Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 19 Gervitungl vísar á eiturbúgarð Salvador, Hra-silíu. 26. febrúar. AP. LÖGREGLAN í Brasilíu komst á snoðir um þann sUersta marijuana- búgarð um helgina sem fundist hef- ur í Brasilíu. Var eiturjurtin ræktuð á 162.000 fermetrum og handtók lögreglan 12 manns, en þó sluppu nokkrir á hlaupum þar á meðal eig- andi búgarðsins. Það var Landsatgervitungl sem fann búgarðinn 500 kílómetra inni í landi, 1700 kilómetra norðaustur af Rio De Janeiro. Talsmenn lög- reglunnar sögðu að um 2 milljónir marijuanaplöntur hefðu fundist, flestar 2 metra háar og tilbúnar til uppskeru. Verðmæti varnings- ins hafði ekki verið reiknað út. Sikha-leiðtogar teknir í Punjab Lögregla blandar sér í aðgerðir franskra vörubifreiðastjóra skammt frá París í síðustu viku. Aðgerðirnar eru nú aðallega í Austurríki. Hvatt til hálfs dags verkfalls London, 27. febrúar. AP. LEIÐTOGAR staerstu verkalýðsfé- laga breskra ríkisstarfsmanna hafa tekið vel í kröfu félagsmanna um hálfs dags verkfall á morgun, þriðju- dag. Verkfallið er fyrirhugað til þess að mótmæla banni yfirvalda um að- ild starfsmanna fjarskiptastöðvar bresku stjórnarinnar í Cheltenham að verkalýðsfelögum. Leiðtogarnir hafa hvatt 5 millj- ónir félagsmanna til að leggja þeim lið á morgun. Öll almenn- ingsfarartæki gætu stöðvast og flestar opinberar þjónustustofn- anir lokast. Kínverjar sætta sig við þjón- ustufólkið Peking, 26. febrúnr. AP. ÞAÐ ERU breyttir tímar í Kína ef marka má grein í kínverska blaðinu Hagfræðitíðindi. Umfjöllunarefnið var þjónustufólk í Kína. Meðan að menningarbyltingin í Kína stóð sem hæst 1966—1976 hefðu skrif af því tagi þótt ganga guðlasti næst. Nú til dags fer þjónustufólki einstaklinga fjölgandi, einkum í Peking, og þykir sjálfsagt sem tákn um velgengni. Greinina ritaði Yang Zengyang, einn af æðstu embættismönnum Peking. Hann skrifar: „Þó að ráðning slíks þjónustufólks hafi þótt bera vott um úrkynjun og misnotkun á fólki á dögum menn- ingarbyltingarinnar, er ljóst í dag, að þessu verður ekki breytt. Yfir 30.000 kínverskar konur starfa sem þjónustustúlkur í heimahús- um í Peking og er það ekki nándar nærri nógu margt til að sinna vax- andi eftirspurn eftir slíku vinnu- afli.“ Bandaríkjamenn hverfa á braut Bandaríska friðargæsluliðið í Líbanon yfirgaf svæðið um helgina og var meðfylgjandi mynd tekin af nokkrum hermönnum „að pakka niður“. Fremst eru nokkrar 155 mm fallbyssukúlur. Deilan um hafsvæðið milh Grænlands og Jan Mayen: Stefnir í fiskveiðistríð milli Norðmanna og Dana í sumar 0816, 27. febrúar. Frá Per A. Borglund fréttaritara Mbl. Deila Norðmanna og Dana um skiptingu hafsvæðisins milli Jan Mayen og Grænlands er enn óleyst, og því spyrja menn sig hvort stefni í fiskveiðistríð þegar loðnuveiðar hefjast á þessum slóð- um í ágúst nk. Norðmenn og Danir hafa áður verið á barmi fiskveiðistríðs þar sem Danir hafa með engu móti viljað fallast á tillögur Norð- manna um miðlínu milli Græn- lands og Jan Mayen. Báðir aðilar höfðu vonast til að eitthvað drægi nær sam- komulagi er íslendingar, Norð- menn og fulltrúar Efnahags- bandalagsins reyndu að komast að samkomulagi um skiptingu loðnuveiðanna á fundi sínum i Reykjavík. Hefðu samningamenn orðið ásáttir um hlutfallslega skipt- ingu veiðanna hefði