Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 Gunnar Jóhanns- son — Minning Fæddur 25. maí 1916 Dáinn 17. febrúar 1984 í dag fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju útför Gunnars Jóhanns- sonar frá Kirkjubóli í Múlasveit. Gunnar andaðist á hjartadeild Landspítalans 16. þessa mánaðar, eftir að hafa veikst snögglega tæpum sólarhring áður. Eg sat góða stund við símann meðan ég var að átta mig á því, að hann Gunnar væri dáinn. Þetta kom svo óvænt og sannaði svo átakanlega, hvað við vitum lítið hvenær kallið kemur. Gunnar var fæddur á Kirkjubóli í Múlasveit í Austur-Barðastrand- arsýslu, 25. maí 1916, sonur hjón- anna Guðrúnar Bæringsdóttur og Jóhanns Sigurðssonar, sem þar bjuggu um langa tíð. Gunnar ólst upp á Kirkjubóli í stórum systkinahópi og átti þar heimili, þangað til hann fluttist til Hafnarfjarðar 1963 ásamt þremur systkinum sínum. Þó dvaldist hann oft um tíma annars staðar, var m.a. í skóla í Reykjanesi við ísafjarðardjúp og nokkur ár hjá bróður sínum í Bæ á Bæjarnesi, sem er næsti bær við Kirkjuból. Okkur hjónunum langar til að senda Gunnari örfá kveðjuorð og þakkir fyrir vináttu og hjálpsemi liðinna ára. Alltaf var Gunnar sami bóngóði og trygglyndi vinur- inn, hvenær sem maður hitti hann, eða leitaði til hans. Ég man fyrst eftir Gunnari, er ég var lítil telpa heima í sveitinni. Hann var í forðagæslunefnd sveit- arinnar ásamt föður mínum og gisti hann þá oft hjá okkur á ferð- um sínum um sveitina. Uppfrá því myndaðist fljótlega sú vinátta milli Gunnars og allra á heimilinu sem hélst æ síðan. Gunnar dvaldi oft hjá okkur, er hann hjálpaði pabba við viðhald á húsum og við nýbyggingar, því hann var sér- staklega iaginn við hvers konar byggingarvinnu, sem og reyndar við hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Það var alltaf sama tilhlökkun- arefnið að fá Gunnar á heimilið, hvort sem var til dvalar eða í heimsókn og ógleymanlegar ánægjustundir áttum við systkin- in með honum, hvort sem rædd voru dægurmál, eða verið var að glettast. Minnist ég þess alltaf hversu Gunnar gat þá hlegið hjartanlega. f mínum huga er Gunnar einn af þeim mönnum sem skilur að- eins eftir góðar minningar. Hann var alltaf sami vingjarnlegi og prúði maðurinn, hvort sem hann var heimsóttur að Kirkjubóli eða eftir að þau systkinin fluttu hingað til Hafnarfjarðar. Uppfrá því urðu samgöngur okkar hjón- anna við þau systkinin tíðar. Þau voru ekki einungis sveitungar mínir, heldur hafði eiginmaður minn dvalið hjá þeim hvert sumar, frá því hann kom að Kirkjubóli 9 ára gamall, sem snúningadrengur til Gunnars, er hann tók við búi af föður sínum. Veit ég að drengnum sem Gunnar tók þá inn til sín og hafði i her- bergi hjá sér hvert sumar upp frá því, fram á fullorðinsár hans, er nú tregt um tungu, er hann kveður Gunnar @vo óvænt. Ég flyt að lokum kveðjur og þakklæti frá okkur öllum í fjöl- skyldu minni fyrir samferðina á lífsleiðinni. Systkinum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Gunnars Jóhannssonar. Ásta Jónsdóttir Ég var 10 ára þegar ég réð mig sem kúasmala að Kirkjubóli á Bæjarnesi. Það var sumarið 1940. Mér líkaði svo vel, að ég falaðist eftir vist næstu tvö sumur. Múlasveitin var þá, eins og svo margar aðrar sveitir á fslandi, frekar einangruð, sem ef til vill gerði dvöl mína þar skemmtilegri en ella. Þó var eitt sem bar hæst. Það var fólkið sem í sveitinni bjó. Á Kirkjubóli bjuggu á þessum ár- um Jóhann Sigurðsson og hans kona, Guðrún Bæringsdóttir. Jó- hann var ættaður frá Múlakoti í Reykhólasveit, en Guðrún frá