Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 t Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, EINAR PÁLSSON, Baldursgötu 1, andaöist 24. febrúar. Sigriöur Guömundsdóttir, Mjöll Einarsdóttir, Ásmundur Daníelsson, Guðmundur H. Einarsson, Vilborg Runólfsdóttir, María, Beta og Heiörún. t Faðir okkar, OTTÓ GUDBRANDSSON, andaöist á Elliheimilinu Grund 26. þessa mánaöar. Börn hins látna. t Eiginkona mín og móöir, GYDA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Bragagötu 29A, lóst í Landakotsspítala sunnudaginn 26. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Þorbergur Gíslason, Halldór Þorgrímsson. t Systir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR fró Nýjabæ, Kelduhverfi, Reynimel 92, lóst á kvennadeild Landspítalans föstudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13.30. Jóhanna Guömundsdóttir, Helga Guömundsdóttir, Birna Guömundsdóttir. t Systir okkar, SIGURBJÖRG ANNA EINARSDÓTTIR, Laugavegi 86, andaöist í öldrunardelld Landspítalans 27. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Léra Einarsdóttir, Kristinn Einarsson. Editha Möller Minningarorö Fædd 17. mars 1923. Dáin 19. febrúar 1984. Dita, eða Editha Muller eins og hún hét fullu nafni, fæddist í Bad-Oldesloe 17. mars 1923 og ólst upp í foreldrahúsum ásamt tveim- ur systrum sínum. Hún var ennþá unglingur þegar stríðið skall á og gjörbreytti lífi hennar eins og svo margra annarra. Allir sem vettl- ingi gátu valdið áttu að vinna í þágu ríkisins og Dita tók þann kost að bjóða sig fram til starfa í von um að fá þannig einhverju um það ráðið hvert hún yrði send. Það fékk hún og fór að vinna á her- sjúkrahúsi sem ritari og aðstoðar- stúlka hjá taugaskurðlækni. Þar starfaði hún til stríðsloka og hefur eflaust séð og kynnst mörgum hörmulegum afleiðingum hernað- arátakanna. Fjölskyldan hafði misst heimili sitt í loftárásum, faðirinn var kominn heim sjúkur eftir herþjón- ustu, allt var í kalda koli og fram- tíðin ótrygg. Þá frétti hún að óskað væri eftir stúlkum til landbúnaðarstarfa á Islandi og þannig atvikaðist það að hún kom hingað 9. júlí 1949, eignaðist sitt annað föðurland og hreifst svo af því að hún fór ekki aftur. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1949. Þá hafði Dita unnið um sumarið í sveit, var búin að ná ótrúlega góðu valdi á íslensku og var komin til Reykjavíkur til að hafa vistaskipti. Hún gerðist starfsstúlka á skólaheimilinu á Jaðri og þar unnum við saman einn vetur og bundumst vináttu- böndum. Dita var vinnusöm, greind og glaðvær, það var bæði hægt að ræða við hana alvarleg málefni og eiga með henni ógleymanlegar gleðistundir. Ég minnist þess ekki að hafa á full- orðinsárum hlegið jafn oft og inni- lega með nokkrum eins og henni. Gaman hennar var græskulaust og hláturinn smitandi. Hún var ung og lífsglöð og auð- vitað vitjaði ástin hennar. Hún kynntist Gunnari Theodórssyni, húsgagnaarkitekt og eignaðist með honum dóttur, Unni Eddu, sumarið 1952. Af sambúð varð ekki svo Dita stóð ein uppi í ókunnu landi með telpuna sina. Það er aldrei auðvelt að vera ein- stæð móðir, en þó mun erfiðara þegar fjölskyldan, sem flestum reynist bakhjarl, er víðs fjarri. Og slíkir voru fordómarnir í Þýska- landi þess tíma að ekki kom til greina að fara þangað heim með óskilgetið barn. En allt fór betur en á horfðist, með hjálp góðra manna, sem hún alla tíð minntist með þakklæti. Má þar sérstaklega nefna Jón heitinn Helgason, rit- stjóra og konu hans Margréti Pét- ursdóttur, en hjá þeim bjó hún í næstum heilt ár fyrir og eftir fæð- ingu dótturinnar. Salome heitin Nagel reyndist líka þeim mæðgum alla tíð sem besta móðir og fleiri mætti nefna og er það til marks um hve vel Dita var kynnt. 1. apríl 1953 fékk Dita stöðu í vestur-þýska sendiráðinu og þar starfaði hún síðan alla tíð meðan heilsan entist. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd sendiráðsins og vann því af óþreytandi elju og samviskusemi. í sendiráðum eru tíð mannaskipti, en hún var fasti punkturinn, vissi hvaða hefðir höfðu skapast í starfseminni og miðlaði þeim nýkomnu af reynslu sinni. Hún var duglegur starfs- kraftur, sem yfirmenn hennar treystu og samstarfsfólk hennar mat að verðleikum. Hún bjó sér og dóttur sinni fal- legt og menningarlegt heimili, þar sem þær gátu notið næðisstunda að afloknum erilsömum vinnu- degi. Hún átti m.a. óvanalega stórt og gott safn bóka, bæði þýskra og íslenskra og las mikið. Eftir að hafa séð leikritið „Kristnihald undir Jölki" eftir Halldór Laxness vaknaði áhugi hennar á ritum hans og hún eign- aðist og las flest verka hans á