Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984 47 Morgunblaðið/KEE. Tveir af Noregsforunum ádur en þeir fóru til nýrra heimkynna í fyrra- sumar. Norskur loðdýrabóndi Vill fá 120 villta íslenska refahvolpa HVÍTU yrðlingarnir af villta ís- lenska heimskautarefastofninum sem seldir voru til Noregs síðast- liðið sumar gera það gott og vill norski bóndinn nú fá 100 hvíta yrðlinga til viðbótar auk 20 mó- rauðra. í fyrrasumar var gerð tilraun með að safna villtum yrðlingum saman en það gekk ekki vel af ýmsum ástæðum. Næsta sumar verður farið fyrr af stað auk þess sem greitt verður mun hærra verð fyrir yrðlingana, eða 750 krónur fyrir hvern hvítan yrðling en minna fyrir þá mó- rauðu. Þó tókst að ná 18 hvítum og voru þeir sendir til loðdýra- bónda í Noregi auk 6 mórauðra og dafna vel að sögn hans. Var bóndinn hér á ferð fyrir skömmu og gerði þá stóra pöntun eins og áður sagði. Bóndinn ætlar að reyna að para íslensku refina í vetur. Þeir eru mun minni en eldisrefir og ætlar bóndinn að reyna að fá stærri dýr með betri feld með því að kynbæta þá í gegnum blárefi. Þá ætlar Norð- maðurinn einnig að nota hvítu refina til blöndunar við silfurref, en úr þeirri blöndu kemur verð- mætt afbrigði sem nefnist „Golden Island". Kaupmannasamtökin skora á borgarstjórn: Vilja að lóðaúthlutun til Hagkaups sé frestað Kaupmannasamtökin sendu sl. fimmtudag borgarstjórn bréf með áskorun um aö borgarfulltrúar gaumgæfi vandlega lóðaúthlutun til Hagkaups í Kringlumýri og fresti henni. Þá lýsa Kaupmannasamtökin fullri ábyrgð á borgaryfirvöld vegna afleiðinga þessarar lóðaúthlutunar hvað varðar afkomu og atvinnu fé- laga sinna og starfsfólks verzlana í Reykjavík. „Þetta er bara ítrekun á okkar fyrri mótmælum við þessu. Við höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að gilda skipulag varðandi verzlun og verzlunarfyrirtæki," sagði Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaúpmannasam- takanna, í viðtali við blm. Mbl. Hann sagði ennfremur, að þeir væru að benda á að það væri mjög óeðlilegt að byggðir væru mjög stórir verzlunarmarkaðir inni í miðri borg. Þeir drægju að mikinn fjölda bifreiða og ættu þar af leið- andi að rísa utan við borgina. Hann sagði það hið sama og gert væri í nágrannalöndunum. Þá sagði Magnús að þeir hefðu einnig bent á að verzlanir í mið- borginni væru orðnar það margar að þeir óttuðust afleiðingar þess. Hann var spurður, hvort Hagkaup hefði ekki í hyggju að úthluta kaupmönnum húsnæði í verzlun- armiðstöðinni. Hann svaraði: „Það er ekki á ljósu hvernig þeir ætla að nýta þetta, en það er ljóst að Ráðstefna um fíkniefnaneyslu og varnir gegn henni LAUGARDAGINN 25. febrúar nk. kl. 13.30 verður almennur fundur hald- inn í Norræna húsinu. Þar verða flutt níu stutt erindi um helstu hliðar fíkniefnaneyslu og varnir gegn henni. Pundurinn er öllum opinn, en dagskráin er við það miðuð að for- eldrar og uppalendur geti haft sem mest gagn af. Fundarboðendur eru Samtök áhugamanna um áfengis- vandamálið (SAA) í samvinnu við Landlæknisembættið og Áfengis- varnadeild Reykjavíkurborgar. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Ávarp: Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra. Fíkniefnin og áhrif þeirra: Sigmundur Sigfússon, læknir. Fíkniefnamarkaðurinn: Ásgeir Friðjónsson, dómari. Hverj- ir neyta fíkniefna?. Þórarinn Tyrf- ingsson, læknir. Heimur neytand- ans: Halldór Gunnarsson, ráðgjafi. Meðferð og endurhæfing: Sigurður Gunnsteinsson, dagskrárstjóri. Fjölskyldan: Kristín Waage, ráð- gjafi. _ Unglingarnir: Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur. Fræðsla og forvarnir: Árni Einarsson, fulltrúi. Löggjöfin; Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Kaffihlé. Almennar um- ræður. Stjórn: Magnús Bjarn- freðsson. Þróun