Kletti í Gufudalssveit. Bú héldu með þeim börn þeirra, Guðbrand- ur, Guðmunda, Jón og Valborg. Fleiri voru systkinin og sum bú- sett annarsstaðar í Múlasveit. Eitt þeirra var Gunnar. Hann var þá í kaupamennsku hjá Jóhannesi bróður sínum á Bæ á Bæjarnesi, rétt fyrir utan Kirkjuból, og því stutt að fara. Gunnar Jóhannsson, þessi indælispiltur sem hann var, er til moldar borinn í dag, frá þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði. Það má segja, að dvöl mín á Kirkjubóli, og fólkið þar, hafi mótað mig, sem ungling, til fram- búðar, og átti Gunnar sinn þátt í því. Margar urðu ferðirnar út að Bæ. Ef ekki einhverra erinda vegna, þá til að hitta Gunnar og kúasmalann sem þar var. Aldrei var nein deyfð yfir Gunnari. Gamansamur var hann, hnittinn í tilsvörum og mátulega mikill ærzlabelgur fyrir okkur kúasmalana, sem höfðum mikið gaman af að vera í návist hans. Mér er minnisstæð sundkeppni, sem við efndum til einn góðviðr- Minning: Fædd 22. febrúar 1917 Dáin 17. febrúar 1984 Ég varð harmi slegin er ég frétti að Þórunn væri ekki í tölu lifenda. Enda þótt ég viti að þetta er vegur okkar allra, þá vildi þannig til að hún kvaddi mig á mjög erfiðu tímabili ævi minnar. Vel man ég árið 1957, þegar Þór- unn kom til mín fyrsta sinni, en ég þekkti hana ekkert þá nema af af- spurn. Vinkona mín, Daja Skúla- dóttir, systir Theodórs Skúlasonar læknis, hafði bent henni á að tala við mig. í stuttu máli sagði Þór- unn mér að hana langaði til að fara út í meinatækninám. Hún kom mér vel fyrir sjónir og ég hugsaði með mér: „Reyndu nú að gera eitthvað fyrir hana.“ Ég vissi að hún hafði orðið að sjá á eftir eiginmanni sínum, sem henni var mjög kær, auk þess sem Þórunn hafði sjálf átt við langvar- andi veikindi rð stríða og átti enn í höggi við. Það varð svo úr að ég tók Þór- unni i undirbúningskennslu í meinatæknifræðum og var hún hjá mér í sex mánuði, stundaði námið vel og var mjög ánægð. Ekki er öll sagan sögð. Þegar ég fór frá Danmörku eftir 6 ára dvöl þar við meinatæknistörf, átti ég góðan vin og velgjörðarmann, Tarning yfirlækni, sem var ekki nógu ánægður með að ég væri á förum til Islands, en sagði samt: „Geti ég einhverntíma gert eitt- hvað fyrir yður, þá mun ég reyna það.“ Minnug þessara orða, skrif- aði ég nú til hans og bað hann að hjálpa Þórunni Valgerði Björns- dóttur að komast í nám í meina- tækni. Honum tókst að koma Þór- unni inn á Finsensinstitutet, þar sem hún var í tvö ár og öllum lík- aði vel við hana. Hún stundaði námið vel og fékk góðan vitnis- burð að því loknu. Síðan lá leiðin aftur til íslands. Þórunn réð sig í vinnu á Landspít- isdag, á Kvígindisfirði. Jón, bróðir Gunnars, réri okkur út á fjörð, hvar við klæddumst úr hverri spjör, steyptum okkur í sjóinn og wntum sem óðir menn til lands. Ég kom hænufetinu á undan Gunnari á þurrt, en hræddur er ég um, að það hafi verið með ráðum gert. Manngæzka einkenndi Gunnar, bæði til orðs og æðis, og var hann þess vegna hvers manns hugljúfi. Það var engin tilviljun að sonur minn var ráðinn til dvalar á Kirkjuból, þegar hann var 6 mán- aða og skyldi hann koma til starf- ans, þegar hann næði 6 ára aldri. Hans sumur urðu sex á Kirkju- bóli, og sannar það, hve gott fólk var þar á bæ. Margs er að minnast frá liðinni tíð í Múlasveitinni, þeg- ar í sveitinni ríkti friður og ró, þó svo að búskapurinn væri erfiður, en þeirri hlið gerði ég mér ekki grein fyrir, kaupstaðastrákurinn. Gunnar og allt hans fólk, gengu að störfum sínum með sannri gleði, ættjarðarást og trú á lífið og til- veruna. alanum og