ís- lensku. Áður hafði hún kynnst þeim í þýskri þýðingu, en hún sagði að það þyrfti að lesa þær á frummálinu og í íslensku menn- ingarumhverfi til þess að njóta þeirra til fulls. En hún átti fleiri áhugamál en lestur bóka, hún átti gott safn af klassískum hljómplötum og sótti mikið tónleika og leikhús. Eftir að hún eignaðist bíl var hún líka hörkudugleg að ferðast um landið og sýna t.d. erlendum gestum sín- um fegurð þess í línum og litum, andstæður þess og fjölbreytni. Hún var góður fulltrúi Þýska- Móöir okkar, t EMILÍA JÓNASDÓTTIR, leikkona, andaöist aö Sólvangi, 26. febrúar. Svava Berg Þorsteinsdóttir, Ágústína Berg Þorsteinsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORVALDUR MARKÚSSON, Norðurbrún 1, lést i Landspítalanum sunnudaginn 26. febrúar. Rósa Halldóra Hansdóttir og börn. t Maöurinn minn, OLGEIR VILHJÁLMSSON, fyrrverandi bifreiöaeftirlitsmaöur, Meöalholti 13, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Eulalía Steinunn Guöbrandsdótiir. Kveðjuorð: Gestur Þórðarson fyrrv. gjaldkeri í gær, mánudaginn 27. þ.m., var kvaddur hinstu kveðju góður vin- ur minn og starfsfélagi, Gestur Þórðarson fyrrv. gjaldkeri, en hann lézt á Landspítalanum hinn 21. þ.m. eftir langt og erfitt sjúk- dómsstríð. Gestur heitinn var fæddur í Reykjavík þ. 6. sept. 1907 og var faðir hans Þórður Magn- ússon, en hann var ættaður úr Mýrdalnum. Móðir hans var Þór- unn Sveinsdóttir frá Efri-Ey í Meðallandi en hún var systir Jó- hannesar Kjarval listmálara. Það má segja að með Gesti heitnum sé genginn einn af þess- um gömlu og traustu stoðum, sem sérhverju þjóðfélagi er nauðsyn ef vel á að farnast. Gestur heitinn kaus sér sem lífsstarf verzlunarstörf, en ungur að árum, á fjórtánda ári, kom hann til starfa hjá föður mínum, Ingimar Brynjólfssyni, og stuttu síðar er þeir félagar Gunnar Kvaran stofnuðu sitt eigið fyrir- tæki í apríl 1923,1. Brynjólfsson & Kvaran, kom hann þar til starfa að afloknu Verzlunarskólanámi og starfaði þar sem gjaldkeri alla tíð síðan. Samstarf og vinátta Gests heitins og föður míns stóð meðan aldur entist og bar aldrei skugga á, en samstarf þeirra stóð í rúm 55 ár og sýnir best hvernig traust og vinátta geta enst gegnum lífið, þegar menn starfa með opnum huga. Gestur heitinn var afar ná- kvæmur og formfastur í öllu sínu starfi og reglusemi og snyrti- mennska var honum í blóð borið. Fyrir um það bil fimm árum fór að gera vart við sig heilsuleysi hjá Gesti heitnum og má segja að hafi hallað undan fæti smátt og smátt síðan. Gestur eignaðist góða og um- hyggjusama konu, Kristínu Helgadóttur, en hún er systir Ólafs heitins Helgasonar læknis er dáinn er fyrir allmörgum árum. Einn son barna eiga þau Gestur og Kristín, Helga, en kona hans er lands, en hún dró aldrei dul á hversu hrifin hún var af íslandi og bar mikla virðingu fyrir landi og þjóð. Hér var líka starfsvettvang- ur hennar í hartnær 35 ár. Það varð henni mikil þolraun, þegar litli dóttursonur hennar, Robert, reyndist haldinn ólækn- andi sjúkdómi, sem dró hann til dauða fyrir tæpum 2 árum. Hún var því illa í stakk búin til að tak- ast á við sinn eigin sjúkdóm, sem hún að lokum varð að lúta í lægra haldi fyrir. Þegar ég heimsótti hana viku áður en hún dó, barst talið að utanferðum. „Kannski ég verði orðin svo hress í sumar að við get- um farið saman til Parísar" og það kviknaði snöggvast líf í sljóum augunum og færðist bros yfir tek- ið andlitið. Hún lagði upp í aðra ferð fyrr en ég bjóst við og ég trúi að það hafi verið tekið vel á móti henni í landi eilífðarinnar. „Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir." (Einar Benediktsson) Elsku Unnur mín, um ieið og ég minnist móður þinnar með virð- ingu og þakklæti bið ég Guð að styrkja þig í sorg þinni. Missir þinn er mikill, en eiginmaður þinn, Valdimar Bjarnason, ber með þér byrðarnar og tvíburasyst- urnar, Ragnheiður Sara og Rakel Ýrr, sem voru augasteinar ömmu sinnar, veita þér gleði og lífsfyll- ingu. Ég þakka Ditu samfylgdina og allar ánægjustundirnar. „Far þú í friði.“ Pálína Jónsdóttir Auður Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru tvö og voru í miklu uppá- haldi hjá afa og ömmu. Nú, þegar Gestur vinur minn er allur, kveð ég hann með söknuði og þakklæti fyrir hans vináttu og trygglyndi í minn garð og fjöl- skyldu minnar, einnig þakka gamlir starfsfélagar hans alla samveruna og gömlu árin og munu geyma minninguna um góðan dreng. Góða Kristín og Helgi, við hjón- in sendum ykkur og öllum öðrum ástvinum innilega samúð okkar. Blessuð sé minning hans. G. Ingimars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.