deilan um skiptingu hafsvæðisins haft minni þýðingu. Sjómennirnir hefðu getað veitt þar sem þeim sýndist og auðvelt hefði verið að koma á eftirliti með því að veiði- kvótar yrðu ekki sprengdir. Að þessu leyti var árangur af fund- inum í Reykjavík enginn, hið eina sem samningamenn urðu ásáttir um var að hittast að nýju í Bergen í maí nk. ítölsku stjórninni settir úrslitakostir versku sljórnarskrárinnar á götum úti. Leiðtogarnir voru allir hand- teknir og gefið að sök að hafa svívirt heiður þjóðarinnar. „Við munum halda baráttu okkar áfram. Handtökurnar binda ekki endi á hana,„ hrópuðu leið- togarnir um leið og þeim var ekið á brott í fangelsi. Sögðust leiðtog- arnir ekki óttast fangelsisvistina, hún myndi aðeins styrkja þá í trúnni. Annars staðar í Punjab-héraði, í borginni Chandigarh, var fjórum leiðtogum sikha stungið í svart- holið fyrir að rífa orðið „sikhar" úr eintökum af stjórnarskrá landsins. Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Punjab síðasta sólar- hring eftir að tugir manna höfðu fallið í átökum í síðustu viku. Inn.sbruck, Austurríki, 27. febrúar. AP. Vörubifreiðastjórar, sem stöðvað hafa alla umferð um Brenner-skarð á landamærum Austurríkis og Ítalíu, hafa sett ítölsku ríkisstjórninni úr- slitakosti, ellegar haldi þeir aðgerð- um sínum áfram. Eftir fund 48 bifreiðastjóra frá sjö löndum í morgun var ákveðið að senda ítölsku stjórninni skila- boð, þar sem krafist er tafarlausr- ar úrlausnar í tollafgreiðslumál- um. Hafa bifreiðastjórar kvartað sáran undan seinagangi við tollaf- greiðslu þungaflutningabifreiða. Sagði í ályktun bílstjóranna, að reglugerðir ítalskra tollvarða væru í miklu ósamræmi við reglu- gerðir tollvarða annarra Evrópu- landa. Aðgerðir vörubifreiðastjóranna hafa staðið frá því á miðvikudag er þeir mótmæltu seinagangi ít- alskra tollvarða. Þegar bílalestin var sem lengst voru um 2.000 vörubifreiðir í einni halarófu við Brenner-skarð. Nýju Delí, 27. febrúar. AP. Mótmælaverkfall af hálfu hindúa varð til þess, að verslanir, verksmiöj- ur og ýmsar tengdar þjónustustofn- anir lokuðust í Punjab-héraði í morgun. Verkfallið var til þess að mótmæla þeim aðgerðum fimm leið- toga sikha að brenna hluta ind- Ætlar aö úða taugagasi á borgarbúana Auckland, Nýja Sjálandi. 27. febrúar. AP. Lögregluyfirvöld í Auckland, stærstu borg Nýja Sjálands, óttast að geðsjúklingur einn sem fer huldu höfði, muni láta verða af hótunum sínum að dæla taugagasi á borg- arbúa í meiri eða minni mæli. Sjúkl- ingurinn, Bruce Douglas Cameroun, er útlærður efnafræðingur og fær um að búa til taugagas búi honum svo við að horfa. Cameroun slapp af geðsjúkra- húsi þar sem hann sætti meðferð. Sat hann í svartholi áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið og var gefið að sök að hafa búið til eitur- lyf það sem kallað er „englaryk". Hann slapp af geðsjúkrahúsinu með því að búa til þjófalykil úr járnbút. Fimm dagar eru liðnir og síðan hefur hann hringt í lögfræð- ing sinn og beðið fyrir þau skila- boð að hann muni beita gasinu gegn vegfarendum láti yfirvöld ekki niður falla ákærur á hendur honum vegna fíkniefnamisferlis. Lögreglan í Auckland hefur viður- kennt að hún hafi enga hugmynd um hvar efnafræðingurinn hefur hreiðrað um sig. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.