vann þar við blóðsega- varnir þar til yfir lauk. Frá fyrstu kynnum höfum við verið vinkonur. Þórunn var trygg- lynd og reyndist mér best á erfið- um stundum eins og nú í veikind- um mannsins míns. Hafi hún þökk fyrir margar og glaðar stundir og einnig þegar syrti í álinn. Ina Bildsöe Hansen, deildarmeinatæknir. I daglegu lífi leiðum við sjaldn- ast hugann að dauðanum fyrr en hann vekur athygli á sér með því að taka til sín einhvern sem snert- ir okkur. Mér var því ekki dauðinn í huga þegar Þórunn talaði við mig undir lok síðasta vinnudags hennar. Henni virtist líða vel en næsta morgun mætti hún ekki til vinnu né svaraði símanum. Hún hafði hlýtt öðru kalli. Þannig var Þórunn, hún hlýddu sínu kalli, kalli skyldunnar fyrst og fremst. Dauðinn skapar tilfinningu fyrir tómi sem við skynjum ekki við fjarveru af öðrum ástæðum. Það er skarð í röðum lifenda. Stóllinn hennar er þarna, en það situr enginn í honum. Fjarvera dauðans er varanleg en hinir koma til baka. En tóm dauðans er eins og sár, því eins og sár gróa, svo hverfur tómið í hugum vorum. Tíminn læknar. í daglegu lífi og starfi kemur maður í manns stað, en minningin um hvern og einn er einstök og varanleg. í lífsmyndasafni okkar samstarfsmanna Þórunnar á mynd hennar sinn sess og þar verður aldrei skipt á henni og ein- hverri annarri. Þórunn var með elstu starfs- mönnum rannsóknastofa Land- spítalans og var því samstarfs- maður okkar allra, sem þar starfa allan okkar starfstíma þar. Hún réðst til starfa á miðju ári 1958, en Ég þakka Gunnari af alhug fyrir þær stundir, sem við áttum saman og bið Guð að blessa góðan dreng. Helgi í dag, þriðjudaginn 28. febrúar, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði Gunnar Jó- hannsson, Brekkuhvammi 1, Hafnarfirði. Gunnar lést á hjartadeild Landspítalans 17. febrúar. Heldur bar lát hans brátt að, því daginn áður kom hann til vinnu árla morguns, fylgdi síðan gömlum frænda sínum til grafar fyrir há- degi og var kominn að starfi sínu kl. 13.00, en um miðjan dag veikt- ist hann og var fluttur á sjúkra- hús, sem hann taldi óþarfa, og þar lést hann daginn eftir eins og fyrr segir. Við vinnufélagar hans sjáum hér á bak einum okkar ágætasta samverkamanni. Hann var ósér- hlífinn og sívinnandi. Dagfars- prúður svo af bar. Glettinn og spaugsamur og átti auðvelt með að umgangast fólk. Enda naut hann vinsælda bæði yngri og eldri samstarfsmanna. Hann var fædd- ur á Kirkjubóli í Austur-Barða- strandarsýslu 25. maí 1916. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Sigurðsson frá Múla í Þorskafirði og seinni konu hans, Guðrúnar Bæringsdóttur frá Kletti í Gufudalssveit. Þau bjuggu á Kirkjubóli allan sinn búskap og ólst Gunnar þar upp í stórum systkinahóp. Hann var næstyngst- ur fjórtán systkina; fimm hálf- systkina (fyrri konu börn Jó- hanns) og níu alsystkini. Snemma fór hann að hjálpa til við bústörfin, enda einstakur elju- maður er hann óx úr grasi. Þá var margra ára skólaganga ekki 1959 hóf hún störf við segavarna- deild Landspítalans og þar hefur hennar starfsvettvangur verið síð- an. Eftir að göngudeild Land- spítalans var stofnsett sinnti hún jafnframt öðrum blóðtökum við göngudeildina. Þetta hentaði henni vel. Hún var með eindæm- um samviskusöm. Samviskusemin var rauði þráðurinn í starfi henn- ar, jafnvel svo að stundum fannst okkur einum of langt gengið. Þekking á starfinu skóp henni ör- yggi og vissu um að hún væri að gera rétt. Á löngum starfstíma kynntist hún mörgum þeim sem komu árum saman í mælingar vegna blóðþynninga við kransæða- sjúkdómum