um nýjar búgreinar og ný atvinnu- tækifæri í sveitum landsins, og skýrði frá því að hann hefði óskað eftir því við Framkvæmdastofnun ríkisins að hún geri sem gleggst yf- irlit yfir þá atvinnumöguleika, sem um er að ræða í íslenskum sveitum og m.a. byggja á nýtingu hlunninda og annarra landkosta þeirra. Sagði hann að landbúnaður á harðbýlum svæðum yrði umræðuefni á ráð- stefnu Evrópuríkja innan FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður hér á landi í september næstkomandi. Er það í fyrsta skipti sem þessi ráðsefna er haldin á Norðurlöndum. Ráðstefnuna munu sækja forystumenn f landbúnaði á vettvangi stjórnmálanna f þátttöku- ríkjunum. Sagði landbúnaðarráð- herra að þetta yrði því einstakt tækifæri til að kynna íslenskan landbúnað og staðhætti hér fyrir þessum fulltrúum Evrópuríkjanna og að vonandi yrði þessi heimsókn þeirra íslenskum landbúnaði til styrktar á margan hátt. ÁTVR-ránið: Talið líklegt að sami mað- ur hafi verið að verki á Laugavegi og í Vesturröst TVÆR patrónur úr haglabyssunni, sem ræninginn notaði þegar hann rændi 1840 þúsund krónum frá starfsmönnum ÁTVR fyrir utan útibú Landsbanka íslands við Laugaveg 77, fundust fyrir utan útibúið. Patrónurnar eru af Eley- gerð, sams konar og stolið var úr vcrsluninni Vesturröst við Lauga- veg aðfaranótt föstudagsins. Sam- kvæmt heimildum Mbl. telur lögr- eglan allar líkur á að sami maður hafi verið að verki í Vesturröst og í ráninu á Laugaveginum. Maður var handtekinn skömmu eftir innbrotið í Vestur- röst og yfirheyrður hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Fjórar rúður voru brotnar, tvær í Vest- urröst og tvær hjá hárskera. Ekkert bendir til að maðurinn, sem var handtekinn, hafi átt að- ild að ráninu, en farið inn eftir að þjófurinn hafði stolið hagla- byssunni. Haglabyssan er enn ófundin. Hún er af Winchester-gerð, ein- hleypt, þriggja skota og sjálfvirk með hlaupvíddina 12. Byssan var í umboðssölu í versluninni, sú eina sinnar tegundar sem til var, en innflutningur á sjálfvirkum byssum hefur verið bannaður frá árinu 1979. Einnig var stolið pakka af höglum, 25 stykkjum, af gerðinni Eley International Game með haglastærð númer fjögur, eða 3,1 mm. Þetta munu vera algeng skot til rjúpnaveiða og eru fáanleg víða um land á yfir 30 útsölustöðum. Ljóst þykir að byssan, sem notuð var í ráninu, hafi verið sjálfvirk. Að sögn Konráðs Konráðssonar, starfsmanns ÁTVR, sem ræninginn réðst á, liðu aðeins 3 til 4 sekúndur milli skota, þannig að á þeim tíma hefði ræningjanum ekki gefist tími til að hlaða á ný, hefði byssa hans ekki verið sjálfvirk. Allar líkur benda því til að stolna byssan hafi verið notuð við ránið. Aðeins byssunni og hagla- pakkanum stolið Að sögn Hinriks Hermanns- sonar, eiganda verslunarinnar Vesturrastar, var engu öðru en byssunni stolið úr versluninni. Engu var rótað til eða eyðilagt. Hinrik vildi að það kæmi skýrt fram, að það væri lás í gikkjum allra byssanna, sem í verslun- inni eru og að það kosti mikla fyrirhöfn að ná lásnum af. Því væri óhugsandi að maður gæti í brjálæðiskasti stolið byssu og skotfærum og þegar hafið skothríð. Hringt og sagt að bifreiðin hefði sést við Hótel Esju Klukkan 19.50 á föstudags- kvöldið barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um ránið á leigubifreiðinni og að leigubíl- stjóranum hefði verið ógnað með haglabyssu. Klukkan 19.56 var tilkynnt um ránið á Laugavegi, en svo virðist sem menn hafi ekki strax gert sér grein fyrir alvarleika málsins og þá var það ekki sett í samband við atburð- ina í Nauthólsvík. Klukkan 19.57 var hringt til lögreglunnar frá Hreyfli og tilkynnt að leigubif- reiðinni R-320, þeirri sem rænt var, hefði sést ekið austur Laugaveg framhjá Hlemmi. Klukkan 19.59 var aftur hringt frá Hreyfli og tilkynnt að bíl- stjórar teldu sig hafa séð bifreið- inni ekið austur Suðurlands- braut framhjá Hótel Esju. Lögregluliði var stefnt í aust- urborg Reykjavíkur og Vestur- landsvegi var lokað. Þá er Mbl. kunnugt um að lögreglunni barst ábending um að bifreiðinni hefði sést ekið Reykjanesbraut