og horfur (yfirlit): Skúli Johnsen, borgarlæknir. Fundarstjóri: Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir. Fundarslit um kl. 18. { frétt frá fundarboðendum segir m.a.: „Framsögumennirnir níu starfa á því sviði sem þeir fjalla um, eða tengjast því í félagsstörfum. í upp- hafi er fjallað um eiturefnin sem sóst er eftir til neyslu og áhrif þeirra á líkamann. Þá verður rætt um innflutning þeirra og dreifingu. Næstu tvö erindi fjalla um neyt- endurna, annars vegar um sam- setningu þess hóps sem ánetjast fíkniefnum, hins vegar um hugar- heim neytandans og líðan hans við Lagningardagar í Mennta- skólanum við Hamrahlíð Lagningardagar hefjast í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í dag kl. 10.00. Standa þeir yfir fram til föstu- dags og verða á degi hverjum ýmsar uppákomur, leiksýningar, tónleikar, kvikmyndasýningar, námskeið ým- iskonar og fleira. Auk þess verða fastir liðir alla dagana, s.s. upplýs- ingamiöstöð, dagblaðsútgáfa, ljós- myndastúdíó, hjónabandsmiðlun, út- varpsstöð, MH art ensamble, spila- víti, morgunleikfimi og fleira. Undirbúningur Lagningardaga hefur verið í fullum gangi undan- farnar vikur í höndum tíu manna undirbúningsnefndar. Stór hluti dagskráratriða er í höndum nem- enda og kennara, en auk þess leggja ýmsir utanaðkomandi aðil- ar leið sína í Hamrahlíðina meðan á hátíðinni stendur. Má þar nefna leikara frá Þjóðleikhúsinu, LR og Alþýðuleikhúsinu sem kynna það sem er á fjölunum á hverjum stað. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna mæta og ræða hvar og hvort þjóð- in stendur árið 2000, svo og full- trúar Þjóðhagsstofnunar, at- vinnulífs, launþega og annarra. Theodor Kallifatides, landflótta grískur rithöfundur, sækir MH-inga heim, svo og Martin Reagal, Austur-Þjóðverji, sem heldur fyrirlestur um sögu Orwells „1984“. Skáldin Jóhann Hjálmarsson og Matthías Johannessen kynna sig og skáldskap sinn, Sten Lindholm, danskur kórstjóri tekur lagið með Kór menntaskólans og öðrum MH-ingum og svo mætti lengi telja. Lagningardögum lýkur síðan á föstudagskvöld með balli á Mat- garði. þarna kemur gífurlega stór mark- aður. Við erum ekki að fást við neitt einstakt fyrirtæki í þessum efnum heldur eingöngu að mót- mæla þessari lóðaúthlutun, enda nefnum við ekki neitt nafn. Auð- vitað er sjálfsagt að fyrirtæki sem eru í leiguhúsnæði fái að byggja yfir sig, , en við erum að ítreka þessa skoðun okkar og stefnu." Bréf Kaupmannasamtakanna sem sent var öllum borgarfull- trúum hljóðar svo: „Samkvæmt fréttum hefur meirihluti borgar- ráðs úthlutað verzlunarlóð í Kringlumýri þar sem fyrirhugað er að byggja nálægt 30 þúsund fer- metra verzlunarhúsnæði. Fram- kvæmdastjórn Kaupmannasam- taka íslands harmar að meirihluti borgarráðs hafi ekki tekið tillit til sjónarmiða Kaupmannasamtak- anna í þessu máli, en þau eru sem kunnugt er, að stórmarkaðir rísi í úthverfum og fresta skuli lóða- úthlutun í Kringlumýri. Stjórn Kaupmannasamtaka íslands skor- ar á borgarfulltrúa að gaumgæfa vandlega þessa lóðarúthlutun. Hjá því verður ekki komist að lýsa fullri ábyrgð á borgaryfir- völd, þegar afleiðingar slíkra risa- skrefa taka að bitna á þeim, fjöl- skyldum þeirra og starfsliði, sem nú reka verzlanir í borginni." Þremur gæslu- leikvöllum lokað — og öðrum þremur lokað aö^hálfu leyti upphaf og lok neysluferilsins. Þá verður sagt frá meðferð og endur- hæfingu fíkniefnaneytenda m.a. með hliðsjón af áfengissjúklingum, svo og því leiðbeiningar- og fræðslustarfi sem unnið er í þágu aðstandenda þess fólks, sem ánetj- ast vímuefnum og þarfnast hjálp- ar. Reifaðar verða hugmyndir um það, hvers vegna unglingar gerast vímuefnaneytendur og sagt frá fé- lagsstarfi meðal unglinganna. Því næst hvernig skólar og fjölmiðlar gætu komið að