Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 Grænland: Landstjórnin legg- ur allt í sölurnar Kaupmannahofn, 27. fehrúar. Frá Niels Jörgen Hruun, (•rænlandsfréttaritara Mbl. GRÆNLENSKA landstjórnin er nú reiðubúin til að leggja allt í sölurnar þegar gengið verður til atkvæða um fiskveiðisamkomulag Grænlendinga og Efnahagsbandalags Evrópu í þinginu þann 9. mars. Eftir hinar miklu umræður, sem urðu i kjölfar samkomulagsins, ákvað sjávarútvegsráðherra landsins, Lars Emil Johansen, að halda rakleiðis heim í stað þess að sækja fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Johansen ákvað að halda heim til þess að kynna borgurum og hópum áhugamanna um fiskveið- ar á Grænlandi hin raunverulegu efnisatriði samningsins, sem hann telur leika grun á að hafi verið rangtúlkuð i fregnum blaða og út- varps. í fyrirspurnaþætti í grænlenska útvarpinu kvað Johansen land- stjórnina reiðubúna til að að gera atkvæðagreiðsluna um fiskveiði- samkomulagið að aðalatriði á dag- skrá þingsins þann 9. mars. Fái samkomulagið ekki meirihluta at- kvæða þingmanna er landstjórnin reiðubúin að segja tafarlaust af sér. Siumut-flokkurinn á 12 menn á grænlenska landsþinginu og land- stjórnin er einvörðungu skipuð þingmönnum þess flokks. Stjórn- arandstöðuflokkurinn Atassut Eldsvoði banaði 81 manni CubaUo, Brasilíu, 27. febrúar. AP. GÍFURLEGUR eldsvoói, sem geis- aði í fátækrahverfi í iðnaðarborginni Cubatao í SA-hluta Brasilíu aðfara- nótt laugardags, skildi eftir sig langa slóð dauða og eyðileggingar. Margir þeirra, sem létust af völdum brunans, voru með með- vitund er þeir voru fluttir á sjúkrahús, en létust er þangað var komið. Mörg líkanna eru svo illa brunnin, að ógerningur er að bera kennsl á þau. Eldsvoðinn mun hafa átt upptök sín í miðju fátækrahverfinu er leki kom að gasleiðslu, sem liggur meðfram hverfinu. Hverfi þetta er byggt í mýrlendi og flest húsanna standa á staurum. Síðustu fregnir frá björgunar- mönnum herma, að 81 hafi látið lífið, auk þess sem a.m.k. 27 séu þungt haldnir á sjúkrahúsum. Þá munu á milli 150 og 200 manns hafa hlotið minni brunasár. hefur einnig 12 menn á þingi.- Si- umut hefur í mörgum málum not- ið stuðnings þriðja þingflokksins, Inuit Ataqatigitt, sem ræður yfir 2 þingsætum. Eins og málin standa nú eru þó allar líkur á að samkomulagið hljóti meirihlutafylgi á þingi. Veður víða um heim Akureyri +4 skýjaó Amtlardam 4 skýjaó Aþena 15 skýjaó Bracelona 10 þokumóóa BerHn 4 skýjað BrttMei 4 rigning Bueno* Airat 27 skýjaó Chtcego 2 snjókoma Faneyiar 9 þoka Frankfurt 5 skýjað Genf 3 snjókoma Havana 28 skýjað Heltinki +3 heióskírt Hong Kong 16 skýjað Jerúaalam 18 bjart Jóhannaaarborg 27 skýjað Kairó 23 sólskin Kaupmannahófn 2 skýjað Lissabon 12 bjart Los Angeias 25 sólskin Malaga 11 rigning Mallorca 12 skýjað Mexikóborg 28haiðskírt Miami 24 skýjað Montreal -5 skýjað Moskva +1 hoíóskirt New Yorfc 5 rigning Osló +3 skýjað París 2 rigning Paking 2 bjart Perth 22 bjart Reykjavik -3 snjókoma Ríó de Janeiró 41 sólskin Róm 12 rigning San Francisco 17 skýjað Seoul +1 heiðskírt Stokkhólmur 2 skýjað Sydney 27 skýjað Tókýó 9 bjart Vancouver 8 rigning Vinarborg 4 skýjaó Varsjá 2 skýjaó Þórshöfn 8 rigning Eitt norsku herskipanna, sem tóku þátt í leitinni í síðustu viku. Dregið úr kafbátsleitinni Osló, 27. febrúar. Al*—* Osló, 27. tebrúar. Al NORÐMENN drógu í dag úr leit sinni að óþekktum kafbáti, sem sást í Tysfirði í byrjun síðustu viku. Leit- inni verður þó haldið áfram um sinn. Að