Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 45 Kosningarnar — eftir Torfa Hjartarson Við almenn hátfðahöld í Man- agua á fimmtugasta dánarafmæli A.C. Sandino, 21. febr. sl., til- kynnti Daniel Ortega fyrir hönd stjórnarinnar í Nicaragua að al- mennar kosningar yrðu haldnar í landinu 4. nóv. nk., þar sem kjósa ætti forseta, varaforseta og 90 manna löggjafarþing til 6 ára. Þinginu verður falið að setja land- inu stjórnarskrá fyrstu tvö árin sem það situr. Jafnframt kom fram að kosningaaldur yrði 16 ára og að stefnt yrði að 3ja mánaða kosningabaráttu allra flokka hið minnsta. Árið 1980 höfðu sandinistar lýst þeirri ákvörðun sinni að kosn- ingarnar yrðu haldnar 1985, en þeir hafa sennilega talið vænlegt að flýta þeim nokkuð svo þær yrðu að veruleika áður en til kæmi endurkjörs Ronald Reagan til for- setaembættis. Þetta verða fyrstu kosningar eftir byltingarsigurinn og fyrstu kosningarnar í sögu landsins sem ekki er ætlað að verða sýndarkosningar og skrípa- leikur. Gagnbyltingaröflin, með Reag- an-stjórnina og bandarískt fjár- magn að bakhjarli, hafa brugðist við yfirlýsingunni 21. febr. með látlausum skemmdarverkum og hernaðaraðgerðum það sem af er þessu ári, sem augsýnilega er ætl- að að setja stjórnina í sem mestan vanda og koma í veg fyrir að kosn- ingar nái fram að ganga. Stríðs- ástandinu í Nicaragua undanfarin ár hefur m.a. verið mætt með lög- um um neyðarástand sem tak- marka ýmis lýðréttindi. Nú er Ijóst að stjórnin sér sér ekki fært að aflétta þessum tilskipunum nema í stuttan tíma fyrir kosn- ingarnar. I upphafi byltingar áttu aliir flokkar sæti í ríkisráðinu, en hafa ekki allir viljað una við stjórn sandinista og fjöldahreyfinganna sem eru undir forystu þeirra. Kosningar voru ekki annað en valdatæki i höndum Somoza þegar hann var og hét, og því er erfitt að meta stærð eða fylgi einstakra flokka í landinu. Enginn þeirra getur vísað til fjöldafylgis með beinum hætti. Þó að margir þeirra hafi tekið þátt í baráttunni gegn einræðinu, þá var forysta Frels- ishreyfingar sandinista óumdeild þegar til úrslita dró. Kosningar 1979, ef þær hefði mátt fram- kvæma, hefðu hugsanlega gert út af við fjöldaflokkapólitík i land- inu, slíkar voru vinsældir hennar. Þrír borgaraflokkar og brot úr þeim fjórða, tvö verkalýðsfélög tengd þeim og COSEP, ráð versl- unarmanna og framleiðenda, hafa myndað kosningabandalagið CDN (Coordinadora Democrática Nic- aragiiense), sem lengst hefur gengið í andstöðunni við sandin- ista. Bandalagið setti þegar ýmis skilyrði fyrir þátttöku sinni i kosningunum. Meðal annars var þess krafist að hafnar yrðu við- ræður allra pólitískra afla í land- inu, þ.á m. þeirra sem tekið hafa upp vopn gegn byltingunni; að fjöldahreyfingarnar — einkum varnarnefndir sandinista, sem eru nokkurs konar hverfa- og þorpa- nefndir — yrðu leystar upp; að til- skipanir um eignaupptöku þeirra eignamanna sem flúið hafa land eða átt þátt í efnahagslegum skemmdarverkum yrðu afturkall- aðar og að neyðarástandi yrði þeg- ar aflýst. Einnig hefur verið kraf- ist aðskilnaðar FSLN og ríkis- valdsins og um tíma var uppi krafa þess efnis a Bandaríkja- mönnum yrði falin umsjón með kosningunum. Sandinistar geta ekki