áleiðis upp í Breiðholt. Austurborgin og Breiðholt voru því helstu leitar- staðir fyrst í stað. Lögreglumenn komu ekki á vettvang á Lauga- veg fyrr en um 10 mínútum eftir að tilkynning barst, því eins og - fyrr sagði gerðu menn sér ekki strax grein fyrir alvarleika málsins við Laugaveg. Síðar komu fram upplýsingar um að bifreiðin R-320 hefði sést i Holtunum og upp úr klukkan níu fannst hún mannlaus við Braut- arholt 2. Byssan var horfin og ræninginn skildi enga slóð eftir. Sporhundur úr Hafnarfirði var fenginn til þess að rekja slóð, en það bar engan árangur þrátt fyrir að hann hefði víða farið. Innkoman í gær flutt í lögreglubílum í banka Að sögn Jóns Kjartanssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins, verður dags- innkoma útsölustaða ÁTVR í Reykjavík og wðar á landinu, flutt í bankahólf í lögreglubílum á næstunni. Þessi háttur var viðhafður í fyrsta sinn í gær- kvöldi. „Við höfum verið að kanna ýmsa möguleika á framtíðarskipulagi þessara mála, en það er of snemmt að segja nokkuð frá því opinber- lega,“ sagði Jón Kjartansson. Jón lét þess getið að síðastlið- inn föstudag hefði heildarinn- koma útsölustaðanna í Reykja- vík verið um 7 milljónir króna, það er útsölustaðanna við Lindargötu, Snorrabraut og Laugarásveg. Ránsfengurinn var sem kunnugt er 1840 þúsund krónur. Að sögn Konráðs Konráðsson- ar, starfsmanns ÁTVR, voru þeir félagar óvenju snemma á ferðinni þetta kvöld. Þeir komu að bankanum um 10 mínútur fyrir átta, en eru yfirleitt ein- hvern tíma á bilinu frá átta til níu og sagði Konráð að það væri mjög breytilegt frá degi til dags hvenær á þessu tímabili væri farið í bankann. eftir ránid á föstudagskvöldið. MorgunbiaAM/ júiíus. Hans besta kvikmynd eftir Indriða G. Þorsteinsson Kvikmyndagerð á sér þegar nokkra sögu í landinu, og sínar stóru og litlu stundir, eins og geng- ur. Nú er komin enn ein mynd, til viðbótar við þær fjórtán myndir, sem gerðar hafa verið frá því að menn tóku sig til í andlitinu og hófu kvikmyndagerð fyrir alvöru um 1980. Þessi nýja mynd nefnist Hrafninn flýgur og er eftir Hrafn Gunnlaugsson, þann mann sem einna djarfast hefur sótt fram í kvik- myndagerð en ekki alltaf við það lof, sem hann ætti þó skilið fyrir marga góða hluti, sem hann hefur gert í kvikmyndum, þótt aldrei hafi það komist heilt til skila fyrr en nú, að honum hefur tekist að gera Hrafn- inn að mjög góðri mynd, með öllum þeim frágangi á nauðsynlegustu at- riðum, sem gera kvikmyndir þannig úr garði, að þær rísi undir sjálfum sér og séu það trúverðuga sjónarspil, sem sellulósi og hvítt tjald varpar fyrir augu áhorfenda. Kvikmyndagerð á íslandi er auðvitað enn í mótun, enda kemur Indriöi G. Þorsteinsson fyrir að þrátt fyrir mikil tilhlaup veldur árangurinn oft vonbrigðum frekar en ánægju. Kvikmynda- húsgestir hafa sýnt.þessum mót- unarverkum mikinn áhuga, eins og fram kemur í aðsókn, og hafa framleiðendur notið þessara hlý- inda almennings í stórum mæli. Þeim er nokkur þörf á góðu atlæti vegna þess að kvikmyndir eru óhemju dýrar í framleiðslu, og á fáu að byggja nema ábyrgð fram- leiðenda sjálfra, sem eiga greið- asta leið á hausinn, komi almenn- ur áhorfandi ekki til og veiti stuðning sinn. í langflestum til- fellum hafa menn sloppið frá því fjárhagslega hættuspili að gera kvikmynd og er það vel. Nýjasta mynd Hrafns Gunn- laugssonar, sem nú er sýnd í Há- skólabíói, er svo vitnisburður um það, að jafnvel þekktasti órabelg- urinn í hópi kvikmyndagerðar manna tekur líka sín fullnaðar- próf, enda stendur Hrafninn í hópi fremstu mynda, sem hér hafa ver- ið gerðar. Geta allir, sem vilja veg íslenskrar kvikmyndagerðar sem mestan óhræddir séð þessa kvik- mynd, og mega treysta þvi, að af henni hafa þeir góða skemmtun. Sú íslendingasaga, sem Hrafn Gunnlaugsson hefur lagt til grundvallar kvikmynd sinni, hefur alla snertipunkta rétta, en frelsi hefur hann kjörið sér til að fjalla um myndefnið á þann hátt sem honum sýnist, og er hvergi bund- inn þeim spádómum, sem við lát- um í dag duga fyrir sagnfræði um þá römmu forneskju, sem ríkti