Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 6
6 Erindi Hannesar Hólmsteins Ég verð að játa, að þrátt fyrir einlægan ásetning, gafst ég upp við að horfa á skemmtiþátt sjón- varpsins í gærkveldi er nefndist: Carol kynnist Domingo. Ég er ein- lægur aðdáandi hinnar engil- björtu raddar Piacido Domingo, en þegar maðurinn tekur að láta jafn afkáralega og í fyrrgreindum þætti, víkur aðdáunin fyrir geispa. Hins vegar skemmti ég mér prýði- lega yfir erindi Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar er tók að seytla úr útvarpstækinu klukkan 22:35. Stundum eru menn nefni- lega óvart fyndnir. Annars fjallaði erindi Hannesar um graf-alvar- legt mál, sum sé hvort skilyrði séu fyrir friði á jörðu hér. Hét erindið einmitt: Skilyrði fyrir friði. Ég hafði gaman af þessu erindi, því mér fundust sumar samlíkingar dálítið skondnar, en það sem meira var, að baki orðanna bjó víðtæk þekking, og glögg yfirsýn yfir fjölmarga þætti alþjóða- sstjórnmála. Hitt er svo aftur annað mál, að þegar farið er á fljúgandi ferð yfir mjög vítt svið, gleymast oft smáatriðin og hlut- irnir einfaldast um of. Þannig verður heilt heimsveldi algott, sem er kannski full djúpt tekið í árinni. Hvað um það, mig langar að hreyfa hér örlítið við fáeinum kenningum Hannesar Hólmsteins, er mér finnst verðar frekari um- ræðu. I fyrsta lagi ber Hannes fram þá hugmynd að: Viðskipta- frelsi sé skilyrði fyrir friði. Skil ég þetta svo, að það sé beinlínis and- stætt lifshagsmunum frjálsra ríkja að eiga í vopnaviðskiptum, því slíkt Jami efnahagskerfi þeirra enda byggist það kerfi að miklu leyti á óheftum viðskiptum við önnur lönd. í öðru lagi heldur Hannes því fram að það sé grundvallarmunur á því að vera innan áhrifasvæðis Bandaríkjamanna annarsvegar og Rússa hinsvegar. Alræðisskipu- lagið í Rússlandi gefi ekkert svig- rúm til frjálsrar tjáningar eða sjálfstæðrar pólitiskrar starfsemi, hvorki innanlands né á áhrifa- svæðunum, þar sem aftur á móti Bandaríkjastjórn skipti sér lítt af innanríkismálum sinna banda- lagsþjóða, geri til dæmis ekki at- hugasemd við starfsemi franska kommúnistaflokksins. Plássins vegna get ég ekki farið ítarlegar í erindi Hannesar, þótt ég gjarnan vildi, en vil þó gera athugasemd við tvö atriði í mál- flutningi hans er ég tel vægast sagt vafasöm frá siðferðilegu sjónarmiði. f fyrsta lagi er rétt- læting sú er Hannes hefir í fram- mi á afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum ýmissa ríkja í S-Ameríku. Hannes réttlætir þessi afskipti með þeim rökum, að Bandaríkin hafi eingöngu verið að vernda eigin ríkisborgara, þá þeir gripu inní innanríkismál þessara þjóða. Er þetta ekki full mikil ein- földun, ég er hræddur um að til dæmis Svínaflóainnrásin hafi fremur verið gerð til að koma í veg fyrir að rússneskt áhrifasvæði myndaðist rétt við bæjardyrnar en að vernda bandariska ríkis- borgara, rétt einsog þegar Reagan lýsir því yfir, að hann muni styðja harðstjórann Marcos, til að koma i veg fyrir að kommúnistar nái fót- festu á Filippseyjum. Slíkar yfir- lýsingar stangast á við þá frelsis- hugsjón er bandarískt þjóðskipu- lag er reist á, og staðfesta mis- kunnarleysi stórveldabaráttunn- ar. f öðru lagi finnst mér dálítið hæpið, að saka klerka þá er hafa gengist friðarhreyfingunni á hönd, um stundarbrjálæði. En sumsé, erindi Hannesar vekur ýmsar spurningar um möguleik- ann á varanlegum friði enda sett fram á Ijósan og rökvísan hátt. Ólafur M. Jóhannesson MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 ÚTVARP / SJ ÓNVARP Bob Hope Jerry Lewis Ef að líkum lætur eiga þessir þekktu grínleikarar eftir að sjást í þáttunum „Hláturinn lengir lífið“. „Hláturinn lengir lffið“ í kvöld verður sýndur fyrsti þáttur af þrettán, sem nefnast „Hlát- urinn lengir lífið", (Comedy tonight). Þetta er breskur myndaþátt- ur, sem fjallar um gamansemi og gamanleikara, hvort heldur er í sjónvarpi, í kvikmyndum eða á leiksviði. Víða er leitað fanga og tekið fyrir nýtt efni sem ^amalt. Vonandi hafa allir gaman af, því „hláturinn lengir lífið". Þýðandi hinna nýju þátta er Jóhanna Þráinsdóttir. 2130 Tónlistin í hávegum höfð Ríkisútvarpið flutti í gær tónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói. Ekki ætlar útvarpið að gera það endasleppt í flutningi vandaðrar tónlistar, því í dag kl. 14.30 verður flutt- ur Hátíðarforleikur op. 61 eftir Richard Strauss. Fíl- harmóníuhljómsveit Berl- ínar flytur undir stjórn Karl Böhm, en orgelleik- ari með hljómsveitinni er Wolfgang Meyer. Síðdeg- istónleikar eru síðan kl. 16.20 og verða þá flutt tvö verk, „Hebridseyjar", eft- ir Felix Mendelsohn og fiðlukonsert nr. 3 í d-moll op. 58 eftir Max Bruch. Fyrra verkið flytur Sin- fóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Peeter Maag, Richard Strauss en hið síðara er flutt af CBC-hljómsveitinni undir stjórn Victor Feldbrill, en Albert Pratz leikur með á fiðlu. Pósthólf án bréfa „Pósthólfið er nú eiginlega rangnefni á þættinum