gengið að slíkum skilyrðum og það ætti ekki að koma á óvart með tilliti til allra aðstæðna: Bandarískum herafla hefur verið stillt upp allt um- hverfis landið. Flotinn er á æfing- um úti fyrir ströndum í austri og vestri. Panama er meginbækistöð- in í suðri frá fornu fari og nú er Jazzbrunch á Loftleiðum UNDANFARIN 3 ár hefur Hótel Loftleiðir staðið fyrir svonefndu „Jazzbrunch" í hádeginu á sunnu- dögum. Orðið „brunch“ er smíöað úr tveimur orðum, ensku orðunum breakfast og lunch og skýrir það hugmyndina að baki orðinu, þ.e.a.s að gestir hótelsins geta valið um morgunmat eða hádegisverð fyrir sama verð. Hálft gjald er greitt fyrir börn frá 6 til 12 ára, en ókeypis er fyrir yngri börn. í fréttatilkynningu frá hótelinu, segir að Kristján Magnússon og Friðrik Theodórsson muni á sunnudögum skiptast á um að sjá um hádegisjazzinn i Blómasal hót- elsins. Venjulega er og einhver gestur sem leikur með og undan- farin 3 ár hafa allmargir þekktir jazzleikarar komið og spilað með. Má þar nefna nöfn eins og Steina Steingríms, ólaf Gauk, Björn R. Einarsson, Árna Elvar, Reyni Sig- urðsson, Guðmund Ingólfsson, Sigurbjörn Ingþórsson, Þór Bene- diktsson, Vilhjálm Guðjónsson, Björn Thoroddsen, ólaf Stephen- sen, Ingimar Eydal o.fl. I vetur er ætlunin að hafa sama háttinn á og áður, en þessi skemmtan hófst síðastliðinn sunnudag með því að báðar „hús- grúppurnar" léku. Næsta sunnu- dag verður Björn Theodórsson og félagar, en gestur dagsins verður Þór Benediktsson. Hér eru föstu hljóðfæraleikararnir, sem leika hádegisjass á sunnudög- um I Blómasal, frá vinstri: Árni Scbeving, Þorleifur Gíslason, Sveinn Óli Jónsson, Kristján Magnússon, Friðrik Theodórsson, Davíð Guð- mundsson og Magnús Sigurðsson. Á myndina vantar Alfreð Alfreðsson trommara. Athugasemd við fréttatilkynningu MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá framkvæmdastjórn mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanema: „Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna (MORFÍS) er alhliða framkvæmd og skipulögð af framkvæmdastjórn MORFIS, sem er kosin af nemendafélögum framhaldsskólanna. JC kemur þar hvergi nærri, heldur veitir einung- is aðstoð við dómgæslu, þ.e. á oddadómara í hverri keppni." Það skal tekið fram að í frétta- tilkynningu, sem birtist um þessa mælskukeppni í Morgunblaðinu á miðvikudag, gleymdist að geta keppni Menntaskólans á Egils- stöðum og Kvennaskólans í Reykjavík, sem haldin verður á Egilsstöðum. Umræðuefnið er ofgnótt menntamanna í landinu. í Nicaragua Torfi Hjartarson „Vinstra megin viö sandinista eru tveir kommúnistaflokkar sem saka þá um lin- kind. Að auki eru a.m.k. fjórir flokkar sem ganga munu til kosninga 4. nóv. En tveir háværustu stjórnarandstöðuflokk- arnir, sem haldið hafa uppi all öflugum mál- flutningi gegn byltingar- stjórninni, hafa dregið sig til baka og á fylgi þeirra mun ekki reyna í þessum kosningum.