Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 3 Endurreisn Bernhöftstorfunnar: Móhúsin í endurbyggingu FRÁ ÞVÍ í september í haust hefur verið unnið að því að endurbyggja móhúsin svokölluðu í Bernhöftstorf- unni, sem brunnu ásamt fleiri hús- um árið 1977. Verkinu miðar vel áfram og er reiknað með að það hús sem nú er í „endurreisn“, verði upp risið í júnímánuði nk., en um þessar mundir er verið að reisa grind húss- ins. „Húsin verða að sjálfsögðu byggð eftir sinni upprunalegu mynd, það er að segja koma til með að hafa sömu stærð lögun og vera úr timbri eins og gömlu hús- in,“ sagði Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Torfusamtak- anna í samtali við blm. Mbl. „Menn hafa verið að furða sig á þeirri steypuvinnu sem þarna hef- ur farið fram, en þar er aðeins um að ræða steypta gafla í eldvarna- skyni,“ sagði Þorsteinn. 1 móhúsunum gömlu var á sín- um tíma geymdur mór, eldiviður, fyrir bökunarofn bakarísins. Það hús sem nú er í byggingu fær hins vegar nýtt hlutverk í framtíðinni, þar verður aðstaða fyrir veitinga- húsið Lækjarbrekku, verslunar- aðstaða á neðri hæð og á efri hæð- inni er hugmyndin að verði lítill salur undir súð fyrir fundi og smærri samkomur, en húsið er 130 fermetra stórt á tveimur hæðum. Kostnaðaráætlun fyrir þennan áfanga er 3,5 milljónir króna. Næst á dagskrá Torfusamtak- anna er að reisa aftur kornhlöð- una, sem stendur við Skólastrætið. Þar verður innréttaður salur fyrir 140 manns, sem meiningin er að nýta undir leiklistarstarfsemi meðal annars, og hafa þegar farið fram lauslegar viðræður á milli Torfusamtakanna og Þjóðleik- hússins um hugsanleg afnot Þjóð- leikhússins af þessum sal undir hluta af sinni starfsemi, að sögn Þorsteins. Þetta hús sem nú er í endurbyggingu í Bernhöftstorfunni rís á þeim stað þar sem gömlu móhúsin voru áöur. Reiknað er með að húsið verði tilbúið í júní nk. Morgunblaðið/Ól.K.M. Aðalfundur Verzlunar- ráðs íslands haldinn í dag AÐALFUNDUR Verzlunarráðs ís- lands verður haldinn í dag í Átthaga- sal Hótel Sögu frá klukkan 10.15 til 16.00. Fundurinn hefst með setn- ingarræðu Ragnars S. Halldórsson- ar, formanns VÍ. Á dagskrá fundarins auk venju- legra aðalfundarstarfa verða sam- skipti ríkisvalds og helstu hags- munahópa í þjóðfélaginu. Dr. Þorvaldur Gylfason flytur erindi um verkalýðsfélögin og stjórnmál- in og dr. Arthur Shenfield flytur erindi um atvinnulífið og stjórn- málin. Þá mun Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi SH, kynna undirbúning að stofnun Framfarasjóðs, alhliða fjárfest- ingarfélags í þágu einkarekstrar. Tveir seldu ytra í gær TVÖ fiskiskip seldu afla sinn er- lendis í gær, mánudag. Haforn GK seldi í Hull samtals 108,2 lestir, en fyrir þann afla fékk hann 1,729 milljónir króna, en með- alverð á kíló samkvæmt því eru 15,99 krónur, sem þykir lágt. Þá seldi Bjarni Benediktsson RE í Cuxhaven, samtals 187,3 lest- ir, en fyrir það fékk hann 4,102 milljónir króna, en meðalverð er 21,90 krónur fyrir kílóið. Þrjár sölur eru áformaðar í Þýskalandi í vikunni, en í dag, þriðjudag mun Már selja, ögri á miðvikudag og Karlsefni á fimmtudag. Þá mun Ársæll Sig- urðsson selja í Grimsby á Eng- landi á fimmtudag. Ekið á tröpp- ur og bfl EK HÚSRÁÐENDUR á Vesturgötu 29 vöknuðu í gærmorgun brá þeim heldur en ekki í brún. Tröppur fram- an við húsiö höfðu nánast verið eknar niður, auk þess sem bfll húsmóðurinn- ar hafði veriö skemmdur. Sá sem olli þessu tjóni hvarf af vettvangi án þess að gera vart við sig og ekki er vitað um vitni að at- burðinum, sem trúlega hefur átt sér stað milli klukkan 8.45 og 8.30 í gærmorgun. Þeir sem upplýsingar geta gefið um málið eru beðnir að hafa samband við Umferðardeild lögreglunnar. Fordinn frá upphafi“ Þegar bílablaöamenn skrifta um hinn byltingarkennda bíl frá Ford verk- smiðjunum, Ford Sierra, dettur þeim aldrei í hug aö líkja Sierra viö aöra bíla en þá, sem eru í miklu dýrari verðflokki. Umsagnir þeirra eru allar á einn veg: „Við gátum ekki fundið einn veikan blett“ (Autorevue, Austurríki). „Sierra er einfaldlega stórkostlegur bíll“ (Jyllandsposten, Danmörk). „Sierra. Framtíðin komin á vegina“ (L’Est, Frakklandi). „Þetta er risastökk fram á við að öllu leyti“ (Autocar, Bretlandi). „Hann er besti fj... bíllinn á vegum írlands“ (Sunday World, írlandi). „Besti Fordinn frá upphafi" (Auto Motor und Sport, Þýzkalandi). „Fyrsti bíllinn, sem lítur út eins og bíll framtíðarinnar“ (Echo de la Bourse, Belgíu). Þannig hafa umsagnirnar veriö fermetra eftir fermetra í erlendum blööum, enda hefur Ford sierra þegar fengiö 15 alþjóðleg verölaun (á aðeins rúmu ári), - fleiri verölaun en nokkur Ford bíll frá upphafi bílaaldar. Vegna sérstakra samninga viö Ford-verksmiðjurnar í Köln, V-Þýzka- landi, getum viö boöiö þennan frábæra bíl - á mjög góöu veröi í tak- mörkuöu magni. _ ^ Verð frá aðeins 377.000 kr. Við erum stoltir af þessum bíl Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17-Sími: 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.