á sviði hefnda og bræðravíga í forn- öldinni. Einhverjum gæti fundist að hjartablóð söguhetja rynni ein- um of strítt, en þá er því til að svara, að hvergi fellur maður að nauðsynjalausu í þeirri stóru hefndarför, sem ungur sveinn tekst á hendur frá Irlandi um Miklagarð og Noreg til Islands. Alkunna er að íslendingar eignuð- ust börn með ánauðugum, írskum konum og er kannski þaðan runnið eitthvað af sagnagáfu Hrafns Gunnlaugssonar, en minna er vit- að til þess að hingað hafi hlaupið strákar frá Irlandi til að drepa menn. Getur þó vel verið að slíkt hafi gerst, og drápu þrælar Hjör- leif. En það frelsi, sem Hrafn veit- ir sér í kvikmyndinni, verður henni til góðs og gerir hana hraða og snurðulausa, og verður að segj- ast eins og er að leikarar ganga allir hiklaust til verks og skila hlutverkum sínum vel, sumir al- veg skínandi vel. Er gaman að sjá hvernig sviðshefðin og kvikmynd- in eru smám saman að sættast með hinum æskilegasta hætti. Ástæðan til þess að ég treðst hér fram á vettvang lærðra gagn- rýnenda er sú, að einhvers staðar virðast þeir hafa orðið valdir að „Hrafninn flýgur“: Þórður goði. trúnaðarbresti við áhorfendur. Þótt þeir hafi undantekningar- laust hælt Hrafninum, eins og rétt er og skylt, er alveg eins og kvik- myndahúsgestir skelli nú skolla- eyrum við því lofi. Aðsókn að myndinni er sögð dræm, og eru það ill tíðindi. íslensk kvikmynda- gerð á annað betra skilið en við yfirgefum hana einmitt í þeim punkti, þar sem vel hefur til tek- ist. Við megum ekki þreytast svo fljótt, að ekki gefist tími til að fullreyna kvikmyndagerðarmenn okkar. Hrafn Gunnlaugsson hefur gert sína bestu mynd. Hún er að auki í hópi bestu mynda, sem hér hafa verið gerðar. Þess vegna eig- um við að sjá til þess að honum farnist vel. Það er í valdi kvik- myndahúsgesta — og þeir munu hafa skemmtun af. Indriði G'. Þorsteinsson er rithöf- undur. Athugasemd: Völundur hf. hefur gagn- varið timbur um árabil MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Timb- urverzluninni Völundi hf.: Út af frétt, sem nýlega birtist í sjónvarpi og Dagblaðinu Vísi, um að Rammi sé fyrsta fyrirtæki sem kemur sér upp tækjum til að gagnverja timbur (í klassa B) vilj- um við taka fram eftirfarandi: Timburverzlunin Völundur hf. var fyrsta fyrirtækið, sem kom sér upp tækjum til að gagnverja timb- ur (i klassa A) og hefur haft slík tæki í yfir 15 ár. Völundur hefur gagnvarið efni í glugga, en auk þess efni í: Girðingarstaura, gróð- urhús, utanhúsklæðningu timbur- húsa, húshluta timburhúsa sem komast í snertingu við steypu svo sem fótstykki grindar, gólfbita o.s.frv. vindskeiðar, mæni á þök- um, útihús, hesthús, fjárhús, hlöð- ur, súrheysturna, grindverk, bryggjugólf, bátabryggjur, báta, garðhúsgögn, áhorfendapalla og bekki, þrýstivatnsleiðslur, tröpp- ur, palla í kringum hús og á svalir o.fl. o.fl. Gagnvörnin fer fram í þar til gerðum tönkum og efnið sem not- að er við gagnvörnina er Boliden- salt K-33. Er upplausn af efni þessu dælt í tankana undir mikl- um þrýstingi ca. 7 kg./crrr og gengur vökvinn alveg inn að kjarna viðarins, en kjarninn sjálf- ur er fúavarinn af náttúrunnar hendi. Flokkast aðferð þessi samkv. sænskum staðli undir „klassa A“. Gagnvörn með þessari aðferð mun allt að fimmfalda end- ingu viðarins, en kostnaðurinn er um 30% af hráefninu, er því fljótreiknað, að það margborgar sig eins og dæmi sannar um girð- ingarstaur, sem rekinn er í jörð: Ovarið CagnvariA EfniskostnaAur 100.- kr. 130.- kr. Vinna 100. kr. 100.- kr. 200. kr. 230. kr. Knding 8 ár 40 ár Kostnaður pr. ár 25.- kr. 5,75 kr. Varðandi meðalglugga lítur dæmið svona út: Ovarið Cagnvarið Kfniskostnaður ca. 600.- kr. ca. 800.- kr. Vinna ca. 600.- kr. ca. 600.- kr. Tvöfalt gler ca. 1.200.- kr.ca. 1.200.- kr. ísetning glers og ca. 800. kr. ca. 800. kr. U1"*** ca. 3.200. kr.ca. 3.400,- kr. Ending allt að 5-faldast en kostnaður hækkar um 6,25%. Tek- ið skal fram að eingöngu er hægt að gagnverja furu á þennan hátt. Greni er ekki hægt að gagnverja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.