“ svo komið að Bandaríkjamenn geta reitt til höggs hvar sem vera skal í álfunni úr bækistöðvum sín- um í Honduras. Þar hafa þeir m.a. byggt flugvelli sem tekið geta við gífurlegum herafla á stuttum tíma. Bandaríkjastjórn gekk m.a.s. svo langt að hún lét leggja tundurdufl í allar helstu hafnir Nicaragua sem hefta inn- og út- flutning stórlega. Þó að fulltrúa- deild þingsins hafi hamlað nokkuð gegn aðstoð Bandaríkjastjórnar við gagnbyltingaröflin sem hafa bækistöðvar í Honduras og Costa Rica, er stuðningur hennar enn ótvíræður. Að setjast að samningaborði með foringjum gagnbyltingarmanna sem hafa bandarískt fjármagn og herafla að bakhjarli og hafa víða gengið i skrokk á sveitaalþýðunni af fá- dæma grimmd, til að „versla með byltinguna“ eins og einhver komst að orði, væri hrein uppgjöf. I þessu sambandi er rétt að minnast þess að einræðisherrann naut trausts og stuðnings Bandaríkj- astjórnar uns örlög hans voru ráð- in. Ummæli Franklin D. Roosevelt urðu frægt tákn þessa sambands: „Somoza er hórusonur. En hann er okkar hórusonur!“ I ljósi þessa er einnig augljóst að kosningar undir stjórn Bandarikjamanna væru óþolandi niðurlæging byltingar og þjóðar í Nicaragua. Hvað varðar tengsl FSLN, fjöldahreyfinganna, ríkisins og hersins þá eru svör sandinista ein- föld: „Engin lög kveða á um slík tengsl, þau eru einföld staðreynd. Ef íhaldsmenn vilja manna herinn og taka öflugan þátt í stjórn ríkis- stofnana þá eru þeir velkomnir.” Auknar ógnanir Bandaríkja- stjórnar og vaxandi sókn gagn- byltingarsveita hafa orðið til þess að sandinistar leggja kapp á að efla fjöldasamtök verkamanna, bændafólks, kvenna, stúdenta og unglinga þvert á kröfur CDN. Rétt áður en framboðsfrestur rann út 25. júlí sl. var svo tilkynnt að neyðarástand ríkti áfram næstu þrjá mánuði. Arturo Cruz, forsetaframbjóðandi CDN, kom til landsins um þetta leyti og dró framboð sitt til baka tveimur sól- arhringum eftir yfirlýsingu stjórnvalda. Hann er félagi í Sósí- aldemókrataflokknum, átti um tíma sæti í byltingarstjórninni, varð sendiherra í Washington, en lýsti yfir andstöðu við stjórnina og þróun mála í Nicaragua árið 1981 og hefur dvalið í Bandarikjunum síðan. Framboðsfrestur var fram- lengdur nokkrum sinnum fram eftir hausti og óvíst þótti hvort CDN tæki þátt í kosningunum. Gerður hefur verið aðsúgur að Cruz og fylgismönnum hans þar sem þeir hafa haldið opna fundi. Cruz hefur lýst því yfir að kosn- ingabaráttu sé ekki hægt að heyja við slíkar aðstæður og krafist þess að kosningunum verði frestað. Þó heldur hafi gengið saman í haust er nú sýnt að CDN gengur ekki til kosninga. Nú hafa líka borist þær fréttir að Óháði frjálslyndi flokkurinn hefur dregið framboð sitt til baka. Sá flokkur er mun hógværari en CDN, tók lengi þátt í stjórn bylt- ingarinnar og vill verða miðjuafl í átökum CDN, sem einkum berst fyrir óskoruðu frelsi einkafyrir- tækja, og sandinista. Óh.frj.fl. er kannski það sem kalla mætti sósí- aldemókratískan flokk, miklu fremur en flokkur Arturo Cruz. Hann er jafnframt eini flokkurinn sem kom fram með sæmilega vel igrundaða stefnuskrá fyrir kosn- ingabaráttuna í haust. Aðrir flokkar hafa flestir hamrað á formgöllum í stjórnarfari sandin- ista eða haldið á lofti nokkrum grundvallarhugmyndum sem eru I litlum tengslum við aðstæður í landinu, efnahagsvanda og ásókn vopnaðra sveita. Þegar undirritað- ur fór frá Nicaragua í sumar er leið hafði enginn einn flokkur boð- ið upp á raunhæfan valkost við stjórnarstefnu sandinista. Það er