sögn talsmanns norska sjó- hersins mun eitt varðskip halda leitinni áfram þótt engin vísbend- ing um kafbátinn hafi fengist í leitinni undanfarna daga. Varð- skipið er búið þyrlu og verður henni jafnframt beitt við leitina. Leitin hefur staðið yfir frá því á mánudagskvöld er kafbátsins varð fyrst vart. Á þriðjudag bárust nýj- ar fregnir af honum en síðan ekki söguna meir. Djúpsprengjum var a.m.k. þrí- vegis varpað að því, sem talið var að kynni að vera kafbátur, en án árangurs. Mannskæð snjó- flóð víða í Evrópu Alleehe. lulfu. Baestein Auxturríki ot vfóar. AP. Alleghe, (ulfu, Bagstein Austurrfki og vfóar. AP. SNJÓKOMA, leysingar og þoka á víxl ollu miklum snjófióðum víða um Evrópu, einkum í Olpunum og féllu allmargir skíða- og fjallgöngumenn í valinn, en aðrir sluppu með skrekk- inn. í Alleghe á Ítalíu létu tveir karlmenn og ein kona lífið er þau urðu fyrir snjóflóði ásamt 19 öðr- um sem sluppu með skrámur og önnur minni háttar meiðsli. 22 manna hópurinn skipaður Itölum var í gönguskíðaferð, en vegna slæms skyggnis villtist hópurinn inn á hættusvæði og umferð hóps- ins ýtti snjóflóðinu af stað. Á ítal- íu var fjögurra fjallgöngugarpa einnig saknað á Paniafjalli. Þar varð mikið snjóflóð og er talið að fjórmenningarnir liggi grafnir undir því. Slæmt veður og afleitt skyggni hefur hamlað leit og óttast menn hið versta um afdrif mannanna. í Austurríki voru snjóflóðin einnig mannskæð. Fjórir skíða- menn urðu fyrir flóði í hlíðum Lannerkogelfjalls og létust tveir, ung kona og 45 ára gamall maður. Þá fannst 23 ára gömul austurrísk stúlka látin djúpt í snjóflóði sem fallið hafði í Schiedeckfjalli við Bagstein. Var hún ein á ferð. Loks var enn leit í gangi að skíðamanni sem saknað hefur verið síðan snjó- flóð féll í Scheiblingkogelfjalli á laugardag, en gekk illa vegna illra veðurskilyrða. í frönsku ölpunum nærri Chamrousse fundu leitarmenn lík fimmta fórnarlambs mikils snjó- flóðs sem féll á flokk skíðamanna á laugardaginn. Fjögur lík fund- ust strax nokkrum klukkustund- um eftir atburðinn, en vegna veð- urs fannst það fimmta ekki fyrr en á sunnudag. Loks ber að geta, að tveir fjall- göngugarpar létu lífið er snjóflóð sópaði þeim ásamt tveimur félög- um þeirra fram af hengiflugi í velsku fjöllunum, nánar tiltekið á Ysgolian Dyon-tindi. Áttu þeir skammt eftir að toppi fjallsins er flóðið seig af stað. Tveir félaganna sluppu lifandi, en illa hruflaðir og annar þeirra gerði björgunarsveit- um viðvart eftir að hafa skriðið niður fjallið brotinn á báðum fót- um. Mauritania viður- kennir Polisario Algeirsborg, Alsír, 27. febrúar. AP. MAURITANIA viðurkenndi í dag formlega lýðveldið Vestur-Sahara, sem er í raun ríki hins pólitíska arms Polisario-hreyfingarinnar. Polisario, sem nýtur stuðnings Alsír, hefur um árabil átt í stríði við Marokkó vegna deilna um yfir- ráð yfir fosfatríkum hluta eyði- merkurinnar. Hluti þessi var áður kunnur undir heitinu spænska Sa- hara. Mauritania lagði Marokkó lið í deilunni við Polisario um áður- nefndan hluta eyðimerkurinnar eftir að Spánverjar létu landsvæð- ið af hendi árið 1975. Fjórum ár- um síðar hættu Mauritanir að gera tilkall til landsvæðisins, en viðurkenndu ekki þá kröfu Polis- ario, að litið yrði a hreyfinguna, sem lögmæta stjórn Vestur-Sa- hara. Deilan um yfirráð yfir fyrrum spænsku Sahara hefur orsakað harðvítugan ágreining innan Ein- ingarsamtaka Afríku og hafa að- ildarþjóðir skipst í tvær fylkingar. Telja lífi Peking, 26. febrúnr. AP. VÍSINDAMENN í Kína hafa látirt hafa eftir sér, art þeir hafi fengirt ný og górt sönnunargögn fyrir því að að minnsta kosti átta „lortin skrímsli í mannslfki“ byggi myrkt og lítt rannsakað skóglendi í Hub- ai-hérarti. Þetta eru hinir þjórtsagnakenndu og illfinnanlegu „villimenn Hubai“ sem eru taldir kunna að vera týndir hlekkir milli apa og manna. 