í dag, því ég les ekki upp nein bréf, enda hafa engin borist vegna verkfallsins," sagði Valdís i Valdís Gunnarsdóttir Gunnarsdóttir, þegar hún var innt eftir efni þáttar síns í dag kl. 14. „En mað- ur reynir að deyja ekki ráðalaus, svo í staðinn fæ ég gesti til mín. Það eru þau Baldvin Jónsson, aug- lýsingastjóri, sem hefur mikið vasast við fram- kvæmd fegurðarsam- keppna, og Berglind Jo- hansen, fegurðardrottn- ing íslands, sem kemur hingað til lands núna í tvo daga, en hún hefur starf- að sem fyrirsæta í New York. Berglind fer síðan til London á sunnudag og tekur þátt í keppninni Ungfrú alheimur hinn 15. þessa mánaðar." Milli þess sem Valdís spjallar við gesti sína, spilar hún létta tónlist, „við allra hæfi“, að eigin sögn. ÚTVARP y FÖSTUDfkGUR 2. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar trá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorð: — Jón Öl. Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiðholtsstrákur fer I sveit“, eftir Dóru Stefáns- dóttur. Jóna Þ. Vernharös- dóttir les (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær." Einar Kristjánsson frá Hermundartelli sér um þátt- inn. (RÚVAK). 11.15 Tónleikar 11J5 „Elskhugi að handan" eftir Ellzabeth Bowen. Anna Marla Þórisdóttir les þýðingu slna. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnlr. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „A Islandsmiöum" eftir Pierre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýöingu Páls Sveinssonar (7). 14.30 Miðdegistónleikar. Hátlð- arforleikur op. 61 eftir Rich- ard Strauss. Fllharmónlusveil Berllnar leikur, Wolfgang Meyer leikur á orgel. Karl Böhm stj. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eirlksdóttir kynnir nýútkomn- ar hljómplötur. 15M Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttlr. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar a. „ Hebridseyjar", forleikur eftir Felix Mendelssohn. Sin- fónluhljómsveit Lundúna leikur; Peeter Maag stj. b. Fiðlukonsert nr. 3 I d-moll op. 58 eftir Max Bruch. Al- bert Pratz leikur með 19.15. A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.25 Umhverfis jöröina á átta- tlu dögum Tveir slðustu þættir brúðu- myndaflokksins sem gerður er eftir slgildrí sðgu Jules Verne. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Sig- urðsson. CBC-hljómsveitinni; Victor Feldbrill stj. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Viö stokkinn. Stjórnandi Gunnvör Braga. 20.00 Lðg unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Fyrirbæri á fjöllum. Sælu- hús viö Jökulsá. Guömundur Sæmundsson frá Neöra- Haganesi tekur saman og flytur. b. Fólkið I Hvalvlk. Þorbjörn FOSTUDtkGUR 2. nóvember 21.15 Grlnmyndasafniö Larry I tukthusinu. Skop- myndasyrpa frá dögum þöglu myndanna. 21.30 Hláturinn lengir Iffiö (Comedy Tonight) Nýr flokk- ur — Fyrsti þáttur. Breskur myndaflokkur I þrettán þátt- um um gamansemi og gam- anleikara I sjónvarpi, kvik- myndum og á leiksviöi fyrr og sfðar. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.00 Sagan af Bix Beider- becke Kanadlsk kvikmynd um bandarlska djassleikarann Sigurðsson les frásögn eftir Armann Halldórsson. 21.10 Hljómskálatónlist. Guð,- mundur Gilsson sér um þátt- inn. 21.35 Framhaldsleikrit: „Draumaströndin” eftir And- rés Indriöason. IV. þáttur endurtekinn: „Llf án Lilla." Leikstjóri: Stefán Baldurs- son. Leikendur: Arnar Jóns- son, Kristjbörg Kjeld, Tinna Gunnlaugsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Baltasar Samper og Margrét Helga Jóhannsdóttir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Bix Beiderbecke. Bix fædd- ist áriö 1903. Foreldrar hans voru þýskir innflytjendur. Snemma komu tónlistar- hæfileikar piltsins I Ijós en pað olli foreldrum hans von- brigðum þegar Bix sneri sér aö djassleik. Hann lék á kornett með ýmsum frægum hljómsveitum þeirra tlma og naut mikils álits samstarfs- manna og hylli djassunn- enda en hneigðist til óreglu og lést ungur að árum. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22J5 Kvöldsagan: „Undir oki siðmenningar" eftir Sigmund Freud. Sigurjón Björnsson les þýöingu slna (9). 23.00 Traðir. Umsjón: Gunn- laugur Yngvi Sigfússon. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá rás 2 lýkur kl. 03.00. RÁS2 FÖSTUDAGUR 2. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viðtal. Gullaldarlög, ný lög og vin- sældalisti. Stjórnendur: Jón Ólafsson og Siguröur Sverr- isson. 14.00—16.00 Pósthólf Lesin bréf frá hlustendum og spiluö óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórn- andi: Valdls Gunnarsdóttir. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 I föstudagsskapi Þægilegur múslkþáttur I lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15—03.00 Næturvakt á Rás 2. Stjórnendur: Þorgeir Ast- valdsson og Vignir Sveins- son. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá I Rás 2 um allt land.) SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.