sandinistum kappsmál að allir flokkar gangi til kosninga. Þeir gerðu samkomulag við borg- araleg öfl i landinu um frjálsar kosningar og blandað hagkerfi, og hafa lagt mikla áherslu á stuðning vestrænna ríkja og á þjóðarein- ingu í uppbyggingarstarfinu eftir frelsisstríðið og áratuga langa valdniðslu Somoza-fjölskyldunn- ar. En jafnframt er þeirra höfuð- markmið að tryggt sé að raun- veruleg breyting verði á kjörum og réttindum fátækrar alþýðu lands- ins og að Nicaragua takist að brjótast úr fátækt til efnahags- og menningarlegs sjálfstæðis. 50.000 manns létu lífið fyrir þann mál- stað. Það er ljóst að sandinista- stjórnin mun ekki láta beygja sig til að fresta kosningum. Þunginn af aðgerðum Reagan-stjórnarinn- ar veitir þeim lítið svigrúm til til- slakana. Það er að duga eða drep- ast. Þeim er kappsmál að halda í stuðning ýmissa borgaralegra afla á Vesturlöndum, að halda sam- vinnu við eignamenn í Nicaragua, að verja landið, að verja bylting- una, að halda einingu þjóðarinnar og tryggja samtökum fjöldans áhrifamátt við stjórn landsins. Löggjafir um kosningarnar, kosn- ingabaráttu og stjórnmálaflokka eru sambærilegar við það sem lýð- ræðislegast þykir á Vesturlöndum. Vandinn eru neyðarlögin sem áður voru nefnd, hin hörðu átök sem eiga sér stað og efnahagsvandinn sem af þeim hefur skapast. Á því leikur lítill vafi að mikill hluti landsmanna styður sandinista og að þeir munu fara með sigur af hólmi í kosningunum. Spurningin . snýst um viðurkenningu af hálfu Vesturveldanna, um lýðræðislegt og heiðarlegt samstarf stríðandi fylkinga. Vinstra megin við sandinista eru tveir kommúnistaflokkar sem saka þá um linkind. Að auki eru a.m.k. fjórir flokkar sem ganga munu til kosninga 4. nóvember. En tveir háværustu stjórnar- andstöðuflokkarnir, sem haldið hafa uppi all öflugum málflutn- ingi gegn byltingarstjórninni, hafa dregið sig til baka og á fylgi þeirra mun ekki reyna I þessum kosningum. Sandinistar munu því án efa mæta mikilli gagnrýni utan í frá eins og verið hefur og sjálf- sagt svara henni eins og áður: Þeir telja almennar kosningar aðeins einn þátt af mörgum til að koma á lýðræði og vísa þá til margvís- legra umbóta sem náðst hafa fram eða unnið er að. Stóraukin mennt- un, enduruppskipting lands, bætt heilbrigðiskerfi, bættar samgöng- ur, félagsleg virkni, viðreisn menningar og sjálfstæður efna- hagur eru lykilorðin í þeim mál- flutningi. Leiða má að því hugann hvað yrði um Nicaragua ef sandinistum yrði komið frá völdum til að mynda með íhlutun Bandaríkja- hers. Margir telja að slíkt myndi kosta styrjöld um alla Mið- Ameríku á borð við þá sem varð í Víetnam. En þó svo væri ekki hlyti að koma til mikilla átaka. Banda- riskur prestur starfandi í Nicar- agua sagði um þetta: „í Chile létu 50.000 manns lífið fyrst eftir fall Alliende og valdatöku Pinochet. í Nicaragua yrði sá fjöldi margfald- ur. Það yrði meira blóðbað en hægt er að ímynda sér.“ Torfí Hjartarson er kennaranemi. Hann draldist í Nicaragua tæpt ír. Veiðimenn Rjúpnaskot í úrvali. Eley+Rottwail, Winchester, Nike, Hubertus, Nimrod og Sheller BE11 VSSTUKKÖST Laugavegi 178. Reykjavík. Sími: 16770 — 84455.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.