1 grein sem birtist í Dagblaði alþýðunnar fyrir skömmu og rit- uð er af Li Jian, forstjóra rann- sóknarstofnunar í Hubai sem helgar sig villimönnunum stend- ur: „Alltaf bætast við ný gögn sem banda til ótvíræðrar tilvist- átta „villimenn“ vera á í skógum Hubai-héraðs þessara „manndýra“.“ Hann getur þess að nýjustu gögnin séu hár sem rannsökuð hafa verið og tilheyri átta einstaklingum, rauðhærðum, en hár þessi fund- ust á hefðbundnum villimanna- slóðum í skógum Hubai. „Sam- kvæmt niðurstöðunni eru að minnsta kosti 8 villimenn enn lifandi og trúlega fleiri. Þeir kunna að tilheyra áður óþekktri háþróaðri tegund mannapa, hver veit?“ ritar Jian í grein sinni. Leit Kínverja að villimönnun- um hófst fyrir hundruðum ára svo sem fram kemur í fornum kínverskum annálum og ljóðum. Dýrin hafa hins vegar verið sett á stall með „Stórfeta" í Banda- ríkjunum og „Nessy“ í Skotlandi, þ.e.a.s. hafa vitni verið mörg og ýmislegt bendir til tilvistar þeirra, en þrátt fyrir góða við- leitni hefur ekkert sannast, ekk- ert áþreifanlegt fundist sem tek- ur af öll tvímæli. Þá hafa vitni ekki verið á eitt sátt um útlit fyrirbærisins. Einkum hefur höfuð þess vafist fyrir mönnum, sem ýmist segja það minna á önd eða apa. Að öðru leyti eru lýsingar vitna næsta líkar, allt að þriggja metra hátt dýr, þakið rytju- legum rauðum hárbrúskum og gengur upprétt. Rannsóknir á rúmlega 200 fótsporum, allt að 48 sentimetra löngum og fyrr- greindum rauðum hárbrúskum hafa leitt í ljós að hvorki er um apa eða birni að ræða. Það hefur staðið nánari rann- sóknum fyrir þrifum, að engir villimenn hafa náðst. Jian getur þess þó, að gamall veiðimaður í Hubai hafi náð „litlum villi- manni" í dýragildru árið 1980. „Atvikið hefði markað tímamót í rannsóknum okkar ef veiðimað- urinn hefði ekki verið jafn hjá- trúarfullur og raun var. Hann hélt villimanninn vera endur- holdgaðan vin sinn sem látist hafði tveimur mánuðum áður og væri að heimsækja sig. Hann sleppti því dýrinu," sagði Jian. Kosið í Baskahéruðum: Sósíalist- ar unnu á Vitoria, Spáni. 27. febrúnr. AP. SÓSÍALISTAR unnu talsvert á í kosningum til heimaþings í baska- héruðum Spánar á sunnudaginn, bættu virt sig 10 þingsætum, en er 97 prósent atkværta höfrtu verirt talin, haföi hófsami þjórternissinnaflokk- urinn haldirt sess sínum sem stærsti flokkurinn. Ýmsir töldu fjörkipp sósíalista hafa stafað af morði frambjóð- anda flokksins, Enrique Casas, í hefndarskini fyrir morð Eugenio Gutierrez, meðlims í ETA, að- skilnaðarhreyfingar Baska. Þjóð- ernisflokkurinn fékk 32 þingsæti, eða 40 prósent atkvæða, sjö sætum meira en áður, en aukningin var minni en búist hafði verið við. Sósíalistar fóru úr 9 þingsætum í 19 á 75 sæta þinginu. Fór aukning- in fram úr björtustu vonum sósí- alista. Vinstri sinnaður flokkur í tengslum við hryðjuverkasamtök- in ETA hélt þingsætafjölda sín- um, 11, en er eftir kosningarnar þriðji stærsti flokkurinn. Kjörsókn var 64 prósent þrátt fyrir hið versta veður og sýndi það hug landsmanna, því það var 9 prósent betri kjörsókn en árið 1980 er sams konar kosningar fóru fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.