auknu gagni í sókn gegn þessu vaxandi vandamáli. í lokaerindinu verður rætt um lög- gæslu og löggjöf á þessu sviði frá ýmsum hliðum. Gert er ráð fyrir að erindin taki um l'Á klst. í flutningi. Að þeim loknum verður kaffihlé. Síðan stjórnar Magnús Bjarnfreðsson al- mennum umræðum, þar sem fund- argestum gefst kostur á að segja álit sitt og beina spurningum til frummælenda. Fundinum lýkur með því að Skúli Johnsen, borgar- læknir, dregur saman yfirlit um þróun og horfur í fíkniefnamálum á grundvelli þess sem fram kemur í erindum og umræðum. Væntanlega munu fundarboðendur skýra frá því sem á döfinni er varðandi aukna þjónustu við þá sem ánetjast vímuefnum öðrum en áfengi, og ekki síst við aðstándendur þeirra.“ Félagsmálaráð hefur samþykkt tillögu stjórnarnefndar dagvistar Reykjavíkurborgar, þess efnis, að þremur gæsluleikvöllum í Reykjavík verði lokaö með öllu og öðrum þrem- ur veröi lokað að hálfu, eða fyrir hádegi. „Gæsluleikvellirnir sem hér um ræðir eru í fyrsta lagi sá sem er við Engihlíð, og annar sem er við Háteigsveg, en það stendur til að loka þeim mjög fljótlega," sagði Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri dagvistar Reykjavíkur- borgar, í spjalli við blm. Mbl. nú fyrir skömmu. „Við Kambsveg er gæsluleikvöllur sem lokað verður næsta haust, eftir sumarleyfi. Þremur völlum verður fljótlega lokað að hálfu leyti, sem þýðir, að gæslumenn verða þar aðeins eftir hádegi. Það eru vellirnir við Hólmagarð, Safamýri og Vestur- götu.“ — Hver er ástæðan fyrir lokun þessara valla? „Ein helsta ástæðan er dræm aðsókn að áðurnefndum völlum, en á undanförnum árum hefur að- sókn að gæsluleikvöllum minnkað til muna. Ég get nefnt sem dæmi tölur um heildaraðsókn að öllum völlum Reykjavíkurborgar, en á árinu 1983 komu þangað alls um 130.000 börn, sem er um 35% færri en á árinu áður. Á milli áranna 1981 og 1982 var einnig um veru- lega fækkun að ræða. Heildarað- sókn að gæsluleikvöllum hefur mest verið á milli 400.000 og 500.000 heimsóknir, en aldrei jafn lítil og á síðasta ári. Við gerð síðustu fjárhagsáætl- unar var gert ráð fyrir minnkandi starfsemi gæsluleikvalla, en í framhaldi af því er ráðgert að veita aukið fjármagn til dagvistar fyrir börn. Auk þess eru, í ná- grenni við þá velli sem lokað verð- ur, aðrir gæsluleikvellir sem meiri aðsókn er að og þykir ráðlegt að nýta þá velli betur. Yfirleitt eru fjarlægðir milli þessara valla ekki meiri en sem nemur 500—600 metrum." Aðspurður um hvað yrði gert við umrædd leiksvæði, sagði Berg- ur, að þau yrðu opin, að minnsta kosti fyrst um sinn. „Leiktæki eru þar til staðar og börn geta verið þar, en um gæslufólk verður ekki að ræða eins og áður,“ sagði Berg- ur Felixson að lokum. Færeyjakynning í Norræna húsinu FÆREYJAKYNNING verður haldin í Norræna húsinu kl. 20.30 í kvöld. Er það önnur kynningin af fimm um Færeyjar, menningu, sögu og nútímasamfélag, sem haldnar eru í tengslum við nám- skeið um Færeyjar, en það er á vegum Námsflokka Reykjavíkur, Færeyingafélagsins, Norræna fé- lagsins og Norræna hússins. Færeyjakynningin í kvöld verð- ur helguð færeyskum bókmennt- um, og verður færeyski rithöfund- urinn Jens Pauli Heinesen gestur á kynningunni. Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum kynnir höfundinn, sem les sjálfur úr verkum sínum. Auk þess les Ásdís Skúladóttir, leikari, úr íslenskum þýðingum á smásögum eftir Jens Pauli Heine- sen. Ennfremur syngur Kolbrún af Heygum færeyska söngva. í r fréttafilkynningu Már Magnússon Ólafur Vignir Albertsson Tónleikar í Gamla bíói MÁR Magnússon og Ólafur Vignir Albertsson halda nk. miðvikudag tónleika í Gamla bíói. Á efnisskránni eru ítalskar og þýskar aríur, m.a. eftir Puccini, Verdi og Wagner. Úr fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.