Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 17 U’BÍX90 Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa og pantamr streyma inn. Farmanna- og fiskimannasamband Islands: < : A . > • \ V; > lUt % Sarnafil - á strengjasteypuþök •Ný gerð þakeininga setur iðnaðarhús úr strengjasteinsteypu ifremstu röð þegar byggingarkostnaður og framkvæmdatími skipta meginmdli. • Fagtún hf. leggur Sarnafil þakdúk og einangrun beint dsteypuna. • Þessi samloka frá Fagtúni er allt að helmingi ódýrari en upp- byggt þak. •Skammur framkvæmdartími. •Engar lektur, engin timburklæðning. • Einfaldur og öruggur frágangur við rennur, gafla og ofanljós. • Góð lausn á hvaða árstima sem er - sumar og vetur. Samafil - og þú hefur sett þak á byggingarkostnaðinn FAGTÚN HF., LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVlK, SlMI 28230 Undanþágur til yfir- mannastarfa veikja ör- yggi skipa og áhafna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi frá FFSÍ. „Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands haldin 10. og 11. febrúar 1984 vill vekja athygli alþjóðar á þeim kjör- um sem nú bjóðast íslenskum sjó- mönnum i farmennsku og við fisk- veiðar. Stöðugt hefur fækkað í áhöfnum skipa á liðnum árum og vinnuálag aukist um borð. Á meðan farskipaútgerðir sjá sér fært að lækka flutningsgjöld á vör- um til íslands mega áhafnir skip- anna búa við stöðugt versnandi kjör. Það sýnir e.t.v. best hvað kjör manna til sjós hafa dregist aftur úr kjörum annarra, að þar sem yfir- mönnum skipanna bjóðast störf í landi er hæfa menntun þeirra og hæfni, þá sækja þeir frekar í þau störf. Þeim fer nú ört fækkandi sem mennta sig til sjómannsstarfa og undanþágur til yfirmannastarfa á skipaflotanum eru hátt á annað þúsund, sem jafngildir því að þriðji hver maður við skipstjórn og vél- stjórn hafi ekki tilskilda menntun. Sú þróun er þegar farin að veikja öryggi skips og áhafnar. Vinnu- skyldan verður meiri, öryggisþjálf- un áhafnar er ekki fyrir hendi hér á landi, til samræmis við það sem ger- ist með öðrum þjóðum, og frítími í landi styttist hjá sjómönnum á með- an aðrar stéttir öðlast aukinn or- lofsrétt og frítíma. Þessari þróun verður að snúa við og bæta kjör, lífeyrisrétt og trygg- ingar sjómanna, það mikið að ungir menn vilji og þori að gera sjó- mennsku að ævistarfi. Aukin tækni og stöðugt fullkomn- ari og dýrari búnaður í skipum krefst endurmenntunar skipstjórn- armanna og starfsþjálfunar sem tryggir hæfni og öryggi í starfi. Hin nýupptekna kvótaskipting við fiskveiðar veikir atvinnuöryggi sjó- manna stórlega. Þar sem útgerð stendur höllum fæti vegna lítils afla versnar afkom- an enn frekar og það sem verra er, vonin um betra gengi er einnig frá mönnum tekin. Þetta getur leitt til uppgjafar og færslu kvóta milli landshluta fyrir tilstilli útgerðar- manna einna, án íhlutunarréttar skipshafna sem þó hafa öðlast kvót- ann ekki síður en útgerðin. Hlutaskiptum milli útgerðar- manna og sjómanna hefur verið raskað og nú stefnir i að yfir 40% af fiskverði verði ráðstafað utan hluta- skipta til útgerðar til að greiða ranga fjárfestingu stjórnvalda og útgerðarmanna á undanförnum ár- um. Þeim vanda er nú velt yfir á íslenska sjómenn, sem fá aðeins 4% fiskverðshækkun þegar hækkun til útgerðar er talsvert meiri. Stórfelldar upphæðir er fyrirhug- að að flytja úr Aflatryggingasjóði til útgerðar þó svo að lögin um sjóð- inn heimili ekki slfkt. Þetta gerist þegar þorskafli minnkar með ákvörðun stjórnvalda um 30% milli ára. Samdráttur í tekjum sjómanna verður langt umfram það sem er hjá öðrum stéttum. Þó bjóða fiskkaup- endur útgerðarmönnum yfirborgan- ir sem ekki koma til skipta og sjá þeim fyrir veiðarfærum. Þrátt fyrir þetta sjá fulltrúar fiskvinnslunnar við fiskverðsákvörðun ástæðu til að auka á auma afkomu sjómanna þetta ár eins og oft áður. Réttindamál sjómanna í lffeyris- greiðslum eftir langa starfsævi eru aðeins fjórðungur af því sem al- mennt er hjá öðrum stéttum, þar sem aðeins eru greidd iðgjöld af hluta launa þeirra til lífeyrissjóð- anna. Dánarbætur er nú nema 275 þús- und krónum og örorkubætur sem nú eru 826 þúsund krónur þurfa að hækka stórkostlega frá því sem nú er og fylgja framvegis hækkun á framfærsluvísitölu. Bætur fyrir eignir sjómanna er tapast við sjó- skaða hafa hvergi nærri fylgt þeim raunverðmætum sem þeir hafa með sér um borð. Sjúkratryggingar þarf að endur- skoða og auka rétt sjómanna í sjúkratryggingum auk almennra líftrygginga er sóttdauða ber að höndum fyrirvaralaust. Baráttumál sjómanna um stað- greiðslukerfi skatta eru lögð til hlið- ar ár eftir ár af stjórnvöldum. Það hlýtur óhjákvæmilega að draga að því, að sjómenn efni til ófriðar á vinnumarkaði ef ekkert af þeim réttindamálum sem þeir berjast fyrir verða lögfest á Alþingi eða' leyst við samningaborð á jafnréttis- grundvelli. Farmanna- og fiskimannasam- band fslands mun berjast fyrir því að efla svo samstöðu sjómanna um sín mál, að lausn verði fundin í kjara- og réttindamálum íslenskra sjómanna." ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU Fyrstu Opel-bílarnir voru smíðaðir 1898. Síðan eru 86 ár og meira en 20 milljónir Opel-bíla. Reynsla, sem kemur þér til góða. Reynsla, sem þú færð í kaupbæti, þegar þú velur Opel. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.