eða öðrum sjúkdóm- um, sem blóðþynning er notuð við. Hún vissi því vel hvernig hverjum leið, skynjaði og tók þátt í gleði þeirra og áhyggjum, vildi leggja sitt til að árangur meðferðar gæti orðið sá sem væntingar stóðu til. Á bak við hvert sýni var sál, sem byggði traust sitt á verkum henn- ar engu síður en læknanna, sem skömmtuðu lyfin eftir niðurstöð- um rannsókna hennar. Hún vildi vera traustsins verð og til þess sparaði hún enga fyrirhöfn. Þegar allt lék í lyndi leið henni vel en færi eitthvað úrskeiðis leið henni illa þar til úr var bætt. Vitundin um bein áhrif vinnu hennar á sjúklingana hvarf aldrei frá henni. Þórunn eignaðist aldrei marga persónulega vini meðal sam- Þórunn Valgerður Björnsdóttir sjálfsögð, heldur nokkurra mán- aða barnaskólanám látið duga að jafnaði. En veturinn 1937 var hann við nám á Reykjanesi við fs- afjarðardjúp í skólastjóratíð Að- alsteins Eiríkssonar. Og notadrjúg varð honum skóla- veran, sem og fleirum vel greind- um nemendum. Þar var og kennd handavinna, smíðar og bókband og ófáar eru bækurnar sem hann batt inn fyrir sveitunga sína. Árið 1944 hóf hann búskap á Kirkjubóli að föður sínum látnum og bjó þar ásamt þremur systkin- um sínum, þeim Guðmundu, Jóni og Valborgu. Gunnar var góður bóndi, fjárglöggur og búhagur vel. Voru öll hús byggð upp og ræktun stóraukin. Gunnar hafði yndi af hestum, enda hestamaður, og fór vel með þá, sem allt búfé. Gunnari voru falin ýmis trúnað- arstörf fyrir sveit sína, var forða- gæslumaður árum saman og sat í hreppsnefnd Múlahrepps um ára- bil. Haft er eftir sveitungum hans fyrir vestan, að vart hafi verið til betri nágranni, hjálpsamur og greiðvikinn svo af bar. Þáttaskil urðu 1963 er hann brá búi og flutti til Hafnarfjarðar ásamt systkin- um sínum. Skömmu eftir komuna til Hafnarfjarðar keypti hann Brekkuhvamm 1 og átti þar heima síðan. Hann vann í Straumsvík um tíma, síðan í Bátalóni um ára- bil. Hann hóf störf hjá Bygginga- vöruverslun Kópavogs í ágúst 1979. Fyrst við afgreiðslustörf í timbursölu og síðar í trésmiðju BYKO og vann þar til hinstu stundar. Að endingu viljum við þakka honum samfylgdina. Systkinum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu góðs vinar. Vinnufélagar í BYKO starfsmanna sinna þrátt fyrir langan starfstíma. Hún var frem- ur þögul og fámál, verkaði jafnvel hlédræg eða innilokuð, blandaði ekki mikið geði við samstarfsfólk sitt. Hún var ekki nýjungagjörn og lítt gefin fyrir breytingar breytinganna vegna. Gömlu, sem reyndist vel, var því engin ástæða til að farga. Frá upphafi bjó hún til sín eigin rannsóknaefni og hef- ur eflaust sparað með því mörg árslaun sín og enn er i notkun vatnshitabað, sem fyrst var fengið til rannsóknanna. Hún fór vel með allt sem henni var trúað fyrir. Oft var skipt um aðstoðarfólk hjá henni. Því kunni hún illa, fannst að tíð skipti verkuðu nei- kvætt á þjónustuna þar sem hún var eini fasti punkturinn og bar ábyrgð á. Henni fannst réttilega að hún ætti að ráða vinnubrögð- unum á sínum vinnuvettvangi en ekki skammtíma aðstoðarmenn. Væri skilningur á því var fátt sem skyggt gat á samstarfið. Hún gerði ekki kröfur fyrir sig né kvartaði sín vegna, en bar vel- ferð fólksins, sjúklinganna, sem þjónustu þurftu, fyrir brjósti. Stundum brostum við að hagnýtri íhaldsemi hennar en skynjuðum virðingarverða samviskusemi og einlægan vilja til að láta gott af sér leiða. Guð blessi hana á þeim leiðum sem hún nú hefur lagt ut á. F.h. samstarfsmanna, Sigmundur Magnússon ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.